Fréttablaðið - 25.05.2002, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ
SACA PACSINS
25. MAI
Arið 1958 lést
Steinn Stein-
arr, 49 ára gam-
all. Þekktasta
verk Steins er án
efa ljóðaflokkur-
inn Tíminn og vatn
ið.
ingmenn íhaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins stofn-
uðu Sjálfstæðisflokkinn þennan
dag árið 1929. Fyrsti formaður
flokksins var Jón Þorláksson.
ennan dag árið 1977 afléttu
stjórnvöld í Kína banni á
verkum Williams Shakespeare.
Jafnframt skýrðu þau frá því að
verk Shakespeares yrðu brátt fá-
anleg í kínverskri þýðingu. Fá-
einum mánuðum fyrr höfðu þau
lýst því yfir að menningarbylt-
ingu Maós væri formlega lokið.
tÍmamot
IARÐARFARIR________________________
14.00 Óskar Sigurðsson, frá Laufási,
verður jarðsunginn frá Fáskrúðs-
fjarðarkirkju.
AFMÆLI____________________________
Árni Friðleifssoner 34 ára.
Guðný Guðbjörnsdóttir er 53 ára.
Guðmundur Ingi Kristjánsson er 52
ára.
Hugo Þórísson er 53 ára.
Jóhannes Karl Guðjónsson er 22 ára.
Kristbjörg H. Ingadóttir er 27 ára.
Ólafur M. Schram er 52 ára.
ANPLÁT_____________________________
Axel Ingólfsson, Bláhömrum 2, Reykja-
vík, lést 15. maí. Útföin hefur farið fram.
Anna Guðmundsdóttir, Höfðabraut 16,
Akranesi, lést 21. maí.
Magdalena Valdís Meyvantsdóttir, lést
23. maí.
Kristín Snorradóttir, Bergþórugötu 19,
Reykjavík, lést 22. maí.
| FÓLK í FRÉTTUM [
I^síðustu könnun sem Gallup gerði
fyrir sveitastjómarkosningarnar í
Hafnarfirði mældist B-listi Fram-
sóknar með 4,0% og U-listi Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs
með 3,5%. Það vakti mikla kátínu
hjá aðstandendum Tónlistans. Fram-
boðið fékk 4,9% í síðustu kosningum
og vilja Tónlistamenn meina að he-
fðu þeir boðið fram nú væru þeir
þriðja stærsta aflið í Hafnarfirði og
stutt í að ná manni inn.
22
25. mai 2002 LAUGARDAGUR
Spenntari fyrir barnabarninu
Eiríkur Tómasson, prófessor í
lögfræði, er oddviti yfirkjör-
stjórnar í Reykjavík í kosning-
unum í dag. „Ég mæti í hátíðar-
skapi um klukkan sjö og þá
verða send út kjörgögn á kjör-
staðina sem opna klukkan níu.
Síðan þarf að leysa alls kyns mál
sem skjóta upp kollinum yfir
daginn og ekkert er vitað um
fyrirfram. Um klukkan sex
skiptum við um kjörkassa og
þeir sem flokka atkvæðin hefja
þá sína vinnu. Við ættum að geta
birt fyrstu tölur um klukkan
22.10.“
Eiríkur segist telja það borg-
aralega skyldu sína að sinna
þessu starfi, það sé skemmtilegt
en líka þreytandi. „En ég verð
þó að upplýsa það leyndarmál að
ég er spenntari fyrir fyrsta
barnabarninu sem er væntan-
legt í heiminn þessa dagana. Það
er mjög skemmtilegt segja allir
sem hafa reynt það,“ segir Ei-
ríkur, sem á þrjá syni. „Sá elsti
er lögfræðingur, sá næsti er
langt kominn í laganámi svo er
óráðið með þann þriðja sem enn
er í framhaldsskóla. Þetta smit-
ast auðvitað út“ segir Eiríkur og
hlær, því kona hans er lögfræð-
ingur líka, Þórhildur Líndal um-
boðsmaður barna.
Eiríkur kennir í Háskóla ís-
lands og segir það skemmtilegt
að umgangast ungt fólk. Hluti
starfsins er þó fólginn í rann-
sóknarvinnu og greinaskrifum.
_____________Persónan
Eirikur Tómasson er oddviti yfirkjör-
stjórnar i Reykjavík
„Ég þreytist stundum á að vinna
svona mikið við tölvu. Þess
vegna reyni ég allt til að gera
eitthvað annað í frístundum og
þá helst að leika golf, sem er
fjölskylduíþrótt hjá okkur. Golf-
ið passar líka ágætlega við
kennsluna þar sem rólegra er á
sumrin," segir Eiríkur. ■
EIRÍKUR TÓMASSON
Það verður í mörg horn að líta hjá Eiríki í
dag eins og undanfarna daga.
AFMÆLI
„Gott að standa utan við kosningabaráttuna“
Guðný Guðbjörnsdóttir fyrrum þingkona er 53 ára í dag og verður vægast sagt önnum kafin.
Guðný Guðbjörnsdóttir pró-
fessor í uppeldis og mennt-
unarfræði við Háskóla íslands
er 53 ára í dag og hefur í nógu
að snúast á afmælisdaginn.
„Fyrst verður maður auðvitað
að kjósa. Mér er boðið í tvær
stúdentsveislur hjá börnum
vinkvenna minna og er önnur
þeirra í Keflavík. Um kvöldið,
áður en við gefum okkur að
kosningavökunni, hittumst við
tvenn vinahjón og borðum
ítalskan mat og skiptumst á
hugmyndum um hvað væri
skemmtilegt að gera í fríinu
sem við förum í til Toscana í
næstu viku,“ segir Guðný. Hún
kveðst hafa sérstakt dálæti á
Ítalíu og í gegnum tíðina hefur
hún verið töluvert í rannsókn-
arsamstarfi við þarlendan
fræðimann. ^ýftalskur matur
finnst mér spennandi, sérstak-
lega þar, þýgar maður hefur að-
gang að þessu ferska hráefni
og kryddi sem er svo mikil-
vægt. En Suður-Frakkland er
líka í miklu uppáhaldi hjá mér
þar hef ég einnig verið í sumar-
leyfi meðal annars í tengslum
við rannsóknarvinnu mannsins
míns.“ Eiginmaður Guðnýjar
er Gísli Pálsson prófessor í
mannfræði og eiga þau tvö
börn, Rósu Signýju sem er 19
ára og Pál Óskar sem er 26 ára.
Guðný segir afmælisdaginn
ekki skera sig úr hvað annríki
varðar þessa dagana, en eins
og flestir kennarar á þessum
árstíma er Guðný á kafi í að
fara yfir verkefni og próf. „Svo
er það Listahátíðin, það er
margt sem ég hef áhuga á þar.
Það er reyndar svo mikið að
gera í menningarlífinu almennt
þessa dagana að við urðum að
slá saman ítalska kvöldinu og
kosningakvöldinu í stað þess að
njóta þeirra á sitt hvoru kvöldi.
Það er nánast hvert einasta
kvöld sem við förum á ein-
hvern viðburð. Sem dæmi get
ég nefnt að í vikunni voru það
Kryddlegin hjörtu, Hollending-
urinn fljúgandi og Sigurrós“
segir Guðný.
Guðný er fyrrverandi alþ-
ingiskona svo það hljóta að
vera viðbrigði fyrir hana að
standa utan við kosningabar-
áttuna að þessu sinni. „Þetta er
í fyrsta skipti í langan tíma að
ég fylgist með úr fjarlægð. Það
tók mig eitt til tvö ár að losa
mig alveg út úr hringiðunni og
losna við þá tilfinningu að
mega ekki missa af neinu en nú
finnst mér þetta mjög gott,“
segir Guðný að lokum.
bryndis@frettabladid.is
GUÐNY GUÐBJORNSDÓTTIR
Guðný segir það venju hjá fjölskyldunni að allir hittist i afmæliskaffi. Ekki vill hún svíkj-
ast undan merkjum þó að hún eigi annríkt í dag og ætlar að bjóða upp á kaffi á morg-
un.
Viiui.'n mböndin
vinsæln frá
2: (V) i > 1 * 1 u-i 1
I Innnaðu þílt eigið
armluiiui og m
Firði Miöhcc Hdfnarfjaröar Sími: ftbö
Hugmyndin að Móu hejlsu- og shyrtivörunum er byggð á aldagamalli
þekkingu á íslenskum jurtum og áhrifamœtti þeirra.
Móa framleiðir eingöngu úr lífrœnt rœktuðum íslenskum jurtum.
gV 'ÍV> ■
LÍF "
Allar plöntur sem Móa notar eru vottaðar a (Vistfræöistotunni
í Reykjavik, sem LÍFRÆN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Útsölustaöir: Heilsuhúslð Skólavöröustig,
Kringlunni og Smáratorgi.
Árnsesapótek Selfossi.
Islenskur Markaöur Leifsstðð.
Dagkrem
Nœturkrem
Augnkrem
Jurtasmyrsl
Varasalvi
ÍSLENSK FEGURÐ Heilsuollur
Sérpantanir
FÓLK í FRÉTTUM
Dráttur á því að ráðist verður
í framkvæmdir á Íandi Jóns
Ólafssonar í Garðabæ hefur
valdið grunsemdir meðal sumra
um að Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem hef-
ur verið þar við völd
svo lengi sem elstu
menn muna, sé að
nota tækifærið til að
grafa undan veldi
Jóns. Þykjast ýmsir
sjá staðfestingu á
þessu í fréttum Ríkisútvarpsins
í gær þess efnis að bæjaryfir-
völd geri mun meiri kröfur um
tryggingar og lóðaframlag til
byggingarfélagsins sem hyggst
fara í framkvæmdir þar en
dæmi eru til í lögum.
Slíkar fréttir eru auðvitað ekki
heppilegar fyrir meirihlutann
daginn fyrir kosningar. Heyrst
hefur að Ásdís Halla Bragadótt-
ir, bæjarstjóri og
efsti maður á lista
S j álf stæðismanna,
geti þó sjálfri sér
um kennt. Þannig
hafi hún lagst á
fréttastofu útvarps í
aðdraganda þess að
umræðuþáttur um
málefni Garðabæjar
var sendur út á Rás 2. Á hún að
hafa krafist þess að Sjálfstæðis-
flokkur fengi helming ræðutím-
ans þrátt fyrir að þrír flokkar
væru í framboði og varið drjúg-
um tíma í að reyna að ná því
fram, starfsmönnum fréttastofu
til lítillar ánægju.
Að því er kemur fram í Eyja-
fréttum er búið að ráða
hljómsveitir fyrir Þjóðhátíðina
sem að venju verður um Versl-
unarmannahelgina.
Ekkert er getið um
væntanlegan eða
hugsanlegan þátt
Árna Johnsen, sak-
bornings og fyrr-
verandi Alþing-
ismanans í hátíðar-
höldunum. Hitt
liggur ljóst fyrir að
það verða hljómsveitirnar Hljó-
mar úr Keflavík, Land og synir
af Suðurlandsundirlendinu, Á
móti sól og í svörtum fötum
sem verða aðalnúmerin. Hljóm-
sveit Birgis Gunnlaugssonar
heldur upp dampinum á litla
pallinum.
Hljómsveitin Buttercup var
mikið í fréttum fyrir níu
mánuðum eða svo þegar slitnaði
upp úr sambandi söngvaranna
Vals Heiðars Sævarsson og ír-
isar Kristinsdóttur. Sem kunn-
ugt er tók íris saman við Egil
Örn Rafnsson, trommara sveit-
arinnar, og stofnuðu þau nýtt
band sem ber nafnið Ber. Butt-
ercup er að fara gefa út nýtt lag
sem f jallar víst um söngkonuna
fyrrverandi og sambandsslitin.
Þar er írisi líkt við farandbikar
sem gengur á milli sigurvegara.
Valur virðist því vera búinn að
játa sig sigraðan enda tekinn
saman við Halldóru Einarsdótt-
ur, einn af þáttastjórnendum
Mótors á Skjá 1.