Skuld - 21.05.1879, Blaðsíða 1

Skuld - 21.05.1879, Blaðsíða 1
3S § <X> CS C<3 •e* rCJ rP l£j o3 O ^ 03 W 03 2 P Ph ö S .s' jn cC S 'ca 3 ° 03 J s S 9 * 3 S c6 M 73 ö 02 ^ =2 R M rí=J 03 i-1 Ph t Ph T p r bc *<J o H< *-í M. crq li p. >-J CK} §■ s » p 13 p> 03 oq 1 8 7 9. cc {S' S fc. g s ö s,(S Nr. 74. Eskifirði, Miðvikudag, 21. maí. ra, 14. 163 164 165 Um kviktjárrækt á íslandi. Eftir Pál Jónasson, búfræðing. [Niðrl.] Sömuleiðis, ef menn skoða kvik- fénaðinn á ýmsum stöðum og í ýms- um löndum, sjá menn, að það fer mik- ið eftir högunum, fóðri, veðrlagi m. fl., hvernig hann er. Á láglendi, með feitum grösugum högum og ríflegu vetrarfóðri, t. d. í Hollandi og sum- staðar í Englandi, er kvikfénaðrinn mjög stórvaxinn. í fjalla-löndum, þar sem hagar eru mjög kjarngóðir og fóðr gott, t. d. í Switz, er kvikfénaðr vel vaxinn, kröftugr og líflegr. þar á mót eru skepnur smáar, magrar og ljótar alstaðar par, sem pær á sumr- um eru í slæmum ofsettum högum, og á vetrna fóðraðar með hálmi, mýr- arheyi og öðru kraftlitlu fóðri. — |>að er ekkert kyn svo gott, að það ekki með sulti og óhirðingu fljótlega skemm- ist, ogáhina síðuna er óhætt að segja, að það kyn, sem af sulti og óhirðingu er í aftrför, getr, með góðu fóðri og hirðingu eingöngu, tekið talsverðum umbótum. Ekki má heldr gleymast, að jafnframt fóðrinu hefir hirðing og notkun mikil áhrif á kvikfjár- ræktina. — Af þessu leiðir því, að þegar menn vilja bæta kvikfjárkyn sitt, t. d. með úrvals-gripum, verða menn að sjá um, að þetta þrent: fóðr, hirðing og notkun standi ekki í vegi fyrir því, heldr þvert á mót hjálpi til þess, er það óefað gerir svo mjög, þegar það er eins og það á að vera. Umlirstöðu -atriði grasræktarinna r. Eftir N. «.. búfræðiog í Kristíaníu (í Noregi). [Framliald frá rir. 1 |). á. | En plöntúáærandi efni úr áburð- lnum geta nú fai'ið að forgörðum á fleiri vegu en þann eina, að það renni hurt eða sígi niðr í jörðina undir haug- 8tæðinu. J>essi næringarefni geta lika e)'ðzt á annan hátt, þannig nl. að þau Verða að gasi (lofttegund) og gufa h'irt. Allir þekkja inn megna fýluþef, sem leggr af haugi (einkum lirossa- taði og mannasaur), sem sterk ígerð er h svo megn á stundum, að næstum eitrar alt loftið næst kaugunum. J>essi ódaun kemr af plöntunærandi efnum, sem orðin eru að gasi og dreifast þannig gufumynduð út í loftið og bland- ast við það; en þessi dýrmætu efni koma eigi aftr og gagna þau eigi framar þeim eiganda, sem svo var kirðulaus að sleppa þeim á stað úr haugnnm sínum. Einkum og sér í lagi er það ein gastegund, sem kall- ast ammóníak, sem þannig strýkr leiðar sinnar og veldr inni megnu stækju-fýlu; en ammóníakið er eitt- hvert kröftugasta áburðarefni. Eftir að vér höfum nú séð, hvað oss er ábótavant í meðferð áburðar- ins og gjört oss ljóst, hvernig farið erað ónýta hann og skemma, skulum vér snúa oss að þeirri spurningu, sem eðlilega vaknar hjá lesendum vorum á eftir: 4. Hvernig á ab safna áburði og geyma hann, svo vel sé? J>að er nú að vísu meiri vandi, en margr ætlar, að svara þessu svona í svip; það hafa ritaðar verið lieilar bækr um það efni, og mætti þar þó enn við bæta. En hér skal þó reynt að gefa þær bendingar, sem að gagni mega koma, og sniðnar eftir rúmi „Skuldar“. Tilraunirnar, sem meun hafa gjört til að leysa úr þessari spurning, eða réttara sagt, aðferðir þær, er menn hafa haft, til að safna áburðinum og geyma hann. eru marg- ar og margvíslegar; menn hafaþannig safnað áburðinum í haug fvrir utan fjósið. og aðrir hafa safnað honum í kjallara undir fjósinu; enn hafa aðrir látið áburðinn.safnast fyrir und- ir skepnunum um lengri tíma, er þá áburðrinu blandaðr mold inni i húsinu og borinn hálmr eða ruddi á hann; en síðan er stungið út úr liús- unura; enn er sú aðferð að safna á- burðinum í stórar vatnsheldar gryfjur, blanda hann þar með vatni og bera hann svo á í ílátum eins og fljótandi lög; og fleiri eru ennað- ferðir til, þótt eigi sé hér taldar. J>að er ekki tilgangrinn með þess- um línum, að lýsa hverri aðferð fyrir sig út í hörgul eða mæla fram með neinni einni sem inni einu réttu eða réttustu og beztu. Aðaltilgangr vor var, að sýna mönnum fram á og vekja þá til meðvitundar um, live gííTlcgau skaða ()g tjón menn gera sér með þvi, að vanhirða áburðinn svo, að hann missi in dýrmætustu næringarefni sín, og svo að lýsa því, áhvern hátt þessi næringarefni tapast, eða hvernig menn eyðileggja áburðinn, undirstöðu allrar grasræktar, fyrir sjálfum sér; með þvi að lýsa því, hvernig þetta gengr til, er eiginlega óbeinlínis á það bent, hversu mennmegi varast slíkt og við því gjöra. Sín aðferðinkann að vera hverjum hent, eftir ástæðum. Hygginn og hugsandi maðr með nokk- urri búgreind mun oftast finna, hvað beztáviðhjá honum eftirþví sem öll- um ástæðum liagar þar — ef það er lionum að eins full-lj ó st orðið, hversu áríðandi það er að leggja allanhug á þetta mál. I Noregi er það tíðast að safna áburðinum í haugstæði fyrir utan fjós- ið eða þá í kjallara undir fjósinu. Hefir hvor aðferðin nokkuð til síns á- gætis. En nokkur skilyrði eru, sem uppfylla þarfhvort sem er, og skal hér getið inna helztu. [Framhald]. „Ujóðvinrinn44 („Folkevennen") heitir vikublað, sem kemr út í Höfn og er nú á 3. ári. Blaðið er útgefið af „þjóðvinafélagi Xorðrlanda“ („Nor- disk Folkevenne-Selskab“), en ritstjóri þess er löitenant Fr. Bajer, ríkisdags- maðr. Samkvæmt grundvallar-lögum fé- lagsins (frá 1. júlí 1878) er það til- g a n g r félagsins: opinberlega og á 1 ö g 1 e g a n li á 11 að stuðla að því, að þjóðstjórn lcomist á í Dan- mörku og jafnframt á öllum Norðr- löndum, og því að beina öllum fram- fórum undir núverandi stjórnarskrám landanna í þ e s s a átt. — 1 stjórn félagsins eru jafnan 4 menn auk rit- stjóra „|>jóðvinarins“, og er Holger T. Foss (Amaliegade 3, Kbhavn K) formaðr sem stendr. Af því vér höf- um aldrei dulur á það dregið, að s j á 1 f s t j ó r n þjóða í stóru sem smáu sé það stjórnarform, sem vér álítum réttlátast og eðlilegast, getum vér heldr eigi annað en látið í ljósi meðhug vorn (sympathi) með öllum slíkum hreýfingum, sein fram koma dularblæjulaust og eigi vilja beita öðr- um vopnum en löglegum og ærlegum. það væri óhæfileg ragmenska að þora eigi að kannast við sannfæringu sína í þessu sem öðru. Og hér á landi er sjálfstjórnar-hugmyndin samgrónari

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.