Fréttablaðið - 14.05.2002, Page 6

Fréttablaðið - 14.05.2002, Page 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS Hefurðu fylgst eitthvað með Natófundinum? Ég hef ósköp lítið fylgst með honum. Nán- ast ekki neitt. Ég hef engar sérstakar skoð- anir á honum. Efast stórlega um að ég fari í mótmæli eða skipti mér af fundinum að öðru leyti. Vigdís Asgeirsdóttir, nemi BUSH TALAR VIÐ BLAÐAMENN Bush skýrði frá samkomulagi um fækkun kjarnavopna áður en hann hélt í stutta ferð til Chicago í gær. Bandaríkin og Rússland: Samkomulag um fækkun kjarnavopna WASHINGTON. ap George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að Bandaríkin og Rúss- land hefðu náð samkomulagi um fækka verulega kjarnorkuvopn- um sínum. Hann og Vladimir Put- in, forseti Rússlands, ætla að und- irrita samkomulagið á fundi sín- um í Rússlandi 24. maí. Á síðasta ári samþykktu þeir að fækka kjarnavopnum sínum úr 6.000 í 1.700 til 2.000. Fulltrúar þeirra hafa síðan verið að gera formlegan samning um það. Bush sagði í gær að með þessum samn- ingi hefjist nýtt tímabil í sam- skiptum landanna. ■ VIÐSKIPTI Ránarborg seldi hlutabréf í Granda fyrir rúmlega 89 milljónir króna á föstudag. Nafn- virði hlutabréfanna var 14,5 milljónir króna og sölugengið 6,15. Hagnaður Kers, sem áður hét Olíufélag íslands, fyrstu þrjá mánuði ársins var 313 milljónir króna eftir skatta. Hagnaður fyr- ir allt árið í fyrra var 1.550 millj- ónir króna. Mikill samdráttur á Leifsstöð: Fjórðungi færri lendingar flug 25% færri lendingar voru við flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl í ár en á sama tíma í fyrra segir Björn Ingi Knútsson, flugvalla- stjóri. Hann segir mikinn sam- drátt í umferð um flugvöllinn. Or- sök samdráttarins má rekja bæði til hryðjuverkanna 11. september og samdráttar í efnahagslífi að sögn Björns Inga. Hann segir að þegar í ársbyrjun 2001 hafi menn verið farnir að finna fyrir sam- drætti. „Árið 2000 var líka um margt frekar sérstakt," segir Björn Ingi sem bendir á að þá hafi verið mjög mikið sætaframboð. Til dæmis hafi Samvinnuferðir- Landsýn boðið upp á ódýrt flug til Kaupmannahafnar og London. Uppgangurinn í þjóðfélaginu hafi skilað sér í auknum ferðalögum. Nú ferðist íslendingar hins vegar minna og erlendum ferðamönnum fækkaði. Þetta hefur neikvæð FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Samdráttur bitnar á rekstri flugstöðvarinnar. áhrif á rekstur flugstöðvarinnar segir Björn Ingi. Hann segir ein- nig að hertar öryggiskröfur í kjöl- far hryðjuverkanna kosti sitt, ráða hafi þurft nýtt starfsfólk til þess að mæta auknum kröfum. ■ INNLENT Tveir menn undir tvítugu voru handteknir um mið- nætti í fyrrinótt eftir að hafa haft ólögleg fíkniefni í fórum sér. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru mennirnir hand- samaðir á Hamraborgarsvæð- inu. Talið er að þeir hafi haft hass meðferðis. Voru þeir látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Idag birtir Hagstofa íslands verð- bólgumælingu sína fyrir maí- mánuð. Kemur þá í ljós hvort markmið aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um verðbólgu innan rauða striksins, sem dregið var við 222,5 verðbólgustig, náist. Fari svo hefur Seðlabanki íslands lýst yfir að búast megi við vaxta- lækkunum í kjölfarið. Eimskipvill meiri- hluta í Skagstrendingi Eimskip á rúm 97 prósent í Utgerðarfélagi Akureyringa eftir að hluthafar UA gengu að kauptil- boði félagsins. Vilja einnig eignast meirihluta í Skagstrendingi. Ræða sameiningu Skagstrendings og UA. sjAvarútvegur „Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum hvernig viðræðunum lyktar,“ segir Adolf Berndsen, stjórnar- formaður Skagstrendings og oddviti Höfðahrepps, um við- ræður við Eimskip um samein- ingu félagsins við Útgerðarfélag Akureyringa. Hann segir marga hluti þurfi skoðunar við enda miklir hagsmunir tengdir mál- inu. „Viðræður hafa gengið ágætlega og menn eru að feta sig nær niðurstöðu." „Það hefur verið unnið að sameiningunni en niðurstaða liggur ekki fyrir,“ ^ ~ segir Garðar ,,Þegar við Halldórsson, lögðum af varaformaður stað höfðum stjórnar Eim- við væntingar skips. Hann segir um að flestir niðurstöðu að myndu taka vænta innan þessu tilboði." skamms. ___4— Höfðahreppur á rúmlega 24 pró- sent í Skagstrendingi en Eim- skip 41 prósent. Eimsjdp á ein- nig rúm 97 prósent í ÚA. Félag- inu bar skylda til að bjóða hlut- höfum í ÚÁ að skipta hlut sínum fyrir hlut í Eimskip eftir að fé- lagið eignaðist meirihluta í fé- laginu. Vegna þess bættist 42 prósent af hlutafénu við eignar- hlut Eimskips. Samskonar yfir- tökuskylda myndi koma til ef Höfðahreppur selur Eimskip sinn hlut í Skagstrendingi. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að enn berist óskir frá hluthöfum að skipta bréfum yfir í hlut í Eimskip. Þetta kauptilboð muni standa áfram þó fresturinn sé útrunninn. „Þegar við lögðum af stað EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Félagið hyggst fjárfesta mikið í sjávarútvegi á þessu ári og byggja upp öflug sjávarútvegsfyrirtæki. GUÐBRANDUR SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI ÚA „Hefur litla breyt- ingar í för með sér fyrir okkur en gefur okkur meiri slag- kraft og vind f segl- in." höfðum við væntingar um að flestir myndu taka þessu tilboði," segir Garðar. Hann segir þetta hag- kvæmt fyrir hluthafa ÚA ekki síður en hluthafa Eimskips. „Við vorum með væntingar um að ná yfir 90 prósent eignarhlut í fé- laginu." Garðar segir í grundvallarat- riðum verði ekki gerðar breyt- ingar á rekstri eða stjórnun fyr- irtækisins. Höfuðstöðvarnar verði fyrir norðan en ÚA komi inn í samstæðureikning Eim- skips sem dótturfélag. Núver- andi framkvæmdastjóri muni vinna að framsókn fyrirtækisins ásamt forstjóra Eimskips. bjorgvin@frettabladid.is Hagnaður af rekstri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmanna- eyjum var 545 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Skagstrendingur var rekinn með 97 milljón króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins 2002. Fyrir sama tímabil í fyrra var tap á rekstrinum upp á 33 millj- ónir króna. Taprekstur Aco Tæknivals var 16,4 milljónir króna fyrsta ársfjórðung ársins. Allt árið í fyrra var tapið rúmlega einn milljarður króna. Guðmundur Runólfsson hf. var rekið með 81 milljón króna hagnaði eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002,Ý samanborið við 20 milljón króna tap á sama tímabili 2001. Þýskur karlmaður: Lést eftir slys um borð í seglskipi banaslys Áhöfn þýska seglskips- ins GORCH FOCH hafði í fyrra- kvöld kl. 23:30 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslu ís- lands vegna slasaðs manns um borð og var óskað eftir aðstoð þyrlu til að flytja hann á sjúkra- hús. Hafði maðurinn fallið efst úr mastri niður á dekk og var talinn alvarlega slasaður. í framhaldi af því var áhöfn TF-SIF, þyrlu Land- helgisgæslunnar, kölluð út. Segl- skipið GORCH FOCH, sem er skólaskip, var statt 83 sjómíliir suður af Hornafirði á leið frá ís- landi er neyðarkallið barst og þurfti TF-SIF þess vegna að taka eldsneyti í Vestmannaeyjum. Kl. GORCH FOCH I REYKJAVIK Seglskipið hafði nokkurra daga viðdvöl í Reykjavík i síðustu viku. 01:38 hafði læknir um borð í segl- skipinu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að hinn slasaði væri látinn. ■ Lottómiði týTidist í Ástralíu: Gullæði á öskuhaugum perth. ap Ofurlitlu gullæði, sem hefur staðið yfir í ástralska bæn- um Kalgoorlie undanfarnar vikur, er nú lokið. Æðið hófst eftir að lot- tómiði týndist. Vinningur var á miðanum að upphæð 80 milljónir króna. Maður nokkur var hand- viss um að hafa hent vinningsmið- anum, að hann fór að leita í ösku- haugum bæjarins. 'Ihgir bæjar- búa tóku þátt í leitinni með hon- um, en allt kom fyrir ekki. Snar- lega var bundinn endi á þetta litla gullæði þegar miðinn fannst í hanskahólfi bifreiðar. Vinnings- hafarnir eru hjón á fertugsaldri. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.