Skuld - 17.11.1877, Blaðsíða 2

Skuld - 17.11.1877, Blaðsíða 2
I. ár, nr. 14.] SKULD. [17. nóvbr. 1877. svo að loknu pessu öllu, að verða eftir alla frammistöð- una ósjálfstæð undirlægja ins volduga Rússaríkis. — Menn hefðu pví mátt vænta þess, að þegar Bússar heimtuðu að mega flytja her sinn yfir Rúmerúu, pá hefði petta land mótmælt og beiðst aðstoðar af stórveldum Norðrálfunnar, er lofað höfðu að annast sjálfsstæði landsins. En þetta fór á annan veg en menn hugðu. Rúmenía varpaði sér í faðm Rússa og er nú gengið í lið með peim. |>etta er gáta sem mörgum virðist torráðin. En helzt ætla menn, að petta sé svo til komið, að furstinn, sem ræðr fyrir Rúmeníu og er í ætt við Jpjóðverja-keisara, hafi farið í pessu að hans ráðum. Svo mikið er að minsta kosti víst, að pjóðin sjálf er mjög óánægð yfir pessu. Landinu er varpað á heljarpröm peirrar eymdar og böls, er styrjöld- um er samfara, og útlitið er að eins fyrir, að pað eigi enn verra að vænta, og pað hvorir sem sigra. Hér ber nú pannig svo öfuglega við, að sú pjóð er gengin í sambandslag með Rússum og berst með peim, er engra getr óskað sér betri úrslita, en að bera ásamt bandamönnum sínum lægra hlut, en að Tyrkir mætti sigra; pví pá gæti Rúmenía vænzt pess að verða tekin í sátt aftr við Tyrki fyrir meðalgöngu Austrríkis og fá að halda sjálfsforræði sínu, sem áðr hafði hún. Sigri par á móti Rússland, pá er óhætt að segja að úti muni vera um sjálfsforræði Rúmeníu. — Dettr ekki lesandanum í hug asninn, sem gekk á veiðar með ljóninu? III. [Smávegis eftir útleudum blöðum.] — Björnstjerne Björnson hefir lokið við nýja skáldsögu, er nefnist „Magnhild.“ •— í Finnlandi hefir herjað in mesta mergð úlfa í ár; peir fara í stórhópum yfir bygðina og nálægt húsunum og hafa drepið margt fólk, einkum börn. — Kínverja-keisari hefir látið strangt bann út ganga til allra pegna sinna móti pví að reykja ópíum; einkum er pað harðlega bannað öllum embættismönnum, (Að reykja ópíum hefir líka verkun, sem að drekka sig fullan, nema enn verri og skaðlegri). — Drotningin á Madagaskar hefir gefið út lög, er af- taka prælahald og prælasölu á allri inni stóru ey. — Tóbaks-uppskeran á Havanna hefir verið í ár in bezta, sem verið hefir á síðustu 20 árum. — Brasilíu-keisari hefir í sumar verið á ferð í Evrópu. — í Júli-mánuði í sumar komu 994 kínverákir erviðis- menn frá Hongkong til San Francisco. — Prófessor Hall í Ameríku hefir fundið tvö tungl, sem fylgja plánetunni Marz; umferðartími annars peirra er að eins 30 stundir. — Stærsta eimskip (gufuskip) Svía, er „Heimdallr" hét, sigldist á við enska eimskipið „Alice Otto“ og fórst; skipsliöfn varð bjargað. Skipið var assúrerað fyrir 640,000 Kr. — Hveitiuppskeran í Ameríku var svo mikil í sumar, að pað er gizkað á, að út verði fluttar 25 millíónir tunna. — í Norderhov (í Noregi) var í sumar kartöflugras, er varð 3 al. langt. — Nílá, sem vön er að vaxa og flóa yfir landið á haustin virðist ætla að pverra í haust í stað pess að vaxa. Slíkt ótt- ast menn eyðileggi alla uppskeru Egyptalands. („Liverpool Mercury,“ 17. Sept.) — Louis Pio, sósíalista-forsprakkinn, er seztr að í Chicago sem túlkr og málsfærslumaðr; (hann er sérlega málfróðr maðr). [Niðrlag.] Nýja ísland. § 9. Um prentsmiðju vora. Yi& erum þegar farnir ab lyfta svo hátt hatti vorum, að reyna ah setja á stofn prentsmiðju og — 138 — á hún, ef unnt er, að verða komin upp í maí- mánaðarlok.*) J>að á að skjóta saman fyrir hana úr allri ný- lendunni 1000 dollars (yfir 3500 Kr.); þaraf eru 500 doll. greiddir og búið að senda f)á suðr til Bandaríkja til að kaupa fyrir öll**) áhöld. Hús til hennar á að fara að byggja. Prentsmiðjan á að verða eign peirra, er til leggja féð, er pað lagt í hlutum, sem hver er 10 doll. —Frá prentsmiðj- unni á að koma út blað, er „Framfari“ á að heita, eitt nr., á viku í álíka broti og islenzku blöðin, og árgangrinn á að kosta l'/a dollar (þ. e. hér um bil 5 Vs Kr.) hér vestra, en eigi veit ég enn hvað hann á að kosta heima.***) |>að sem við óttumst nú helzt, er, að blaðið verði eigi svo keypt, að hún standist, og því höfum vér ráðið að senda nokkuð af blaðinu heim og leita áskrifenda heima. § 10. Um Canadastjórn og viðbreytni hennar við oss. Stjórnarherrann og stjórnarráðið sitr í Ottava í Ontario-fylki. Alt frá þeim tíma að viö stigum fæti á land í Oranton í sumar, er leið (1876), hefir stjórnin fætt okkr af mikilli rausn, og eigum vib von á þab haldist til þess í ágústmánuði næsta. — Auk þessa hefir hún lagt oss ógrynni fjár i ýmsu öðru, verkfærum, lækningum (síðan bólan kom), vega- gjörð eftir meginlandinu (þar hefir hún til lagt 8000 doll.), og á annað hundrab eldstór. í vor höfum við von um aö hún leggi okkr kýr, frá 1 til 200, alt útsáð, sem við þurfum, jaröyrkju-verktól, salt og tunnur undir fisk, eitthvað af uxum, (innan við 20), fé og máske svín, ef við viljum, og nú síðast er sagt hún ætli að borga undir öll bréf vor heim til íslands, fyrir það sem hún hefir tept þau meb bóluverðinum. f>etta, þótt litið sé, lýsir því, hvað hugulsöm hún er við oss á allar lundir. Að visu er þetta alt saman upp á lán, nema lækningar, vegagjörð og bréfaborgun, sem er gefið. En alt um þab virðist þetta heldr hag- kvæmt lán, til að setja sig í stand hór. Renta vitum vér eigi hvenær fellr á, heldr ekki hvenær borga skal, +) en mál manna er, ab stjórnin muni *) Prentsm. var J>ó enn eigi komin á fót í Ágúst í sumar, að því, er vér höfum frétt. En í haust mun hún hafa átt að komast á. Ritstj. **) pað er hætt við að þeir verði að tvöfalda þá upphæð, ef prent- smiðjan á að verða í nokkru lagi og annað en nafnið tómt. Ritstj- ***) pessari grein um blaðið höfum v é r að mestu bætt við. Ritstj. „Skuldar.“ f) pað virðist eigi forsjálegt af neinum manni, að taka lán, er hann veit enga vissu fyrir, hvað mikil renta verði af tekin né hvonæi' borga skuli, einkum er það ísjárvert að leggja .ef til vill margra ára erviði í að yrkja verðlausa jörð og byggja á henni og gjöra hana þannig mikils virði (alt erviðið ber þanu árangr að setja jörðina í verð) og eiga svo á hættu að alt verði af manni tekið fyrir ekkert uppí skuldir og rentur. — Og þó vér engan veginn viljum ætla stjórninni í Canada þennan tilgang, þá getr þð skipt um menn í stjórninni, og slíkt er mjög óvarlega um búið af löndum vorum. Eða mundi mörgum detta í hug, að haga þann- ig viðskiptum sínum við prívatmenn? Ritstj. — 139 —

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.