Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 4
4 Heimilisblaðið 4. til 10. mars 2002 Yngismær í annað sinn Matarilminn leggur á móti blaðamanni og ljósmyndara þegar þær koma inn um dyrnar í Efstasundinu hjá Elínu G. Ólafs- dóttur fyrrverandi borgarfulltrúa, kennara og aðstoðarskólastjóra. Þegar búið er að snæða bakaða lúðu með rauðu pestói ásamt nýbökuðu brauði er sest að spjalli í vinnuher- bergi Elínar undir ljúfri franskri kaffihúsatónlist. „Ég er geymari," segir Elín og heimilið ber þess svo sannarlega merki. Elín og Matthias heitinn Har- aldsson, bóndi hennar, fluttu í húsið fyrir tæpum 40 árum ásamt börn- um sínum sex á aldrinum eins til ellefu ára. „Ég sá ekkert annað en herbergjafjöldann og garðinn. Allir gátu fengið sérherbergi nema litl- urnar. Þær deildu herbergi þangað til elsta stelpan fór að heiman." Þá ákváðu þau líka að flytja eldhúsið og búa til sitt eigið afdrep. „Það er svo mikilvægt að geta haft eitt- hvert prívat." Elín og Matthías kynntust í Kennaraskólanum. „Við Matthías vorum eins og eitt. Við vorum svo miklir félagar." Þau kenndu saman bæði í Langholtsskólanum og heima. „Hér voru ekki bara okkar börn. Hingað komu í kennslu börn sem þurftu á aðstoð við nám að halda.“ Elín og Matthías deildu ekki bara áhuganum á börnum og kennslu heldur fjölmörgu öðru, til dæmis störfuðu þau bæði að rétt- indamálum kennara. Matthías dó í febrúar 1990. „Þá var ég á kafi í borgarpólitíkinni en svo var ég beð- in um að taka við starfi Matthíasar sem yfirkennari í Langholtsskóla þannig að hálfum mánuði eftir að hann dó var ég sest í embættið hans.“ Margt hefur breyst i Efstasund- _____________________innHt í Sundunum Settu hlýjan svip á heímilið eða í sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur rímlagluggatjöld ® Mælum. Smíðum. Setjum upp. Stuttur afgreiðslutími. J^L Z-brautir & gluggatjöld -• Faxafen 14 j 108 Reykjavik , Sími 525 8200 í Fax 525 8201' Nelfang www.zeta.is UMHVERFIÐ NÆRIR ANDANN Hér er Elín G. Ólafsdóttir í vinnuherberginu þar sem hún situr við skriftir. Herbergið var áður svefnherbergi en eftir að Elín fór að vinna heima vildi hún nýta stærsta herbergið á efri hæðinni undir vinnuna. BÓKUNUM KOMIÐ FYRIR Matthías smíðaði mikið innanhúss til dæmis allar hillur sem sumar eru inn- felldar í veggi eða uppi undir rjáfri því allt pláss var nýtt. Hús Elínar G. Ölafs- dóttur inni við Sund hefur sál. Það er fullt af fallegum hlutum og líílaust horn finnst ekki þótt nú eigi ein kona heima í átta herbergjum á tveimur hæðum. ALLIR HLUTIR AÐGENGILEGIR Elín vill hafa hlutina aðgengilega og láta þá sjást. Þessa stefnu má vel sjá í eldhúsinu. Þar eru allir hlutir aðgengilegir, hnífapörin á borðinu og glösin í hillum og gluggum. ein er ég að finna alls konar hluti sem búið er að lauma hingað inn þegar ég er ekki heima, til dæmis alls konar hollustuvörum. Það er ekki til það sem þau vilja ekki gera fyrir mig,“ segir Elín og er nú að tala um börnin sex sem enn eru öll með lykla að æskuheimilinu. Elín kann að mörgu leyti vel að meta einveruna. Hún segist eigin- lega lifa hálfgerðu unglingslífi, vera eins og yngismær í annað sinn. „Ég get til dæmis ákveðið að fara að baka brauð upp úr miðnætti og þá er bara enginn sem skiptir sér af því.“ Heimili Elínar ber þess vott að þar ríkir mikill áhugi bæði á bók- menntum og myndlist. Bækurnar eru út um allt og málverk og annars konar myndlist prýðir flest herber- gi. Elín segist hafa fengi klassískt uppeldi þar sem fagurfræði var í hávegum höfð og er þessi áhugi hennar án efa sprottin úr þeim jarð- vegi. Það er einstakt jafnvægi yfir heimili Elínar. Þar er gott að vera, fallegt og einstaklega góður andi. Einhvern veginn er svo greinilegt að þarna á heima kona sem nýtur lífsins út í ystu æsar. „Ég fæ mjög mikið út úr lífinu. Ég á auðvelt með að njóta einfaldra hluta. Það er svo afstætt hvað er verðmætt." ■ inu frá því fjölskyldan flutti þang- að. „Mér fannst ég vera flutt upp í sveit en við það að bærinn stækkar erum við orðin miðsvæðis. Hér er allt sem maður þarf og ég er í stök- ustu vandræðum með að þurfa að fara héðan, fá mér hús á einni hæð.“ Elínu langar ekkert að flytja. „Ég er mjög ósammála því að fólk sem er farið að eldast þurfi að búa í litlu húsnæði. Það þarf bara að hjál- pa því að þrífa. Hins vegar held ég að verði ekki lengi að hreiðra um mig á nýjum stað.“ Á heimili Elínar standa engin tóm barnaherbergi. Öll herbergi hafa öðlast nýtt hlut- verk. „Ónotuð, dauð herbergi eru óþolandi. Þess vegna hef ég aldrei verið með ónotaðar borðstofur eða stofur." ELDHLISGLUGGINN Þessi gluggi er lýsandi fyrir heimili Elínar, hlutunum sem notaðir eru dags daglega er raðað saman þannig að úr verður skreyting. betra. Svo er andinn í húsinu líka einstakur. „Þetta hús er búið að vera alveg yndislegt. Það hefur haldið svoleiðis utan um þessa fjöl- skyldu og þjónað okkur algerlega. Það er svo mikil sál í því og það sveigir sig og beygir með okkur.“ Fjölskylda Elínar hefur alltaf verið mjög sterk og samheldin. „Við höfum alltaf verið svo mikil klíka og aldrei þurft á öðrum að halda. Við erum svona klan,“ segir Elín og hlær. „Eftir að ég er orðin BEST AÐ VERA SAMAN Börnin á bæn- um röðuðu sér í stígann þegar þau voru að læra fyrir skól- ann, þrátt fyrir að hver ætti sitt herbergi. Húsið hennar Elínar er forskall- að timburhús, byggt af mönnum sem kunnu til verka þannig að aldrei hefur verið í því raki eða fúi. Elín er ein þeirra sem kjósa frekar að búa í timburhúsi en steinhúsi vegna þess að henni finnst loftið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.