Skuld - 18.06.1879, Side 2

Skuld - 18.06.1879, Side 2
III. ár, nr. 18.] SKIJLD. [lgU 1879. 214 raætti t. d. hugsa sér: að af 10—lSlmdr. væri greitt offr með 2 ál. — af 15—20 hndr. með 4 ál.— 20—30 hndr., 8ál. 30—40 hndr. 10 ál., — 40—50 hndr. 12 ál. — 50—100 hndr. 20 ál. — og yfir 100 hndr. 30 ál Sömuleiðis ætti einnig nákvæmar að ákveða offrgjald kaup- manna, embættismanna og annara peirra, er nú er skylt offr að greiða. J>essar fáu athugasemdir minar eru enganveginn sprottnar af pvi, að ég ekki fullkomlega viðrkenni, að in heiðraða nefnd hafi gjört sér alt far um að leggja pað til í pessu máli, sem henni hefir virzt tiltækilegast, eins og ég líka býst við að mér í mörgu til- liti hafi skjátlazt meir en henni, í pess- um tillögum mínum — en mér fanst mér skylt að láta álit mitt í ljósi i pessu mikilsvarðandi máli, ef pað gæti orðið til að gefa einhverjar pærbend- ingar, er yrðu til að upplýsa málið, — pví ég vona að pær meiði engan. ATHUGrASEMD: par sem ég hér á und- an hefi stungið upp á, að gjaldið fyrir kyrkjuleiðslu haldist eins og verið hefir, þá kemr það ekki af því, að ég álíti það eigi að vera skyldu-gjald, svo að prestr- inn minnist lconunnar af stól, hvort sem hlutaðeigendr óska þess eða ekki — heldr að 2 ál. sé greiddar fyrir kyrkjuleiðslu, ef sá eða þeir, sem hlut eiga að máli, óska hennar. [Framh.] [Aðsent]. Hugleiðingar um presta- og kyrkjumál. 3. hugleiðing. Nokkuð urn laun prestanna ogum kyrkjuniíllið. Laun prestanna skoðuð i sambandi við undirbúninginn og vegsemd embættis- ins. Skipun kyrkna og prestakalla og brauðasameiningar miðist helzt við upp- fræðing æskunnar í kristindómnum. Launamál eða brauðamál prest- anna er nú helzt rætt og af flestum; hefir um pað verið margt ritið og rætt, einnig með'tölum (Siffrum) eða talna- ræðum ekkert lítið. Ætla jeg pví ekki að ræða margt um pað, sízt í hinu einstaka, pví síður sem jeg er prestur, pví pað er vandi fyrir prestana sjálfa að tala í pessu máli, par sem svörin eru stundum pessi, að prestar sjúgi merginn úr alpýðunni, pegar peim pó að öðru leyti finnst mjög mörgum, að peir sje í stórum vandræðum með fram- færslu sín og sinna. |>að er svo opt búið að skýra pað, lxvað skólagangan t. d. latínuskólans og prestaskólans til samans, væri kostnaðarsöm, svo pað liggur ljóst fyrir, hve náttúrlegt pað er, prátt fyrir ölmusuveitingarnar, að jafnvel flestir byrji prestskap sinn eins og aðrir öreigar; og hafi nú pilt- arnir engan átt að, til pess að hjálpa sjer, eða orðið að spila upp á sínar spýtur og upp á lán og aptur lán, sem jeg veit til. að hefir átt sjer stað með marga, hvers er pá von með fram- 215 tíðina? A tíminn ekki skuldípessu? Er pað rjett hugsað að liafa a 11 a r skólastofnanir vorar fyrir embættis- menn i Eeykjavík? (jeg tala ekki um háskólann, ekki bætir háskólinn b ú vort). Að minnsta kosti er jeg alveg frábitinn pví, að hafa prestaskólann par. Og — er nógu mikið reynt að gjöra til að forða námsmönnum frá óparfakostnaði eða spillandi ginning- um? Skólapiltar ættu t. d. ekki að neyta nokkurs kyns tóbaks og ekki neinnar tegundar víns, nema sem bind- indislög ákveða. Setji menn p e 11 a í samband við prestamálið eða brauða- mál peirra, betur en menn hafa gjört, setji menn bindindismál og annan spamað í samband við launamál prest- anna, ekki í lauslegum úrtölu- og vand- ræða orðum, heldur í vonarkrapti og alvarlegri tilreynd. Nú kemur margur nývígður prest- ur, að öðru leyti góður drengur og vel að sjer, ekki að eins bláfátækur, heldur stórskuldugur, í embætti, á fá- tækt brauð; hann giptir sig, má vera fátækri stúlku, — hver meinar pað eða láir? Nú giptist prestur og jafnóðum og ómegðin hleðst á hann, koma skulda- heimtumenn hvaðanæfa og einatt á peim tímum, er verst gegnir. Erekki presturinn maður? Getur ekki beizkju- snertur læðzt inn í sálu hans? Og getur ekki sál hans tviskipzt alt of mjög milli pess að hugsa um framfærslu sín og sinna og skuldir, sem allt er með versta hag og auðmýkjandi, og svo hins, að hugsa um sálusorg sína og embætti á hinahliðina? Og nú, pegar ofan í kaupið, í stað pess, að ríkis- menn eða efnamenn hjálpi, pá kynnu peir að fyrirlíta sumir hverjir og pótt sumir hjálpi, er lijálpin stundum auð- mýkjandi, stopul og afslepp, enda er hitt líka opt, að fáir geta lijálpað. Er lijer ekki opt vandi úr vöndu að ráða fyrir prest, er hann veit skyldu sína, að láta virða sig, eklci vegna sín, heldur vegna embættis síns og sóknar- barna? En heimurinn er nú svona, að liann fyrirlitur fátæklinginn og ef yfirstjórn kyrkjunnar skyldi pá vera að meira eða minna leytiháð, eðapáekki með öllu óháð, líkri skoðan, og pró- fastar og biskupar verða að sínuleyti í laganna nafni að ganga hart að prestunum með kyrknafje og pað stund- um með hjálp valdstjórnar. Er hjer líklega opt skyldnastríð, (collisio officiorum), á aðra hlið lagaskyld- an að sjá borgið kyrkjufjam, a hina sú, að auka eigi, lieldur minnka fyrir- litningu á prestunum. J>etta segi jeg ekki í peim tilgangi, að hinir mörgu fátæku og skuldugu prestar pessa lands eigi að výla eða kvarta undan kjörum sínum, pví pá breyttu peir ekki sam- kvæmt peim lærdómi, cr peir kenna. J>eir, sem kenna ánægju með eigin kjör, en óánægju með sjálfa sig eða sínar ___________ 216________________________ siðferðisvantanir, peir ættu pá einkum að snúa pessu kristindómsvopni að sinu eigin lifi. En eitt er pó leyfilegt og pað er að skjóta pví til pjóðarinn- ar, hvort hún i alvöru hyggi að pjóð- heillin sje eins mikið undir pví komin, eins og margir gjöra sjer far um að prjedika, að prestar sje svo illa laun- aðir, að peir geti ómögulega komizt af sómasamlega (sem svo er kallað), er peir pó í prestsskapnum hegða sjer kristilega og vanrækja hvorki embætti sitt, nje eru eyðslu-eða óreglu-menn.1) |>ví pað er of mikið heimtað af presti, sem öll beztu ár æfi sinnarer nálega ekkert við búskap riðinn eða sveitalif, nema, má vera dálitið um hásláttinn, að hann sje búmaður, eða pá að heimta pað af presti, að liann gangi í hverja vinnu, sem er, og jafnvel u n d a n í vinnunni, pví pað purfa o p t a s t góð- ir búmenn að gjöra. Að lnnu leyti ætti alpýða að athuga pað, að peir hinir sömu prestar, sem ekki á úr að aka með efnahaginn, prátt fyrir tekjur sínar, er peir eru opt öfundaðir af, að peir, hefðu peir aldrei gengið skóla- veg, liefðu að öllum líkindum getað orðið allgóðir búmenn, ef peir hefðu aldrei komizt út úr búskaparlífinu og rjett sem gefið líf sitt búskap eða fyrirhyggju efnahags allan tímann í stað pess að gefa hinn mikla og hinn bezta part æfinnar hinu fjeflettandi vísindalífi í Reykjavík, par sem nóg- ar eru freistingar. |>að er vert fyr- ir alpýðu að skoða petta með meiri skarpskygni, en áður liefir verið gjört, eins og pað er vert fyrir pjóðina af nýju og enn rækilegar að hugleiða, livort pað er holt fyrir kristindóms- starfsemi prestsins (— nema ef hann er hneykslari, og pá er skylda að betra hann eða ú t r e k a —), að hann líði nauðir og volæði. Er pað ekki rjett liugsun, að heimta dugnað afhjúunum og trúraennskuflagahlýðni), en láta sér farast vel við pau og láta pau hvorki svelta nje kala. |>að eru nokkur ár síðan, að pað hefir verið tillagt af sumum, að minnka hin betri brauð og leggja tilhinnafá- tækari og er nú sú tillaga að koma úr ileiri áttum og virðist nú að vera að Yerða ofan á í brauðamálinu og seinast nú hjá presta- og kyrkjumáls- nefndinni í Reykjavík í sumar, sen' allt má lesa i hinum nýju kyrkju- tíðindum. En pó má vera, að margf sje enn hjer við að atlmga og að engu eigi enn að lirapa, einnig líka af pví, að petta stenclr í nánu sani' 1) Med leyfi, megum vér ekki tylla <lSf hér á neðanmáls-skákina hjá höf. og skora hann að sanna það, að nokkur hafiprédika' það, að prestar ættu að vera svo illa launað>r’ að þeir geti ómögulega komizt af són»l samlega. — Ef honum yrði skotaskulrl úr l'v *' mundi margr ætla það miðr prestlegt, að gj°’ rithöfundum þjóðar sinnar svona ósannar get sakir. llitstj.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.