Fréttablaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
14. mars 2002 FIMMTUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ
Rauða strikið skammt undan
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Cunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og 1 gagnabönkum
án endurgjalds.
2000
Flóabandalagið og Samtök at-
vinnulífsins undirrituðu kjara-
samninga 13. mars árið 2000.
Verkamannasambandið hafði sett
fram aðrar kröfur og var ósamið
við það. Samningur Flóabanda-
lagsins var samþykktur með
mjög naumum meirihluta. Rúm-
um mánuði síðar náðist sam-
komulag milli Verkamannasam-
bands Islands og Samtaka at-
vinnulífsins. Markmið samning-
anna var að auka kaupmátt launa-
fólks. Forsenda kaupmáttaraukn-
ingarinnar var að verðbólgu væri
haldið í skefjum. í því skyni voru
sett mörk um verðbólgu á
ákveðnum tímapunktum. Svo-
nefnd rauð strik. Yfirlýsing rík-
isstjórnarinnar fylgdi samning-
unum. Þar kveðst rikisstjórnin
munu hafa hjöðnun verðbólgu að
leiðarljósi við efnahagsákvarðan-
ir sínar.
2001
Nefnd samningsaðila á almenn-
um vinnumarkaði komst að niðr
urstöðu í byrjun mars. Þar er
ákveðið í ljósi annarra samninga
sem gerðir hafa verið, að hækka
orlofsuppbót og desemberupp-
bót. Nefndin fagnar því að mark-
mið um verðbólgu hafi náðst.
Blikur séu hins vegar á lofti. Lít-
ið megi því út af bera í efnahags-
stjórninni ef rauðu strikin eigi að
halda. Þungi umræðu um að rauð
strik séu í hættu fer vaxandi.
Undir lok ársins gætir mikillar
svartsýni. Flest bendir til þess að
verðbólga fari yfir markmið
kjarasamninga. Ríkisstjórnin
kynnir breytingar á skattamálum
sem hleypir illu blóði í verkalýðs-
hreyfinguna. Davíð Oddsson boð-
ar forystumenn ASÍ á sinn fund
og viðurkennir að það hafi verið
yfirsjón að hafa ekki samráð við
verkalýðshreyfinguna um skatta-
breytingarnar. Aðilar vinnu-
markaðarins ná saman um miðj-
an desember. Sett eru ný verð-
bólgumarkmið. Vísitala neyslu-
verðs má ekki standa hærra en
222,5 stig í maí.
2002
Vísitala janúarmánaðar kom eins
TQ.rs.aga,
Við gerð kjarasamninga á vordögum
árið 2000 var sett inn tryggingarákvæði
um verðbólgu til að tryggja kaupmátt launa.
Þróun verðlags varð neikvæðari,
en menn gerðu sér vonir um.
j Nú styttist óðum í endurskoðun stöðunnar,
miðað við rautt strik í maí.
og köld vatnsgusa framan í
vinnumarkað og ríkisstjórn. Vísi-
talan hækkaði um 0,9% milli
mánaða. Ráðuneytisstjórum var
falið að fara í saumana á hækk-
uninni. í kjölfar þess komu tillög-
ur að aðgerðum. Fyrirtæki í land-
inu boðuðu einnig að þau myndu
leggja sitt af mörkum. Lækkun
vísitölunnar í febrúar var mönn-
um tilefni aukinnar bjartsýni.
Vísitalan hækkaði aftur í mars
um 0,4% sem var helmingi meira
en spámenn höfðu vænst. Hún er
nú 0,3% frá rauða strikinu. ■
1 BRÉF TIL BLAÐSINS |
Blési til
byltingar
væri ég yngri
Lesandi skrifar:
Ég er kona, 75 ára að aldri, og
segja má að ýmislegt hafi yfir mig
gengið öll þessi ár. Nú er manni
svo ofboðið að ekki er hægt að taka
því lengur án þess að æmta né
skræmta. Við ellibelgir verðum að
sætta okkur við tvísköttun á þess-
ari hungurlús sem við eigum að
lifa af og dugar ekki nema í 2-3
daga. Sem er auðvitað argasta lög-
brot. Einnig horfum við uppá að
barna- og langömmubörn hafa t.d.
aldrei fengið að njóta þess að
skoða Náttúrugripasafnið sem við
eyddum löngum stundum við að
skoða, Þjóðminjasafnið stendur
þeim einnig lokað, sem er þjóðar-
skömm, skólarnir þeirra bjóða upp
á æ fábreyttari námskrá. íþróttir,
handmennt tungumál og fleira oft-
ast einungis að nafninu til. Heilsu-
gæsla að molna niður og alltaf
klingir við; það eru ekki til pening-
ar fyrir þessu eða hinu. Allt er
þetta í skötulíki miðað við það sem
við nutum í æsku. (Set ég þó spurn-
ingarmerki við heilsugæsluna.) Ef
ég væri yngri og hressari blési ég
til byltingar og fengju þá margir
að fjúka. Eins og sést, kraumar
reiðin við þessa stórþjófa sem
hlaða undir sig fjármunum okkar
þar sem þeir leggjast alltaf með
ránshendi á þá sem minnst hafa. ■
ORÐRÉTT
MÁLIÐ?
„Af umfjöllun
f jölmiðla að und-
anförnu má helst
ráða að seta í
bankaráði felist
aðallega í því að
bankaráðsmenn
séu að taka
ákvarðanir um að
lána hver öðrum peninga.“
Kristján Ragnarsson
í ræðu á aðalfundi íslandsbanka.
EINS DAUÐI
ER ANNARS BRAUÐ
„Að stefna að aukinni neyslu
áfengis, jafnvel þótt á henni
kunni einhverjir að græða, er
stefna sem óhjákvæmilega verð-
ur þjóðinni til tjóns."
Sigríður Jóhannesdóttir,
alþingismaður. Mbl., 13. mars.
„Það var viðbúið
að útsölurnar
gengju til baka og
því verður maður
að taka eins og
hverju öðru
hundsbiti."
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður,
um hækkun vísitölu neysluverðs.
Fréttablaðið, 13. mars.
FINNUR ALLTAF
BJÖRTU HLIÐARNAR
„Stöðugleikinn er kominn á aftur
og það er að skapast kyrrð á
markaðnum."
Davið Oddsson um 0,4% hækkun
vísitölu neysluverðs. Mbl., 13, mars.
ER ÞAÐ EKKI
ÚTSÖLUR STANDA
EKKI AÐ EILÍFU
Laugarvegur 101 R
j 55 fm jarðhæð ný standsett laus
strax
Þverbrekka 200 kóp
ca 50 fm jarðhæð laus strax
Grítubakki 109R
80 fm á jarðhæð laus strax.
Gnoðavogur104 R
ca 90 fm 3.ja nerb á annari hæð
laus strax.
Flétturimi 112 R
114 fm 4ra herb á 3,ju hæð .fifaesi-
leg ibúð á tveimur hæðum að hluta.
Enjateigur 108 R
108 fm á tveim hæðum. Sér inn-
gangur laus fljótl.
Ljósheimar 104 R
ca. 95 fm á annari hæð laus fljótl.
Hveragerði Réttarheiði
i í byggingu 122 fm raðhús með inn-
: byggðum bílskúr. Mjög hagstæð
: kaup.
Nýbýlavegur 200 Kóp
ca. 125 fm skrifstofuhúsnæði á
annari hæð. 5 rúmgóð herb með
j eldhúsi og snyrtingu laust strax.
Hlíðarsmári 200 kóp
160 fm á 1. hæð. Hentugt fyrir
verslun Eða annarskonar þjónustu.
Á annari hæð 270 fm skifstofuhús-
næði.
Hlíðarsmári 200 Kóp
Til leigu ca.195 fm á fyrstu hæð
(jarðhæð) Húsnæðiekiptist i 100 fm
fullbúið elshús með tækjum og af-
greiðslu borði einníg fullbúin kæli-
klefi ca.60 fm Veitingaaðstaða + 30
fm lagerhúsn. Húsnæðið er tilbúið
til allra matvælaframleiðslu. Laust
strax
Borgartún 105 R
Ca. 450 fm skrifstofuhúsnæði á 3.ju
hæð. Fullbúið eldhús og kaffiað-
staða karla og kvenna snyrting.
Góð lýsing lagnir fyrir tölvur laust
strax.
Sérhæf trésmíðaverk-
stæði
Vorum að fá í einkas. Vel tækjum
búið hentar vel fyrir 2-4 starfm.
Bjart og vel skipulögð aðstaða. Til
afh mjög fljótlega.
Selbrekka 200 kóp
ca. 190 fm einbýlishús bein sala.
Aðstoðum viðskiptavini og aðra við gerð leigusamninga
Og fasteignasamninga. Traustir fagmenn að verki.
íflilimiMillM Ilinwi 1 liiilil
| PALESTÍNA
Um hvað er deilt?
Hernaður ísraelsmanna gegn Palestínumönnum hefur sjaldan verið harðari. Um leið eru að
opnast nýir möguleikar í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sádi-Arabar hafa í fyrsta sinn í
sögunni komið með friðartilboð og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað um
stofnun Palestínuríkis. En um hvað snúast deilur ísraelsmanna og Palestínumanna?
Flóttamennirnir Landtökumenmrnir
Við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 flúðu mörg hundruð
þúsund Palestinumenn heimkynni sín. ísraelsmenn
hafa aldrei viljað leyfa þeim að snúa aftur, og bera fyr-
ir sig öryggisástæður. Nú eru flóttamennirnir og af-
komendur þeirra orðnir 3,9 milljónir. Þar af eru 1,2
milljónir búsettair í flóttamannabúðum. Flóttamennirn-
ir eru búsettir ýmist á herteknu svæðunum eða dreifð-
ir um nágrannaríkin Jórdaníu, Sýrland og Líbanon.
Sameinuðu þjóðirnar hafa frá upphafi litið svo á að
flóttamennirnir eigi óskoraðan rétt til að snúa aftur.
Palestínumenn krefjast þess að farið verði að sam-
þykktum Sameinuðu þjóðanna. ísraelsmenn svara því
til, að endurkoma flóttamannanna væri ekkert annað en
dauðadómur yfir Ísraelsríki sökum þess hve margir
þeir eru. Þeir myndu fljótlega ná yfirráðum í landinu og
gyðingar yrðu komnir í minnihluta. Staða flóttamann-
anna hefur verið stór hindrun í vegi samninga. Mála-
miðlunartillögur ganga út á að einungis hluti flótta-
mannanna snúi aftur en aðrir fái bætur. ■
Undanfarna áratugi hafa 'ísraélsk stjórnvöld markvisst
tekið land frá Palestínumönnum á herteknu svæðunum
og afhent ísraelsmönnum sem þar vilja búa. Hvað eftir
annað hafa átök sprottið upp milli ísraelsku landtöku-
mannanna og Palestínumanna. Paicsfínumenn hafa litið
á landtökuna sem eina stærstu hindrunina í vegi fyrir
friðarsamningum. Tilgangur ísraelsmanna er augljós-
lega að búa til tilkall til lands á herteknu svæðunum.
Um leið verða ailar samningaviðræöur um afhendingu
herteknu svæðanna miklu erfiðari. Meðan samninga-
viðræður stóðu yfir fjölgaði landtökumönnum jafnt og
þétt. Fyrir aldarfjórðungi bjuggu um það bil 57 þúsund
Israelsmenn á herteknu svæðunum. Nú eru landtöku-
mennirnir orðnir 400 þúsund á um það bil 190 svonefnd-
um landnemabyggðum. Fram hafa komið tillögur um að
ísraelsmenn fái að halda sumum landtökusvæðum á
herteknu svæðunum í skiptum fyrir landsvæði innan
ísraelsku landamæranna sem þeir afhendi Palestínu-
mönnum í friðarsamningum. ■
Oryggi Israelsmanna
Öryggi ísraelskra borgara er það áhyggjumál sem ísra-
elsk stjórnvöld setja jafnan á oddinn sem skilyrði frið-
ar. Palestínumenn gera linnulítið árásir á ísraelsmenn,
bæði óbreytta borgara og hermenn. Hryðjuverkamenn
sprengja sjálfa sig í loft upp og saklaust fólk með.
Byssumenn skjóta úr launsátri og unglingspiltar kasta
grjóti í ísraelska hermenn. Almenn reiði Palestínu-
manna út í ísrael brýst einnig út í margs konar andófi
og mótmælum sem oft snúast upp í ofbeldi og átök. Allt
þetta segja ísraelsmenn koma í veg fyrir að ræða megi
friðarsamninga. Auk þess réttlæti þessar árásir harka-
leg viðbrögð ísraelska hersins gegn Palestínumönnum,
jafnvel þótt þær komi oftar en ekki niður á saklausum
borgurum. Palestínumenn segja ísrael með þessu refsa
allri þjóðinni fyrir ofbeldisverk fárra. Með kröfum sín-
um um að friður ríki áður en hægt verði að setjast að
samningaborði eru ísraelsmenn auk þess að bjóða því
heim, að herskáir Palestínumenn sem vilja ekki semja
um frið við ísrael geri einfaldlega fleiri árásir til að ná
fram þessu markmiði sínu. ■
Herteknu svæðin
í sex daga stríðinu árið 1967 hertóku ísraelsmenn Vest-
urbakkann, Gazaströnd og austurhluta Jerúsalemborg-
ar. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað samþykkt að ísra-
elsmönnum beri að skila þessum svæðum aftur til
Palestínumanna. Þetta hefur einnig verið meginkrafa
Palestínumanna á hendur ísraelsmönnum. Palestínu-
menn eru staðráðnir í að stofna eigið ríki á hernumdu
svæðunum. ísraelsmenn féllust um síðir á það, en vilja
ekki afhenda hernumdu svæðin án skilyrða. Eitt flókn-
asta deilumálið lýtur að stöðu Jerúsalemborgar. Palest-
ínumenn vilja að austurhluti hennar verði höfuðborg
Palestínuríkis. ísraelsmenn eiga erfitt með að sam-
þykkja það, bæði vegna þeirra Israelsmanna sem búa í
austurhlutanum og vegna helgra staða gyðinga á borð
við Grátmúrinn. I austurhlutanum eru einnig helgir
staðir múslima, þannig að Palestínumenn geta engan
veginn sætt sig við að láta ísrael eftir stjórn þessa borg-
arhluta. Málamiðlunartillögur hafa komið fram um að
hluti borgarinnar verði undir alþjóðlegu eftirliti. ■