Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 1

Fréttablaðið - 04.03.2002, Page 1
4. mars til 10. mars 2002 FRETTABLAÐIÐ FASTEIGNIR 1 á vísir-is! Ibúðalánasjóður o_ bæta þjónustuna: Uppreikna yflr- tekin lán fyrir skattframtalið uán Upplýsingar um lán íbúðalánasjóðs verða forskráð á rafræn skattframtöl landsmanna 2002. Yfirlit yfir afborganir og stöðu lána íbúðalánasjóðs vegna ársins 2001 verða skráð beint á raf- ræna skattframtalið 2002. Þetta er nýjung í samstarfi íbúðalána- sjóðs og ríkisskattstjóra. Markmið hennar er að auðvelda við- skiptavinum íbúðalánasjóðs að telja fram lán íbúðalánasjóðs og auka þannig þjónustuna. Að sögn Halls Magnússonar, sérfræðings hjá íbúðalánasjóði, felst aðal nýjungin í því að yfirtekin lán verða uppreiknuð fyrir skattframtalið í samræmi við skattareglur. Þessar upplýsingar koma beint inn á rafræna skattframtalið en verða send í sérstöku fylgiblaði með skattframtalinu í póstinum. Haliur bendir á að ein- staklingar þurfi eftir sem áður að færa inn lán vegna íbúða- kaupanna sem tekin voru hjá öðrum lánastofnunum og reiknast einnig sem stofn fyrir vaxtabætur. Afborganir lána íbúðalánasjóðs eru uppreiknaðar miðað við yfirtökudag lánanna. Við uppreikninginn var og gengið út frá því að lántakendur nytu vafans ef ekki var fullkomlega ljóst hvenær þeir tóku yfir afborganir af lánum íbúðalánasjóðs. Víst er að margar spurningar munu vakna vegna breyttrar framsetningar upplýsinga um lán íbúðalánasjóðs. Að sögn Halls verður leitast við að koma á framfæri algengustu spurningum og svörum við þeim á vefsíðu íbúðalánasjóðs, www.ils.is og vefsíðu ríkisskattstjóra www.rsk.is. ■ ||gg|^ is FAsreiGf ■0Í — HÁLFCERÐIR DALMATTÍUKETTIR Hér er Harpa með kisuna Míru en Fúsi var á flandri og vildi ekki láta mynda sig. Miklir gleðigjafar og kennarar Kettirnir hennar Hörpu Arnardóttur leikkonu eru ættaðir úr Þingholtunum og bera svipmót af því. EINFALDARA FYRIR HUSEICENDUR [ ár verða upplýsingar um lán íbúðalánasjóðs í fyrsta skipti forskráð á skattframtöl landsmanna. Míra og Fúsi, kettirnir hennar Hörpu Arnardóttur leikkonu, eru úr sama goti og að hennar sögn undan dásamlegri læðu í Þingholt- unum. Þau eru svört og hvít en kenning eigandans er sú að það sé býsna algengt útlit á köttum í Þing- holtunum. Harpa hafði ekki verið með heimilisdýr áður en hún eign- aðist þessa ketti og segir að sér hafi komið á óvart hversu mikið sé hægt að læra af þessum dýrum. „Þau eru náttúrulega alltaf í núinu. Að því að maður best veit þá er ekkert verið að flakka í fortíð eða framtíð. Þannig eru þeir frábærir „meditation" kennarar." Harpa segist hafa verið nokkuð lengi að ákveða nöfnin á kisurnar en Fúsi heiti í raun Konfúsíus. „Hann er bara kallaður Fúsi enda er hann alltaf svo fús til alls. Hann var eiginlega eins og hundur þegar hann var lítill kettlingur. Hann hljóp á móti fólki og var mjög fjör- ugur.“ Harpa lét gelda Fúsa snemma eða um leið og hann byrjaði að leita á systur sína, enda kunni eigandinn ekki alveg við það. Míra hefur hins vegar eignast kettlinga. „Þeir voru ofboðslega fallegir, allir svona hvítir og svartir eins og Dalmatíu- hundar.“ Harpa segir að öll börn hafi fallið fyrir þessum kettlingum og á endanum var biðlisti eftir þeim. Aðdragandinn að því að Harpa eignaðist kettina var að einu sinni þegar hún var að leika í Þjóðleik- húsinu þvældist þangað inn kett- lingur sem ómögulega vildi yfir- gefa leikhúsið að sýningu lokinni. Kettinum var gefið nafnið Rómeó og Harpa ákvað að taka hann með sér heim því húsverðinum fannst svo nöturlegt að varpa honum á dyr, út í nóttina. „Ég var allt í einu komin með þennan litla Rómeb upp í rúm til mín.“ Upphaflega ætlaði Harpa ekki að fá sér tvo ketti en þar sem hún er talsvert að heiman fannst henni að það væri gott fyrir þá að eiga félagskap hvor í öðrum. „Það er rosalega falleg vinátta á milli þeirra og það er mjög fallegt að sjá þessi samskipti." ■ Fráb átr F&rnniri AMERÍSKAR DÝNUR Medic Twin XL 97x203 39,900 m/ramma Medic Euro 120x200 49,900 m/ramma Plush Twin XL 97x203 49,900 m/ramma Plush Euro 120x200 59,900 m/ramma Chiropractic Full XL frá 137x203 69,900 m/ramma ekki betri! EVRÓPSKAR DÝNLR 80x200 verð frá 24,900 m/fótum 90x200 verð frá 29,901 m/fótum 100x200 verð frá 34,900 m/fótum HEILSUNNAR Listhúsinu Laugardal, sími 5 8 1 22 3 3 • Dalsbraut 1, Akurevri, sími 4 6 1 1150 • www.svefnogheiIsa.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.