Fréttablaðið - 03.12.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.12.2001, Blaðsíða 14
3. ti! 10. desember 2001 14 Heimilisblaðið Nuddtæki sem lítur út eins og úflnn sósuþeytari Vúdudúkka telst til heimilistækja hjá Andreu Róberts. Andrea Róberts, dagskrárgerðar- kona á Stöð 2, valdi þrjá hluti þegar hún var beðin að nefna uppá- halds heimilistækið sitt. Hún valdi fjarstýringuna að heimilisgræjun- um, Hrollvekjuna svokölluðu og vúdúdúkku sem býr yfir töfra- mætti. „Ég á þessar fínu Bose græjur og þetta er alveg tær snilld þessi fjarstýring. Ég elska tónlist og verð alltaf að vera með tónlist í gangi. Þessi fjarstýring drífur risalega langt, í gegnum steinveggi og allt. Ég get verið út í garði að tína arfa og skipt um stöð ef ég vil. Ég get þess vegna verið í baði og skipt um stöð eða disk. Þessi fjarstýring er æðisleg." Hrollvekjan segir Andrea að sé einhvers konar sambland af nudd- tæki og sósuþeytara. „Þetta er svona geðveikt höfuðnuddtæki. Þetta er einhvers konar hippa tupp- síiístsítsæ!&»tmg&sssœíss6ísssiœimssissa&m&^^&xwíf^cwi&!&!>its%iííseíítiíœífiííi!tíaei6titíí$sííís%& erware, svona úfinn sósuþeytari. Eg gaf Ragnheiði Eiríks, kynlífsráð- gjafa, svona í afmælisgjöf og við notum þetta óspart í matarboðum. Hún stakk upp á íslenska nafninu en ég held að þetta heiti head-ecstasy á ensku. Hrollvekja er mjög fínt nafn því maður fær virkilegan hroll.“ Andrea notar vúdúdúkkuna ekki mikið. „Einu sinni sat ég með stelp- Á ÞRJÚ UPPAHALDSTÆKI Andrea Róbertsdóttir gat ekki gert upp á milli þriggja hluta þegar hún var beðin að nefna uppáhaldsheimilistækið. unum heima og það var smá kjafta- hvað að stinga í dúkkuna og þá klúbbur. Við vorum að tala um hringdi viðkomandi! Þetta er rosa- ákveðinn einstakling og ég fór eitt- legt.“ ■ Austræn speki í vestrænum híbýlum Feng shui fer nú sem eldur í sinu um Vestur- lönd og íjöldi bóka er gefinn út til að kenna okkur að gera húsa- kynni okkar þannig úr garði að vel fari. að standa fremur nálægt horni herbergis. Mikilvægt er að hafa eldhúsið sitt jafnan hreint og snyrtilegt. Þar á að vera góð birta og gott loft og best er að hafa eldhús hvítt eða í mjög ljósum lit. Hvorki ísskápur né vaskur ætti að vera við hliðina á eða beint á móti eldavél og ofni. Ljóst er að það getur verið all- flókið að fara í einu og öllu eftir feng shui kenningum. Ef hagstæð- ustu skilyrðum verður ekki við komið má draga úr óæskilegum áhrifum með ýmsum aðferðum, svo sem að koma fyrir blómum á réttum stöðum og ýmsu öðru smálegu. Fjöldinn allur af bókum hefur verið gefinn út um feng shui og nú hefur bókaforlagið Salka gefið út bók á íslensku um þessa fornu speki, Feng shui - Að láta ytra og innra rými þitt ríma, nefnist hún. ■ ing rúmsins gagnvart dyrunum skiptir höfuðmáli. Mikilvægt er að geta séð úr rúminu þann sem kemur inn um dyrnar en þær mega þó ekki vísa beint á rúmið. Sam- kvæmt kenningum feng shui á rúm líka HÉR KOMAST PENING- ARNIR EKKI ÚT Samkvæmt feng shui er afar mikilvægt að loka kló- settinu til þess að pening- ar fari ekki í súginn. Feng shui er aldagömul kín- versk speki sem nú nýtur sí- vaxandi vinsælda í hinum vest- ræna heimi. Spekin snýst í stórum dráttum um að mynda hagstæð skilyrði til vellíðunar í híbýlum sínum meðal annars með stað- setningu hluta. Samkvæmt kenn- ingunni má stuðla að því að shi, sem er jákvæð öflug orka, flæði vel um húsakynnin og auki með því gæfu heimilismanna með til- liti til heilsu, fjárhags og andlegr- ar líðanar. Það sem mestu máli skiptir í feng shui eru dyr, þ.e. staðsetning þeirra og gerð, uppröðun í eldhúsi og svefnherbergjum. Útidyrnar eru mikilvægustu dyrnar og það þykir skipta máli að þær séu heldur rammgerðari en aðrar dyr. Stærð útidyranna hefur einnig sitt að segja en hún þarf að vera í samræmi við húsið. Það sem tekur við þegar inn er komið er líka mikilvægt, forstofan. Til dæmis er ekki gott að útidyr opn- ist beint á móti stiga. Vitastíg 12 • 101 Reykjavík • Sími 551 8000 • Fax 551 1160 FYRIR ÍMYNDUNARAFLIÐ Falleg hvít kertí sem má skreyta að vild. Islensk kerti Þessi fallegu kerti eru íslensk hönnun og framleiðsla frá Blesastöðum á Skeiðum. Kertin eru til af ýmsum lengdum og hægt er að skreyta þau að vild. Fallegt er að stilla þeim upp nokkrum saman en einnig er prýði af þeim einum og sér. Kert- in fást í Blómastofunni Eiðis- torgi. ■ Parahornið er á móti suðvestri. Kertin tvö tákna parið og þar hefur einnig verið komið fyrir myndum af því. Gott er að nota gyllt í parahorninu. í svefnherberginu má segja að litaval og staðsetning rúmsins skipti mestu máli, auk þess sem gott loft og birta hefur sitt að segja. Mikilvægt er að hafa milda liti í svefnherbergjum. Staðsetn- Þórarinn Jónsson, hdl. löggiltur fasteignasali Svavar Jónsson, sölumaður • Jón Kristinsson, sölustjóri Stararimi Glæsilegt einbýlishús með bílskúr, samtals 172 m2. Húsið stendur á fallegri hornlóð. Verð kr. 22 m. Áhvílandi 6.5 m Skólavörðustígur Falleg fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð. Stærð 102 nf. Nýlegt parket á gól- fum og nýleg eldhúsínn- rétting. Verð kr. 14,2 m. Espigerði Frábær 137 m2 íbúð á fjórðu hæð í fallegu húsi, lyfta. Flísar og parket á gólfum, glæsilegar innrétt- ingar. Sjónvarpshol og svefnherbergi á efri hæð. Verð 17,5 m. Áhvílandi húsbréf 7 m. Rauðarárstígur Glæsileg 4ja til 5 herbergja íbúð á 3ju hæð í nýlegu fjölbýlishúsi, stæði í bílageymsluhúsi fylgir. Stærð 103 m2. Góðar suðursvalir. Verð 14,9 m. Áhvílandi húsbréfalán 4,9 m. Laus í desember. Falleg 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í næsta nágrenni við Háskóla íslands. Stærð 98 m2, var áður fjögur herbergi, auðvelt að færa til fyrra horfs. Nýleg eldhúsinnrétting. Stór geymsla í kjallara. Nýlegt gler í gluggum. Sameign í góðu ástandi. Laus fljót- lega. Verð 12,9 m. Áhvílandi 4 m. Hringbraut Falleg 2ja. herbergja íbúð. Mjög góðar innréttingar. um 53 fm. Verð kr. 7.5 m. Húsbréf 5,6 m.kr. Samveran við fjölskylduna Það er ekki síður gott að hvíla sig og líta í bók. ER HÆTT AÐ VINNA Ásrún á minningar um jól sem fóru aðal- lega í hvíld. að vinna fram á síðasta dag. Nú er hægt að njóta jólanna svo mikið betur, ekki síst með því að fylgj- ast með ungviðinu og sjá ósvikna gleði þeirra." ■ Asrún Benedikts- dóttir segir sam- veruna við fjölskyld- una vera það sem ger- ir jólin skemmtileg. Hún starfaði lengi í verslun og á í hugar- fylgsni sínu minning- ar um jól sem fóru að- allega í hvíld. Nú seg- ist hún njóta jólanna best með því að fá til sín fólkið sitt. „Ég líka mikla ánægju af að lesa og hlakka til þess um jólin. Ég á reyndar ekki börn en ég á systkinabörn sem koma til mín og ég fer ekki síður til þeirra. Þetta er mikil breyting frá því ég hætti að vinna því áður var maður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.