Skuld - 31.01.1879, Page 4

Skuld - 31.01.1879, Page 4
III. ár, nr. 2.J SKTJLD. [31/i 1879. 22 reiðið ófrægðarbrandinn Gíslanaut. Hann tekr kvergi til séra Páls, og pér sláið í vindinn. Já, pér sláið í vindinn, en sláið pó um leið sjálíán yðr meinlega, með pví að gjörast fylgjari og lúðrsveinn peirra, er lasta og óvirða séra Pál [>orláksson fyrir engar sakir, nema peirra eigin brek. Hans hlutr er sá og mun verða, að hann paggar niðr óvitrleik slíkra manna með góðri breytni, en sá peirra hlutr, að peir ofsækja inn bezta mann fyrir rétt- lætisins sakir. Úr pejm fiokki ættuð pér eigi að standa og undan peim hlut vildi ég mega yðr kjósa, herra ritstjóri! |>að er ömurlegt teikn tímanna, pað er fúllegr gustr úr inni nýreistu bygð íslenzkra framfara, og pað er að minni ætlan til einskis vænlegt, nema óblessunar og vanprifa nýlendu- mönnnm vorrar pjóðar í Vestrlieimi, að sá maðrinn peirra á meðal, er skal sannlega reynast bezt á sig kominn að öllum kostum samtöldum: guð- hræðslu, trúrækni, mannviti, dreng- skap, dugnaði, að hann skuli vera lagðr í einelti og hafðr að skotspæni til að beina á hann eitruðum örvum ómaklegrar lastanar. Til pess hefð- uð pér eigi heldr átt að benda boga „Skuldar“. í atlögu yðar til séra Páls fara yðr seinast svo orð: „Eins og von er, liefir atferli pessara herra, séra Páls, Saura-Gísla & kompána, vakið rétt- láta gremju peirra, sem í pessum og öðrum málum eru peim andstæðir —• og hver, sem pekkir pau vopn, er sýnódumenn beita andstæðinga sína, mun varla undrast pað“. 1 pessum ummælum veit ég eigi betr, en alt liorfi öfugt við sannindum og réttsýni. Eg verð pví að snúa málsgreininni við, til að segja yðr ið sanna. Og pá hljóðar atkvæðið á pessa leið: Svo sem von var að, spöruðu peir eigi „Framfaramenn“ (o: ritstjóri og ráðendr blaðsins ,,Framfara“) og peirra kumpánar að rangfæra nauðsynjaverk- ið af hendi séra Páls honum til smán- ar, og liver, sem pekkir pau vopn, er peir höfðu beitt hann áðr saklausan, mun varla undrast pað. 23 Yðr mun pykja ég vera heldr orðhvass í pessum andmælum mínum til yðar, herra ritstjóri, og ég skal að vísu játa að svo er. En ég lief eigi skap til að vera orðmjúkari, liygg og að pess gjörist eigi pörf, svo grá- legan leik, sein hér er við að eiga. Og eftir er ið hvassasta. |>vi ég læt pað vera síðast í mínu erindi að pessu sinni, að ég skora á yðr í fullri al- vöru, að ganga til fullrar yfirbótar fyrir pau lastmæli yðar til séra Páls |>orlákssonar, er ég hefi hér á talið, peirrar yfirbótar, að pér takið pessi lastmæli aftr og lýsið pau sjálfir í blaði yðar „Skuld“ ómæt og ósannleg í alla staði. Laufási, 12. nóvember 1878. líjörn Ilalldórsson. Hrengskapr meistara Eiríks. pað mun fleiri haíá furðað á, en oss, að sjá í „Norðlingi11 (13.—14.) upphaf ferða-bréfa meistara Eiríks Magnússonar, sem vér höfðum heitið að birta í „Skuld“. Mættu lesendr ætla, að vér hefðum lofað upp á óvissu og engan rétt átt til bréfanna. pessu er þó eigi þannig varið. Áðren meistari Eiríkr fór af stað í ferð sína, ritaði hann oss hréf. Segir liann þar meðal annars: „býst ég við að senda frú „Kjerúlff nokkur bréf lýsingarlegs efnis. Ef „þér viljið unna þeim staðar í „Skuld”, skal „ég vera yðr þakklátr.Sondi ég yðr fyrstu „bréfin (hvað mörg veit ég ekki) með Díönu „til Seyðisfjaröar; hún lcemr þar 22. júlí. Ef „yðr þykir nokkru skipta að birta „petta fyrir fram, megið þér það o: „að ég' liafi loíað pcssu. Ef ég drepst, „þá nær það ekki lengra“. — petta höfum vér með eigin hendi hr. E. M. og getr hver, sem vill, fengið að sjá það hjá oss. petta lýsir því, að vér höfum ekki beð- ið herra E. M. um bréfin, heldr bauð hann oss þau að fyrra bragði; eins lýsir það hinu, aö liann lastlofar oss bréfunum, seg- ir vér megum birta þetta fyrirfram, og að ekkert nema dauðinn einn skuh bregða efndum á heiti hans. Auglýsing vor um bréfin, sem út kom í „Skuld“ þegar er vér höfðum fengiö bréf þetta, er opinber vottr þess að vér þágum boð hr. E. M., og fáum vér því eigi betr séð, en að útgáfuréttr bréfanna sé óefuö lögleg eign vor. Hafiþvihöfundrþeirrasent„Norð- 24 lingi“ þau til prentunar, eins og ritstjóri þess blaðs segir, þá er þaö auðsætt, að hiif. þeirra, hr. E. M., hefir hér heimildarlaust lagt hönd áannars inans (o: vora) fé- mæta eign. pvi prentréttr að ritgjörðum er fémæt eign; og prentréttrinn að þessum bréfum var og er lögleg eign vor. Vér höfum að eins neyðzt til að geta þess, sem að frainan er ritað, til varnar sjálfum oss gagnvart kaupendum vorum, svo að engum þeirra gæti blaudazt hugr um, hvor okkar frændanna það er, sem í þessu máli liefir látið sér farast — miðr drengi- lega! Ilitstj. Auglýsingar. — Auglýsinga-verð (hvert letrsemer): heill dálkr kostar 5 Kr.; hver 1 þuml. af lengd dálks: 50 Au. Minst auglýsing: 25 Au. Vér undirskrifaðir gjörum hér með heyr- um kunnugt að vér veitum ekki vegfárendum nætrgreiða eða annan beina, nema fyrir sann- gjarna borgun. petta biðjum vcr inn heiðr- aða ritstjóra Jón Olafsson á Eskifirði að aug- lýsa í blaði sínu. .Jóliannes Sveinsson bóndi á Hjartarstöðum Guðmundr Guðmundsson bóndi á Hamragerði. Hallgrímr Pétrsson. bóndi á Ásgeirsstöðum Hér með auglýsist, að ég undir- skrifaðr al'trkalla öll pau meiðyrði, er ég veitti Ólaíi Torfasyni frá Bót í Hróarstungu á næstliðnu hausti á Seyðishrði, eigi alsgáðr. Krossi í Follum, 10. nóveinber 1878. Eyjólfr úórðarson. Fjárinark Jóns Stefánssonar á Kolmúla er: stýft, gagnbitað hægra; geirstýft vinstra. PÓStáætlllll fyrir 1879 fæst á skrif- stofu „Skuldar", á skrifpappír fyrir 15 Au., en límd á spjald 25 Au. Eigandi og ritstjóri: JÓll Olílfsson. Prentsmiðja „Skuldar11. Th. Clement.zen. 13 hægramegin við stíginn; og rétt móts við vatnið hurfu öll merki til sporanna. pað pótti samtmega sjápess merki, að einhverjar ryskingar hefðu átt sér hér stað; og pað var að sjá sem eitthvað stórt og pungt, miklu stærra og pyngra á að gezlca en mannskrokkr, heíði verið dregið frá stígnum og til tjarnarinnar. Tjörnin var vandlega slædd tvisvar, en ekkert fanst; og leitarmenn voruípann vegiun að gefast upp og snúa heim við svo húið, og ör- væntu allir um að neitt yrði fundið; en í pví hili skaut forsjónin pví að Gæðadreng, að reynandi væri að veita vatninu alveg úr tjörninni. Allir féllust fúslega á pessa uppástungu og létu pað á finnast, að peim fanst mikið til um skarpleik og hugsunarsemi „Gamla Kalla“. — Margir af leitarmönnum höfðu rekuspaða með sér, pví ao peir höfðu húizt við, að pað gæti komið fyrir, að peir pyrftu að grafa upp lík ; tóku nú allir skjótt til skurðar- graftar, og vanst peim brátt að veita burtu tjörninni. Jpað var varía fyrr, að vatn var afrunnið úr tjörninni, en að menn komu auga á eitthvað torkennilegt í forinni, sem eftir sat í miðju tjarnarstæðinu; pað var vesti úr svörtu 14 sikiflygeli, sem nálega liver maðr, sem við var, pekti á augabragði að var vesti herra Skildingsfjaðra. Yesti petta var mjög rifið og tætt og alt hlóðhlettótt; og pað voru margir á meðal peirra, sem við voru, sem mundu pað glögglega, að herra Skildiugsfjaðri liafðiverið í vest- inu sama morguninn, sem herra Skotveror hvarf; og aftr voru aðrir. sem huðust til að votta pað með eiði, að herra Skildingsfjaðri hefði ekki verið í vestinu síðara hlut pessa minnisverða dags. Og enginn maðr gat horið, að liann hefði séð lierra Skildingsfjaðra í vest- inu noklcru sinni síðan móðurbróðir hans lrvarf. [Framli. næstj.

x

Skuld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.