Fréttablaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
LÍTIL von
Einungis fimmti hver
maður sem skilaði at-
kvæði í kjörkassann
telur friðarvon í Mið-
Austurlöndum
Er friðarvon í Mið-Austur-
löndum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
20%
Spurning dagsins í dag:
Eiga sveitarfélög að styrkja grínþætti
um sjálf sig?
Farðu inn á vlsi.is og segðu
þlna skoðun
Verðbölga og
rauða strikið:
Markmiðin
í hættu
efnahagsmál Fari verðbólgan yfir
222,5 vísitölustig í maíbyrjun verð-
ur það í höndum verkalýðsfélag-
anna hvort launasamningum verð-
ur sagt upp. Eftir síðustu verð-
bólgumælingu munar einungis
tæpu einu verðbólgustigi að rauða
strikinu sé náð.
Sérfræðingar í
hagfræði auk for-
sætisráðherra
hafa látið hafa eft-
ir sér að meira
máli skipti að verð-
bólguþróun sé á
réttri leið en að
verðbólgustigið
verði nákvæmlega
innan settra
i=d. marka. Þá hefur
arfélaganna ef veriö varað Vlð
verðbólgumark- þeim vítahring og
mið nást ekki. stigmögnun sem
átt hefur sér stað áður í íslenskri
efnahagssögu þegar laun elta verð-
bólgu og verðlagið launaþróun, en
það er sá óstöðugleiki í efnhagslíf-
inu sem menn óttast hvað mest.
„Ef okkur tekst ekki að vera
undir rauða strikinu er málið alfar-
ið í höndum aðildarfélaganna,"
sagði Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambands íslands. Hann
sagði þó engu hægt að slá föstu um
hvort samningum yrði sagt upp
næðust markmiðin ekki. „Það kem-
ur bara í ljós í maí,“ sagði hann.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, er bjart-
sýnn á að rauða strikið haldi. Hann
sagði því varla tímabært að velta
fyrir sér mögulegum áhrifum þess
ef illa færi. „Það hljóta samt allir
sem nú hafa áhrif á verðlagsá-
kvarðanir að velta fyrir sér hvílík
ábyrgð það er að setja mál í upp-
nám þegar blasir við að við erum
að komast inn í umhverfi stöðug-
leika,“ sagði hann. ■
Hluthafar í Orca:
Enn án at-
kvæðisréttar
hluthafar „Það liggur ekkert fyrir
um það ennþá,“ sagði Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir-
litsins, aðspurður um það hvenær
eigendur Orca-félagsins fá rétt til
að fara með eignarhlut sinn á
fundum íslandsbanka.
Á mánudaginn sendi Fjármála-
eftirlitið bankastjórn íslands-
banka bréf þess efnis að þeim
bæri að sjá til þess að hluthafar í
Orca fengju ekki að nýta atkvæð-
isrétt sinn á aðalfundi bankans,
sem haldinn var sama dag. Þar af
leiðandi gátu eigendur Orca ekki
kosið um málefni bankans á aðal-
fundinum.
Hluthafar í Orca fengu sent
annað bréf þar sem rökstuðningur
fyrir þessari ákvörðun kom fram.
Það bréf hefur ekki enn verið birt.
Páll Gunnar vildi ekki tjá sig
um ástæður þess að málið væri
enn til skoðunar hjá Fjármálaeft-
irlitinu. ■
2
FRÉTTABLAÐIÐ
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna:
Hvetur til stofnunar
Palestínuríkis
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. RAMALLA. AP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í fyrrinótt ályktun sem
hvetur bæði ísraelsmenn og Palest-
ínumenn til að hætta þegar í stað
öllu ofbeldi, þar á meðal öllum
hryðjuverkum, ögrunum, hvatn-
ingu til ofbeldis og eyðiíeggingu
eigna. Þá var í ályktuninni fagnað
friðartilboði frá Abdúlla, krónprins
Sádi-Arabíu, sem rætt verður á
leiðtogafundi Arababandalagsins
eftir hálfan mánuð.
Einnig er í fyrsta sinn í sögu Ör-
yggisráðsins samþykkt ályktun þar
sem ljáð er máls á stofnun sjálf-
stæðs ríkis Palestínumanna. í
ályktuninni er staðfest sú „framtíð-
arsýn“ að tvö ríki, ísrael og Palest-
ína, lifi hlið við hlið innan örúggra
og viðurkenndra landamæra.
Ályktunin var lögð fram af hálfu
Bandaríkjanna og samþykkt sam-
hljóða með 14 atkvæðum gegn
engu. Fulltrúi Sýrlands sat hjá.
í dag er von á Anthony Zinni,
sendifulltrúa Bandaríkjanna, til
ísraels. Hann hyggst fá ísraels-
menn og Palestínumenn til þess að
leggja niður vopn og setjast aftur
LJÓSMYNDARI FÉLL
(talski Ijósmyndarinn Raffaele Ciriello hitti
Jasser Arafat, leiðtoga Palestinumanna, á
þriðjudaginn. Ciriello féll fyrir skotum frá
ísraelskum skriðdreka snemma I gær.
að samningaborði. Bandarísk
stjórnvöld hvöttu til vopnahlés í til-
efni af heimsókn sendifulltrúans.
Lítið lát var þó á átökunum í
gær. ítalskur ljósmyndari, ísraelsk-
ur hermaður og hátt settur palest-
ínskur embættismaður létu lífið. ■
Dómstóll tafði
rannsókn sjóslyss
Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa segir Héraðsdóm Reykjanes
hafa tafið störf nefndarinnar um fimm mánuði með því að trassa að af-
henda endurrit sjóprófa vegna Unu í Garði. Tveir menn fórust er bát-
urinn sökk í fyrrasumar. Fjórir biðu í fimm tíma í gúmmíbát en björg-
unarþyrla var ekki send til aðstoðar.
sjóslys Að sögn Inga Tryggvason-
ar, formanns Rannsóknarnefndar
sjóslysa, er seinagangur hjá Hér-
aðsdómi Reykjaness orsök þess
að dregist hefur úr hömlu að skila
niðurstöðu nefndarinnar varðandi
það þegar togbáturinn Una í Garði
fórst úti fyrir Skagafirði.
—4— Una í Garði
fórst um miðjan
júlí í fyrrasumar.
Sex skipverjar
voru um borð.
Tveir ungir menn
fórust. Hinir fjórir
velktust um í
björgunarbát í
fimm klukkutíma
áður en þeim var
bjargað um borð í
rækjubátinn Húna
HU-62.
Eftir slysið kom
upp hörð gagnrýni
á Landhelgisgæsl-
una fyrir að hafa
—4— ekki sent þyrluna
eftir skipverjunum. Hjalti Ástþór
Sigurðsson, skipstjóri Unu í
Garði, sagðist t.d. í samtali við
Fréttablaðið í október sl. telja að
Landhelgisgæslan hefði að óþörfu
lengt dvöl skipbrotsmannanna í
sjónum um tvo klukkutíma. „Það
er ekki víst að Landhelgisgæslan
verði svona heppin næst,“ sagði
Hjalti. Hann vísaði þar til þess að
þó Landhelgisgæslunni væri
kunnugt um að mennirnir væru í
björgunarbátnum hafi starfs-
menn hennar ekkert vitað um líð-
an þeirra.
Sjópróf í málinu fóru fram í
'ngi Tryggva-
son segist
eiga von á því
að niðurstaða
sjóslysanefnd-
arinnar varð-
andi Unu í
Garði verði
send aðilum
málsins til
umsagnar í
næsta mán-
uði. I maí liggi
síðan fyrir
endanlega
skýrsla.
ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR
Skipverjar á Unu í Garði voru ósáttir við að fá ekki aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þeg-
ar þeir velktust í sjónum i fieiri tíma eftir að bátur þeirra sökk og tveir úr áhöfninni fórust.
Héraðsdómi Reykjaness í fyrra-
sumar. Ingi segir að þar sé að
finna aðalorsök þess að ekki hefur
enn verið gengið frá skýrslunni
um Unu í Garði. Stefnan sé að það
sé gert innan við þremur mánuð-
um eftir hvert slys. „Við þurftum
að bíða í fjóra eða fimm mánuði
eftir því að fá endurrit á sjópróf-
inu frá dómstólnum. Ég kann ekki
skýringu á því,“ segir hann.
Ingi segist eiga von á því að
niðurstaða sjóslysanefndarinnar
varðandi Unu í Garði verði send
aðilum málsins til umsagnar í
næsta mánuði. í maí liggi síðan
fyrir endanleg skýrsla.
Þess má geta að nú er verið að
senda hlutaðeigandi aðilum niður-
stöður sjóslysanefndarinnar varð-
andi það þegar báturinn Svanborg
SH 30 fórst við Svörtuloft í des-
ember sl. Þar fórust þrír menn en
einum var bjargað á ævintýraleg-
an hátt um borð í þyrlu varnar-
liðsins. Þá var gagnrýnt að þyrla
Landhelgisgæslunnar hefði ekki
verið send nægilega skjótt til að-
stoðar.
gar@frettabladid.i01
Simbabve gðeti átt von á refsiaðgerðum:
Kosningarnar
sagðar meingcillaðar
harare, ap Stjórnvöld í Simbabve
lýstu í gær Robert Mugabe sigur-
vegara forsetakosninganna, sem
fram fóru um helgina. Stjórnar-
andstaðan tók þessa yfirlýsingu
ekki gilda.
„Þetta eru stærstu kosninga-
svindl sem ég hef nokkru sinni
orðið vitni að,“ sagði Morgan
Tsvangirai, leiðtogi Lýðræðis-
hreyfingarinnar og sterkasti mót-
frambjóðandi Mugabes.
Mugabe fékk samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum stjórn-
valda 54 prósent atkvæða.
Tsvangirai hlaut 40 prósent.
Kosningaþátttakan var sögð rúm-
lega 55 prósent.
Erlendir eftirlitsmenn með
kosningunum sögðu þær hafa ver-
ið að mörgu leyti meingallaðar.
Þúsundum manna hafi ekki verið
gert kleift að greiða atkvæði.
Stjórnarandstæðingar máttu sæta
hótunum og ofbeldi. Nánast á öll-
um stigum kosninganna hafi eitt-
hvað verið athugavert.
Litið hafði verið á kosningarn-
ar sem eins konar prófstein á lýð-
ræði í landinu. Bæði Bandaríkin
og Bretland íhuga frekari refsiað-
gerðir gegn Simbabve vegna þess
ROBERT MUGABE
Mugabe verður áfram forseti í Simbabve
næstu árin. Þessi mynd var tekin á kjör-
stað á laugardaginn.
hvernig fór. Þá er beðið eftir við-
brögðum Samveldisríkjanna, sem
höfðu hótað Simbabve refsiað-
gerðum ef kosningarnar yrðu
ekki lýðræðislegar. ■
14. mars 2002 FIMMTIJDAGUR
Lögbannsbeiðni á
heimildarmynd:
Fengu frest til
morguns
heimildarmynp Aðstandendur
heimildarmyndar um Ungfrú
ísland.is fengu í gær frest til að
fara yfir gögn málsins þegar lög-
bannsbeiðni aðstandenda fegurð-
arsamkeppninnar Ungfrú ísland.is
var tekin fyrir hjá sýslumanninum
í Reykjavík.
Fulltrúar keppninnar sóttu
mjög fast að hafna frestun. Svo fór
að fulltrúi sýslumannsins gaf að-
standendum myndarinnar frest til
klukkan hálf tvö í dag til að fara
yfir framlögð gögn.
„Við trúum á réttlætið," sagði
Hrönn sem myndaði atburðina. ■
Cá-i.—LL—, ..■ihÁáns. Jt.
DICK CHENEY f SHARM EL-SHEIKH
Varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði banda-
ríska hermenn í Egyptalandi á ferð sinni
um arabaríki I gær.
Cheney í arabaríkjum:
Andstaða
araba-
leiðtoga
sharm EL-SHEIK. ap Heímsókn vara-
forseta Bandaríkjanna, Dick
Cheney, til arabaheimsins hefur
fallið í skuggann af vaxandi átök-
um ísraela og Palestínumanna.
Cheney ætlar sér að heim-
sækja ellefu arabaríki til þess að
afla Bandaríkjunum stuðnings
þeirra við frekari hernað gegn
hryðjuverkamönnum. Einkum er
talið að hann vilji fá stuðning
þeirra við stríð gegn írak.
Á þriðjudaginn kom Cheney til
fyrsta arabaríkisins í ferðinni,
Jórdaníu, og fékk ekki upp-
örvandi viðbrögð þar. Abdúlla II.
Jórdaníukonungur varaði Banda-
ríkjamenn eindregið við því að
hefja stríð gegn Irak. Nær væri
að Bandaríkin tækju virkari þátt í
að draga úr átökum ísraelsmanna
og Palestínumanna.
í gær kom svo Cheney til Eg-
yptalands þar sem hann hitti
Hosni Mubarak forseta. Mubarak
hefur einnig lýst andstöðu sinni
við að Bandaríkin hefji stríð gegn
írak. Búist er við að flest
arabaríkin, sem Cheney hyggst
heimsækja, séu svipaðrar skoðun-
ar.
Bandarískir embættismenn
hafa gefið í skyn að sívaxandi
hernaður ísraelsmanna gegn
Palestínumönnum geri Cheney
ekki auðveldara fyrir. í gær hét
Cheney því að vinna að varanleg-
um friði í þessum heimshluta. ■
Hundrað milljóna tæki
ónýtt eftir fall:
Dýrt fall
tjón Ellefu tonna segull, sem verið
var að flytja á nýja rannsóknastöð
Hjartavei’ndar í gær, féll til jarðar
og brotnaði þegar festingar gáfu
sig. Segullinn er hluti af segul-
ómtæki sem setja átti upp í mynd-
greiningardeild og kostar á annað
hundrað milljónir. Hann er gjöró-
nýtur, segir Vilinundur Guðnason,
forstöðulæknir Hjartaverndar.
„Þetta er á vegum Heklu og
General Electric sem eru að flytja
þetta inn og selja okkur," sagði
Vilmundur og gerði ekki ráð fyrir
að óhappið myndi leiða til fjár-
hagslegs taps fyrir Hjartavernd.
„Það má búast við að þetta seinki
einhverju hjá okkur en ég á ekki
von á öðru en að það sendi hingað
annan segul eins fljótt og hægt
er.“ ■