Fréttablaðið - 14.05.2002, Side 8

Fréttablaðið - 14.05.2002, Side 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR DANMÖRK Danska ríkisstjórnin hefur uppi áform um einkavæðingu sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Sú stöð hefur verið rekin að hluta til fyrir auglýsingafé, og að hluta til fyrir afnotagjöld. Danska rík- issútvarpinu verður og bannað að hækka afnotagjöldin, þau á að binda í lög frá og með næstu ára- mótum. 60% fullorðinna Dana vita ekki hversu háan blóðþrýsting þeir eru með. Þessi vanþekking kostar þúsundir Dani lífið árlega segir í Politiken. 10.000 Danir fá hjarta- áfall ár hvert. Helmingur þeirra orsakast af of háum blóðþrýsting sem í sumum tilfellum hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir með lyfjagjöf. Tímamót hjá stangveiðimönnum: Veiöileyfi seld á nýju vefsvæði stangveiði A nýjum veiðivef á Net- inu er hægt að ganga frá kaupum á veiðileyfum í íslenskum ám og vötnum. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra opnaði vefinn í síð- ustu viku. Á vefnum, sem ber nafnið agn.is, er m.a. mikill gagnabanki um veiði- staði og fréttir af veiðinni. Þjónust- an á vefnum verður ókeypis. Til við- bótar verður þó starfræktur klúbb- ur sem bíður upp á sérstakt viku- legt fréttabréf og ýmis tilboð. Ágúst Karl Ágústsson, kerfis- fræðingur og einn ritstjóra agns.is, segir mestu nýjungina felast í því að nú er hægt að kaupa veiðileyfi á Netinu. „Þú einfaldlega finnur laus veiðileyfi, borgar með greiðslukorti og prentar leyfin sjálfur út heima hjáj)ér,“ segir Ágúst. I augnablikinu er hægt að kaupa leyfi í sex veiðistaði á agni.is. Með- al þeirra eru Grímsá, Ytri-Rangá og Grenlækur. Ágúst segir að verið sé að ganga frá aðkomu mun fleiri veiðileyfisala. „Áhuginn er mikill og fljótlega verður hægt að kaupa hjá okkur leyfi á tugum annarra veiðisvæða," segir hann. ■ ÁGÚST KARL ÁGÚSTSSON Ágúst Karl Ágústsson er einn þriggja fastra starfsmanna veiðivefjarins agns.is. Vefur- inn er í eigu hlutafélagsins Greindar. STUTT Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, hefur ákveðið að fela al- þjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki að fara yfir útreikninga um fjárhagsleg- an kostnað og ávinning íslands af aðild að Evrópusambandinu. Stöð 2 greindi frá. Skólastjómendur í Hagaskóla hafa kvatt foreldra bama sem stunda nám við skólann að sækja böm sín eft- ir að skóla lýkur. f Rúv í gær kom fram að foreldrar nokkurra bama hefðu ákveðið að senda böm sín ekki í skólann meðan á NATÓ-fundi stendur. Fímm af æðstu yfirmönnum Byggðastofnunar eru þeirrar skoð- unar að framganga Kristins H. Gunn- arssonar, stjómarformanns stofnunar- innar, hafi staðið störfum stofnunar- innar fyrir þrifum. Grunur um íkveikju: Hætta á að eldurinn bær- ist í skólann lögreglumál Talið er að kveikt hafi verið í gámi við Hólabrekku- skóla í Efra-Breiðholti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og náði að ráða niður- lögum eldsins um sexleytið á sunnudag. Töluverður eldur var í gáminum sem var fullur rusli. Að sögn talsmanns slökkviliðsins var talin hætta á að eldurinn bærist í skólann þar sem gámurinn var staðsettur alveg við húsið. Þá var slökkviliðið kallað að einbýlishúsið við Huldubraut í Kópavogi um svipað leyti þegar kviknaði í þurrkara. Ekki var mik- ill eldur að sögn slökkviliðsins en einhverjar reykskemmdir. ■ —♦— Húsasmiðjan með 10% afslátt út árið Styður verð- bólgumarkmið til lengri tíma rauðu strikin Húsasmiðjan mun veita 10% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum sínum til áramóta. Fyrirtækið var í hópi þeirra sem í upphafi árs leiddu baráttuna fyrir „rauðu strikunum" og vill með þessum aðgerðum leggja sitt af mörkum til að verðbólgumarkmið haldi til lengri tíma. Húsasmiðjan hvetur atvinnulífið og hið opin- bera til að sameinast um að halda verðlagi stöðugu og leggur áher- slu á að umtalsverðar vaxtalækk- anir fylgi í kjölfarið þegar ver- bólgumarkmið eru í sjónmáli. ■ Netanjcihu kominn tel aviv. ap Benjamin Netanjahu, fyrrverandi forsætisráðherra ísra- els, er kominn aftur á flug. Ekki er annað að sjá en að hann ætli sér að komast í stól Ariels Sharons, flokks- leiðtoga síns og núverandi forsætis- ráðherra. Netanjahu náði fram sigri gegn Sharon á fundi miðstjórnar Likud á sunnudaginn. Miðstjórn flokksins samþykkti þar nánast einróma breytingu á afstöðunni til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Sharon vildi halda óbreyttri stefnu. Hann sagðist þeirrar skoð- unar að sjálfstætt ríki Palestínu- manna væri „óhjákvæmilegt", en áður en af stofnun þess verði þurfi að uppfylla ströng skilyrði. Netanjahu fékk því hins vegar framgengt að nú stendur í stefnu- skrá flokksins þessi einfalda setn- ing: „Ekkert Palestínuríki verður vestan Jórdanár“. Sharon reyndi að bæta stöðu sína á flokksþinginu um helgina með því að fá samþykkta ályktun, þar sem flokkurinn lýsti yfir stuðningi við forsætisráðherra sinn og ríkis- stjórn í friðarumleitunum og örygg- ismálum. Sú ályktun var hins vegar felld í leynilegri atkvæðagreiðslu í miðstjórn flokksins með 59 prósent- um gegn 41. Eftir þennan ósigur gekk Sharon EKKERT PALESTfNURlKI VERÐUR VESTAN JÓRDANÁR" Benjamin Netanjahu fékk þvf framgengt að nú stendur þessi einfalda setning í stefnuskrá Likud. aftur á flug Virðist stefna á forsætisráðherrastólinn. Fékk því framgengt að Likud hafnar stofnun Palestínuríkis. Gagnrýnir Sharon fyrir linkind. Sumarskólinn í FB Yfir 60 áfangar í boði. Kennt frá 23. maí tii21. júní Nám fyrir nemendur í 10. bekk hefst 5. júní. Netinnritun hafm á www.fb.is. Símainnritun frá 15:00 til 17:00 virka daga í síma 570 5620. Almenn innritun í FB frá 16. maí á milli 17:00 og 19:00. Einnig innritað laugardaginn 18. maí frá 10:00 til 13:00. Allar frekari upplýsingar á www.fb.is. af fundi og lét Netanjahu eftir sviðsljósið. Netanjahu átti auðvelt með að vinna flokksmenn á sitt band og hundruð þeirra greiddu at- kvæði með stefnuskrárbreyting- unni, þar sem Palestínuríki var úti- lokað. Aðeins um tíu atkvæði voru á móti. Eftir að Netanjahu missti stuðning þingsins árið 1999 lét hann lengi vel lít- ið á sér bera. Hann hefur hins vegar óspart gagnrýnt Sharon undanfarið ár, og þá jafnan sagt hann ekki ganga nógu langt í aðgerðum sínum gegn Palestínu- mönnum. Þegar Sharon fór af stað með alls- herjarhemað gegn Palestínumönnum víða á herteknu svæðunum fyrir nokkrum vikum bað hann Netanjahu um að tala máli ísraelsmanna erlendis. Netanjahu varð við þeirri bón og fór meðal annars til Bandaríkjanna í þeim erindagjörðum. Nú gagnrýnir hann Sharonáný fyrir linkind. ■ Bæjarmálafélagið Hnjúkar fær að bjóða fram: , ,Hef ekki heyrt annað enokkur „Þetta voru aðeins mannleg mistök sem öllum getur orðið á. Ég skil ekki í að fólk ætti ekki að geta treyst okkur þrátt fyrir þessa yfirsjón“ segir Þórdís Hjálmarsdóttir bæjarulltrúi Bæj- armálafélagsins Hnjúka á Blönduósi. Héraðsdómur Norður- lands vestra hefur úrskurðað að Hnjúkar fái að bjóða fram þrátt fyrir að framboðslisti hafi borist ellefu mínútum of seint. „Við höfum unnið að heilindum í bæjarstjórn fram að þessu og það er ekki ástæða til að ætla að sétreyst“ við gerum það ekki áfram þrátt fyrir mistökin." Þórdís segir að fylgið á bak við framboðið hafi verið uin það bil 30% í síðustu kosningum og því ljóst að margir fylgi þeim að málum. „Ég hef ekki heyrt annað hér á bæjarbúum en okkur sé treysti þrátt fyrir þetta. Við unnum að krafti í þessu máli og börðumst til að fá úrskurð okk- ur í hag. Af því mega menn sjá að við erum þess verðug að vera með enda eru það fyrst og fremst hagsmunir kjósenda að fá að velja." ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.