Fréttablaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
25. maí 2002 LAUGARDACUR
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Rítstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsimi: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er drerft ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið é
pdf-formi á vfeir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt f'l að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
„Við mælumst með of lítið í könnunum."
Ólafur F. Magnússon
Munum ná
innmanni
stjórnmál „Ég hef sterka tilfinn-
ingu fyrir því, og hef lengi haft,
að við mælumst með of lítið í
könnunum. Ég hvet fólk eindregið
til þess að nýta þetta tækifæri til
að koma nýju afli að í borginni
sem mun veita valdþreyttum
meirihluta aðhald.
Ég hvet borgarbúa einnig til
þess að láta ekki hræðsluáróður
stóru fylkinganna valda því að
menn hviki frá sannfæringu sinni.
Ég bendi á að við mælumst með
5,3% í DV könnun sem er tekin á
sama tíma og þessi sem bendir til
þess að okkur vanti aðeins
herslumuninn til að ná inn manni.
Ég er fullviss um það að sú könn-
un sem fer fram í dag mun skila
okkur inn borgarfulltrúa á næsta
kjörtímabili." ■
UMMÆLI FÓLKS
í KÖNNUNINNI
Kjósendur láta ýmislegt flakka
um leið og þeir gefa upp afstöðu í
skoðanakönnun.
„Við höfum hana Ingibjörgu
okkar, annað væri skandall," sagði
karlmaður. „Ég vil að Gísli Mart-
einn nái inn,“ sagði kona.
Sumir horfa lengra fram í tím-
ann en aðrir. „Ég vil sjá Björn
Bjarnason næstu kjörtímabil.“
Vaninn er líka máttugur herra.
„Maður veit ekki hvað maður fær
ef maður breytir um,“ sagði karl-
maður á miðjum aldri.
Eins og oft vill verða eru þeir
fúsari að tjá sig sem eru óánægðir
með eitthvað. Sumum er erfitt að
gera til hæfis. „R-listinn stendur
illa við bakið á ófrískum konum
og öðrum sem illa standa fjár-
hagslega, en D-listinn stundar
njósnastarfsemi í kjörklefanum.
Svo ég skila auðu.“
Leiðtogarnir fá líka sinn
skammt af neikvæðum glósum.
„Ég er orðinn hundleiður á kerling-
aruglunni. Ég vil fá Björn,“ sagði
eldri karl. „Hann er svo leiðinlegur,
greyið hann Björn,“ sagði kona
sem ætlaði nú samt að kjósa hann.
„Það er sami rassinn undir
undir Ingibjörgu og Birni, ekkert
nema pota og pota í stöður. Ég
myndi vilja sjá Ólaf F. sem bor-
garstjóra. Þetta er bara ekkert
fylgi sem hann er að fá, sagði
kona sem ekki ætlar að kjósa.“
„Ætli ég vildi ekki bara taka þetta
að mér sjálfur," sagði einn sem
treysti engum öðrum. ■
Björn Bjamason:
Úrslitin rád-
ast á kjördag
stjórnmál „Úrslitin ráðast í dag og
endanleg niðurstaða liggur ekki
fyrir fyrr en búið er að telja upp
úr kjörkössunum," segir Björn
Bjarnason, efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins.
„Kjósendur taka endanlega af-
stöðu á kjördag og miðað við síð-
ustu kannanir eru rúmlega 20%
kjósenda óákveðnir, sem er hátt
hlutfall síðustu daga fyrir kosn-
ingar.“
Björn segir kannanir að undan-
förnu hafa sýnt miklar sveiflur
innbyrðis:
„Það er ómögulegt að segja um
BJÖRN BJARNASON
„Rúmlega 20% kjósenda óákveðnir,
sem er hátt hlutfall síðustu daga
fyrir kosningar."
hver endanleg niðurstaða verður,"
segir Björn Bjarnason. ■
Ingibjörg Sólrún:
Menn haldi
vöku sinni
STJÓrnmál „Ég hef tamið mér að
taka skoðanakönnunum með fyr-
irvara. Kannanir sem nú eru að
birtast eru dálítið misvísandi. Það
er ekki nema vika síðan að kann-
anir sýndu að það væri mjótt á
mununum milli fylkinganna.
Þannig að ég tel að við verðum að
halda mjög vel á spöðunum á kjör-
dag til að tryggja meirihluta Rey-
kjavíkurlistans," segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóra-
efni R-listans.
„Menn verða að halda vöku
sinni. Það er sótt að Reykjavíkur-
listanum úr tveimur áttum. Það
má ekki mikið færast til fylgið frá
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
„ Það er sótt að Reykjavíkurlistanum
úr tveimur áttum."
okkur til frjálslyndra eða sjálf-
stæðismanna til þess að áttunda
sætið, baráttusætið sem ég er í, sé
í hættu,“ segir Ingibjörg Sólrún. ■
KOSNINGAÚRSLIT OG KANNANIR Á ÞESSU ÁRI. Reykjavíkurlistinn var í mikilli sókn fyrstu mánuði ársins en síðan tókst sjálfstæðismönnum að bæta hlut sinn nokkuð. Undanfarna
viku og daga virðist hins vegar aftur hafa skilið á milli framboðanna. I súluritinu má sjá kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar (Fél.st.) og Fréttablaðsins (Fbl.)
Sveiflukenndri
baráttu lýkur í dag
Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboðanna í borgarstjórnarkosningunum sem fram
fara í dag. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins fær Reykjavíkurlisti 56% atkvæða,
Sjálfstæðisflokkur 40% og Frjálslyndir 3%.
kosningar Mikið hefur gengið á í
kosningabaráttunni í Reykjavík
sem tekur endi í dag. Hefur það
endurspeglast í skoðanakönnun-
um um fylgi flokkanna. Þær hafa
sýnt miklar fylgissveiflur sem
hafa ýmist dregið úr mönnum
kjarkinn eða gefið þeim byr í bar-
áttunni.
Fyrsta könnun ársins birtist í
Þjóðarpúlsi Gallup í byrjun janú-
ar. Samkvæmt henni naut Reykja-
víkurlistinn stuðnings 51% Reyk-
víkinga, Sjálfstæðisflokkur gat
treyst á atkvæði 46% kjósenda og
Frjálslyndir mældust með 3%
fylgi. Um þetta leyti voru Sjálf-
stæðismenn að gera upp við sig
hver myndi leiða lista þeirra og
flokkarnir sem standa að Reykja-
víkurlistanum að semja um fram-
boð. Bæði mál leystust undir lok
mánaðarins. Fyrstu könnun eftir
að samið var um Reykjavíkur-
listaframboð og Björn Bjarnason
valinn borgarstjóraefni Sjálf-
stæðismanna gerði Fréttablaðið í
lok janúar. Þá mældist mikill
munur á fylgi framboðanna
tveggja. Fylgi R-lista var komið í
rúm 55% en fylgi Sjálfstæðis-
manna í 41%. Þessi munur hélst
fram í miðjan apríl. Þá mældist
munurinn mestur, Reykjavíkur-
listi fékk 62% í Gallup-könnun,
Sjálfstæðisflokkur 34%. Frjáls-
lyndir mældust með rúm tvö pró-
sent.
Upp úr því fór að draga saman
með stóru framboðunum tveimur.
í næstu könnunum bætti Sjálf-
stæðisflokkur verulega við sig
fylgi á sama tíma og dró úr fylgi
Reykjavíkurlista. Minnstur
mældist munurinn í könnun Fé-
lagsvísindastofnunar sem birtist
11. maí. Þar var fylgi Reykjavík-
urlista 48,8% en fylgi Sjálfstæðis-
flokks 45,6%. Sjálfstæðismenn
höfðu á þessum tíma haft allt
frumkvæði í kosningabaráttunni
og hún snúist um málefni þeirra.
Eftir þetta fór hins vegar að draga
í sundur með framboðunum á nýj-
an leik. Síðustu daga hefur stuðn-
ingur við Reykjavíkurlista numið
52 - 53% atkvæða samkvæmt
könnunum Gallup og Félagsvís-
indastofnunar. Fylgi Sjálfstæðis-
flokks hefur mælst 41 - 44%.
f skoðanakönnun sem unnin
var fyrir Fréttablaðið á fimmtu-
dagskvöld lýstu 56,2% kjósenda í
Reykjavík stuðningi við Reykja-
víkurlista. 39,7% sögðust ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokk. 3,3% sögð-
ust fylgja Frjálslyndum og óháð-
um. Önnur framboð mældust
vart. Samkvæmt þessari könnun
fær Reykjavíkurlisti níu borgar-
fulltrúa gegn sex borgarfulltrú-
um Sjálfstæðisflokks.
Talsverður munur er á fylgi við
flokkana eftir kynferði. 42,6%
karla sögðust ætla að kjósa Sjálf-
stæðisflokk, 4,3% Frjálslynda og
óháða og 52% Reykjavíkurlista.
Sjálfstæðisflokkur nýtur stuðn-
ings 36,6% kvenna, Frjálslyndir
og óháðir fengu atkvæði 2,2% rey-
kvískra kvenna. 61% sögðust ætla
að kjósa Reykjavíkurlistann.
Við síðustu kosningar fékk
Reykjavíkurlisti 53,6% atkvæða,
0,6% meira en 1994. Sjálfstæðis-
flokkur fékk 45,2% 1998, minnsta
fylgi sitt frá upphafi. Glæstasti
sigurinn í borginni vann Sjálf-
stæðisflokkurinn 1990 þegar
60,4% kjósenda greiddu flokknum
atkvæði sitt.
brynjolfur@frettabladid.is