Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ
15. apríl 2002 MÁNUDACUR
Á HVÐA TÍMUM LIFUM VIÐ?
Við lifum á timum þar sem fólk er sífellt að
velta fyrir sér hvað það er sem það hefur
ekki, á kostnað þess að meta það sem það
hefur. Svona hugsun leiðir til veraldlegrar
ófullnægju og eilífs kapphlaups.
Bryndís Valsdóttir, heimspekingur.
16
Kvennakórinn Vox Feminae:
Flytja kórverkið
Lieberslieder-Walzer
tónleikar Kvennakórinn Vox Fem-
inae flytur Lieberslieder-Walzer
op. 52 eftir Johannes Brahms í út-
setningu Paul Hindermann. Stjórn-
andi er Margrét Pálmadóttir. Með-
leikarar á píanó eru Arnhildur Val-
garðsdóttir og Ástríður Haralds-
dóttir. Margrét Vilhjálmsdóttir,
leikkona, les ástarljóð og úr ástar-
bréfum og Sigrún Eðvaldsdóttir
leikur á fiðlu. Lieberslieder-Walzer
sem Kvennakórinn Vox Feminae
flytur var upphaflega samið fyrir
blandaðan kór, einsöngvara og pí-
anó. Síðar var verkið raddsett fyr-
ir kvennakór af Paul Hindermann.
Kvennakórinn Vox Feminae var
stofnaður haustið 1993. Kórinn
hefur haldið sjálfstæða tónleika
einu sinni til tvisvar á ári frá 1997.
Einnig hefur hann tekið þátt í tón-
leikum Kvennakórs Reykjavíkur-
og farið í tónleikaferðir. Árið 2000
vann hann til silfurverðlauna í
VIII Alþjóðlegu kórakeppninni í
kirkjulegri tónlist sem haldin er
árlega í nafni tónskáldsins
Giovanni Pierluigi Da Palestrina í
Vatikaninu í Róm. Tónleikarnir
verða í kvöld í tónlistarhúsinu
Ými. Þeir hefjast kl. 21 en húsið
opnar kl. 20. ■
VOX FEMINAE
Kvennakórinn Vox Feminae var stofnaður haustið 1993 en þá tóku nokkrar konur úr 120
kvenna Kvennakór Reykjavíkur sig saman, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, og
stofnuðu „antik"-hóp.
MÁNUDAGUR
15. APRÍÍT
FUNDUR
Túrbínu-
þjónusta
VELALAIMD
VÉLASALA • TÚRBÍNUR
VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500
velaland@velaland.is
14.45 Dr. Eduard Kukan, utanríkisráð-
herra Slóvakíu, heldur í dag fyrir-
lestur í boði Félags stjórnmála-
fræðinga og stjórnmála-
fræðiskorar Háskóla fslands. í
fyrirlestri sínum mun Dr. Kukan
fjalla um stefnu Slóvakíu í utanrík-
ismálum og stöðu landsins með
tilliti til aðildar að Evrópusam-
bandinu annars vegar og Atlants-
hafsbandalaginu hins vegar.
Fundurinn er haldinn í Norræna
húsinu.
20.00 Hverfasamtök Vatnsendahverfis
„Sveit í borg" standa í kvöld fyrir
opnum fundi um framtíð Vatns-
endasvæðisins. Fundurinn verður
haldinn í Félagsheimili Fáks í Víði-
dal. Á fundinn munu mæta fram-
bjóðendur þeirra flokka sem
bjóða fram í Kópavogi nú i vor.
Kynntar verða helstu hugmyndir
íbúa sem varða framtíðarskipulag
Vatnsendasvæðisins, en þær
byggja á skoðanakönnun sem
gerð var meðal íbúa og sumar-
húsaeigenda sumarið 2001.
20.00 Skólafélag MR, Framtíðin og
Foreldrafélag MR boða til opins
fundar í kvöld í Ráðhúsi Reykja-
víkur, Tjarnarsal, um húsnæðis-
mál Menntaskólans i Reykjavík.
Á fundinum mun fulltrúi nem-
enda, Bolli Thoroddsen, inspector
scholae, og fulltrúi foreldra Stein-
grímur Ari Arason, hafa stutta
framsögu um málefni skólans,
einkum þó húsnæðismál hans.
FÉLAGSSTARF _________________________
10.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttæf-
ingar í Bæjarútgerðinni kl 10.00 til
11.30 og félagsvist kl. 13.30.
TÓNLEIKAR
20.00 Hlöðver Sigurðsson, tenórsöngv-
ari heldur söngtónleika í Salnum,
Kópavogi, í kvöld. Með honum
leikur Antonía Hevesi, planóleik-
ari. Saman flytja þau Islensk
sönglög og erlendar óperuaríur.
21.00 Kvennakórinn Vox Feminae flyt-
ur í kvöld Lieberslieder-Walzer op.
52 eftir Johannes Brahms (1833 -
1897) i útsetningu Paul Hinder-
mann, undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur. Tónleikarnir fara
fram í Ými og opnar húsið kl.
20.00.
Fór úr rokkinu í klassíkina
Hlöðver Sigurðsson, tenórsöngvari, heldur tónleika í Salnum í kvöld.
tónleikaw Hlöðver Sigurðsson,
tenórsöngvari, heldur tónleika í
Salnum, Kópavogi, í kvöld kl. 20.
Með honum leikur Antonía
Hevesi, píanóleikari. Saman
flytja þau íslensk sönglög og er-
lendar óperuaríur.
Hlöðver er 29 ára gamall Sigl-
firðingur. Hann hefur stundað
nám hjá Antoníu Hevesi við Tón-
listarskóla Siglufjarðar síðan á
haustmánuðum 1995. Áður en
leið Hlöðvers lá í klassíkina söng
hann í rokkhljómsveit fram yfir
tvítugt. Blaðamanni fannst lang-
ur vegur frá rokki yfir í aríur og
innti hann eftir þessu stökki.
„Antonía var nýkomin frá
Ungverjalandi til að kenna söng
á Siglufirði. Hún heyrði fyrst í
mér um verslunarmannahelgi
þar sem ég stóð uppi á sviði
gargandi yfir áhorfendur. Ein-
hverra hluta vegna greindi hún
einhverja sönghæfileika í öllu
öskrinu, þrátt fyrir að ég minnti
meira á Rod Stewart en tenór.
Antonía vildi endilega fá mig í
söngnám. Mér fannst hugmynd-
in fráleit í fyrstu en lét slag
standa,“ segir Hlöðver. Hann
segist ekki hafa tekið námið al-
varlega í fyrstu. Sú afstaða hafi
breyst þegar árangurinn fór að
koma í ljós.
Hlöðver stundar nám við
Guildhall School of Music and
ANTONÍA HEVESI OG HLÖÐVER SIGURÐSSON
Á efnisskrá tónleikana er m.a. lag Sigvalda Kaldalóns, Hamraborgin. „Ég hef sungið
Hamraborgina á hverjum einustu tónleikum síðustu þrjú ár. Mér finnst alltaf gaman að
syngja íslensku lögin."
Drama í London. „Þetta er
strembið nám og ólíkt því sem ég
átti að venjast, sérstaklega hvað
varðar aga sem er mikill og
vinnuaðferðir eru ólíkar. í byrj-
un þurfti ég að beita mig miklum
sjálfsaga til að komast inn á
rétta braut.“ Hlöðver hefur
fengið inni í óperudeild The
Royal Scottish Academy of
Music & Drama. Þess má geta að
Ólafur Kjartan Sigurðsson, óp-
erusöngvari, sótti sama skóla.
„Það má segia að ég sé kominn í
alvöruna. Eg hef látið
slag
standa. Á sínum tíma hugsaði ég
með mér að ég gæti þá ekki nag-
að mig í handarbökin síðar meir
að prófa ekki.“
Ferill Hlöðvers er rétt hafinn
og að hans sögn er bjart
framundan. „Það stefnir allt í að
ég verði úti næstu árin. Ég er
kannski ekki alveg búinn að
negla allt niður, það getur allt
gerst,“ segir þessi ungi og efni-
legi söngvari sem gaman verður
að fylgjast með í framtíðinni.
kolbrun@frettabladid.is
SYNINGAR
Arsineh Houspian hefur opnað sýn-
ingu á svart-hvítum Ijósmyndum í Ljós-
fold í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16.
Sýninguna nefnir listakonan Séð með
gestsaugum. Arsineh hefur dvalist á Is-
landi undanfarna 10 mánuði og sýnir
nú hluta mynda sem hún hefur tekið
hér á landi. Ljósfold er opið á sama
tíma og Gallerí Fold. Sýningunni lýkur
21. apríl.
Sýning á verkum Sigurðar Gústafsson-
ar arkitekts hefur opnað í Víkurskóla
Hamravík 10, Grafarvogi. Að sýningunni
standa sænska fyrirtækið Kallemo, sem
framleiðir verk hönnuð af Sigurði og
Epal hf.
Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til
veruleika stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkar - Hafnarhúsi. Þar eru
sýndar teikningar og skissur þeirra sem
skipulögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt
Ijósmyndum af hverfinu óbyggðu
°g byggðu. Þá eru á sýningunni, í
samstarfi við RÚV, ýmis konar myndefni
sem tengist Breiðholtinu ásamt útvarps-
upptökum með efni frá uppbyggingar-
tíma hverfisins. Sýningin stendur til 5.
tasýnii
ússonar, Arnagarði við Suðurgötu.
Handritasýning er opin kl. 14 -16
þriðjudaga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við
Landafundanefnd og fjallar um landa-
fundi og siglingar íslendinga á miðöld-
um með áherslu á fund Grænlands og
Vínlands.
Tilkynningar sendist á
ritstjorn @frettabiadid.is
Mikil eftirspurn er nú eftir fólki meb meirapróf!
eirapréis
99.900kr v££i£!i
^ Kn Hópbifreið
Kennslubifreibar:
Leigubifreiö: Nissan Terrano II, sjálfskiptur.
Vörubifreiö: Volvo FL 10, 2x4ra gíra.
Hópbifreiö: Benz 0303, 6 gíra.
igjæiL jjMBHSV MM
Nœstu námskeib
18. apríl- 19. maí
24. maí- 25. júní
Skráning ísímum 581 1919, 892 4124 og 898 3810
Htesta
nómskeib Hefet
18. apn '.
öriá steti laus
Ath! Nú greiba verkalýbsfélög allt
ab 40.000 kr. af námskeibi.
Skrábu þig núna!
Síöustu námskeiö hafa öll fyllst!
ÖKUSKÓLI
Sími 581 1919
IEIGUBIFREI
nuKin öKURÉTiinni
■ HÓPBIFREIÐ