Fréttablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 22
SAGA PAGSINS 15. APRIL Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, fæddist árið 1930. Árið 1990 kom af- mælisritið Yrkja út í til- efni af sextugsafmæli Vig- dísar. Ritið var grundvöllur Yrkju- sjóðs sem kostaði gróðursetningu tugþúsunda trjáplantna ár hvert. Arið 1990 kom upp eldur ofan á ammoníaksgeymi Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en talið var að mikið hættuástand hafi skapast. Níutíu ár eru í dag liðin frá því breska farþegaskipið Titanic sökk niður á botn Atlantshafsins. Meira en 1.500 manns fórust með skipinu. Um það bil sjö hundruð manns björguðust, flest konur og börn. 22 FRETTABLAÐIÐ 15. apríl 2002 MÁNUDAGUR Vildi kalla á slökkvilið- ið til að stöðva gosið Þetta samfélag hefur verið að gefa dálítið eftir undanfarin ár, eins og svo mörg samfélög á landsbyggðinni. Þegar var leitað til mín að leiða listann, þá fannst mér ég ekki geta skorast undan því,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður. „Ég tel þetta geta far- ið vel saman við þingstörfin. Það er öflugt fólk á þessum lista og það er vel þekkt bæði hér í Eyjum sem og annarstaðar, að menn hafa bæði setið í sveitarstjórnum og á Alþingi." Lúðvík er ekki bæjar- stjórnarefni listans enda finnst honum það ekki fara saman; að vera bæjarstjóri og þingmaður. Hann segir það hafa verið forrétt- indi að alast upp í Vestmanneyj- um enda nóg að gera. „Ég var átta ára gamall þegar gosið varð. Ég man ég stóð úti á tröppum með stýrur í augunum og horfði á Eyjuna rifna upp. Ég vissi ekki hvað eldgos var og skildi ekki af hverju menn kölluðu ekki á slökkviliðið," segir Lúðvík hlæj- andi, minnugur gossins. „Síðar tóku menn upp á því að dæla sjó á hraunið til að stoppa það. Hug- myndin mín var því kannski ekki svo galin.“ Persónan Lúðvík Bergvinsson, þingmaður, mun leiða Vestmannaeyjalistann í bæjarstjórnarkosn- ingunum þann 25. maí. Lúðvík á marga leiki að baki með meistaraflokki ÍBV í knatt- spyrnu en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að festingar í nára slitnuðu. Hann sparkar þó í bolt- ann í frístundum. „Við erum með lið í þinginu og erum að fara spila við Ríkisútvarpið. Síðan er ákveð- in kjarni úr Vestmannaeyjum sem spilar fótbolta á sunnudögum." b LÚÐVÍK BERGVINSSON Lúðvík er 37 ára og elstur þriggja systkina. Hann var átta ára þegar gaus í Eyjum FÓLK í FRÉTTUM Mikil spenna er nú í kringum Norðurljós eftir að kyrr- stöðusamningur félagsins við lánardrottna sína rann út. Ýmsir hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja tryggja sér bita af kökunni líkt og kom fram í blaðinu fyrir helgi þar sem greint var frá því að Islenska sjónvarpsfélagið sem rekur Skjá einn vildi eignast Stöð 2 og Sýn. Ekki eru þó allir á því að það sé góð hugmynd að leggja saman tvo mínusa. Enda sýni gamli barnaskólalærdómurinn að það þurfi að margfalda tvo mínusa til að fá út plústölu. Mín- us mínus mínus þýðir bara ennþá stærri mínus. Eigendur Skjás eins eru þó ekki þeir einu sem sýna því áhuga að plokka úr Norðurljósum. Þannig herma óstaðfestar fréttir að Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa þar til í febrúar, sé nú búinn að ná saman hópi banda- rískra fjárfesta sem hafi áhuga á því að kcrna inn á íslenskan fjöl- miðlamarkað. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem Stöð 2 skipti um eigendur undir érfiðum fjárhags- legum kringumstæðum enda kom hluti núverandi eigenda Norður- ljósa fyrst að Stöð 2 þegar hún rambaði á barmi gjaldþrots fyrir áratug. STÖÐUVEITING Heim á nýjum bíl á hverjum degi Jón Snorri Snorrason settist í forstjórastólinn hjá B & L síðastliðinn fimmtudag. Eg hef átt hér mikil viðskipti, bæði prívat og gegnum fyrri störf,“ segir Jón Snorri Snorra- son, nýráðinn forstjóri B & L. Hann var aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar og átti þá mikil samskipti við fyrirtækið og allur bílafloti Ölgerðarinnar sem hann stýrði í sex ár kom frá B & L. Auk þess ekur fjölskylda Jóns Snorra á Renault-bifreið. „Ég er eiginlega kominn í þriðja hlekk- inn í þessu, frá því að vera að fjármagna bílakaup, kaupa þá beint og svo núna í söluna.“ Jón Snorri cr að setja sig inn í mál hjá fyrirtækinu og eitt af því sem hann þarf að gera er að kynnast þeim bílategundum sem B & L flytur inn. „Ég er að prófa bílana svo ég viti hvað fyrirtæk- ið er aö selja þannig að ég fer heim á mismunandi bílum hvert kvöld,“ segir Jón Snorri og finnst þetta greinilega ekki leið- inlegur hluti starfsins þótt hann sé að eigin sögn ekki forfallinn bíladellukarl. „Ég er bara með væga dellu." Jón Snorri er fæddur í Reykja- vík en hóf skólagöngu í Svíþjóð þar sem faðir hans stundaði framhaldsnám. Hann er stúdent frá MH, lauk prófi í viðskipta- fræði frá HI árið 1979 og mastersprófi frá háskólanum í Essex árið 1981. Hann var þar áfram við kennslu og rannsóknir til 1983. Þá rcðst hann til við- skiptafræðideildar HÍ þaðan sem leiðin lá í hagdeild Landsbankans ög svo til Kaupþings. Árið 1992 var Jón Snorri ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri Lýsingar og 1995 réðist hann til Ölgerðarinn- ar. Kona Jóns Snorra er Sigríður JÓN SNORRI SNORRASON Jóni Snorra finnst áberandi hversu margir starfsmenn hafa verið mjög lengi hjá B & L og finnst það bera því vitni að gott sé að vinna hjá fyrirtækinu. Hér er hann við Dixie Flyer bíl. Knútsdóttir kennari og eiga þau þrjú börn á aldrinum 14 til 23 ára. Jón Snorri segist líta björtum augum til framtíðar bílainnflutn- ings í landinu. „Bílasala gengur í miklum sveiflum og hefur alltaf gert hér. Það verður ábyggilega mjög athyglisvert að sjá hvernig þessir hlutir þróast. Það má vel verið að einhver uppstokkun verði á bílaumboðunum eins og bau eru í dag. Það verður oft ein- hver uppstokkun í kjölfar kreppu og það er aldrei að vita nema að það verði í þessari grein líka.“ steinunn@frettabladid.is www.sumarbudir.is Skráning í síma 551 9160 / 551 9170 yv\ n Sumorbáðírnar Ævintýmfond TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Elísabet Guðrún Helgadóttir frá Kálfaborgará í Bárðardal verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Jón Jóhannesson járnsmiður, Hrafnistu í Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Laugarneskirkju. 14.00 Kristín Kristjánsdóttir frá Bakka- koti verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju. 15.00 Ingvar Guðmundur Sigurðsson, Cape Coral, Flórída, verður jarð- sunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju. AFMÆLI_______________________________ Vigdís Finnbogadóttir er 72 ára í dag. Skúli Helgason er 37 ára í dag. ANPLÁT_______________________________ Árni Jón Jóhannsson, Grófarseli 22, lést 12. apríl. Vuokko Kivi (Selma Marteinsdóttir), Lantana, Flórída, lést 12. mars. Bálförin hefur farið fram. Guðveig Hinriksdóttir lést á elliheimil- inu Grund 11. apríl. Ingibjörg Sólveig Sigurðardóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. apríl. Ragna Kristin Guðmundsdóttir, Hlíðar- vegi 28, Kópavogi, lést 11. apríl. Vignir H. Benediktsson, Hléskógum 16, lést 11. april. Áki Kristján Jensson, Sólheimum 23, lést 10. apríl. Halidór Pálsson, Faxabraut 75, Keflavík, lést 10. apríl. Sóley Ingvarsdóttir, andaðist á Barna- spítala Hringsins, 10. apríl. Aðalbjörg Guðrún Guðmundsdóttir, Suðurgötu 8, Vogum, lést 9. apríl. ÐÁsta Ragna Jónsdóttir, Kleppsvegi 39, lést 9. apríl. Börkur Hrafn Víðisson lést 9. apríl. Sigurður Andersen, Túngötu 57, Eyrar- bakka, lést 4. april. Jarðarförin hefur far- ið fram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.