Fréttablaðið - 11.03.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 11.03.2002, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 11. mars 2002 MÁNUDACUR SPURNINC DAGSINS Finnst þér að sérstök rannsóknarnefnd ætti að vinna að rannsókn á málefnum Landssimans? Já það finnst mér. Ég treysti þvi ekki annars að nóg verði gert Alma Birgisdóttir starfar sem sjúkraliði Banna föngum að tala við fjölmiðla: Engin stoð í lögum? fancelsi Fangelsismálastofnun bannaði föngum á Litla-Hrauni í síðustu viku að tala við fjölmiðla. Það bann á sér enga stoð í lögum að mati fanga. Forsaga málsins var sú að Atli Helgason, fangi á Litla-Hrauni, talaði við fjölmiðla í upphafi vikunnar. Hann hafði síðan ákveðið að hringja í ísland í bítið á miðvikudagsmorgun. Síðdegis á þriðjudag var honum hins vegar tilkynnt um að hann fengi það ekki. Á miðvikudag var búið að hengja upp tilkynningar um fangelsið um að föngum væri bannað að tala við fjölmiðla. Fangar í trúnaðarráði fangelsis- ins, telja að brotið sé á lögum með athæfinu. Almennt gagn- rýna fangar mjög hvernig fang- elsum er stjórnað. „Löggjöfinni er beitt mjög frjálslega og stjórnendur fangelsanna taka sér mjög mikið vald,“ sagði Atli Helgason, fangi, í samtali viö Fréttablaðið. ■ Gerðahreppur: F-listinn ákveðinn framboð Ingimundur Þ. Guðna- son mun leiða framboðslista F- lista framfarasinnaðra kjósenda í Garði við sveitarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Ingimundur var í 2. sæti síðast en tekur við odd- vitasætinu af Sigurði Ingvars- syni sem skipar nú 14. sætið. F-listi hefur fjóra af sjö bæj- arfulltrúum. Ingimundur er sá eini þeirra sem gefur kost á sér áfram. Aðrir í efstu sætum eru Einar Jón Pálsson, Guðrún S. Al- freðsdóttir og Gísli Heiðarsson. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, er sveitarstjóraefni listans. ■ Útræðisréttur sjávarbænda: Gagnstæð sjónarmið uppi sjAvarútvegur Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur ekki enn tekið til sérstakrar umfjöllunar umleitan- ir Samtaka eigenda sjávarjarða um að fá viðurkenndan og stað- festan í fiskveiðilögum útræðis- rétt strandjarða. Nefndin tók frumvarp sjávar- útvegsráðherra til nýrra fisk- veiðistjórnunarlaga til umfjöllun- ar í lok síðustu viku og sendi það hagsmunaaðilum til umsagnar, þar á meðal Samtökum eigenda strandjarða. „Þannig að við fáum þeirra sjónarmið inn í nefndina. Það er hins vegar nauðsynlegt að taka fram að lögfræðileg álits- gerð liggur fyrir sem Skúli Magn- ússon, háskólakennari, vann fyrir endurskoðunarnefndina sem fór yfir fiskveiðistjórnunarlögin. Hans niðurstaða var að heimild þeirra til fiskveiða sé takmörk- uð,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður sjávarútvegsnefndar. Hann hafði einnig séð álitsgerð sem samtökin fengu Má Péturs- son, hrl., til að vinna fyrir sig um málið. „Mér er auðvitað kunnugt um að þarna eru uppi tvö gagn- stæð sjónarmið. Við munum ein- faldlega fara yfir það. Hvorug álitsgerðin hefur í raun verið rædd í nefndinni. Álitsgerð Skúla liggur fyrir sem fylgiskjal í álits- gerð endurskoðunarnefndarinnar og álitsgerð Más Péturssonar, sem unnin var fyrir hönd bændanna, hefur verið dreift til nefndar- manna að mínu frumkvæði," bætti hann við. Stefnt er að því að frumvarp sjávarútvegsráðherra verði að lögum fyrir vorið, en ekki er útilokað að á því verði gerðar breytingar. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON Einar segir að nefndarmenn í sjávarútvegs- nefnd þingsins hafi undir höndum tvær öndverðar álitsgerðir sem snúa að rétti bænda sem land eiga að sjó til fiskveiða. Lyíjum ýtt að föngum Trúnaðarráð fanga á Litla-Hrauni gagnrýnir harðlega aðbúnað þar. Engin meðferðarúrræði en lyf innan seilingar. Fjölskyldan líður fyrir aðbúnað. fangelsi „Þrisvar á dag er gengið í dag eru allir nýir fangar settir inn á deild 3, í svokallað Refsihús. um og hrópað lyf, lyf, lyf! Þetta er náttúrulega alveg óviðunandi því að flestir okkar eru fíklar," segir Atli Helgason, fangi á Litla- Hrauni. Hann situr í trúnaðarráði fanga þar ásamt þeim Guðmundi Inga Þóroddssyni og Júlíusi K. ...4.. Eggertssyni. Atli telur umgengni stjórnenda á Litla- Hrauni við lyf vera lýsandi dæmi um hvernig menntunarskort- ur þeirra birtist. Hann hefur gagn- rýnt skort á menntun stjórnenda harðlega. „Fangelsið ýtir þessum lyfjum að okkur, þetta eru róandi lyf, svefnlyf, jafnvægislyf og svo framvegis.Það gefur auga leið að svona væri aldrei farið að ef að þeir hefðu menntun og þekkingu við hæfi,“ segir Atli. Þrátt fyrir þetta telur hann misnotkun fanga orðum aukna. „Það er Fangelsismálastjórn sem talar mest um lyfjanotkunina. Ég tel að um 20% fanga misnoti lyf.“ Trúnaðarráðið hefur farið fram á að fangar fái að setja ATLI HELGASON Ég tel að um 20% fanga misnotí lyf. LITLA-HRAUN Þangað eru fangar líka sendir sem verða uppvísir að fíkniefnanotkun. nefnd á laggirnar sem myndi taka á móti nýjum föngum, kynna þeim kerfið og þá möguleika sem föngum bjóðast. „í dag eru allir nýir fangar settir inn á deild 3, í svokallað Refsihús. Þessu erum vió mjög á móti því að þar á sér stað lang- mest misnotkun á lyfjum sem fer fram á Hrauninu. Þangað eru fangar líka sendir sem verða uppvísir að fíkniefnanotkun. Þetta er ekki umhvei’fi sem er vænlegt fyrir nýja fanga, sem flestir eru í öngum sínum þegar þeir koma inn.“ Atli segir að þrátt fyrir að hugmynd þeirra um hóp til styrktar nýjum föngum hafi fengið góðan hljómgrunn hjá stjórnendum, þá gerist ekki neitt. „Við erum búnir að bíða í marga mánuði eftir svörum.“ Guðmund- ur Ingi bendir á að um væri að ræða úrræði sem kostar ekki neitt fyrir yfirvöld og því sé skrítið að ekkert hafi veiúð gert. Trúnaðarráðið segir einnig afar gagnrýnivert hversu erfitt föngum er gert að hafa samband við fjölskyldu sína. Reglur um heimsóknatíma séu mjög strang- ar og langtímafangar fái ekki dagvistarleyfi fyrr en eftir fimm ár. „Það er sá tími sem tekur að eyðileggja manneskju," segir Atli. „Það er miklu líklegra að fangelsið skili skemmdum ein- stakling þegar svona er staðið að málurn." Hann segir mikinn galla að sá réttur sem föngum sé tryggður í lögum sé skertur með reglugerðum. „Þetta er reglu- gerðarfrumskógur sem þyrfti að taka til í.“ ■ m FYRIRTÆKJASALA ISLANDS IIS,rÚLA 15 .'YHIRTÆKI TIL SOLU SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ : 588 5160 Cissur V. Kristjánsson hdl. og iögg. fasteigna- og fyrirtækjasali ! 6 NOREGUR Norska kirkjan vill aðskilnað frá ríkinu. HÚSGAGNAVERSLUN sérhæfð með gegn- heil glæsileg húsgögn , miklir möguleikar BARNAFATAVERSLUN í úthverfi með eigín innflutning, góður hagstæður rekstur SJÁLFSALAR HOBBY FYRIRTÆKI góðir tekjumöguleikar, verð 1,5 millj, skipti BÍLAUMBOÐ í FULLUM REKSTRI ásamt varahlutasölu og þjónustuverkstæði FEGRUNAR- OG NUDDSTOFA með góð tæki í hentugu húsnæði á góðum stað Verð 2,5 BLÓMABÚÐ M/ EIGIN FRAMLEIÐSLU falleg verslun og rekstur með mikla mögu- leika GRILL M/ SALLATBAR. NAMMI OG FL sæti fyrir 20, fín aðstaða, opið 8-18 1.100 FM HÓTEL í REYKJAVÍK með 18 hót- elibúðir, vaxandi rekstur verð 150 millj. VIDEÓSJOPPA MIKILL HAGNAÐUR velta 70-80 millj. nettóhagnaður 6-9 millj. HÚÐMEÐFERÐARSTOFA góð tæki til að vinna á appelsínuhúð og fl. og fl. LYFTARAÞJONUSTA innflutningur, sala, og viðgerðir. Eitt elsta fyrirtækið í sinni grein. DAGSÖLUTURN í MÚLAHVERFI , rekstur sem skilar góðum launum, Verð 2,7 m SÓLBAÐSSTOFA í Kópavogi, 7 bekkir, góð aðstaða, góður rekstur sem skilar finum gróða. SÉRVERSLUN RITFÖNG. LEIKFÖNG gjafavöru, bækur og fl. i verslunarkjarna. KAFFIHÚS MEÐ MEIRU velta ca 38 millj, 2-3 starfsm. opið 7.30-18.00, frábær afkoma DEKKJAVERKST. INNFLUTNINGUR og sala á dekkjum, felgum, aukahlutum og fl HÓTEL Á AUSTURLANDI 7 herb., bar, veit- ingasalur, verð 15 millj. Athuga öll skipti, HEILSUSTUDIO í FLOTTUM REKSTRI mikill nýlegur búnaður, auðveldur rekstur. MIKIÐ ATVINNUHÚSNÆÐI Á SKRÁ MIKIL SALA, VANTAR ALLAR GERÐIR FYRIRTÆKJA Á SKRÁ Norska þjóðkirkjan: Vill aðskiln- að ríkis og kirkju í Noregi ósló. ap Nefnd á vegum norsku þjóðkirkjunnar segir að nú sé kominn tími til að skilja milli rík- is og kirkju þar í landi. Rétt sé að öllum trúarbrögðum verði gert jafn hátt undir höfði. Evangelíska lúterska kirkjan hefur verið opinber kirkja Noregs alit frá því 1537. Alls eru 86% landsbúa skráð í hana. Stjórnarskrárbreytingu þarf í Noregi til þess aðskilnaður ríkis og kirkju geti farið fram. Allar stjórnarskrárbreytingar þurfa að hljóta samþykki norska þjóð- þingsins tvisvar sinnum. Þess vegna getur ekki orðið af aðskiln- aði fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Sautján manna nefnd á vegum kirkjunnar hefur verið að skoða þetta álitamál í fjögur ár. „Megin- reglan er sú að öllum trúarbrögð- um skuli gera jafn hátt undir höfði,“ sagði Trond Bakkevig, lút- erskur guðfræðingur sem jafn- framt er formaður nefndarinnai’. Hann sagði að núverandi fyrir- komulag hafi í för með sér að rík- ið lendi í hagsmunaárekstrum. „Ríkið ber ábyi’gð á því að vernda réttindi og hagsmuni allra borg- ara, en um leið ber ríkinu skylda til að vernda hin opinberu trúar- brögð norsku kirkjunnar," sagði hann. ■ Skoðaðu heimasiðuna www.fyrirtaekjasala.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.