Fréttablaðið - 15.04.2002, Page 13
MÁNUPAGUR 15. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Markvörðurinn Peter Schmeichel:
Kominn til Man. City
Heimsmeistarinn
einbeittur:
Lewis byrj-
aður að æfa
hnefaleikar Um helgina ferðaðist
Lennox Lewis heimsmeistari til
Pocono-fjalla. Þar byrjaði hann að
æfa stíft fyrir bardagann á móti
Mike Tyson, sem fer fram áttunda
júní. Lewis er kunnugur í fjöllun-
um, sem eru í Pennsylvaniufylki í
Bandaríkjunum. Þar hefur hann
æft fyrir alla bardaga síðan árið
1992, að fjórum undanskyldum.
„Þegar ég stíg inn í hnefaleika-
hringinn áttunda júní verð ég til-
búinn. Til að berjast á móti Mike
Tyson verð ég í betra formi en
nokkru sinni fyrr. Ég ætla að
koma mér í form lífs míns. Ég get
LENNOX LEWIS
Ætlar að gera út af við Mike Tyson.
ekki beðið eftir því að rota Tyson
og útiloka hann úr heimi hnefa-
leikanna fyrir fullt og allt,“ sagði
Lewis kokhraustur í síðustu viku.
Þegar hann mætir Tyson í júní
verður liðið rúmt ár síðan hann
þurfti að játa sig sigraðan á móti
Hasim Rahman. Lewis ætlar ekki
að gera sömu mistökin aftur. ■
fótbolti Markvörðurinn Peter
Schmeichel tilkynnti fyrir helgi
að hann muni kveðja Aston Villa
eftir leiktíðina. „Við fáum eflaust
einhver tilboð núna,“ sagði um-
boðsmaður Schmeichel þegar
hann sagði frá ákvörðun hans. Það
voru orð að sönnu. Aðeins tveimur
dögum seinna skýrði Kevin Keeg-
an, stjóri Manchester City, að
Schmeichel myndi ganga í lið
hans.
„Ég er í skýjunum yfir að fá
svo reyndan leikmann fyrir næstu
leiktíð," sagði Keegan. „Við erum
búnir að semja um samning til
eins árs og Peter er mjög ánægð-
ur með hann.“ Daninn er samn-
ingsbundinn hjá Villa þar til í vor.
Eftir viðræður við Graham
Taylor, knattspyrnustjóra Villa,
ákvað Schmeichel að hætta hjá
liðinu. „Peter og forveri minn
John Gregory komust að munn-
legu samkomulagi um það að hann
yrði aðalmarkvörður liðsins,"
sagði Taylor. „Ég vil hinsvegar
ekki fullvissa hann um að hann
verði aðalmarkvörðurinn. Peter
Enckelman kemur í Schmeichel
stað. Hann var í læri hjá David
James og Schmeichel og á skilið
tækifæri," sagði Taylor.
Það er ljóst að Manchester City
er að breikka hópinn. Liðið er á
höttunum eftir Hollendingnum
PETER SCHMEICHEL
Sættir sig ekki við að vera í öðru sæti.
Edgar Davids og Stefan Effenberg
hjá Bayern Múnchen. „Við eigum
pening til að eyða,“ segir Kevin
Keegan. City hefur einnig áhuga á
Robbie Keane hjá Leeds. ■
ferdam/in
Leeds refsar
óþekktaranga:
Woodgate
sektadur
Einvígið um
Islandsmeistaratitilinn:
Njarðvík
vann aftur
körfubolti Á laugardaginn mætt-
ust Njarðvík og Keflavík í annað
sinn í úrslitaeinvíginu um íslands-
meistaratitilinn í körfubolta. Leik-
urinn fór fram í Njarðvík. Til að
byrja með voru Keflvíkingar betri
aðilinn í leiknum. Þeir
misstu hinsvegar niður forskotið
og töpuðu fyrir heimamönnum,
sem eru nú með 2-0 forskot í ein-
víginu. Njarðvík þarf einn sigur til
viðbótar til að tryggja sér titilinn.
Peter Philo var stigahæstur hjá
Njarðvík. Hann skoraði 30 stig.
Guðjón Skúlason var stigahæstur
hjá Keflavík. Hann skoraði 21
stig. Næsti leikur fer fram í
Keflavík á þriðjudag. ■
fótbolti Jonathan Woodgate hjá
Leeds verður sektaður um
tveggja vikna laun fyrir brot á regl-
um félagsins. Hann kjálkabrotnaði í
gamnislag við vin sinn eftir kráar-
ferð í síðustu viku. Þeir höfðu verið
ásamt félögum sínum að horfa á
leik Liverpool og Bayer Leverkusen
í Meistaradeild Evrópu.
Meiðslin gerðu það að verkum
að Woodgate spilar ekki meira með
Leeds í vor og félagið var ekki
lengi að sekta hann. A föstudaginn
var tilkynnt að sektin nemi rúmum
þremur og hálfri milljón króna. Ef
hann gæti það myndi Woodgate ef-
laust naga sig í handarbökin. Litlu
munaði að hann næði að komast
hjá vandræðunum. Eftir kæru
vegna árásar í fyrra var Woodgate
skipað að flytja frá slæmum áhrif-
um Middlesbrough. í næstu viku
flytur hann inn í nýja íbúð í
Wetherby í Leeds. ■
Sjálandsmót:
Om setur
Islandsmet
sund Sundgarpurinn Örn Arnar-
son bætti eigið íslandsmet í 50
metra baksundi um 55 sekúndu-
brot á Sjálandsmótinu, Sjælland
Open, í Danmörku í gær. Hann
synti vegalengdina á 26,32 sek-
úndum. Gamla metið var 26,87
sekúndur. Örn var bæði fyrstur í
undanrásum og úrslitasundinu.
Nú eru íslenskir sundmenn
farnir að setja sig í stellingar fyi'ir
Evrópumeistaramót í Berlín. Það
fer fram 24. júlí til 4. ágúst í sum-
ar. Lára Hrund Bjargardóttir bætt-
ist í hóp þeirra sem hafa náð lág-
marki fyrir mótið. Hún synti 200
metra skriðsund á tveimur mínút- , ,
um, 6,78 sekúndum. Örn, Jakob Jó-
hann Sveinsson, Hjörtur Már .j
Reynisson og Kolbrún Ýr Krist-
jánsdóttir hafa éinnig náð lág-
marki inn á mótið. ■
Nýjung á íslandi
SMS-sérþjónusta
MasterCard korthöfum stendur nú til boða a<
fá tílkynningar um stöðu kortsins með SMS.
Þetta veítir korthöfum áður óþekkt öryggi
í viðskiptum á Netinu:
Ávísun á
góða ferð!
Ný Ferðaávisun MasterCard
MasterCar
(ý&
N&irmzfetWr
'MTEftRa
týf HpyAygú,
ný'ui t.uju ’.pJMOtiUi inri
t\ f'l Uifó l\IUv.M'v(.íxtÚ
Geröar hafa verió breytingar á Feröaávísun
MasterCard til hagsbóta fyrir korthafa.
Ávisunin hefur nú verið tengd veltu innan-
lands, sem gefur korthöfum tækifæri til að
hafa áhrif á fjárhæð hennar. Nú fyrnast
fjárhæðirnar á tveimur árum í stað eins áður.
Korthafar munu áfram fá 5.000 króna
Feröaávísun viö stofnun korts.
• Uppftjeöir Jö/núi
tru (jt érltfga rfír
? tfi fttuH'i.'.un lt/l«fÞt*fi'Card »tv
D hitui pttkkultfió i Um)utiu$ii *d y»»f»
kurtimi :.*mi tu'n.unm nr stiluð íi
HHVA; HIS'íli
Tenging við veltu innanlands:
• ATLAS korthafar safna 4
af hverjum 1.000 kr. *
♦ Gullkorthafar safna 5
af hverjum 1.000 kr. *
Nánari upplýsingar ó www.europay.is,
www.atlaskort.is og í Þjónustuveri
MasterCard, Ármúla 28- 30, 108 Reykjavík,
simi 550 1500.