Fréttablaðið - 29.07.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 29. júlí 2002 IWÁNUPAGUR Kanarísalan er hafin www.urvalutsyn.is I ágmúta 4 %n% >tu<m * lltífawáig; lítið 4lntt KetíiVll. 4.‘Ö r.niiú * Akuipytl: -lr.li ílf.Oii * ir.f.f. (i(j Iij4 (.niln.ltmfiittuJni om 10(11} aiil Páfinn í Kanada: Ungmenni fjölmenna TORONTO. ap. Kaþólsk ungmenni létu ekki úrhelli stöðva sig í því að sofa utandyra aðfaranótt sunnu- dags. Þau höfðu fjölmennt í hund- rað þúsunda tali til Toronto í Kanada þar sem vikuhátíðarhöld- um lauk í gær með messu páfa í risastórri kirkju utandyra. Hinn 82 ára gamli páfi boðaði ung- mennunum að helga sig Jesú Kristi. í guðsþjónustu á laugar- dagskvöld sagði páfinn píla- grímunum, sem komnir voru víða að, að byggja upp menningu frels- is, friðar og ástar. Yfir hálf millj- ón manns hlustaði á orð hans og fagnaði honum gífurlegar. Tveir gerólíkir viðburðir hófu nýtt árþúsund sagði páfi. Annars vegar för pílagríma til Rómar, í tilefni árþúsundsins. Hins vegar árás hryðjuverkamanna á New York. Spurningin væri á hvaða stoð ætti að byggja nýtt samfélag. Vitaskuld á Kristi svaraði hann sjálfur við gífurlegan fögnuð. Páfinn heldur til Guatemala og þá til Mexíkó. Þetta er 97. ferð hans á þeim 25 árum sem hann hefur verið páfi. Aðstoðarmenn hans höfðu haft af því áhyggjur að ferðin væri of erfið fyrir hann, enda páfinn ekki heilsu- hraustur. En öllum að óvörum hefur hann virkað hressilegri en oft áður. ■ LASBURÐA PÁFI Jóhannes Páll páfi II heilsaði pílagrímum áður en hann hóf messuna í Toronto í Kanada sem var lokahnykkur hátíðarhalda í tilefni alþjóðlegs ungmennadags. |LÖGREGLUFRÉTTIRj Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt að sögn talsmanns lögreglunnar. Hópslagsmál brutust út á Ingólfs- torgi í kjölfar handalögmála tveggja kvenna. Urðu afskipti aðvífandi karlmanna til þess að slagsmálin brutust út. Þrír voru fluttir á lögreglustöðina en var sleppt að yfirheyrslum loknum. Enginn slasaðist í slagsmálunum en nokkrir voru ansi hruflaðir. Bílvelta varð um tíuleytið á laugardagskvöld á Súluvegi ofan við Akureyri. Þrjú ungmenni voru í bílnum og voru þau flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Ungmennin voru öll með beltin spennt sem kom í veg fyrir alvarlegri áverka. Giftusamleg björgun námamanna Níu mönnum bjargað úr námu í Pennsylvaníu. Voru innilokaðir í 77 klukkustundir. I ótrúlega góðu ásigkomulagi. SOMERSET. PENNSYLVANIU. AP. NÍU bandarískum námamönnum var bjargað heilum á húfi aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu verið fastir yfir 70 metra neðanjarðar í kola- námu, Quecreek-námunni, skammt frá Pittsburg í Pennsylvaníu, síðan aðfaranótt fimmtudags. Þá vildi svo illa til að þeir boruðu í gamla nærliggjandi námu sem var full af vatni og fylltist námustokkurinn sem þeir voru að vinna í af vatni og þeir lokuðust inni. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldna þeirra og björg- unarsveitarmanna þegar mennirn- ir voru dregnir hver á fætur öðrum upp úr námunni. Þeir voru í furðu góðu ásigkomulagi að sögn lækna, en voru þó allir fluttir á sjúkrahús þar sem þeir áttu að dveljast í sól- arhring til að jafna sig. Mennirnir, sem eru á aldrinum 30-55, voru í metradjúpu vatni alla dagana. „Ef einum varð kalt þá hópuðust hinir átta í kringum hann til að hlýja honum,“ sagði Russell Dumire, læknir í bænum Johnstown þar sem nokkrir mannanna dvelja. Björgunaraðgerðir tóku lengri tíma en áætlað hafði verið og voru aðstandendur orðnir mjög áhyggjufullir. Loks tókst að bora göng niður til mannanna aðfaranótt sunnudags og var símalínu þá varpað niður í klefann þar sem þeir voru fastir. Þá fengust þær fregnir að allir væru heilir heilsu. „Hvers vegna voru þið svona lengi að þessu?,“ sagði sá sem talaði við björgunarsveitina. Aðstandendur sem beðið höfðu milli vonar og ótta voru skiljanlega fegnir og björgun- arsveitarmenn voru skýjum ofar. „Þetta eru mestu harðjaxlar í heimi,“ sagði John Weir, forstjóri námufyrirtækisins sem mennirnir SÁ SÍÐASTI KOMINN UPP Níundi námamaðurinn kominn upp göng- in sem boruð voru til að bjarga mönnun- um sem voru innilokaðir ( þrjá sólarhringa. ar af vatni yfir í námastokkinn sem mennirnir voru að vinna í og menn- irnir lokuðust inni. Björgunarað- gerðir töfðust um 20 klukkustundir vegna þess að bíða þurfti eftir borútbúnaði. Þær töfðust enn á föstudag vegna þess að borinn bil- aði eftir að hafa lent á björgum. ■ ÞEIR ERU Á LÍFI Ríkisstjóri Pennsylvaníu, Mark Schweiker, fagnaði þegar hann flutti þau gleðitíðindi að mennirnir væru allir á llfi. vinna fyrir, í samtali við AP-frétta- stofuna. Samkvæmt korti sem mennirnir notuðu við námuvinnsl- una þá var gamla náman lengra í „HVERS VEGNA VORU ÞIÐ SVONA LENGI AÐ ÞESSU?" Björgunarsveitarmaður nær sambandi við námamennina eftir 3gja daga óvissu. burtu en þeir héldu. Þeir boruðu óvart í gegnum vegg sem skildi námurnar tvær að. Hann hrundi og við það flæddu um 200 milljón lítr- Kanaríeyjar: Bæringur dæmdur p6msmál Bæringur Guðvarðsson hefur verið dæmdur í eins árs skil- orðsbundið fangelsi af dómstóli á Kanaricyjum cn Bæringur var þar lengi í haldi eftir að sambýliskona hans féll fram af hótel-svölum skömmu eftir að þau komu þangað í vetrarfrí í janúarmánuði síðast- liðnum. Bæringur kemur þó ekki til með að afplána fangavist því á Spáni er það til siðs að þeir sem hljóta fangelsisdóma skemur en í tvö ár eru ekki látnir sitja inni séu þeir með hreint sakavottorð og óflekkað mannorð. Undir þá skil- greiningu fellur Bæringur en hann þarf engu að síður að fara aftur til Kanaríeyja í október til að hlýöa á og móttaka dóminn. ■ BÆRINGUR GUÐVARÐSSON Ekki í fangelsi. Bálför varaforseta Indlands: Þjóðarsorg í landinu nýiu pelhi, ap. Flaggað var í hálfa - + -n-F J^A olUii£, uiu uiii niiiiunu x u-l uu^. ru var bálför varaforseta landsins, Krishan Kant. Hann lést af völd- um hjartaáfalls á laugardags- morgun. Hann var 75 ára gamall. Indverskir stjórnmálamenn, fjöl- skyldan og vinir vottuðu Kant virðingu sína. Það voru liðsmenn hersins sem báru líkið á bálköst- inn að siði hindúa. Kant tók við embætti varaforseta árið 1997. Hann var einnig forseti efri deild- ar indverska þingsins. Forsætis- ráðherra Indlands ,Atal Bihari Vajpayee, hefur boðað þriggja daga sorg á Indlandi í kjölfarið. ■ FYLGST MEÐ BÁLFÖR Eitt af barnabörnum Krishan Kant, sem var varaforseti Indlands, fylgist með bálförinni í gærdag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.