Fréttablaðið - 11.03.2002, Side 8
FRETTABLAÐIÐ
11. mars 2002 MÁNUDACUR
8
Lx)ðnuvertíðin:
Feiknalegar torfur
við Reykjanes
LOÐN UVEIÐAR.
Loðnuflotinn gerir það gott á miðunum um þessar mundir.
Svínadalur:
Brotist inn í
sex sumarbú-
staði
innbrot Sex innbrot hafa verið
framin í sumarbústaði í Svarf-
hólsskógi í Svínadal. Lögreglan í
Borgarnesi fékk tilkynningu um
þrjú innbrot á laugardag og að
sögn lögreglunnar er þetta önnur
tilkynningin á stuttum tíma. Þar
áður hafði verið brotist inn í aðra
þrjá bústaði. Er talið líklegt að
innbrotin hafi öll verið framin á
sama tíma og af sömu aðilum.
Engin vegsummerki voru við bú-
staðina og dregur lögreglan þá
ályktun að nokkrar vikur séu síð-
an innbrotin voru framin. ■
SJÁVARÚTVEGUR MjÖg góð loðnu-
veiði hefur verið á miðunum út af
Reykjanesi síðustu sólarhringa.
Þar hafa skipin verið að fylla sig í
nokkrum köstum. Þessi mikla
veiði hefur leitt til þess að víða
hefur verið einhver bið eftir lönd-
un. Búist er við að loðnan verði
innan skamms komin inn á Faxa-
flóa. Þótt sjómenn séu ánægðir
með veiðina eru þeir ekki jafn
ánægðir með verðþróunina. Al-
bert Sveinsson skipstjóri á Elliða
GK segir að þeir séu að fá um
6800 krónur fyrir loðnutonnið.
Það sé mun minna en var í byrjun
vertíðar. Þá voru dæmi um að
verksmiðjur greiddu hátt í 10 þús-
und krónur fyrir tonnið. Síðan
hefur verðið farið lækkandi eftir
því sem liðið hefur á vertíðina.
Um 240 þúsund tonn eru eftir af
kvótanum. Óvíst er hvort tekst að
ná honum öllum.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Elliða voru þeir nýkomn-
ir á miðin eftir að hafa landað 500
tonnum á Akranesi. í þeirri veiði-
ferð hefðu þeir getað sett um 300
tonnum meira í skipið en urðu frá
að hverfa vegna þess að nótin
hafði rifnað. Albert segir að það
séu alveg feiknalega stórar torfur
á miðunum. Af þeim sökum eru
menn alveg „skíthræddir" við að
kasta í þær af ótta við að nótin
kunni að rifna. Þá er sterkur
straumur á þessu svæði sem gerir
skipunum dálítið erfitt fyrir. í
sterkum straumi á nótin það til að
dragast í kaf og allt fer í hnút. Þá
þarf að draga hana inn og kasta á
ný í von um að allt gangi snurðu-
laust fyrir sig. ■
GRAND HÓTEL
Kynningin fer fram á Grandhóteli í Reykjavík. Þar verður m.a. boðið upp á „stutta skoðun-
arferð um landið."
Verslunarfulltrúar frá Stokkhólmi:
Ferðir til Israels
kynntar á íslandi
ferðakynning Ferðamálaskrif-
stofa ríkisstjórnar ísraels mun
næstkomandi fimmtudag halda
kynningu á Grandhóteli í Reykja-
vík.
Að sögn Páls Arnórs Pálsson-
ar, ræðismanns ísraels á íslandi,
er um að ræða kynningu á ferð-
um til ísraels sem verslunarfull-
trúar frá sendiráðinu í Stokk-
hólmi munu sjá um. Mun þetta
vera liður í kynningu sem þeir
fara í um Norðurlöndin. Fulltrú-
arnir koma til landsins á morgun.
„Þetta ber upp á mikinn átaka-
tíma í ísrael en það er nú bara til-
viljun," sagði Páll í samtali við
Fréttablaðið.
Daginn áður mun nýr sendi-
herra ísraels á Norðurlöndum,
sem er staðsettur í Osló, afhenda
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
íslands, trúnaðarbréf sitt. Páll
segir að tilviljun ráði því að
þessa tvo atburði beri upp á sama
tíma. „Sendiherrann verður
kannski eitthvað viðstaddur sýn-
inguna á fimmtudeginum en
myndi þá stoppa stutt,“ sagði
Páll. ■
Námsstyrkir Landsbankans
Árlega eru veittir sjö námsstyrkir til virkra félaga i Námsmanna-
þjónustu Landsbankans. Einungis Námufélagar eiga kost á því
að sækja um þessa styrki og er þetta kjörið tækifæri fyrir náms-
menn til þess að fá fjárhagslegan stuðning á meðan á námi stendur.
Styrkirnir skiptast þannig:
• 1 styrkur til framhaldsskólanáms á íslandi: kr. 100.000
• 2 styrkir til háskólanáms á íslandi: kr. 200.000 hver
• 3 styrkir til háskólanáms erlendis: kr. 300.000 hver
• 1 styrkur til listnáms: kr. 200.000
Umsókn
Sœkja veröur um þessa styrki sérstakiega. i umsókn þarfaö greina frá
nafni, heimiti, kennitöiu, sima, tölvupóstfangi, námsferti, námsárangri og
framtiðaráformum. Ekki er um sérstakt umsóknareyðublað aö rceöa en
nauðsyntegt er að fylla út skráningarblaö og iáta þaö fylgja meö
umsókninni.
Hœgt er aö nálgast skráningarblaöiö á www.landsbanki.is. Umsœkendur
eru hvattir til aö senda meö umsókninni öll þau gögn sem aöstoöa
dómnefnd viö matá umsóknum, s.s. einkunnir, meðmœli, greinaskrifeftir
umsœkjanda o.s.frv.
Umsóknirþurfa aö berast Viöskipta- og þjónustudeild Landsbankans,
Austurstrœti 11,155 Rvk. fyrir27. mars og á úthlutun sérstaö ibyrjun maí.
Q Landsbankinn
Greina ekki einhverfu
vegna fjárhagsvanda
Greiningarstöð hefur þurft að skera niður þjónustu sína vegna Qárhags-
vanda. Hátt í hundrað börn verða af þjónustu stofnunarinnar í ár. MSon-
ur minn missir af þjónustu sem hann á rétt á“ segir móðir drengs sem
ekki fær greiningu þrátt fyrir að hafa sýnt einkenni einhverfu.
greining Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins hefur orðið að
draga úr starfsemi sinni vegna
fjárhagsvanda. í bréfi sem for-
stöðumaður Greiningarstöðvar-
innar hefur sent aðstandendum
barna á grunnskólaaldri og eldri
segir að búast megi við að hátt i
hundrað börn verði af þjónustu
stofnunarinnar í ár.
Einn þeirra
sem verður af
Hann sagði að þjónustu stofnun-
Ingólfur væri arinnar er Ingólf-
með mörg ur Andrason, tíu
einkenni ein- ára nemandi við
hverfu og vildi Öskjuhlíðarskóla.
láta skoða Hann bíður þess
það betur. að fara í grein-
______ ingu vegna ein-
hverfu. „Síðasta
sumar tókum við eftir því að það
kom fram mikið af nýjum ein-
kennum í fari hans“, segir Gunn-
ella Vigfúsdóttir, móðir Ingólfs.
„Við töluðum við skólann um
haustið. Þar var staddur sál-
fræðingur á vegum Greiningar-
stöðvar sem skoðaði son okkar.
Hann sagði að Ingólfur væri með
mörg einkenni einhverfu og vildi
láta skoða það betur.“
í kjölfarið sendi sálfræðing-
urinn greinargerð til Greining-
arstöðvar. Nokkru síðar fengu
foreldrar Ingólfs bréf þar sem
sagði að hann yrði tekinn í grein-
ingu á næstunni. Voru þau meðal
annars beðin um að gefa frekari
upplýsingar um hann sem yrðu
notaðar við meðferð máls hans.
„Síðan fékk ég bréf í febrúar um
að það yrði ekki gerð greining á
honum. Þar sagði að hann væri
ekki í forgangi og ekki væri til
peningur til þess að hann kæmist
í greiningu. Hann fær því ekki
greiningu meðan ástandið er
svona."
INGÓLFUR OG GUNNELLA
Gunnella er allt annað en sátt við að sonur hennar fær ekki greiningu. Meðan hann fær
ekki greiningu verður hann af þjónustu sem hann á rétt á og þarf á að halda.
„Það sem mér þykir verst við
að Ingólfur fær ekki greiningu
er að hann á rétt á mikið meiri
þjónustu ef hann greinist með
einhverfu en hann fær núna“,
segir Gunnella. Þetta á til dæmis
við um hyaða námsaðstoð hann
fær. Einnig ræður greining því
hvernig lyf Ingólfur fær. Þeim
verður hann af fái hann ekki
greiningu.
brynjolfur@frettabladid.is
Dregið úr þjónustu í sparnaðarskyni:
Fjárveitingar hafa ekki
fylgt aukinni eftirspurn
greining Stefán J. Hreiðarsson,
forstöðumaður Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins segir
að stofnunin hafi neyðst til að
draga úr þjónustu sinni þar sem
fjárveitingar hafi ekki fylgt auk-
inni eftirspurn eftir þjónustu
hennar. „Eftir skipulagsbreyting-
ar 1996 jukust tilvísanir til stöðv-
arinnar mikið. Það fer nærri að
fjöldinn hafi tvöfaldast."
Undanfarin ár hefur Greining-
arstöð verið rekin með halla. Sá
halli var gerður upp á fjárauka-
lögum síðasta haust. Skilyrði fyr-
ir því var að ekki yrði farið fram
úr heimildum. „Hjá stofnun þar
sem 85% útgjalda er launakostn-
aður er ekki hægt að ná niður
kostnaði nema það komi fram í
mannahaldi", segir Stefán. Það
hefur leitt til þess að draga hefur
þurft úr þjónustu. Horfið hafi
verið aftur til þess að forgangs-
raða börnum á forskólaaldri.
Börn sem ekki komast að fá ekki
sambærilega þjónustu annars
staðar.
Stefán vonast til að vandi
stofnunarinnar verði leystur með
lögum um greiningarstöð sem
hafi ekki enn náð fram að ganga.
Þar væntir hann þess að skyldur
stofnunarinnar og aðkoma fé-
lagsþjónustunnar verði skil-
greindar betur. ■