Skuld - 12.03.1879, Qupperneq 4

Skuld - 12.03.1879, Qupperneq 4
III. ár, nr. 6.] S K U LI). 78 ni879- 76 báti rétt fyrir jólin. Kétt áðr en póstr fór af ísafirði týndist skip úr Bolung- arvík með 6 mönnum; par af var helztr merkisb. og sjókappinn GTuðm. Jó- hannesson frá Kyrkjubóli. Bezti afli í Bolungarvík og undir Jökli. Bráðapestin hefir verið in skæð- asta víða hér syðra, einkum íKjósar- sýslu og neðri hreppum Arnessýslu. Töður manna pykja óvenjulega léttar mjög víða, svo kýr mjólka mjög illa. Um vestrfarir heyrist nú fátttal- að, pó er hreyfing nokkur að sögn í Dalasýslu. — Nýlega er sáluð frú Hildr kona Hjartar læknis Jónssonar í Stykkishólmi, fædd Thorarensen (dótt- ir Boga sál.), sköruleg kona, barnung að aldri. — Nýdáinn var og, er póstr fór að vestan: Gfuðmundr Brynjólfsson, dannebrogsmaðr á Mýrum í Dýrafirði; mun hann hafa verið nálægt sjötugs- aldri. Mistu par Yestfirðingar einn sinn helzta og merkasta mann í bænda- röð. UÞjóð.“] — Um rniðjan janúar liafði hafísinn verið horfinn úr sýn, eftir því sem „Nf.“ segir, frá Norðrlandi. En mikil harka og hagleysi er haft eftir pósti að gengið hafi yfir alt, er hann fór að norðan; hafði hann víða hrept vestu tið og fcerð. Gífrleg hefir frostharkan verið í Eyjafirði um hátíðarnar, að því er „Nðl.“ segir, 20° R. á Akreyri á nýársdag og meira fram til dala; enda var hafísiun þá hvervetna fyrir landi, og ísrek jafnvel vestr á Húnaflóa. — ■}• 18. febr. á Akreyri yngismær G u ö - björg K. Kr. Lúðvíksdóttir, Finnboga- sonar, verzlunarm. á Yopnaf. [„Nf.“J — Hér á Efð. er nú hvoki sykr, kaffi né sieinolíu að fá, en ærnar kornbyrgðir eru hér og verða vafa- laust fram úr til sumars. — Hér ganga sömu umhleyping- arnir enn eystra. Sunnudag 9. p. m. gekk í bráðofsa-norðanveðr með grimd- ar frosti (14—15°ígær); er pað mik- ið almætti, ef engir ferðamenn á fjöll- um uppi hafa tjón af heðið, svo hast- arlega sem veðrið skall á. — „Norðanfari11 kemr síðan nýár út á hrákaskænis-pappír, jafnvel lélegri, en „Norð- lings“. — N,ývei11 prestakall. pingvellir við Öxará aðstoðarpresti að Amarbæli séra Jens Pálssyni. Auk hans sóttu: séra por- valdr Ásgeirsson á Hofteigi (v. 1862), séra Sveinn Skúlason á Staðarbakka (v. 1868), séra Oddgeir Guðmundsen á Eelli (v. 1876) og kand. theol. Magnús Andrésson 1 Reykjavík. óveitt eru: Hallormsstaðr í Suðr- Múlasýslu (822,92 Kr.) Reynistaðaþing í Skaga- firði (518 Kr. 28 Aw.) Frá Nýja íslandi. í bréfi dags. 28. sept. í haust frá séra JóniBjarnasynitil „Nf.“ (bls. 18. p. á.) segir hann, að pá hafi verið von á séraPáli porlákssyni alkomn- um til Nýja íslands í haust til að pjóna par söfnuðum peim, er hans kreddur hafa aðhylzt. — |>á mun úti friðr sá, er „J>jóðólfr“ fagnar yfir í 1. bl. p. á. M i k i ö g e n g r n ú á — suðr í Reykjavík, eða gekk á í byrjun árs- ins. Hvað bar til ? Bitstjóri „Isa- foldar“ segir svo frá, að J ó n ritari hafi pá „steypt undan einum peim merkasta fugli, sem í 25 ár hefir orp- ið í bæjarstjórninni“. Með öðrum orð' um: par var kjörfundr haldinn í borg- inni, |svo [fjölsóttr, að vart mundu dæmi til slíks í inni áhugainiklu höf- uðborg, pví mann skyldi í „býráðið“ kjósa í stað Haldórs K. Friðriksson- ar og annara, er úr gengu. En sá hefir verið vandinn til pessa, að Hal- dór er ætíð endrkosinn, nær sem hann á úr að ganga. Hafði stórmenni bæj- arins ætlazt til, að svo skyldi enn vera. En bogalistin brást, og Jón ritari, sem pessir menn vildu fyrir hvern mun frá bægja, var kosinn með miklum atkvæðamun. Öllum atganginum við pettatæki- færi er meinlega kýmilega lýst í rit- inu: „Asses sorarnir í öngum sínum“; og sé pað satt, sem par er frá sagt, pá gefr pað einkennilegt sýnishorn af einni hlið á lífx „höfðingj- anna“ í liöfuðborginni. En pó búningrinn sé kýmilegr, pá hefir óbeinlínis útgáfa pessa litla rits bersýnilega alvarlegan tilgang, nl. pann, að leiða athygli manna að pví, hve nauðsýnlegt pað sé, að vanda sem bezt kosningar í nefndir pær, er tekið hafa við völdunum af alveldinu, og hve ósæmilegt og afleitt pað sé, að láta persónulega óvild gegn ein- stökum manni ráða kosningunni, og koma sér til að beita mútum, ofbeldi og skömmum gegn peim, er hafa aðra skoðun um almenn málefni. Af bréfi að sunnan frá merkum manni, sem er als óviðriðinn alla Reykjavíkr bæjar- pólitik, sjáum vér, að nokkrir embættismenn og kaupmenn hafa gjört tilraun til að fá landshöfðingjann til að blanda sér íþetta bæjarþref og setja Jóni lífsreglur fyrir í bæjar- stjórnar-störfum hans. peir kváðujafnvel hafa sent tólf-mannna-nefnd á fund landshöfðingja í þessum erindum. — En eigi hefir frézt, að þeir hafi áunnið neitt með förinni; enda mun óhætt að treysta því, að landshöfðinginn er langt yfir það hafinn, að blanda sér í persónu- legan krit einstakra manna, sem or embættis- störfum þeirra og hans óviðkomandi. En a ð f e r ð i n þessi verðskuldar a 1- varlega eftirtekt. pví tilhversmundi það leiða, ef landshöfðíngi fori að skipta sér af þeirri hlutdeild, er embættismenn landsins taka í opinberum málum fyrir utan em- bættis-verkalirifig sinn? — Auðsjáanlega miðaði það til, að svipta embættismenn öllu persónulegu sjálfstæði og gjöra þá að leik- brúðum yfirboðara síns; og er það víst og satt, að slíkt er háskatilræði við frelsi lands- ins. par með yrði hver embættismaðr sviptr öllu almennings-trausti og áliti (því það getr enginn ósjálfstæðr og ófrjáls maðr hafi), og væri landið þar með svipt miklum góðum kröftum. En „það er svo margt, sem þarf að þvo“, og fieiri landhreinsanir, sem gjöra þarf, en í bæjarstjórn Rvíkr. paðan er nú varpfuglinum útbygt; en er enginn „óþrifagimbill11 í lærða skólanum, sem þyrfti að rýma þaðan? — pað hafa svo margar og ótvíræðar raddir eignað rógburðar-spörðin í „Morgunblaðs“-bréfunum einum kennara þessa skóla, að það væri hæfilegt að fara að rannsaka, hvað satt er í því máli. pau spörð voru þó sízt þokkalegri, en fúlegg- in fuglsins, sem orpið kvað hafa i bæjarstjórn- inni. En hvað Jón landritara snertir, þá verð- um vér að benda á það, að hann er als ekki prívat-ritari landshöfðingja, heldr konunglegr embættismaðr í konungsins og landsins þjón- ustu, og stendr eigi undir landshöfðingjanum á annan hátt, en sem embættismaðr, að sínu leyti eins og amtmenn, sýslumenn o. s. frv. Meistari Eiríkr er að fylla Saur- blaðið með svari til vor um Bókm.fél. pað er meinlegt að meistaranum í því, sem enn er út komið, bregzt svo málstaðr, að hann hefir ekki annað fyrir sig að bera en ósannindi og rangfærslu bæði á vorum orðum og sínum oigin, og er svar hans auðsjáanlega eigi ritað fyrir ]>á, sem lesið hafa „Skuld“. — Bæði fyrir þessa sök, og svo hvort sem væri, meðan meist- arinn er í því niðrlægingarástandi að hann eigi dirfist að leita sér rúms eða getr eigi fengið það í neinu heiðvirðu og alment lesnu blaði, getum vér eigi átt orðastað við hann. Auglýsingar. — Auglýsing a-verð (hvert letr sem er): heill dálkr kostar 5 Kr.; hver 1 þuml. af lengd dálks: 50 Au. Minst auglýsing: 25Au. Askorun. Ég undirskrifaðr, sem hér í hreppi held „Norðling11 til sveitarþarfa, skora á útg. að hafa pappírinn í honum, þó þunnr sé, svo seigan, að hann haldi (að minsta kosti tvöfaldr) „til síns brúks“. Náðhúsum, í hreinsunar-mánuði. pórir punnlífr. „f»j6dvinafélagið“. f>eir, sem ganga í f>jóðvinafélagi3 og borga 2 Kr., fá, auk annara fé- lagskóka, ókeypis Almanak f»jóðvinafélagsins 1879. Assessorarnir í öngum sínum eða „i ii t e 11 i g e n t s i n“ gegn „d ó n u n u in“. Píslarsaga í bréfum frá N. N. til vina sinna. 3. útgáfa aukin og endrbætt. (1. útgáfa útseld á 3 klukkustundum). (Prentað í ísafoldar-prentsm. 1879). Ivostar 12 Au. Fæst hjá Ritstjór a „S k u 1 d a r“. Eigandi og ritstjóri: JÓll ÓlaíSSOU. Prentsmiðja „Skuldar11. Th. Clementzen.

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.