Fréttablaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ SflCA DACSINS 14. Mflf Fyrsta Fokker Friendship flug- vél Flugfélags íslands kom til landsins á þessum degi árið 1965. Fokker vélarnar eru enn notaðar í innanlandsflugi Flugfélagsins. A' rið 1998 talaði Jó- hanna Sigurðar- dóttir í fimm og hálfa klukkustund samfellt í umræðum um húsnæð- isfrumvarp á Alþingi. Þar með sló hún 24 ára gamalt met Sverris Hermannssonar sem var fimm klukkustunda samfelld ræða. Arið 1948 lýsti David Ben Gurion yfir „stofnun ríkis Gyð- inga í Palestínu, sem nefnt verður ísrael." Hann varð fyrsti forseti hins nýja ríkis. Gyðingum hafði fjölgað mjög í Palestínu áratugina á undan, en voru þó ekki nema rétt tæpur helmingur íbúanna. 22 14. maí 2002 ÞRIÐJUDACUR Nauðsynlegt að færa skíðaíþróttina til almennings Eg er Ólafsfirðingur og við fæð- umst á skíðum," sagði nýkjor- inn formaður Skíðasambands ís- lands, Friðrik Einarsson. „Nei, grínlaust," heldur hann áfram, „ég hef stundað skíðagöngu í mörg ár og tók þátt í keppni til fimmtán ára aldurs.“ Friðrik, sem var kjörinn formaður Skíðasam- bandsins um síðustu helgi, er að- stoðarframkvæmdastjóri hjá KPMG-Ráðgjöf, en segir skíða- íþróttina áhugamál. „Við ætlum að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið,“ segir Friðrik, aðspurður hvort nýjum formanni fylgi nýjar áherslur. „Meginmarkmiðið er að færa skíðaíþróttina nær almenningi. Það hefur verið gert með kennslu fyrir almenning og staðið hefur verið fyrir almenningsgöngumót- um og við ætlum að leggja enn meiri kraft í þetta. Snjósveltir Sunnlendingar eiga líka að geta stundað skíðaíþi'óttina á heima- slóðum,“ segir Friðrik. „Það voru snjóbyssur í Hamragilinu síðasta vetur og það gafst mjög vel. Við þurfum bara að fá fleiri byssur." Friðrik bendir hlæjandi á að jafn- vægis verði að gæta og jafnmiklir fjármunir ættu að fást í byssurn- ar og innanhússfótboltavellina. Friðrik er kvæntur Hrund Steindórsdóttur, flugfreyju, og eiga þau tveggja og hálfs árs gamla tvíbura. „Skíðin eru mikið fjölskyldusport,“ segir Friðrik. „Nú er hægt að fá skíði á börn nið- ............Persónan Friðrik Einarsson er nýkjörinn formaður Skiðasambands islands. ur í tveggja ára og tvíburarnir voru komnir með okkur á skíði í Hlíðarfjall um síðustu páska. Um að gera að byrja nógu snemma," segir nýkjörinn formaður að lok- um, bjartsýnn á framtíð skíða- íþróttarinnar. ■ FRIÐRIK EINARSSON Friðrik segir skíðaíþrótt- ina tilvalið fjölskyldu- sport og stofnkostnað ekki mikinn. TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Hulda Svava Elíasdóttir frá Elliða i Staðarsveit, Álfhólsvegi 95, Kópa- vogi, verður jarðsungin frá Digra- neskirkju í Kópavogi. 13.30 Steinþór Guðmundsson, Otrateigi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík. 14.00 Hallgrímur Gylfi Axelsson, Þjóð- ólfshaga í Holtum, verður jarð- sunginn frá Marteinstungukirkju. AFMÆLI____________________________ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, er 59 ára í dag. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, er 56 ára í dag. I FÓLK í FRÉTTUM | Stökur hafa alltaf verið órjúf- anlegur hluti af stjórnmála- baráttu á íslandi. Nú arka fram- bjóðendur R og D lista um götur borgarinnar og tala við kjósend- ur. Stundum er tekist á um mál- efnin i alvarlegum tón og öðrum stundum er glettnin ekki langt undan. Þessari stöku var skotið að frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins þegar hann var á tali við borgarana í Kolaportinu: Áform rík ég ekki svík efndir mínar sanna. Því Reykjavík er liðið lík í lófa vinstri manna. 'mtmtxmsmstsmHi&xtwsmtsmismsaimmmiMimsmtí* PERSÓNAN Kitlar að lyfta bikar með Valsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður Vals, hlaut háttvísiverðlaun HSI á dögun- um.Hann þakkar þá leiðsögn sem faðir hans hefur gefið og segir hana ómetanlega. Snorri Steinn Guðjónsson, leik- maður Vals, hlaut á dögunum háttvísiverðlaun á uppskeruhátíð Handboltasambands íslands. Snorri, sem er 22 ára gamall, seg- ir áhuga sinn á handbolta hafa kviknaðjiegar hann var ungur að árum. „Eg hef haft áhuga á hand- bolta frá því að ég man eftir mér. Pabbi var þjálfari Víkings í hand- bolta á sínum tíma og einnig að- stoðarlandsliðsþjálfari. Má segja að ég hafi farið með honum nán- ast á hverja einustu æfingu í tæp átta ár. Ég er harður á því að það hafi gefið mér mikið að fá að fylgjast með þessum gaurum sem þá voru að spila.“ Þess má geta að faðir Snorra er Guðjón Guðmundsson. „Pabbi er enn þann dag í dag að veita mér ómet- anlega leiðsögn og góð ráð. Það ber að þakka.“ Snorri segir ekkert annað hafa komið til greina en að æfa með Val. Fjölskyldan hafi flutti í Hlíð- arnar þegar hann var ungur að árum og hann hafi leikið óslitið með liðinu síðan. Hann á eina systur og æfir hún einnig hand- bolta með Val. Þá er Snorri trú- lofaður og heitir heitkona hans Marín Sörensen. Hún hafi reynst SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Snorri stundar nú nám við Fjölbrautaskólann I Ármúla. Hann segist stefna ótrauður í at- vinnumennskuna. honum frábærlega og sýni fullan skilning. Oft reyni á þolrifin hjá henni, sérstaklega eftir tapleik- ina. „Fjölskylda mín og kærasta reyna að koma á sem flesta leiki, sérstaklega þá stóru. Ég legg mikla áherslu á að þau komi, því persónulega finn ég fyrir miklum stuðningi." Snorri hefur verið orðaður við 2. deildar liðið Friesenheim í Þýskalandi og var hann spurður hvort hann væri á leiðinni út. „Þetta er allt saman á byrjunar- stigi og á ég eftir að skoða alla kosti vandlega. Við Valsmenn „ misstum af íslandsmeistaratitlin- s um í ár og það kitlar ósegjanlega § að lyfta bikar með Valsliðinu sem 1 vonandi kemur til með að skapa « mér atvinnu erlendis þegar fram E í sækir.“ “ kolbrun@frettabladid.is <s ..'-■4 aSU* mOMKAlSSUFA ‘'XxPASTn Mi súpuJeikurfnn Maggi-súpur eru vel þekktará íslenskum heimilum fyrirgott bragð og einfalda eldamennsku. Þú geturvalið á milli 11 súputegunda sem eru hverannarri Ijúffengari. Taktu þátt I léttum leiítl Sendu inn toppa af 7 súpupökkum og þú ert með í leiknum. ( pottinum eru 20 glæsilegir vinningar: 1. Utanlandsferð að eigin vali að andvirði 120.000 kr. 2. Heimilistæki að eigin vali fyrir 80.000 kr. 3. Heimilistæki að eigin vali fyrir 50.000 kr. 4.-9. Glæsilegt pottasett að andvirði 15.000 kr. 10.-20. Gjafakarfa full af góðgæti. 21.-70. Bíómiðarí Háskólabíó. Sendu inn 7 toppa fyrir 20. maí ásamt upplýsingum um nafn, heímili og síma til: Maggi-leíkur, Pósthólf 4132,124 Rvík. FÓLK í FRÉTTUM Setning Listahátíðar setti mikinn svip á borgarlífið um helgina. Frönsku trúðarnir í Mobile hommes hópnum vöktu til að mynda mikla athygli. Þeir sprell- uðu á Austurvelli á laugardag og dreif að múg og margmenni til að fylgjast með þeim og myndaðist umferða- öngþveiti um tíma. Forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, var einn þeirra sem fylgdist með trúðun- um. Hann vakti sérstaka athygli eins úr hópnum sem rauk á forset- ann og kyssti hann. Síðar komst trúðurinn að því að hann hefði kysst forsetann sjálfan en honum mun hafa þótt hann svo sætur. Um kvöldið var óperan Hol- lendingurinn fljúgandi frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þangað voru mættir bankastjórar og for- stjórar eins og vera ber við menn- ingaratburð af þessari tegund. Fé- lagar í Wagner-klúbbnum og fólk sem tengist íslensku óperunni rað- aði sér hins vegar á öftustu bekk- ina í salnum og fagnaði söngvur- unum gífurlega. Þau Magnea Tómasdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Snorri Wium, Viðar Gunnarsson og Anna Sigríður Helgadóttir hlutu einkar mikið lófatak að loknum söngnum. Kosningabaráttan stendur nú sem hæst og frambjóðendur á fullu í því að afla listum sínum fylgis. í Silfri Egils um helgina mættust þeir Gísli Marteinn Bald- ursson og Dagur B. Eggertsson. Þeir hafa áður mæst á þeim velli og ræddu þá málin í frekar mikl- um rólegheitum. Á sunnudag var hins vegar kominn meiri hiti í Gísla Martein sem er greinilega búinn að kasta kurteisa sjónvarps- manninum til hliðar. Hann hafði líka mun betur í baráttunni í þetta skiptið. Það virðist annars vinsælt að stilla þeim félögum upp saman. Þeir mætast í kvöld í rökræðum á vegum JC-samtakanna. Gísli Mart- einn og Dagur hljóta að vera orðn- ir ansi vanir að eigast við, í góðu og illu. Þeir eru jafn gamlir, voru í forsvari nem- endafélaga í skólum sínum á lokaári fram- haldsskólans, Gísli Marteinn í Versló og Dagur í MR. Þeir tókust svo á í stúdentapólitík- inni á háskólaárunum þar sem Gísli var í Vöku og Dagur í Röskvu. Eins og vera ber hafa framboðin opnað kosningaskrifstofur um allan bæ. Sjálfstæðisflokkurinn opnaði eina slíka á Laugaveginum, gegnt kránni O’Briens. Eiganda þess ágæta bars varð um og ó þeg- ar verið var að undirbúa opnun skrifstofunnar. Hann sá ekki betur en hver bjórdunkurinn á fætu öðr- um væri borinn inn á skrifstofuna. Bjórinn var síðan að sjálfsögðu gefinn, sem er heldur erfið sam- keppnisstaða fyrir venjulegan bar. Eigandinn andar eflaust léttar þeg- ar skrifstofunni verður lokað eftir kosningarnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.