Fréttablaðið - 15.04.2002, Page 4

Fréttablaðið - 15.04.2002, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 15. apríl 2002 MÁNUDAGUR Sala sölumyndbanda hér á landi eftir framleiðslusvæðum árin 1999 og 2000 í fjölda seldra eintaka: Landsvæði íslensk 1999 11.876 2000 14.969 +/-% +26,0 Norræn 8.041 8.241 +2,5 Evrópsk 6.717 5.724 -17,3 Bandarísk 133.125 Önnur svæði 244 160.628 +20,6 -100,0 Alls 159.983 189.562 +18,5 Borgarstjórnarkosningar: Dregur saman með fylkingum kosningar Bilið milli stóru fram- boðanna í Reykjavík hefur minnk- að nokkuð samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem Gallup gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt henni fengi D-listi sex menn og R- listinn níu. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn um 40% at- kvæða en R-listinn rúm 55%. F- listi Frjálslynda flokksins og óháðra fengi 4% og næði ekki manni í borgarstjórn. í könnun sem Gallup birti fyrir hálfum mánuði mældist Sjálfstæðisflokk- urinn með 37% fylgi en R-listinn rúmlega 61%, þannig að Reykja- víkurlistinn hefur tapað 6% á þessum tíma. ■ 1löcreclufréttir| Ungur ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Skothúsvegi um kvöldmatarleytið á laugardag og ók bíl sínum út í tjömina. Að sögn lögreglu má rekja óhappið til hálku í borginni þá um kvöldið auk reynsluleysis ökumannsins, sem er 17 ára og nýkominn með bílpróf. Töluverð ölvun var í Reykjavík um helgina. Á sunnudagsmorg- un gistu 11 manns fangageymslur fyrir ölvun og ólæti, en það mun vera í meira lagi þótt ekki sé það óvenju mikið. Eitthvað var um slagsmál milli manna við skemmti- staði og aðrir voru að finnast dauðadrukknir á víðavangi, að sögn lögreglu. Ekki taldi lögregla þó að ólæti hafi verið venju frem- ur meiri þessa helgina en aðrar í höfðustaðnum. Rúmlega tvítugur maður var fluttur á sjúkrahús með skurði í andliti, eftir bílveltu á Sandgerð- isvegi um klukkan hálf sjö á laug- ardagsmorgun. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Mað- urinn sem slasaðist var farþegi í bílnum, en hvorki hann né ung kona sem ók bílnum voru í bílbelt- um. Bíllinn er mikið skemmdur og var dreginn af vettvangi. Rekstur Ibúðalánasjóðs: Tap í fyrsta sinn húsnæðislán Vegna óhagstæðrar gengisþróunar varð tap á rekstri Ibúðalánasjóðs og er það í fyrsta sinn sem sjóðurinn er rekinn meó tapi. Gengistap sjóðsins var 612 milljónir króna, en tap á rekstri sjóðsins á árinu 2001 varð þó ekki nema 373 milljónir króna sam- kvæmt rekstrarreikningi. Rekstrarkostnaður íbúðalána- sjóðs hækkaði um 7,2% á árinu, sem er lægra en nemur verðlags- breytingum. Utistandandi lán sjóðsins í lok ársins voru rúmir 355 milljarðar króna og eigið fé sjóðsins í árslok nam 8.684 milljónum króna eða 2,4% af heildareignum. ■ Útboðslýsingar: Islenskcin á undanhaldi atvinnulíf Svo virðist sem íslensk- an sé almennt á undanhaldi fyrir ensku í útboðslýsingum. Þetta gild- ir bæði hjá hinu opinbera og á al- menna markaðnum. í smærri verk- um eru útboðslýsingar ennþá á ís- lensku. Hins vegar eru verk sem boðin eru út á EES-svæðinu auk ís- lands eingöngu á ensku. Torfi Hjartarson hjá VSÓ - ráðgjöf segir að menn geti fengið slíkar útboðs- lýsingar á íslensku ef óskað er sér- staklega eftir því. í forvali á útboði á EES-svæðinu og á íslandi vegna húsgagnakaupa í nýjar höfuðstöðv- ar Orkuveitu Reykjavíkur eru út- boðslýsingar t.d. á ensku. NÝBYCCINC ORKUVEITUNNAR Útboðsgögn I forvali vegna húsgagna eru á ensku. Jón H. Ásbjörnsson deildar- stjóri útboðsdeildar Ríkiskaupa , segir að það fari eftir óskum verk- kaupa hvort útboðslýsing sé á ensku eða íslensku. Hann segir að ekkert útboð hafi ennþá verið boð- ið út á tveimur tungumálum. Hins vegar sé það talið vera jafnræði að hafa útboð á ensku fyrir EES- svæðið. Stundum séu útboð á ensku jafnvel þótt vitað sé að til- boð muni ekki berast nema frá ís- lenskum fyrirtækjum. Það sé m.a. vegna þess að innlendu fyrirtæk- in séu með umboð fyrir erlend fyrirtæki. Auk þess sé hætta á misskilningi ef margir innlendir heildsalar séu að þýða útboðs- gögn. ■ Maður í Vesturbæ: Slóst við inn- brotsþjófa lögregluiviál íbúi í Vesturbænum í Reykjavík vaknaði við það aðfar- anótt sunnudags að tveir menn höfðu brotist inn hjá honum og höfðu hrifsað til sín ýmislegt laus- legt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík lenti maðurinn í nokkrum riskingum við annan inn- brotsþjófinn er hann reyndi að bjarga frá þjófnum málverki sem honum var annt um. Þjófarnir lögðu á flótta, en voru handsamaðir af lögreglu skömmu síðar. Að sögn lögreglu eru þjófarnir rúmlega tvítugir að aldri og hafa ekki mikið komið við sögu lögregl- unnar áður. ■ Töpuðu milljarði af líf- eyrisspamaði sjóðsfélaga Raunávöxtun Lífeyrissjóðsins Einingar hefur verið neikvæð síðustu tvö ár. Undarlegt að ávöxt- unin skuli vera mun verri en afkoma Kaupþings sem heldur utan um sjóðinn ,segir sjóðsfélagi, sem vill sjá breytingar á samþykktum sjóðsins. „Það hafa orð- ið einhver slys i meðferð og rekstri þessa sjóðs þessi tvö ár." —♦— lífeyrissjÓðir Neikvæð raunávöxt- un Lífeyrissjóðsins Einingar und- anfarin tvö ár jafngildir því að milljarður hafi tapast af lífeyris- sparnaði sjóðsfélaga. Raunávöxt- un sjóðsins hefur á þessum árum verið neikvæð um 6,58% og 8,35%. Raunávöxtun á fimm ára tímabili er komin í 2,2% en almennt er stefnt að því að raunávöxtun líf- eyrissjóða á fimm ára tímabili fari ekki undir 3,5%. „Það hafa orðið einhver slys í með- ferð og rekstri þessa sjóðs þessi tvö ár,“ segir Óttar Yngvason, hæstaréttarlög- maður og sjóðfélagi, sem hefur lagt til breytingar á samþykktum sjóðsins. Hann gagnrýnir að Kaupþing hafi of mikil völd innan sjóðsins. í tillögum Óttars er kveðið á um að endurskoðandi verði óháður rekstraraðila, að ekki sé skylt að láta Kaupþing annast rekstur sjóðsins og að stjórn sjóðsins verði í heild kosin af sjóðsfélögum en í dag skipar Kaupþing meiri- hluta stjórnar. Óttar segir að þrátt fyrir að sjóð- urinn hafi vaxið hratt á fyrri árum sé það áhyggju- efni hvernig hefur sigið á ógæfu- hliðina. Eins veki það spurningar að á sama tíma og Kaupþing sé ÓTTAR YNGVASON Vill sjá lýðræðis- legri reglur um hvernig sjóðnum skuli stjórnað. KAUPÞINC Kaupþing stofnaði Lífeyrissjóðinn Einingu og fer með rekstur hans. Nokkurrar óánægju gætir meðal sjóðsfélaga vegna lélegrar ávöxtunar sjóðsins undanfarin tvö ár. rekið með hagnaði sé neikvæð raunávöxtun á rekstri lífeyris- sjóðsins. „Það er kannski ekki hægt að álasa mönnum fyrir það þó þeir spái einhvern tíma vitlaust. En þegar þeir spá vel fyrir þegar þeir ávaxta fyrir sjálfa sig en spá illa í ávöxtuninni fyrir kúnnann er það dálítið slæmt.“ Rekstur verð- bréfafyrirtækis sé reyndar ekki fyllilega sambærilegur rekstri líf- eyrissjóðs en þó ekki á ólíku fjár- málasviði. „Við höfum haldið okkar striki," segir Hafliði Kristjánsson, for- stöðumaður sölu- og kynningar- sviðs Kaupþings. „Það er lækkun núna en ráðgjöfin er óbreytt. Ef þú ert að fjárfesta til lengri tíma þá áttu að vera í því sem hefur gefið betri ávöxtun til lengri tíma.“ Fólki bjóðist þó að skipta á milli sparn- aðarforma og sé ekki tekið gjald fyrir það. Lífeyrissjóðurinn Eining var stofnaður af Kaupþingi. í honum eru 15.000 sjóðsfélagar. Eignir sjóðsins nema 7,7 milljörðum króna. brynjolfur@frettabladid.ls Þriggja daga stjórnarbyltingu í Venesúela lauk í gær: Chavez kominn til valda á ný venesúela Hugo Chavez tók sigri hrósandi við forsetavaldi í Venes- úela í gær, aðeins tveimur dögum eftir að herinn steypti honum af stóli. Þúsundir stuðningsmanna fögnuðu honum þegar hann kom með þyrlu til forsetahallarinnar í höfuðborginni Caracas í gær- morgun. Sjónvarpað var beint frá athöfn í höllinni, þar sem honum voru fengin völdin. Herinn neyddi Chavez til að segja af sér á föstudaginn eftir að fjölmenn mótmæli gegn stjórn hans enduðu með blóðbaði. Vopn- aðir menn hófu skothríð á mann- fjöldann og létu þar að minnsta kosti sextán manns lífið. Pedro Carmona, forseti Versl- unarráðs Venesúela, var gerður að forseta bráðabirgðastjórnar landsins á föstudaginn, sama dag og herinn steypti Chavez af stóli. Carmona hafði verið í hópi þeirra sem skipulögðu mótmælin gegn Chavez. Hann leysti upp þingið og tók úr gildi stjórnarskrá landsins. Carmona sagði hins vegar snarlega af sér eftir að gíf- urlegur fjöldi landsmanna sýndi andstöðu sína gegn þessum að- ferðum. ■ HUGO CHAVEZ Reis upp á þriðja degi. Mikið um innbrot í Reykjavík: Brotist inn í Breiðholti löcreglumál Mikið var um innbrot í hús og bíla í Reykjavík um helg- ina. Aðfaranótt laugardags var far- ið ránshendi um Seljahverfi og Efra-Breiðholt. í Seljahverfi var brotist inn í tvö íbúðarhús og stolið heimilisbúnaði og peningum. Einn maður var handtekinn á iaugar- dagsmorgun grunaður um aðild að innbrotum þá um nóttina. Að sögn lögreglu hefur verið nokkur aukning í innbrot í bíla, og er hún rakin til þess að eiturlyfja- neysla sé í auknum mæli fjármögn- uð með þessum hætti. Lögregla taldi þó að einhvern hluta mætti rekja til almennrar ómennsku og leti þar sem menn nenntu ekki að vinna heiðarlega vinnu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.