Skuld - 30.11.1878, Qupperneq 4

Skuld - 30.11.1878, Qupperneq 4
II. ár, nr. 36.J SKFLD. [37n 1878. ________________430________________ í að ári. — Eg hefi 23 rnaut; af þeim eru 4 plóguxar, 10 kýr, og hitt rusl. Eg á als 320 ekrur af landi; par að auki sláttuvél og ýmis jarðyrkju-verk- færi. — Meiri partrinn fór petta sinn til Nyja Islands; nokkrir voru eftir í Toronto og fóru til JSTýja Skotlands, en 120 als hingað, og hafa margir af peim tekið lönd. —- Gunnlaugr frá Eyð- um keypti land, 160 ekrur, fyrir 600 dollars, og voru 60 ekrur af pví plægð- ar. — í pessu „county“ er alt land numið nema járnbrautarland og skóla- land; en í Lincoln „county“ rétt hjá er enn nokkuð land ónumið; en hér má kaupa land heldr vægu verði af hændum, og járnbrautarland kostar hér 6 dollars ekran. Hér vestra hefir verið heldr léleg hveiti-uppskera, pví tíðin var svo afbragðs-góð í vor, að stöngin óx svo ótt, að hún gat ekki borið sig pegar rigningar komu litlu síðar, og lagðist pá sumt útaf. Elestir hér munu varla fá meira en 10 til 16 „bushel“2) af ekrunni. — Hitar hafa varið fjarskalegir og i borgum hefir fólkið dáið úr sólsting. í dag er 29° á Réaumur, og er pó pykkmikið. Einn dag í sunar var yfir 30° á R. á okk- ar heimili. Ollum löndum hér líðr vel, að pví mér er kunnugt, og sagt er, að peim sé að ganga betr í Nýj a í slandi; og eftir pví, sem Sigtryggr sagði, held ég að peir komi til. Hann kom á móti okkr til Queebeck. gpHT* fað heíir verið skipt um bæj- arnafnið hérna síðan ég var hér í hittiðfyrra; pá hét hann Nordland, en nú Minniota; væri gott, að pú vildir setja petta í „Skuld“ pína, pví landar hér geta tapað bréfum að heiman, ef skrifað er Nordland.—JSÍú er áskrift- in á bréf hingað: „Minniota P. O., Lyon Co., Minnesota, U. S. N. A.“ í s 1 a n d. A ð a u s t a n. + Prófastr séra SICfURÐR _j. UUNNARSSON á Hall- j ormsstað andaðist föstu- f dags-kvöldið 22. p. m.; hannn hafði í haust lagzt í sóttveiki peirri, erhér gengr nú um sveitir, en komst á fætr aftr og var alment haldinn á bata- vegi; hann hafði enda messað og sung- ið yfir líki, en svo sló honum nýlega niðr aftr. Hefðum vér getað grun í rennt, að æfilok pessa merkismanns mundu liggja svo bráða-nærri, sem nú er raun á orðin, pá hefðum vér sannarlega leitt hjá oss pau móðgunarefni, er gáfu tilefni nýlega til óvægra orða frá vorri hendi gagnvart honum í blaði voru. 2) 1 bushel er fjórðungr tunnu vestr þar, eðr 1 og sjö níundu hlutir skeflfu að voru máli. — 1 bushel af hveiti á að vega eigi minna ert 60 punil. Ritstj. ______________431 En pví fremr finnum vér oss skylt, að láta inn framliðna njóta sannmælis, pegar dauðinn hefir nú slitið öllum hérvistar-deilum. Séra Sigurðr sálugi var óneitan- lega merkismaðr. Hann var marg- fróðr maðr og námgjarn, og í mörgu betr að sér en peir af samtíðarmönn- um hans, er eigi höfðu notið frekari mentunar, en pá var kostr á hér á landi. Hann var sér í lagi vel að sér í inum fornu málum og hafði undir- búið marga pilta undir skóla og pótti jafnan inn bezti kennari. — Hann var pingmaðr um stund héðan úr sýslum, og pótt liann væri eigi meðal atkvæða- mikilla manna á pingi, pá fékst hann mikið við fundahöld og pjóðmál heima 1 héraði; enda var svo um eina tíð, að vart mun nokkur annar maðrhafa pótt jafn-tilkomumikill í sinni sýslu, sem hann, enda var hann við mörg góð og pörf fyrirtæki riðinn hér eystra. Margt liggr eftir séra Sigurð rit- að í dagblöðum, og ritaði hann ein- kennilegt mál, hreinna miklu og lipr- ara yfir höfuð, en fiestir inir eldri menn, er samtíða voru honum að ment- un. — Hann félcst mikið við lækning- ar og pótti jafnan sýnt um pær; var hann jafnvel eina tíð settr hér til að pjóna sem sem læknir. I líferni sínu var séra Sigurðr vandaðr maðr og ástsæll af heimilis- fólki og ættmönnum, pví hann var skyldurækinn og ástríkr heimilisfaðir, og sem prestr var hann eftirbreytnis- verðr maðr í dagfari. Séra Sigurðar mun hér eystra lengi að maklegleikum minst sem góðs og merks manns, sem, hvað sem öllu öðru líðr, hafði pá mannkosti til að bera, semhlutu að ávinnahonum virð- ingu allra, bæði vina og — mótstöðu- manna! HYAD EIi [>Ai>, Obi HVAB VAIt J>AÐ, AB VEItA nREPPSTJÓRIÍ peir voru menn, sem höfðu alla stjórn hreppanna í hendi aér í efnalegu tilliti; þeir tóku fjárframtal manna, þeir lögðu í hundruð, þeir skiftu tiundum, þeir ráðstöfuðu fátækum, þeir sögðu fyrir urn vegagjörð, þeir tiltóku menn og dag til grenjaleita, þeir fyrirsögðu alla gangna tilhögun ög skipuðu mönnum að „gana“ í „amistra11 (ávístaðvera áminstra!?) pláss þann og þann ,,dæinn“, sem þeirtiltóku, og svo að „passa“ féð þegar til réttar kæmi, og þar áttu þeir að „afenda“ gangnaseðlana alveg „formgallalaust“. (pað er nú í raun- inni fyrirgefanlegt, þó orð verði að orðskríp- um hjá þeim, ef þeir hafa lítt stundað rétt- ritun og rithandarfegurð á yngri árum, og kemr það þó illa fyrir, efþeir, aðréttritaninni frátekinni, væri manna hezt færir til að verða þingmenn). Nú er rniklu af þessu demht á hreppsnefndirnar, samt eru hreppstjórar til enn, og' ég held að þcir sé ,,menn“, (eða ef ___________________432_________ til vill nokkuð meir). peir mega heita önnur hönd sýslumanna, eða lögregluþjónar; þoir hafa að visu nokkur afskifti af hrepp unum, skrifa upp dánarbú, taka út jarðir, boða hrepp- stjóraþing haust og vor, taka á móti framtali manna á vorum og vanhöldum á haustum, °g leggja í hundruð. petta höfðu þeir áhendi fyrrum, Bn nú virðist svo, sem þeir sé farnir að færa sig upp á skaftið, þvi þeir bæta alt að hálfum hundruðum við fjárframtöl manna, helzt fátæklinganna, þar sem þeim sýnist, og það þó að fátældingrinn sé als eigi grunaðr um rangt Fárframtal, og finni fátæklingrinn nokkuð að, þá eru þegar við headina svör Pílalusar heitins: „það sem ég heíi skrifað11 o. s. frv. pessa síða9t tilfærðu emhættisfærslu hreppstjóranna er mér næst að halda ranga, eða að minsta kosti eigi skipaða af yfirmönn- um þeirra, þrí hana hafa við, að ég held, ekki fleiri en „einn af tólf“, og ef til vill færri. En sé þetta rangt, og nokkur hreppstjóri kannist við ómynd sína í þessum spegli, þá vil ég minna hann á það góðmótlega, að gá að sér í tíma, meðan þar segist: ennþá í dag, því báðir inæta þeir, hreppstjóriun og fátælri- ingrinn, á sama þingi síðar meir, og þá er ég viss um, að ekki duga sömu svör, sem átt hefir stað, að höfð hafi verið hér á þingum, þó Pílatusi dygði það á þoim timum og e i n- stökum hreppetjóra nú á tímum. En hvað því viðrikr, að hreppstjórar hafa veriö til, og eru ef til vill enn til, svo hörmulega höfuð- veikir, að þeir geta ekki hripað upp sendi- bráf eða opinbera auglýsing án þess það sé sökkhlaöiö af axarsköftum, er ekkert um að tala. I'eir, eða hann, geta ekki betr. En aumka mætti sveitarfélögin, ef þau ættu eigi völ á hetri mönnum. Aftr á xnóti má hin3 til geta, ai) sreitafélögunum getr mjög vel sýnzt svo, að heppilegast só að láta nautið ganga fvrir plógnum. Fútæklingr. Leiðrétting og fyrirsjnirn. Að gefnu tilefni viljum vér gota þess, að þar sem sagt var í síðasta bl., að „sjaldan sem aldrei“ fengjust frímerki hér á Efð., þá er þetta ofhermt, og befði átt að vera, að stundum hafi eigi frímerki fengizt. — En að þetta sé bréfhirðingamanni hér að kenna hefir oss aldrei dottiö í hug að segja. — Hann hefir fræðt ossáþví, að harm vœri eigi sky 1 dr að hafa til frimerki fyrir ineira verð, en árs launum hans nemr. — En þessa sögusögn hansgetumvér eigi tekið gilda að óreyndu. öví í íögum 26. febr. 1872,§ II.stendr: „frimerki lætr póststjórnin húa til, og fást þau til kaups á póststofunni, á öllum póstafgreiðslustöðum og br éfhirðingastöð um“. Og í augl. 3. maí s. á. um póstmál stendr í § 1.: „Hann póstmeistarinn) sér um, að póstafgreiðslu- og bréfhirðingamenn hafi til sölu frí- merlri þau, sem með þarf“. Máske hréfhirðingam'aðrinn hör á Eslcif. eða póstmeistarinn vildi gjöra svo vel, að skýra fyrir almenningi, hvernig það getí sam- þýðzt þessum skýlausu fyrirmælum, að bréf- hirðingamenn sé ekki skyldir, að hafatilsölu „þau frímerki, sem með þarf“? Eigandi og ritstjóri: JÓH ÓlafsSOH. Prentsmiðja „Skuldar“. Th. Olein entzen._

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.