Fréttablaðið - 29.07.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.07.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 29. júlí 2002 MÁNUDAGUR Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Ég er að iesa norskan reyfara sem heitir Sá er úlfinn óttast eftir Karin Fossum. Mjög spennandi. Katrín Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri myndlist í Listasafni Akureyrar hefur verið opnuð sýningin Milli goðsagnar og veruleika - nútíma- list frá arabaheiminum". Sýning- in sem hér kemur íslenskum al- menningi fyrir sjónir er frá Kon- unglega fagurlistasafni Jórdaníu £ Amman er ætlað að varpa nýju ljósi á heim araba sem verið hef- ur svo mikið £ kastljósi vest- rænna fjölmiðla að undanförnu. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af stöðu nútímalistar £ þessum heimshluta með úrvali verka eftir bæði karla og konur frá sextán arabalöndum. Sýningunni i Listasafninu á Akureyri lýkur 8. september. Safnið er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 17. Að- gangseyrir kr. 350. Fritt fyrir börn og eldri borgara og frítt fyr- ir alla á fimmtudögum. ■ FRAMANDI HEIMUR I listasafni Akureyrar gefst fólki kostur á að kynnast myndlist frá arabaheiminum. Bretland: Ríkisstjórnin styrkir einka- rekin söfn menning Nýlega samþykkti rík- isstjórnin £ Bretlandi að veita bestu einkareknu söfnunum i landinu styrk upp á 5,2 milljónir punda. 49 söfn, vítt og breitt um landið, munu njóta góðs af þessari fjárveitingu. Menningarmálaráð- herra Breta, Tessa Jowell, til- kynnti þetta síðastliðinn miðviku- dag og sagði fjárveitinguna munu verða listalífi í landinu mikil lyfti- stöng. Peningarnir renna til verk- efna sem eru fyrirhuguð á söfnun- um til ársins 2004. ■ METSÖLUUSTI VIKURITA (| HELLO V Bretland NORSK UKEBLAD V Noregur ÖOK! Bretland THE SUNDAY TIMES Bretland NOW Bretland 0 T|ME Alþióðlegt ONEWSWEEK Alþióðlegt DER SPIEGEL Þýskaland HJEMMET Noregur © THE ECONOMIST Albióðlegt Tíu vinsælustu tímaritin: Engin dönsk blöð á listanum tímarit Á metsölulista Pennans yfir vikurit kemur á óvart að dön- sku blöðin eru þar ekki meðal tíu efstu. Norsk uke- blad og norska Hjemmet eru þó á listanum og bend- ir til að minni ásókn sé í dönsku blöðin, sem í eina tíð voru lesin á nánast hverju heimili. Blöð fyrir ungu kynslóðina, Hello, OK! og Now njóta alltaf vinsælda og al- þjóðleg frétta- tengd tímarit eins og The Sunday Times, Newsweek, Times og The Economist höfða til margra. Þýska tímaritið Der Spi- egel er i áttunda sæti listans. ■ MARGRÉT ÞÓRHILDUR DANADROTTN- ING íslendingar eru greinilega ekki eins spenntir fyrir dönsku slúðri og áður. MÁNUDAGURINN 29. JULI SÝNINGAR_____________________________ Ljósmyndasýningin World Press Photo 2002 stendur nú í Kringlunni. World Press Photo er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. Sýningin stendur tíl 6. ágúst MYNDLIST_____________________________ í Hafnarborg stendur sýning á verkum austurrísku listakonunnar Maria Elisa- beth Prigge. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 12. ágúst. I Sverrissal og Apótekinu í Hafnar- borg. stendur sýning hópa úr félaginu islensk grafík. Hópurinn hefur einnig skipulagt sýningu í Grænlandi 2001 og næst í Færeyjum árið 2003. Tinna Kvaran, Magnús Helgason, Þur- íður Helga Kristjánsdóttir, Ditta (Arn- þrúður Dagsdóttir og Steinþór Carl Karlsson sýna f Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur stendur yfir sýning á textílverkum Heidi Kristiansen. Sýningin er opin til 5. ágúst á opnunartíma Ráðhússins. Ríkharð Valtingojer hefur opnað sýn- ingu á grafíkverkum í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Verkin á sýningunni eru unnin með aðferð sem Ríkharður hefur verið að þróa að undanförnu og kallar „ferrotinta". Sýningin stendur til 2. ágúst. Gallerí Klaustur er opið frá kl. 11-17 alla daga vikunnar. Díana Hrafnsdóttir, myndlistarmaður, heldur stuttmyndasýninguna Sýnir í Gallerí Reykjavík. Sýningin stendur til 31. júlí I Café Kultura, Alþjóðahúsínu, Hverfis- götu, stendur yfir sýning á vegum spæn- sku listakonunnar Marijo Murillo. ( Grafarvogskirkju stendur sýning á vatnslitamyndum eftir Björgu Þorsteins- dóttur. Sýningin ber heitið Spunnið úr trúartáknum. Sýningin er opin daglega á opnunartíma kirkjunnar og stendur til 18. ágúst. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar Listasafns Reykjavíkur í Asmundarsafni. Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara skoðuð út frá þeir- ri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýningin stendur til ársloka. Skemmtileg innsýn í íslenska menningu Ferðaleikhúsið Light Nights hefur starfað í áratugi. I sýningu þess í Hlaðvarpanum eru leikin atriði úr íslenskum þjóðsögum, víkingum gerð skil og fluttar íslenskar rímur. leikhús í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum standa yfir sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights. Ferðaleikhúsið er atvinnuleik- hús sem var stofnað í Reykjavík árið 1965. íslenskir og erlendir fræðimenn, skáld, tónskáld, ljós- myndarar, söng- og tónlistarfólk svo og leikarar hafa í gegnum árin lagt sýningunum lið. Allt efni sýningarinnar er íslenskt en flutt á ensku að undanskildum nokkrum þjóðlagatextum og rímum. Tilgang- ur sýningarinnar er að gefa innsýn í íslenska menn- ingu og forna arfleifð þjóðar- innar á skemmti- legan og fróðleg- an hátt. í sýning- unni eru leikin atriði úr þekkt- um þjóðsögum. Má þar nefna Djáknann á Myrká, Sæmund fróða og Móður mína í kví kví. Þá eru í sýningunni atriði tileinkuð víkingunum og hluti af Ragnarökum úr Völuspá er svið- settur. Milli atriða eru sýndar skyggnur sem eru samtengdar leikhljóðum, tónlist og tali. Margvíslegar uppfærslur hafa verið sýndar undir samheit- inu Light Nights síðastliðin 30 ár. „Við höfum verið mikið á far- KRISTÍN G. MAGNÚS Hér er Kristín í hlutverki sínu i Ragnarökum. aldsfæti," seg- ir Kristín G. Magnús, leik- kona, „farið vítt og breitt um Bandarík- in, og allstaðar þar sem við höfum komið höfum við ver- ið frumkvöðl- ar að því að flytja íslenskt efni á ensku. Við fórum tvisvar með leikrit eftir íslenska höf- unda á Edinborgarhátíð. í fyrra skiptið vorum við fyrsti íslenski leikhópurinn sem tók þátt í há- tíðinni. Við höfum einnig sýnt í West End, barnaleikritið Storyland, og vorum fyrst ís- ÚR HLAÐVARPANUM Hlaðvarpinn hýsir Ferðaleikhúsið Light Nights sem sýnir íslenskt efni á ensku fyrir ferðamenn. lendinga til að sýna þar.“ í þessari uppfærslu eru leik- ararnir tveir, Kristín G. Magnús og Ólafur Þór Jóhannesson. Einnig birtist ónafngreindur draugur í Djáknanum á Myrká. í tengslum við sýninguna er boðið upp á Light Nights-kvöldverð fyrir þá sem þess óska. Sýningar eru föstudaga til mánudaga og hefjast klukkan 20.30. Áðgöngumiðar eru seldir í miðaafgreiðslu leikhússins klukkutíma fyrir sýníngu og í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2. edda@frettabladid.is I í GÖMLU JAPIS BÚÐINNI, Brautarholti 2 SOM fE I Ný sending af geisladiskum! Ný sending af DVD 356 titlar ' POPP-ROCK og HEIMSTÓNLIST - fjölbreytt flóra Virðum rétt verslunarmanna: L0KAÐ UM VERSLUNARMANNAHELGINA! TÖLVULEIKIR í úrvali SOM T SlSSoOSofl- ^ðfrá OPID ALLA DAGA KL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.