Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 14.05.2002, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. maí 2002 [ÍÞRÓTTIR í DAG| 16.00 Eurosport England - Brasilía. Knattspyrnumót 21 árs og yngri. 18.00 Sýn Heklusport 18.00 Stöð 2 Leiðin á HM (Road to Asia 2002) 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu 19.30 Sýn Gillette-sportpakkinn HM2002 20.00 Sýn íþróttir um allan heim 21.15 Eurosport Fótbolti- Leiðin á HM 2002 22.30 Svn Heklusport Léttir fyrir landsliðsþjálf- ara Englands: Beckham verður með áHM fótbolti David Beckham mun spila með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu. Beckham fót- brotnaði í leik gegn Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði og var talið að hann gæti ekki verið með á HM. Landsliðsfyrirliðinn er hins vegar byrjaður að hlaupa um og segist verða klár í slaginn í lok mánaðarins. Fréttirnar af Beck- ham létta talsvert á Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Eng- lands, en miðvallarleikmennirnir Steven Gerrard og Kieron Dyer meiddust báðir um síðustu helgi og ekki víst hvort þeir komist verðj með. „Ég er búinn að hlaupa svolítið um og það gengur ágætlega," sagði Beckham í samtali við blaðamenn. „Ég er talsvert aumur en það eru þrjár vikur í HM og ég verð búinn að jafna mig fyrir HM.“ Fyrsti leikur Englands verður sunnudaginn 2. júní gegn Svíþjóð. ■ —♦— Islenska kvennalandsliðið kynnt: Dóra í landsliðið fótbolti Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið 16 manna hóp sem mætir Rússlandi þann 18. maí. Leikið verður ytra. Leikurinn er liður í undankeppni heims- meistaramótsins. Dóra Stefáns- dóttir, úr Val, er eini nýliðinn í hópnum en hún er aðeins 17 ára gömul. íslensku stelpurnar munu fljúga til Moskvu á fimmtudegin- um 16. maí með millilendingu í Stokkhólmi. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN: X kr > MARKVERÐIR: Þóra Björg Helgadóttir KR María Björg Ágústsdóttir Stjarnan AÐRIR LEIKMENN: Eva Guðbjörnsdóttir Breiðablik Margrét R. Ólafsdóttir Breiðablik Guðlaug Jónsdóttir Bröndby Erla Hendriksdóttir FVB Katrín Jónsdóttir Kolbotn Ásdís Þorgilsdóttir KR Ásthildur Helgadóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Elín J. Þorsteinsdóttir KR Guðrún S. Gunnarsdóttir KR Olga Færseth KR Ásgerður H. Ingibergsdótti r Valur Dóra Stefánsdóttir Valur Rósa Júlía Steinþórsdóttir Valur T A C U M A - fjölskyldubíll framtíðarinnar Rúmgóður fjölskyldubíll þar sem hugsað er um alla farþegana ---------------------------- ♦ -------------------------------- Gott farangursrými, stór vél og fallegur bíll ---------------------------- ♦ -------------------------------- Fjölskylda ekki innifalin ♦ Vagnhöföa 23 • Sími 590 2000 • www.benni.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.