Fréttablaðið - 25.05.2002, Side 4

Fréttablaðið - 25.05.2002, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 25. maí 2002 LAUGARDAGUR SVONA ERUM VIÐ ERLENDIR RÍKISBORGARAR KJÓSA LÍKA f DAG Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í dag eru alls 204.923. Þar af eru 1.611 manns með lögheimili annars staðar á Norðurlöndunum og 2.461 er- lendur ríkisborgari. Þessi rikisfangslönd eru algengust: Danmörk 536 Bandaríkin 246 Pólland 230 Noregur 183 Bretland 174 Þýskaland i 162 Svíþjóð 142 Taíland 100 Filippseyjar 70 Holland 51 Finnland 46 Frakkland 46 Spánn 37 Portúgai 33 Heimild: Hagstofa íslands BLÁA LÓNIÐ I grein sinni mælir Collis með því að fólk staldri við á fslandi i einn sólahring og nýti sér tilboð sem feli í sér skoðunarferðir, gistingu og ferðir. Gefist m.a. tfmi til að heimsækja Bláa lónið. Herald Tribune um Flue- leiðir: Flugleiðir besti kost- urinn samgöngur Flugleiðir eru eitt best varðveitta leyndarmál Atlants- hafsflugsins, er skoðun Roger Collis, greinarhöfundar banda- ríska dagblaðsins Herald Tbibune. Gerir hann samanburð á verðlagi á því að fljúga frá Norður-Banda- ríkjunum til Vestur Evrópu. Hann finnur út að ef flogið er á Saga- Class Flugleiða munar helmingi á verði miðað við flugfélög á borð við British Airways, KLM og Luft- hansa. Collis lýsir viðskiptafarrými Flugleiða í smáatriðum og segir þau minna á rýmin á árunum í kringum 1960. Mun þrengra sé á milli sæta en annars staðar, en enginn ætti að finna fyrir óþæg- indum. Collis segir Leifsstöð í fullu samræmi við hina ánægju- legu og persónulegu upplifun sem fáist um borð í Flugleiðavél- unum. ■ Þrjár morðsárásir í Tel Aviv á rúmlega sólarhring: Vítahringur hefnda heldur áfram tel aviv. ap A rúmlega sólarhring hafa Palestínumenn þrisvar sinn- um gert árásir á ísraelsmenn í Tel Avív og nágrenni. Síðasta árásin í þessari lotu var gerð í fyrrinótt þegar Palestínumaður ók bifreið með sprengjum á fullri ferð í átt- ina að skemmtistað þar sem tvö hundruð manns voru að skemmta sér. ísraelskum öryggisverði tókst þó að skjóta árásarmanninn áður en hann náði að setja sprengibún- aðinn í bifreiðinni af stað. Tvær árásanna voru sjálfs- morðsárásir, sú fyrsta og sú þrið- ja, og voru þær gerðar í hefndars- kyni vegna þriggja Palestínu- manna, sem ísraelsher tók af lífi fyrr í vikunni án dóms og laga. Bæði árásarmennirnir tveir sem og hinir myrtu Palestínumenn voru liðsmenn A1 Aksa herdeild- anna, sem tengjast Fatah, stjórn- málahreyfingu Jassers Arafats. Ekki er vitað hver stóð að baki árás á eldsneytisgeyma í nágrenni Tel Avív á fimmtudaginn. Árásirnar hafa slegið töluvert á vonir ísraelsmanna um að með sex vikna hernaðaraðgerðum ný- verið hafi tekist að koma í veg fyr- ir hryðjuverk. DANSAÐ GEGN HERNÁMI Rúmlega þúsund ísraelsk ungmenni komu saman á torgi í miðborg Tel Aviv á fimmtu- daginn. Þar dansaði mannfjöldinn af miklu kappi til þess að mótmæla hernámi jsraels á Vesturbakkanum og Gazaströnd. Leitað að myndum úr Þjóðleikhúsinu Verjanda Árna óaði við til- hugsuninni um að Norðmenn- irnir bæru vitni gegnum Verjandi Árna Johnsen segir ljósmyndir úr Þjóðleikhúsinu sýni að eig- andi bílskúrs hafi í raun unnið fyrir byggingarnefnd leikhússins. Þrátt fyrir mótmæli vararíkissaksóknara, sem telur myndirnar engu breyta í málinu, fyrirskipaði dómari honum að hafa upp á myndunum. dómsmál Dómari í máli Árna Johnsen fyrirskipaði Braga Stein- arssyni vararíkissaksóknara í gær að grennslast fyrir um tilvist og útvega ljósmyndir sem Jakb —4-— Möller, verjandi Árna, segir Ijós- myndara hafa tek- ið í Þjóðleikhúsinu. Jakob Möller telur ljósmyndirn- ar munu sanna að ljósmyndarinn hafi í raun unnið sima. verk fyrir bygg- —— ingarnefnd Þjó- leikhússins. Árni er ákærður fyrir að hafa látið nefndina innrétta bíl- skúr ljósmyndarans. Saksóknar- inn taldi myndirnir ekki varða ákæruna. Sakborningarnir mættu ekki fyrir dóminn í gær. Aðalmeðferð málsins á að fara fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur dagana 5. og 6. júní. Jakob sagði ljósmyndarann ekki hafa myndirnar lengur í sinni vörslu. Þær væru líklega í umsjón fyrrum verkefnisstjóra endurbóta Þjóðleikhússins. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari sagðist mundu leiða fram um 30 vitni. Jakob Möller krafðist þess að tvö vitni sem búsett eru í Noregi yrðu kölluð fyrir dóminn en ekki yfirheyrð símleiðis. Jakob sagðist hafa afar slæma reynslu af dóm- túlkum úr norsku. Auk þess væru vitnin frá Norður-Noregi sem ekki einu sinni aðrir Norðmenn VERJENDUR I ÁRNAMÁLINU Jakob Möller, verjandi Áma Johnsen, telur að Ijósmyndir sem eigandi bílskúrs í Kópavogi tók í Þjóðleikhúsinu sanni að bílskúrseigandinn hafi unnið verk fyrir byggingarnefnd leik- hússins. Árni er m.a. ákærður fyrir að hafa látið byggingarnefndina greiða um 300 þúsund krónur fyrir innréttingu bílskúrsins. Jakob situr lengst til vinstri. skilji vandkvæðalaust. Hann óaði því við tilhugsuninni um að Norð- mennirnir bæru vitni gegnum síma. Dómari sagði engu að síður stefnt að því að yfirheyra menn- ina símleiðis. Kona, sem búsett er á Hofsósi og starfar við framleiðslu þjóð- fána, fær hins vegar ekki að bera vitni í síma heldur á að koma fyr- ir dóminn í eigin persónu. Nokkuð brösulega gekk að finna tíma fyrir aðalmeðferðina. Verjandi eins mannsins, sem ákærður er ásamt Árna, er til dæmis upptekinn við aðalmeðferð annarra mála á sama tíma og með- ferðin í Árnamálinu á að fara fram. Verjandinn mun ætla að fá þeim dagsetningum breytt. Eins vísaði dómari á bug ábendingu verjanda annars meðákærða Árna um að skjólstæðingur hans yrði erlendis umrædda daga. Sakborn- ingurinn skal mæta fyrir dóminn, sagði Guðjón St. Marteinsson dómari. gar@frettabladid.ís Brúðkaupsmyndatökur Ljósmyndastofan Mynd Sími 565 4207 Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði. Kaupir Planet Pump af Jónínu Benediktsdóttur: Linda P. færir út kvíarnar viðskipti Linda Pétursdóttir og fjölskylda hennar hafa keypt Planet Pump við Frostaskjól af Jónínu Benediktsdóttur. Eftir þessa sölu á Jónína aðeins tvær stöðvar, Planet Pulse á Hótel Esju og stöð með sama nafni í Austurstræti. Hún vildi ekki tjá sig um hver ástæða sölunnar væri en sagðist myndi senda frá sér fréttatilkynningu. Ekki hefur verið ákveðið nafn á þessa nýju stöð Baðhúss- ins en að sögn Sævars Pét- urssonar framkvæmda- stjóra Baðhússins og bróður Lindu Pétursdótt- LINDA PÉTURS- DÓTTIR LINDA BUIN AÐ KAUPA ÞESSA STÖÐ ÁSAMT FJÖL- SKYLDU SINNI Eitt sin hét þessi stöð Þokkabót síðan Planet Pump en óvíst er hvað hún mun heita nú. ur verður efnt til samkeppni um það á næstunni. Hann sagði að ætl- unin væri að taka húsnæðið í gegn og endurnýja það sem þyrfti en að öðru leyti yrði stöðin rekin á svip- aðan hátt og áður. Linda P. og hennar fólk ætla ekki að láta þar við sitja heldur verður í haust opnuð ný 6.000 fer- metra stöð í Kópavogi þar sem verður hægt að stunda allar íþróttir innandyra. Báðar nýju stöðvarnar verða ætlaðar báðum kynjum en eins og menn vita hef- ur Baðhúsið þá sérstöðu að þar æfa eingöngu konur. ■ Sturla Böðvarsson: Oforsvaran- legar árásir stjórnmál Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra segist hafa sætt árásum vegna eftirmála flugslyss- ins í Skerjafirði og deilna um heil- brigðisvottorð flugmanns, „sem mjög hefur verið blásið upp í fjöl- miðlum," eins og ráðherrann sagði á málþingi um flugöryggi. „Spjót- um hefur verið beint ótæpilega að Flugmálastjórn, Rannsóknarnefnd flugslysa og ekki síst ráðherra sem hefur mátt sæta óforsvaranlegum árásum vegna beggja þessara mála. Af því tilefni er rétt að minna á að ráðuneytið hefur á þessu kjör- tímabili staðið fyrir miklum um- bótum á löggjöf og framkvæmd flugöryggismála," sagði Sturla. ■ COLIN POWELL í BERLÍN Utanrlkisráðherra Bandaríkjanna hótaði því fyrir rúmum mánuði að svipta Austur- Tímor stuðningi Bandaríkjanna. Austur-Tímor: Powell hótaði stjórnvöldum heimspólitíkin Nokkrum vikum áður en Austur-Tímor hlaut form- legt sjálfstæði skrifaði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, væntanlegum stjórn- völdum þar bréf. Þar hótaði hann því, að ef þau gæfu ekki skriflega yfirlýsingu um að þau muni ekki kæra bandaríska ríkisborgara til hins nýja stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, myndu þau missa aðstoð frá Bandaríkjunum. Líklegasta ástæðan fyrir þess- um hótunum er að Bandaríkin vilji tryggja, að Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verði ekki sóttur til saka. Hann gaf Suharto Indónesíuforseta loforð í desemb- er árið 1975 um að þeir myndu ekki mótmæla því, þótt Indónesía hertæki Austur-Tímor. ■ | INNLENT | Borgarráð hefur samþykkt að sett verði upp umferðarstýrð umferðarljós á gatnamótum Vík- urvegar og Borgarvegar/Fossa- leynis. Þótti ástæða til þar sem nýtt íþróttahús hefur verið byggt og aukin umsvif vegna þess kalli á aukna umferð. —♦— Fyrirhugað er að setja upp gangbrautarljós í Álfheima skammt sunnan Sólheima og gegnt gönguleið að Langholts- skóla. Börn á leið í skóla fara í veg fyrir talsvert mikla umferð í Álfheimum, umferðin er um 8.000 bílar á sólarhring. —♦— Samkvæmt milliuppgjöri sem lagt hefur verið fram fyrir bæjarráð hafa skuldir bæjarsjóðs Vestmannaeyja og stofnana hans lækkað um tæpa 1,3 milljarða frá því í lok síðasta árs, úr rúmum 4,1 milljarði niður í 2,9 milljarða. Af því skuldar bæjarsjóður tæpa tvo milljarða, Hafnarsjóður 360 milljónir og skuldir félagslega íbúðakerfisins eru tæpar 588 milljónir. Skuldir Bæjarsjóðs ein- göngu hafa lækkað um 588 millj- ónir frá 31. desember sl. og eru nú 359.056 krónur á hvern íbúa og hafa lækkað um rúm þrettán þúsund. Eyjafréttir sögðu frá. —♦— Opinberri heimsókn Mariu E. Brizuela De Avila, utanríkis- ráðherra E1 Salvador, lýkur í dag. Hún fundaði með utanríkisráðh- erra, dómsmálaráðherra og for- manni utanríkismálanefndar Alþ- ingis auk fulltrúa Þróunarsam- vinnustofnunar og Útflutnings- ráðs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.