Fréttablaðið - 14.05.2002, Síða 9
8
Wdii#,UttHfeUW S0uSl6m> i
ÞRIÐIUDACUR 14. maí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
9
Ferðaskrifstofur:
Sektir stað-
festar
samkeppnismál Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefur staðfest
sektir sem samkeppnisráð lagði á
fjögur ferðaþjónustufyriræki.
Sektirnar sem nema samtals 1,4
milljónum króna voru lagðar á fyr-
irtækin í mars vegna villandi aug-
lýsinga þar sem flugvarllaskattar
voru ekki innifaldir í verði ferða.
Sektirnar renna til ríkissjóðs.
f frétt frá Samkeppnisstofnun
kemur fram að um er að ræða
fyrstu málin, í kjölfar breytinga á
samkeppnislögum, þar sem sekt-
að er vegna rangra og villandi
auglýsinga. ■
Ný skýrsla norsku ríkisstjórnarinnar:
Stjórn og sjávarútvegur sátt við EES
utanríkismál Ríkisstjórn Kjells
Magnes Bondeviks í Noregi hefur
lagt fyrir norska stórþingið
skýrslu um reynsluna af samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið. í nýjum leiðara norska
blaðsins Fiskaren greinir frá að
ríkisstjórnin sé sátt við samning-
inn og blaðið sömuleiðis. Fiskaren
segir að lesa megi úr skýrslunni
að vel gangi fyrir Noreg að standa
utan Evrópusambandsins, jafnvel
þótt Norðmenn þurfi að láta yfir
sig ganga lög og reglugerðir sam-
bandsins án þess að hafa mikil
áhrif á tilurð þeirra. Þá segir í
leiðaranum að Norðmenn nýti sér
ekki nægilega þá möguleika sem
þeir hafi til að hafa áhrif á
ákvarðanatöku í málum sem
snerti þá, utan í orkumálum þar
sem þeir hafi mikil áhrif. „Þrátt
fyrir að við höfum hafnað póli-
tískri þátttöku í Evrópusamband-
inu höfum við allt að vinna í að
nýta okkur þá möguleika sem
bjóðast okkur í að hafa áhrif á
ákvarðanatökuferli sambandsins
á lægri stigum ákvarðanatökunn-
ar,“ segir í leiðaranum sem klykk-
ir út á orðunum: „Samningurinn
hefur reynst okkur vel, en gæti
reynst enn betur!“ ■
KJELL MAGNE BONDEVIK
Samhljómur er með opinberri stefnu
stjórnvalda í Noregi og hér þegar kemur
að málefnum Evrópusambandsins.
Pólfarinnn á Everest:
Lokaáfanginn
fjallganga Haraldur Örn Ólafsson
áætlar að hefja lokagönguna á Ev-
erest á miðvikudagskvöld. Veður-
útlit er gott og hann býst við að
standa á tindi hæsta fjalls verald-
ar eldsnemma á fimmtudags-
morgun að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með frétt-
um af ferðum Haraldar Arnar á
vefsvæðinu 7t.is.
Á heimasíðunni kom fram að
Haraldur Örn er við mjög góða
heilsu. Hann drekki mjög mikið
vatn til að halda réttu vökvajafn-
vægi. Haraldur Örn er í sambandi
við bakvarðasveit sína í Útilífi í
Smáralind klukkan hálftólf á
hverjum morgni. Allir geta komið
og fylgst með samtölunum. ■
Kostar 270 milljónir:
2.400 unglingar í
V innuskólanum
unglingar Arnfinnur Jónsson,
skólastjóri Vinnuskólans, gerir
ráð fyrir að um 2.400 unglingar
vinni hjá skólanum í sumar. Það
er um 80% unglinga í þeim þrem-
ur árgöngum sem eiga rétt á
KAUP í VINNUSKÓLANUM*
Fædd 1986:
Fædd 1987:
Fædd 1988:
373 kr.
281 kr.
249 kr.
*Ofan á þetta bætist 10,17% orlof
UNGLINGAR í GARÐAVINNU
Ýmislegt er gert fyrir utan hefðbundin
garðastörf í unglingavinnunni.
vinnu í Vinnuskólanum. Arnfinn-
ur segir hlutfallslega flesta verða
með í Vinnuskólanum í yngsta ár-
gangnum, heldur fækki í eldri ár-
göngunum, enda eigi eldri krakk-
arnir meiri möguleika á annarri
vinnu. 160 leiðbeinendur starfa á
vegum Vinnuskólans í sumar.
Vinnan hefst 10. júní og geta ung-
lingarnir fengið vinnu í sex vikur.
Vinnuhóparnir starfa í níu vikur
og geta krakkarnir ráðið hvaða
vikur þeir vinna. Yngsta hópnum
gefst kostur á að vinna þrjá og
hálfan tíma á dag en þeim eldri í
sjö tíma. Kostnaður við Vinnu-
skólann eru 270 milljónir í ár, þeg-
ar allt er talið.
Auk garðavinnunar, sem mest-
ur tíminn fer í, er ýmiss konar
fræðsla hluti af Vinnuskólanum,
segir Arnfinnur. Má þar nefna
umhverfisfræðslu, jafningja-
fræðslu og listafræðslu. ■
Álver á Austurlandi:
Reyðarál vinnur áfram
atvinnulíf Geir A. Gunnlaugsson,
stjórnarformaður Reyðaráls, segir
félagið áfram vinna að álversfram-
kvæmdum á Reyðarfirði. Norsk
Hydro á helmingshlut í Reyðaráli.
Eins og fram hefur komið treysti
fyrirtækið sér ekki til að taka
ákvörðun um hvort það hygðist
taka þátt í uppbyggingu álvers á
Reyðarfirði.
Ákveðin vinna hefur farið fram
á vegum Reyðaráls varðandi fram-
kvæmdir í Reyðarfirði. íslensk
stjórnvöld ræða nú við bandaríska
álfyrirtækið Alcoa hvort það geti
komið að byggingu álvers fyrir
austan. Reyðarál er ekki þátttak-
andi í þeim viðræðum en komið
hefur til tals hvort hægt sé að nýta
þá vinnu sem félagið hefur ráðist í
eins og mat á umhverfisáhrifum.
Það er þó háð samþykki Reyðaráls
og þar með Norsk Hydro.
Stefnt er að því að Alcoa taki
ákvörðun í þessum mánuði. Fyrir-
tækið er í viði’æðum við stjórnvöld
og Landsvirkjun. Hingað hafa
komið sendinefndir undanfarnar
vikur til að skoða aðstæður og for-
sendur rekstrarins. ■
Lína.Net og sjálfstæðismenn:
Undir sama þak
viðskipti Lína.Net mun flytja
starfsemi sína í nýtt húsnæði í
Skaftahlíð 24 undir lok mánaðar-
ins. Samningur þessa efnis var
undirritaður síðasta föstudag.
Fyrirtækið er nú staðsett í tveim-
ur húsum við Skúlagötu. Alfreð
Þorsteinsson, stjórnarformaður
Línu.Nets, segir mikið hagræði af
því að flytja húsið undir eitt þak
auk þess sem leiguverð nýja hús-
næðisins sé lægra en það.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
sem hafa gagnrýnt Línu.Net
harkalega eru með kosningaskrif-
stofu í Skaftahlíð 24. Alfreð segir
tilviljun að fyrirtækið flytji í hús
þar sem Sjálfstæðismenn eru með
kosningamiðstöð. ■
NÝTT HÚSNÆÐI LÍNU.NETS
Lína.Net flytur í Skaftahlíð 24 undir lok
mánaðarins. Þá verða Sjálfstæðismenn á
förum.
Settu í sumarqírinn
Komdu til okkar
og græjaðu þig
upp fýrir sumarið.
Barnabílstóll,
6.989 kr.
Barnapúðar, 2 teg.
1.195 kr.og 1.463 kr.
Margir litir.
Þetta eru nokkur dæmi um
bílavörur sem við höfum á lager.
Rafgeymir
flottur fyrir sumarbústaðinn
eða í bátinn,
17.708 kr.
Spegill
fyrir húsbila og fellihýsi,
2.490 kr.
Dráttarbeisli
með 1 5°/o afslætti
og dráttarkúlur með 20% afslætti.
Tilboðin gilda í maí
á meðan birgðir endast.
Borgartúni, Reykjavik. Daibraut, Akureyri.
Bíldshöfða, Reykjavík. Grófinni, Keflavík.
Bæjarhrauni, Hafnarfirði. Lyngási, Egilsstöðum.
Hrísmýri, Selfossi, L : Alaugarvegi, Homafirði.
www.bilanaust.is 01*8 Sími 535 9000