Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 23
IVIÁNUPAGtJR 15. apríl 2002
23
Dularfullt ljóð í útför
drottningarmóðurinnar:
Engin höf-
undur finnst
sviðsuós Ljóð sem Bretadrottning
valdi fyrir jarðarför móður sinnar
á dögunum kom bókmenntafræð-
ingum í opna skjöldu. Enginn veit
nefnilega hver samdi það, eða
hvar drottningin fann það.
Allar tilraunir til þess að finna
höfundinn hafa mistekist og telja
sumir að hún hafi fundið það á
Netinu eða jafnvel á samúðar-
korti. Ljóðið heitir „She is Gone“
og er Elísabet sögð hafa valið það
sérstaklega þar sem henni á að
hafa fundist það endurspegla
hvernig hún óskaði að almenning-
ur minntist móður sinnar. ■
"I FÓLK í FRÉTTUM |“
Framtíðarsýn menntamálaráð-
herrans nýja, Tómasar Inga
Olrich, um hlutafélagavæðingu
Ríkisútvarpsins
vefst nokkuð fyr-
ir þeim sem hing-
að til hafa viljað
sjá veg stofnun-
arinnar sem
mestan og bestan
í ranni ríkisins.
Tómas vill nefni-
lega að Útvarpið
hf. verði áfram í ríkiseigu, en
hugmyndir um
hlutafélagavæð-
ingu hafa þótt
tortryggilegar
sem fyrsta skref-
ið í að einkavæða
stofnunina.
Tómas segir hins
vegar að frelsi
stofnunarinnar
aukist við formbreytingu, en
margir hafa verið talsmenn þess
að frelsa Útvarpið undan of-
stjórn misviturra stjórnmála-
manna. Velta menn því nú fyrir
sér hvort ekki megi auka frelsi
og sjálfstæði stofnunarinnar á
einhvern annan máta en að
breyta henni í hlutafélag.
Tómasi hefur því ekki tekist að
fullu að kveða niður sam-
særiskenningar eða ótta sumra
um að bréfin í RÚV hf. verði
seld við fyrsta hentugleik eftir
að það form er komið á.
Seltirningar eru nú fullir að-
dáunar á samningasnilld
fráfarandi bæjarstjóra síns, Sig-
urgeirs Sigurðs-
sonar. Honum
hefur tekist að
semja við Símann
um að Seltirning-
ar í afmörkuðum
hverfum fái að
greiða 60
þúsund krónur
fyrir breið-
bandstengingu sem margir
Reykvíkingar og einhverjir
Seltirningar hafa fengið fyrir
ekki neitt. Ekki kemur þó til
tengingarinnar nema 70% íbú-
anna í þessum afmörkuðu hverf-
um vilji ganga að þessu kosta-
boði. Ekki er að efa að sú verði
raunin enda er það ekki á hverj-
um degi sem fólki býðst að
borga 60 þúsund fyrir það sem
aðrir hafa fengið frítt.
\liÁn, P/lfai
íyrir.sf^húsgös'i, aiugga°g
k æðninga*
1 ■04 PSjLI ffl'"
MÁLARINNim
BásiárlÍtVdl t * **0»*MI'' Si'mi! 381' 3Sðð>
Finnsk ópemmenning:
Dario Fo í Helsinki
leikhús ítalski nóbelsverðlauna-
höfundurinn Dario Fo ætlar að
leikstýra óperunni Ferðin til
Reims eftir Rossini í I-Ielsinki
næsta vetur. Óperustjóri Finnsku
ríkisóperunnar í Helsinki, Erkki
Korhonen, tilkynnti þetta í síðustu
viku. Æfingar hefjast í nóvember
og frumsýning er áætluð 17. janú-
ar.
„Við erum í skýjunum yfir
þessu. Mér dettur ekki í hug betri
maður til að leikstýra verkinu,"
sagði Korhonen. ítalinn Maurizio
Barbacini verður stjórnandi.
Grínóperan eftir Rossini er sam-
in 1825. Hún fjallar um Evrópu-
menn, sem hittast í hótelherbergi
á leið í krýningu Karls X konungs
í frönsku borginni Reims. Kor-
honen sagði að virkni Fo í þjóðfé-
lagslegum málum og gagnrýni
hans á ranglæti gagnvart þeim
sem minna mega sín séu ástæða
þess að hann er fullkominn í leik-
stjórastólinn. „Óperan er gagn-
rýnin á sameinaða Evrópu á
lúmskan máta. Hægt er að sjá
Evrópu samtímans í þessu sam-
hengi, þar sem leiðtogar allrar
álfunnar hittast," sagði Kor-
honen. ■
DARIO FO
ítalskt leikskáld, leikari og leikstjóri. Vann
bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997.
Eftir hverju ert þú að bíða? Sýndu frumkvæði og kauptu skrifstofuvörurnar
í Griffli - þar sem þær eru alltaf ódýrari. Komdu núna og byrjaðu að græða.
Canon P29-D
Reiknivéi með strimli
Bréfabindi
Ljósritunarpappír
Gatapokar Skrifanlegir geisladiskar | Carlton Fartölvutaska
111111111111111111111 1
Skrifstofumarkaður
Skeifunni 11d • Sfmi 533 1010
Opið virka daga 10-18
laugardaga 12-16
GRIFFILL