Fréttablaðið - 25.05.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 25.05.2002, Síða 2
KJÖRKASSINN Ríflega helm- ingur lesenda vlsis.is ætlað fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í kvöld. Ætlar þú að fylgjast með söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að kvöldi kjördags? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Spurning dagsins í dag: Var kosningabaráttan Reykjavik málefn- leg? Farðu inn á visi.is og segðu þína skoðun ANKER J0RGENSEN Hann var forsætisráðherra Danmerkur 1972-1973 og aftur 1975 til 1982. Anker Jorgensen í Færeyjum: Rakst á gamla ráðherra- bílinn sinn færeyjar Anker J0rgensen, fyrr- verandi forsætisráðherra Dan- merkur, er í stuttri heimsókn til Færeyja. Þar rakst hann meðal annars á gamla ráðherrabílinn sinn, sem hefur verið í Færeyjum í ein tuttugu ár. Færeyska dag- blaðið Sosialurinn skýrði frá þessu á netmiðli sínum í gær. Bíllinn er af gerðinni Ford Granada. Sú venja hefur lengi verið við lýði, að þegar forsætis- ráðherra Danmerkur fær sér nýj- an bíl þá fer gamli bíllinn beina leið til Færeyja þar sem umboðs- maður Danmerkur þar fær hann til afnota. ■ Bandaríkin: Sendiherra kveður utanríkisþjónusta Barbara Griffiths, sem verið hefur sendi- herra Bandaríkjanna hér á landi undanfarin 3 ár, er á förum. Til- kynnt verður um nafn nýs sendi- herra innan skamms. Barbara snýr aftur til Washington þar sem hún mun snúa sér að kennslu í al- þjóðamálum á vegum bandarísku utanríkisþjónustunnar. Barbara hefur getið sér gott orð hér á land og notið dvalarinnar með eigin- manni sínum, David Schoonover, sem einnig starfaði hjá utanríkis- þjónustunni en er kominn á eftir- laun. Þau hjón eru ákafir fugla- skoðarar og nýttu frítíma sinn hér á landi til þeirrar iðju. ■ STUTT Greiningardeild Kaupþings hefur endurskoðað verð- bólguspá fyrir árið 2002 og fært hana verulega niður frá fyrri spá. Gert er ráð fyrir að verðbólgan verði 2,6% yfir árið, en í febrúar var spáð 4,5%. Þessi mikla lækkun stafar fyrst og fremst af gríðarlegri styrk- ingu krónunnar. Enn fremur er gert ráð fyrir harkalegri sam- drætti eftirspurnar en áður. FRETTABLAÐIÐ 25. maí 2002 LAUGARDAGUR Samræmdu prófin: Lakari útkoma í stærðfræði skólamái Niðurstöður samræmdu prófanna liggja nú fyrir. Ef bornar eru saman niðurstöður sam- ræmdra einkunna kemur í ljós að Reykjavík og nágrenni þess eru með hæstu meðaleinkunnir á land- inu í öllum fögum. Styr stóð um stærðfræðiprófið og fannst sumum ekki hafa verið tekið nægilegt mið af því námsefni sem kennt er. Árangur á prófinu er lakari en í fyrra. Meðaleinkunn í ár var 5,5 á móti 5,8 í fyrra. Áberandi lakari árangur varð í liðnum hlut- föll og prósentur þar sem meðal- einkunn fór úr 5,9 í 4,3. Sigurgrímur Skúlason, sviðs- stjóri samræmdra prófa hjá Náms- HLUTFALL ÞEIRRA SEM FENGU EINKUNNINA 4,5 OG LÆGRA Á SAMRÆMDU PRÓFUNUM í EINSTÖKUM GREINUM: 2001 2002 Stærðfræði: 32,5% 36,5% (slenska: 13,2% 12,8% Danska: 44,2% 25,7% Enska: 19,7% 6,5% matsstofnun, segist geta tekið und- ir að prófið hafi verið í þyngri kantinum. Við útreikninga kom í ljós að 36,5% nemenda í stærð- fræði fengu 4,5 og lægra í ár á móti 32,5% árið á undan. Árangur nemenda í ensku og dönsku batnar. Árangur í íslensku var snöggtum betri í ár en í fyrra. Vert er að geta að 18% nemenda þreyttu ekki próf í dönsku og því um óræðan mun að ræða. 32% ne- menda tóku ekki próf í náttúru- fræði. ■ Afkoma ríkissjóðs: 2,9 millj- arða halli ríkisfjármál 2,9 milljarða króna halli var á ríkissjóði fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu. Á sama tímabili í fyrra var 300 millj- óna króna halli á afkomu ríkis- sjóðs. Tekjur ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins námu rúmlega 77 milljörðum króna. Á sama tíma námu útgjöld ríkissjóðs 80,1 millj- arði króna. Útgjöld ríkissjóðs juk- ust meira en tekjur á tímabilinu. Útgjöldin jukust um 7,5 milljarða króna eða 10,4%. Tekjur jukust um fimm milljarða, tæplega 7%. ■ Hús úr Skuggasundinu í garð gamla Borgarbókasafnsins Friðrik Weisshappel vill flytja hús í garðinn hjá frumkvöðlinum í OZ. Borgarskipulag samþykk- ir. Húsafriðunarnefnd í viðbragðsstöðu. „Að sjálfsögðu mun ég fara með hug- mynd mína í grenndarkynn- ingu enda vil ég gera þetta í góðu samráði við aðra ibúa í hverfinu." miðbærinn Reykvískur athafna- maður hefur sótt um að fá að flyt- ja gamalt hús sem nú stendur á horni Sölvhólsgötu og Skugga- sunds upp í garð gamla Borgar- bókasafnsins við Þingholtsstræti. Hyggst hann steypa kjallara und- ir húsið aftan og sunnan við Borg- arbókasafnið ..gamla og mundi það því standa við Grundarstíg. Þar er nú mikill stein- veggur sem brjóta þyrfti niður að hluta því garður- inn liggur nokkrum metrum neðar en götuhæð er við Grundar- stíg. —♦— Það er Friðrik Weisshappel, þekktur úr veitinga- húsalífi Reykjavíkur og sjón- varpi, sem hyggur á þessar fram- kvæmdir en lóðina undir húsið kaupir hann af Guðjóni Má Guð- jónssyni í OZ sem er eigandi Esju- bergs eins og gamla Borgarbóka- safnið er að öllu jöfnu nefnt. „Hugmyndir mínar hafa verið samþykktar í Borgarskipulagi en eiga eftir að fara fyrir Húsafrið- unarnefnd. Ég lít svo á að húsið myndi bæta götumyndina á Grundarstíg og verða til prýði. Þetta er hús sem ég ætla að búa í sjálfur," segir Friðrik Weisshapp- el sem gert hefur upp mörg hús í miðbæ Reykjavíkur og hlotið verðlaun og viðurkenningar yfir- valda fyrir. Sérstaklega var hann heiðraður fyrir að byggja upp gamlan steinbæ við Vesturgötu en þar þótti vel að verki staðið. „Að sjálfsögðu mun ég fara með hug- HUSIÐ Tilbúið til flutnings úr Skuggahverfinu í garðin hjá gamla Borgarbókasafninu. mynd mína í grenndarkynningu enda vil ég gera þetta í góðu sam- ráði við aðra íbúa í hverfinu," seg- ir Friðrik. Hugmyndir Friðriks hafa enn ekki borist Húsafriðunarnefnd en Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri nefndar- innar, segist vita af mál- inu og bíða eftir gögnum. Húsið sjálft, sem nú stendur á horni Sölvhólsgötu og Skugga- sunds, var í eigu fjármálaráðun- eytisins áður en Friðrik keypti það. Það er nær því hundrað ára gamalt en í ágætu ásigkomulagi Rannsóknum morðmála í Reykjavík að ljúka: Gögn send ríkissaksóknara um mánaðamótin lögregla Lögreglurannsóknir vegna morðanna á Víðimel og Grettisgötu eru á lokastigi. Að sögn lögreglu verða gögnin í mál- unum send ríkissaksóknara um mánaðamótin. Hann mun fara yfir þau og að því loknu taka ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út. Þór Sigurðsson, 23 ára, hefur játað að hafa orðið Braga Oskars- syni að bana á Víðimel aðfararnótt mánudagsins 18. febrúar. Gæslu- varðhald yfir Þór var nýverið framlengt í Héraðsdómi Reykja- víkur og verður hann í varðhaldi fram í ágúst. Hann réðst á Braga eftir að hafa brotist inn á dekk- javerkstæði við Ægissíðu. Tæplega fertug kona er í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á VÍÐIMELUR Þór Sigurðsson, sem játaði fljótlega að hafa orðið Braga Óskarssyni að bana, verður i gæsluvarðhaldi fram í ágúst. Grettisgötu. Gæsluvarðhaldið rennur út um mánaðamótin og að sögn lögreglu verður farið fram á framlengingu. Konan er grunuð um að hafa stungið sambýlismann sinn, karlmann um fimmtugt, þann 6. mars. Maðurinn var flutt- ur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 02^ lést af völdum stungusáranna pann 23. mars. ■ og klætt utan með blikki. Ef og þegar því verður komið fyrir í garði gamla Borgarbókasafnsins minnkar hann verulega en á þess- um stað í garðinum stóð upphaf- lega vandaður garðskáli sem síðar var fluttur inn í grasagarðinn í Laugardal. Guðjón Már, eigandi hússins, hefur lýst áhuga sínum að fá garðskálan aftur í garð sinn en af því verður ekki ef þar verð- ur komið fyrir húsi úr Skugga- hvefinu. eir@frettabladid.is IlögreglufréttirI Uppgjör Tap til lækkunar á eigin fé Líftæknisjóðsins MP BIO hf. á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2002 var 128,9 milljónir króna. Þar af var innleyst tap tímabilsins 9,4 milljónir króna. Eigið fé nem- ur nú 873,1 milljón króna. Tap- ið stafar fyrst og fremst af lækkun á gengi skráðra mark- aðsbréfa og vegna styrkingar krónunnar gagnvart bandarík- jadal. Hagnaður samstæðu Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. á fyrsta ársfjórðungi árs- ins nam 240,7 m.kr. Rekstrar- tekjur voru 794 mkr. og rekstrargjöld voru 531 m.kr. Hagnaður samstæðunnar fyrir afski-iftir og fjármagnsliði (EBITDA) fyrstu þrjá mánuði ársins nam 263 m.kr. króna, sem er 33% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam 230 m.kr. kr. á tímabilinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.