Fréttablaðið - 29.07.2002, Blaðsíða 9
MflNUPAGUR 29. júlí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Baráttan um SPRON:
Mismunandi tilboð til stofnfj áreigenda
viðskipti Stofnfjáreigendurnir
fimm hafa sett upp yfirlitstöflu í
bréfi sínu til stofnfjáreigenda sem
þeir sendu frá sér í gærdag. Þar
kemur fram að nafnverð eins
stofnfjárhluta miðað við gengi frá
31. desember 2001 sé að upphæð
34.730 kr. Sé miðað við að þeir
gangi að tilboði Búnaðarbanka ís-
lands um kaup á genginu 4,0 hækk-
ar einn stofnfjárhlutur í 138.920 kr.
Sé gengið að tilboði starfsmanna
hækkar hluturinn upp í 156.285 kr.
á genginu 4,5. Sé tekið mið að því
að Fjármálaeftirlitið fallist á tilboð
starfsmanna og Búnaðarbankinn
hækki sig upp í 5,5, eins og þeir
hafa gefið yfirlýsingu um, fer hlut-
urinn á 191.015 kr. ■
Fjöldi stofn- fjárhluta: Nafnverð 31.12. 2001: Tilboð um gengið 4,0: Tilboð um gengið 4,5: Tilboð um gengið 5,5:
1 34.730 138.920 156.285 191.015
5 173.650 694.600 781.425 955.075
10 347.300 1.389.200 1.562.850 1.910.150
15 520.950 2.083.800 2.344.275 2.865.225
20 694.600 2.778.400 3.125.700 3.820.300
40 1.389.200 5.556.800 6.251.400 7.640.600
SKÝRT FRÁ HÆRRA TILBOÐI TIL STOFNFJÁREIGENDA
FRETTABLAÐIÐ
Við óskum eftir blaðberum til
að bera út Fréttablaðið
í eftirtalin hverfi:
101
Eggertsgata
Bauganes
210
Heiðarlundur
Hofslundur
200 220
Bjamhólastígur Blikaás
Digranesvegur
Brekkutangi
Einnig óskum við eftir fólki á biðlista
Vinsamlegast hafið samband við dreifingu í síma
515 7520, virka daga á milli kl. 10.00 og 16.00.
Netfang: dreifing@frettabladid.is
Barnamyndatöku tilboð
í júlí og ágúst kr. 6000
Innifalið 1 stækkun 30x40 cm. í ramma,
aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að
50% afslætti
Ljósmyndastofa Mynd
sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
Stjórn Starfsmannasjóðs SPRON ehf. skipa þau Ari Bergmann Einarsson, útibússtjóri, Harpa Gunnarsdóttir,forstöðumaður starfsmanna-
þjónustu, Jóhannes Helgason, fulltrúi, Sigríður Einarsdóttir, þjónustustjóri og Þorvaldur F. Jónsson, útibússtjóri.
Stofnfjáreigendur
SPRON fá hærra tilboð
Starfsmenn SPRON hafa stofnað með sér nýtt einkahlutafélag og bjóða nú
stofnfjáreigendum hærra tilboð en hinir svokölluðu fimmmenningar. Til-
boðið rennur út á miðnætti í kvöld. Formaður sjóðsins segir tilganginn ekki
síst að slá skjaldborg utan um starfsemina og tryggja óbreyttan rekstur.
viðskipti Starfsmannasjóður
SPRON ehf., sem er nýstofnað
einkahlutafélag í eigu starfs-
manna SPRON, sendi stofnfjár-
eigendum tilboð á laugardag um
4,5 falt endurmetið nafnverð fyrir
hvern stofnfjárhlut
á móti 4,0 tilboði
fimmmenninganna
sem hafa milli-
göngu um yfir-
tökutilboð frá Bún-
aðarbanka íslands.
Á fundi sem stjórn
Starfsmannasjóðs
SPRON hélt með
fréttamönnum í
gærdag, með Ara
Bergmann Einars-
son, útibússtjóra
SPRON og formann
stjórnar í broddi
fylkingar, kom
fram að félagið
væri að bjóða í stofninn á sama
hátt og Búnaðarbanki íslands
þrátt fyrir að ekki lægu fyrir skýr
svör frá yfirvöldum og Fjármála-
eftirliti hvort það tilboð sam-
ræmdist lög um banka og spari-
sjóði. Tilboðið stæði til miðnættis
í kvöld. Ari segir þrátt fyrir að
boðið sé í stofninn á sama hátt og
Búnaðarbankinn væri tilgangur
sjóðsins að slá skjaldborg utan
um SPRON og tryggja óbreytta
starfsemi.
í máli Ara kom fram að hlut-
irnir hefðu gengið hratt fyrir sig
og að hjólin hafi byrjað að snúast
fyrir alvöru í síðustu viku. Boðað
hefði verið til starfsmannafund-
ar með stuttum fyrirvara þegar
fyrir lá að tekist hefði að fá vil-
yrði bakhjarla fyrir fjármagni
sem séu Sparisjóðirnir, Spari-
sjóðabanki íslands, Kaupþing
banki hf. auk ýmissa annarra
fjárfesta. Hann segir 95 starfs-
menn hafa mætt á fundinn á
laugardag sem samþykktu tilboð-
ið og kosin hefði verið ný stjórn.
Þá hafi að loknum fundi verið
gengið á fund Jóns G. Tómasson-
ar, stjórnarformanns SPRON og
Guðmundar Haukssonar spari-
sjóðsstjóra þar sem þeim hafi
verið gerð grein fyrir þessum að-
gerðum. Ari segir Jón ekki hafa
getað gengið að þessu nýja til-
boði vegna skorts á lagaforsend-
um en að öðru leyti ekki sett sig á
móti þessu nýja tilboði. Guð-
mundur hefði vitað af aðgerðun-
um og lýst yfir stuðningi.
kolbrun@frettabladid.is.
VERÐHRUN Á ÚTSÖLU
Buxur kr. 6.900 nú kr. 2.900
Gallajakkar kr. 10.800 nú kr. 3.900
Kjólar kr. 8.900 nú kr. 2.900
Mikið af bolum.
Á morgun gæti þad verið
of seint. Hringdu núna.
Stanislas Bohic Garðhönnuður 898 4332
—♦---
Ari segir þrátt
fyrir að boðið
sé í stofninn á
sama hátt og
Búnaðarbank-
inn væri til-
gangur sjóðs-
ins að slá
skjaldborg
utan um
SPRON og
tryggja
óbreytta starf-
semi.
—4—
Brautarholti 10 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305
www.fasteianasalan.is - Netfana: arund@fasteianasalan.is
Oddný I. Björgvinsdóttir Þóroddur Steinn Skaptason
Sölu- og framkvæmdastjóri lögg. fasteignasali
Davíð Ó Bjarnason sölumaður Hanns A. Gunnarsson sölumaður
T0RFUFELL
Sérlega góð og mikið endurnýjuð 57 fm íbúð á 2.
hæð í fjölbýlishúsi. Nýleg eldhúsinnrétting,
eldavél og vifta. Parket er á gólfum. Rúmgóð
stofa, gengt út á stórar vestursvalir sem liggja
meðfram íbúðinni. V. 8.2 millj.
DÚFNAHÓLAR
Góð 58 fm ibúð á 2 hæð í góðu lyftuhúsi.
Vestursvalir með glæsilegu útsýni yfir borgina.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara, gott eldhús
með borðkrók. V. 8.9millj.
3ja herbergja
IÐUFELL
Góð 82 fm íbúð á 2 hæð í góðu fjölbýlishúsi.
Vfirbyggðar suðursvalir.. V. 9.5 millj.
4-7 herbergja
iSgf ssF pC
ú 11111 m
GRÝTUBAKKI
Sérlega góð 104 fm 4 herb. íbúð á annari hæð í
góðu fjölbýlishúsi, parket er á gólfum, góðar
svalir. Sameiginlegt þvottahús í sameign og tengi
fyrir þvottav. á baðherbergi. V. 10.7 millj. Hæðir
Háagerði Vel staðsett og einstaklega góð 84 fm
4ra herbergja endaparhús (þríbýli). Sólríkur og
góður viðarklæddur sólpallur og gróinn garöur.
V.12.3millj.
FLÉTTURIMI - BÍLSKÚR
Glæsileg og nýleg 115 fm 4ra herbergja íbúð á
annari hæð í 3ja hæða viöhaldsfríu fjölbýlishúsi.
Sér inngangur, stórar svalir og mikið útsýni. Þetta
er eign í sérflokki, Ijóst parket og sömu flísar í
anddyri og eldhúsi. Þvottahús / geymsla innan
íbúðar. V.16.5 millj.
Raðhús
ÁSGARÐUR -REYKJAV.
Gott 109 fm 5 herbergja raðhús, falleg
staðsetning. fbúðin skiptist í hæð, efri hæð og
kjallara. Falleg sólrík verönd í suður og litill
garður. I kjallara er m.a. eitt stórt herbergi og
þvotthús. Verið er að standsetja ca 20 fm
aukarými í kjallara sem grafið hefur verið út.
V.13.8 millj.
RAUÐAGERÐI
Hús i toppstandi. Mjög falleg eign og vel
skipulögð á einum besta stað í borginni. Húsið er
á tveimur hæðum, tvö snyrtiherbergi, tvö eldhús,
4 svefnherbergi, 2 stofur og stór geymsla í risi.
Bíslkúrsréttur og hiti í innreyrslu. V. 18.9millj.
FRAKKASTÍGUR-BÍLSKÚR
Mikið endurnýjað skemmtilegt einbýlishús á
þremur hæðum efst á Skólavörðuholtinu.
Heildarstærð 168 fm. Gler er nýtt, rafmagn og
skólplagnir nýlegar. Bilskúr mikið endurnýjaður í
honum er vatn, rafmagn og sjálv. hurða-opnari.
Gott geymslupláss. V.20.7 millj.
VEGNA MIKILLAR SÖLU
VANTAR ALLAR STÆRÐIR AF EIGNUM