Fréttablaðið - 14.05.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 14.05.2002, Síða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR HASKOLABIO • ;ÍHI 54»J lílv • ii/ir.iA t'f IIIM 'i /• Þ IJ AI li l AHOtlHt Athugið að engat sÝ"''"^r *ru U 13,14 Og 15 rnai vegna NATÓ fundar. Sýnd kl. 5, 7.30, 10 Bönnuð innan 10 ára [FRAIITY kl. 5.50,8 og 10.101 [ÍSÖLD m/ensku tali |KATE & LEOPOLD kl.8ogl0J0[ [fsðrD^m/islensku taí kl. 4. 6 og loJoj kl. 4 ogfi] PQ Dolby /DD/ .líTx SfMl 564 0000 www.smariibio.ls Sýnd kl.5.50, 8og 10.10 VTTJ77 ISHOWTIME kl.4,6og80 IBUBBLEBOY kl. 4, 6, 8 og 10 ||p [ÍÍMMYNEUIRON m/isLtali M.4 [jttTl |THE SCORPION KINC 4, 6, 8oglo|rlf| IpÉTUR PAN m/ísL~tali kl. 4 | |?J| Annasamur september hjá Björk: Safnplata og barn tónlist Þá er kominn tími fyrir Björk Guðmundsdóttur að líta að- eins um öxl. Útgáfufyrirtæki hennar, One Little Indian, hefur nefnilega greint frá því að næsta útgáfa hennar verður safnplata. Þar verður að finna hennar vin- sælustu lög, þau lög sem eru í per- sónulegu uppáhaldi hjá henni af breiðskífunum auk þess sem eitt nýtt lag fær að fljóta með. Von- andi verður það hið frábæra lag „In our hands“, eina óútgefna lag- ið sem Björk flutti á tónleikum sínum í Laugardalshöll í desem- ber síðastliðnum. Platan kemur út í september um það leyti sem söngkonan á von á öðru barni sínu. ■ MfNUS Eru komnir á dagskránna á Hróarskeldu hátíðinni í ár. Hróarskelduhátíðin 2002: Búið að bóka tvær íslensk- ar sveitir tónlist Margir orðrómar eru á kreiki um hvaða íslenskar hljóm- sveitir leiki á Hróarskelduhátíð- inni í ár. Síðastliðin 5 ár hefur nán- ast engin hátíð verið laus við ís- lenska tóna. Ýmsu hefur verið varpað í loftið, allt frá Stuðmönn- um til Sigur Rósar. Á heimasíðu hátíðarinnar kemur þó fram að einu íslensku sveitirnar sem þegar eru staðfestar eru Mínus og múm. Aðrar sveitir sem þykja líkleg- ar til þess að leika í ár eru Orgelkvartettinn Apparat, sem lék einnig í fyrra, og hin nýút- sprungna rokkhljómsveit Leaves. Hátíðin fer fram daganna 27. - 30. júní. Á meðal erlendra lista- manna í ár eru Andrew W.K., Erykah Badu, Manu Chao, Chemical Brothers, Nelly Furtado, Garbage, Kent, P Diddy, Pet Shop Boys, Primal Scream, Rammstein, Red Hot Chili Pepp- ers og White Stripes. ■ IFRÉTTIR AF FÓLKII Ellefu forsýningar voru á nýju Star Wars myndinni á sama tíma í Bandaríkjunum á sunnu- daginn. Stjörnur myndarinnar Ewan McGregor, Samuel L. Jackson og I Natalie Portman i dreifðu sér á milli þeirra. Allur ágóði forsýning- anna rann til góð- gerðamála. Mikið ys og þys var á hverri sýningu og mátti oft sjá Svarthöfða og hermenn hans á meðal áhorfenda. Myndin verður frumsýnd á föstudag. Söngkonan Dianne Warwick var handtekin á flugvelli í Mi- ami eftir að tollgæslan taldi sig hafa fundið 11 marijuana jónur faldar í varalita- geymslu. Warwick, sem er 61 árs, var á leið- inni til Los Ang- eles. Hún átti áralangt samstarf við lagahöfund- inn Burt Bacharach og á meðal hennar frægari lögum má nefna „Walk on by“ og „Anyone who had a heart". Hún hefur verið ákærð fyrir að hafa tæplega fimm grömm af marijuana í fór- um sér og þarf að mæta í réttar- salinn fljótlega til að svara sök- um. Bæði James Brown og fyrr- verandi starfsmaður hans sem kærði hann fyrir ólöglega uppsögn og kyn- ferðislega áreitni hafa áfrýjað máli sínu til dómstóla. Brown var sýkn- aður af kærum um kynferðislega áreitni en þurfti að greiða stúlkunni um 40 þúsund dollara (tæplega 3,7 milljónir ísl. kr.) í skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Bæði urðu þau ósátt við þessa niður- stöðu og ætla því að mætast í annari umferð. James Brown syngur því víst ekki lagið „I feel good“ af mikilli sannfæringu þessa daganna. Eminem segist ekki ætla að snúa sér aftur að leiklist á meðan tónlist hans nýtur enn vinsælda. Hann segist aðeins hafa tekið að sér hlut- verk í myndinni „8 Mile“, sem frumsýnd verður á þessu ári, vegna þess að honum fannst handritið sérstak- Iega gott. Handrit myndarinnar er víst að hluta til byggt á ævi rapparans. Múm á tveimur tungum I næstu viku verður mikið að gerast í rafheimi múm. Onnur breið- skífan, „Finally we are no one“, kemur út á heimsvísu og lagt verður af stað í langt tónleikaferðalag. tónlist Hljómsveitin múm sló holu í höggi með fyrstu breið- skífu sinni „Yesterday was dramatic, Today was OK“ og lönduðu útgáfusamningi við bres- ka plötufyrirtækið Fat Cat. Fyrir- tækinu hefur gengið vel að koma tónum Sigur Rósar að áhugasöm- um erlendum eyrum og því verð- ur gaman að fylgjast með hvern- ig nýju breiðskífu múm, „Finally we are no one“, verður tekið. Enska útgáfa plötunnar kemur út á heimsvísu eftir tæpa viku. Sér útgáfa plötunnar, þar sem öll lög eru sungin á íslensku, kemur svo í plötubúðir hér þann 27.maí. Það eru systurnar Gyða og Kristín Valtýrsdætur sem sjá um söng- inn auk þess að leika á hin ýmsu hljóðfæri. „Þær syngja báðar á plötunni en Kristín var kannski ófeimn- ari við það í þetta skiptið," segir Gunnar Tynes annar karlleggur rafkvartettsins múm. „Það var ótrúlega gaman að gera tilraun- ir með söng. Það var ekki mikið um það á fyrri plötunni. Því þá voru stelpurnar eiginlega bara að byrja í hljómsveitinni." Hingað til hafa ekki margar íslenskar breiðskífur verið gefnar út á tveimur tungum. Helst ber að nefna plötu Sykur- molanna, „Here Today Tomor- row Next Week“ sem kom út á íslensku undir nafninu „Illur arfur“. „Þessi hugmynd kom upp og það var vel tekið í hana. Við höf- um hingað til verið að gera mjög sjálfsframleidda hluti sem urðu eðlilega á íslensku. Við tókum svo þá ákvörðun þegar við gerð- um fyrstu plötuna að hafa hana á ensku þar sem við gerðum okkur grein fyrir því að hlut- fallslega væru færri hér sem hefðu gaman af tónlist okkar en annars staðar í heiminum. Að gera tvær útgáfur er ekki svo erfitt og okkur langaði til þess.“ Tónar nýju breiðskífunnar eru kveðnir við sama tón og áður. Aðalbreytingin er sú að nú er sungið í flestum lögum. Þetta kallar vitanlega á frekari texta- smíðar sem Örvar Þóreyjarson Smárason sér nær alfarið um. Textar hans eru oft heillandi svipmyndir sem lýsa töfrandi augnablikum og aðstæðum. Á plötunni má svo finna sundlaug í titlum tveggja laga. „Þau lög voru bæði samin fyrir neðanvatnshátalara sem Í.T.R. á og tengjast neðanvatns- tónleikum sem við höfum oft tekið þátt í. Við vorum mjög hrifin af þeim, þannig að lögin snigluðust með á plötuna." Tónleikaferðalag múm hefst í Bretlandi þann 23.maí. í byrj- un júní færa þau sig yfir á meg- inlandið þar sem þau halda tón- leika í Frakklandi, Belgíu, Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Danmörku. Eftir það verður lagt af stað til Bandaríkjanna. biggi@frettabladid.is Tónleikar á Gauknum gegn NATO: Friðsæl framtíð í friðsælu tónlistarríki tónleikar í Tjarnarbíói í gær- kvöldi voru haldnir rokktónleikar gegn NATO þar sem margar af reiðari sveitum landsins létu heyra í sér. Þar verða svo aðrir tónleikar í kvöld þar sem fleiri reiðar sveitir láta öllum illum lát- um. Ekki er nóg með það því á Gauki á Stöng í kvöld verða haldn- ir rokktónleikar undir yfirskrift- inni „Friðsæld framtíð" þar sem rólegri andstæðingar herstöðvar- innar ætla að leika. „Út af þessum Atlantshafs- bandalagsfundi erum við að vekja upp spurninguna hvort fólk vilji friðsæla framtíð,“ segir Vilhelm Anton Jónsson söngvari 200 þús- und naglbíta en þeir leika í kvöld ásamt hljómsveitunum XXX Rotweilerhundum, Heiðu & Heið- ingjunum og Tveimur dónalegum haustum. „Við viljum vekja at- hygli á því að ísland er friðsælt tónlistarríki. Við viljum nota tækifærið að vekja athygli á þessu á meðan fundurinn er. Það 200 ÞÚSUND NAGLBfTAR Villi segir hljómsveitina nær eingöngu ætla að leika nýtt efni I kvöld og að styttast fari nýja breiðsklfu. þarf engin að borga og allir með aldur eru velkomnir inn ólíkt NATO fundinum þar sem allir borga en enginn má fara á.“ Tónleikarnir hefjast kl.22. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.