Skuld - 18.06.1879, Side 4

Skuld - 18.06.1879, Side 4
III. ár, nr. 18.] SKULD [18/s 1879. 220 í útlöndmn“. (Höf. gaf út). lívik 1878. (ísa- foldar-prentsm.) — Ef það væri réttr mæli- kvarði til að dæma eftir ágæti bóka, að fara eftir því, hversu |iær seljast, þá væriferðasaga þessi einhver in bezta bók, sem um mörg ár hefir út komið, og stæði varla á baki leirburði 8í- monar Dalaskíts. En „Skuld“ mælir nú reyndar bækr á aðra stiku, vitandi vel, að brennivín er sá kaupmanna varningr, sem einna; almennast er keyptr á þessu landi, og ætti eftir því að vera einhver bezta varan. Eiríkr sá náttúrlega og heyrði það eitt í útlöndum, sem ótal aðrir haía séð á undan honum miklu betr færir um að lýsa því. En þessir menn hafa ekki ritað um það, er þeir sáu og heyrðu, handa hinum, er aldrei hafa slíkt séð og heyrt; og svo ritaði Eiríkr karl- inn, og allir þeir keyptu, er lesa fýsti um slíka ferð. Hann ritar einfaldlega, en fyrir það sama skiljanlega fyrir þá, sem helzt þurfa að lesa kver hans. Sumstaðar misskilr hann eitt og annað; en það gjörir ekki svo mikið til. Hann segir samvizkusamlega frá öllu satt og rétt, eftir því sem hann veit, og það er kostr. þótt kverið sé því heldr ómerkilegt og í aug- um fróðari manna helzt til að kýma að, þá er það vist all-skemtilegt þeim, sem eigi hafa aðra fróðlegri vitneskju um það, er sést og heyrist í útlöndum; en þeir eru margir vor á meðal — og því rennr sagan út. |>að getr hún og gjört að skaðlausu, því hún hefir engin þau skaðleg áhrif á lesendr, sem svo mörg önnur léleg rit hafa. „(rull-ftlris saga. J>orleifr .Tónsson gaf út“, og „Droplaugar- soua saga. |>orleifr Jónsson gaf Út“. Báðar á forlag Kristjáns 0. Jorgríms- sonar. Eeykjavílc 1878. fað er skemtilegra að víkja að þessum sögum, merkilegum forn- sögum, sem báðar eru prýðilega útgefnar, svo að kalla megast snildarlegt sýnishorn þess, hversu sögur skyldi út gefa til alþýðulestrs og þó með vísindalegri nákvæmni. Eá dæmi, sem vér höfum tínt, þar er oss þykja betri rit- hættir innar eldri útg. Droplaugarsona sögu, höfum vér eigi rúm til hér að nefna. Yér skulum við tækifæri bera oss saman við útg. um þau. J>ar sem útg. í formála „Gull-póris sögu“ talar um réttritun, segir hann meðal annars: „Merkilegt er það meðal annars, að allir inir 5 blaðstjórar hér á landi fylgja miðr réttri stafsetningu, nema hr. Jón Olafsson ritstj. Skuldar, sem auðsjáanlega hefir gert sér mikið far um að læra rétt feðratungu sína“. Vér þökkum fyrir þessa viörkenning, en leyfum oss jafnframt að láta í ljósi, að jafnvel þó vér ritum hvervetna ,,é“*) [fyrir „é“ eða ,.je“], þá þykir oss það helzt til of gagnorðr og stutt- orðr dómr um ritháttinn uje”, að segja: „slíkt cr ekki rétt, eins og bersýnilegt er. pað er bæði á móti uppruna og eðli islenzkrar tungu, og kemr auk þessa aldrei fyrir í vorum eltzu og beztu handritum, og hefir því als ekki annað við að styðjast, enn rangan tilbúning nýjustu aldar manna” (nl. Dr. Konráðs pró- fessors Gíslasonar). Svona gagnorðr ogstuttr dómr, hvort sem hann er réttr eða eigi, fær of mikið sleggjudóms-útlit á sig, þegar eigi eru lengri rök að færð, gagnvart svo merkum og ágætum málfræðing, sem Dr. Konráð er, þcssi faðir vors endrborna máls og Nestor allra íslenzkra málfræðinga**). *) Vér ætlum að vér séum sá fyrsti íslend- ingr, er tíðkað hefir é fyrir é (1872). Nú fylgja lleiri því (t. d. rektor Jón porkelsson, séra porleifr Jónsson). Málfræðingar í Noregi viiktu fyrst athygli vora á þessu 1871. Ititstj. **) Öll sú framfiir, sem einlcent hefir inn síðasta inannsaldr hér í landi, bæði í búnaðar- háttum, kaupverzlun, stjórnfrelsi, endrfæðing máls vors og nýrri slcáldskaparstefnu, í stutta máli í öllu andlegu lífi ogbókmentum, 221 pað, sem vér höfum á móti í formálum séra forleifs, eru ekki málfræðis-skoðanir hans; enda erum vér eigi bær um þær að dæmaað fullu. En það er sá kali, sem virðist að lýsa sér þar (einkum í formála Droplaugarsona sögu) til Dr. Ivonráðs. Hvað joða-stríðið sjálft snertir, ]>á hefir Dr. Konráð fært svo mörg rök fyrir sínum rithætti (t. d. að framburðr sé fremri stafsetn- ingarregla en uppruni og ritháttr; að je sé í mörgum orðum samkvæmt uppruna; og að rit- venja fornmanna sýni dæmi hvorstveggja), að að það þarf að hrekja þessar ástæður á vís- indalegan hátt, ef duga skal; hitt sannar ekkert, að segja: „þetta er rangt”. En að þvi er til upprunans kemr, efhann ætti að vera aðalreglan, þá viljum vér leyfa oss að vekja athygli málfróðra manna á því, hvort eigi mundi rétt eftir uppruna að rita sumstaðar „é”, og sumstaðar uje”*). Aug- ljósast verðr þetta t. d. með að bera saman: gjör-andi við fremj-andi gjör-endr — fremj-endr gjör-endum — fremj-endum o. s frv. En þá á líka að rita: sœkjendr, vekjendr, segjendr (en ekki: sœkendr o. s. frv.); enda lcemr ekkert j fram í framburðinum milli k í stofni orðs og e í endingunni, Jiegar joð á þar eigi heima að uppruna: t. d. móttakendr (er ekki frb. móttakjendr). A öllum slíkum stöðum ættu að vorri hyggju allir vafalaust að rita ,.je“, eins þeir, sem annars rita é. En það mun miklu víðar í máli voru, að upp- runi bendir til að rita je fyrir é **). Hví ritum vér þá eigi þannig? —Vér verðum að játa, að þar til ber það, að vér höfum eigi þá þekkingu, er þarf til að greina slíkt réttilega. Vér erum eigi annað en „Saul inter prophe- tas“ innan um réttmyglaöa bókfells-málfræð- inga; en þegar þeir herrar philologi ex professo eru búnir að finna reglurnar fyr- ir, hvar je skuli rita að réttu lagi og hvar é, þá skulum vér eigi verða sá ónæmasti á reglurnar. „J. L. Runebergs Lyrical Songs, Idyls and Epigrams. Done into Eng- lish hy Eíríkr Magnússon and E. H. Palmer. London 1878. — Yér ætlum að vér höfum vart séð orðréttari og ná- kvæmari pýðing ljóðmæla, en pessa. En hitt varðar eigi minnu, að kvæðin hafa víða fengið hæfilega skáldlegan búning í enskunni. Yér höf'um eigi frumkvæðin sænsku, en kunnum tals- vert í peim; má pví vera að pýðing- in hafi tapað sér á fleiri stöðum, en vér höfum orðið varir við. En víst er um pað, að landa vorum lætr aðdáan- lega að ríma á ensku, og ólíkt betr, en á móðurmáli sínu (sbr. versin í „För pílagrímsins“). Að hr. E. M. eigi mestan og beztan pátt í pýðingunni, pykir oss auðráðið, meðal annars af pví, að hann hefir í „Ny illustr. Tid- ning“, 21. des. 1878, birt pýðing eftir sig einan á inu undrfagra kvæði Ilune- bergs (úr „Fánrik Stáls öágner41): á rætr sínar í þeirri tíð, er hófst þá, ergáfna- ljós, föðurlandsást og snilli þeirra Tómasar Sæmundssonar, Jónasar Hallgrimssonar, Kon- ráðs Gíslasonar og Brynjólfs Pétrssonar vakti eins og skær morgunroði nýjan dag í þjóðlífi voruvið framkomu „Fjölnis”. pessara manna nöfn verðskulda því þann sóma, sem mikil- mennum hverrar þjóðar hæfir. Og sá, sem vill hrinda t. d. verulegu atriði í málfræðiskenn- ingum Konráðs, verðr að vera vopnaðr allri herneskju vísindalegra röksemda til varnar og sóknar; þar þarf stærri skothnatta við, heldr en þeirrar litlu lyfjakúlu: „það er bersýnilega rangt!” Kitstj. *) Sbr. Konr. Gíslason: „é og je“ í ís- lendingi (eldra) III. árg., bls. 39., 58., 79., 108. **) Mundi rétt að rita „ég sje“ (video), en „eg sé“ (sim)? 222 „Torpflickan", og virðist oss hún ! engu standa á baki inna beztu pýð- inga í safni peirra Palmers og hans. — Hr. E. M. mun að von vorri geta sér mikið lof fyrir pessa pýðing, pví hann á pað skilið. En landi voru er æ sómi að pví, er synir pess geta sér orðstír meðal mentaðra pjóða; og peir eigapvískil- ið, að slíku sé á loft haldið af blöðuin vorum. Og hvað lítill vinr „Skuldar“ sem hr. E. M. er, skal pað eigi hamla henni frá að unna honum sannmælis. „On a runic calendar found in Lapland in 1866. By Eiríkr Magnús- son, M. A.“ Cambridge 1878 (1877). Sérprentun úr „The Cambridge Antiqu. Soc. Communications41. Pitgjörð pessi, sem að áliti fróðra manna kvað lýsa skarpleik og gáfum höfundarins, vakti svo mikla eftirtekt lærðra manna á höf., að háskólinn í Cambridge kostaði ferð lians árið sem leið, til Finnlands og Svípjóðar, til að láta hann leita að menjum forns ríms. Skýrslu sínauin pessa fyrstu ferð sína, prentaða á ensku, hefir höf. sent oss. Hann mun næstu tvö sumur ferðast aftr til Norörlanda í sömu erindum á kostnað háskólans. J>ótt alpýða hér hafi að vonum eigi mikið við að gjöra skýrslu af vorri hendi um rannsóknir pessar, sem engu að síðr eru mjög fróðlegar í vísindalegu tilliti, höfura vér álitið oss skylt að geta peirra. Óskum vér höf. heilla, vegs og gengis með frainhald rannsóka sinna. ¥ íl É T T I li. Kosning til alþingis. Jón Pétrsson bóndi á Berunesi var kos- inn með 3Qatkv. Haraldr Brím fékk 26, en séra Magnús 1; fleiri g á f u ekki kost á sér, hvorki utanné innan sýslu. 57 kjósendr greiddu at- kvæði. — Afli kominn góðr í Seley, bæði hálcarlsafli og flyðrafli. Einn bátr féklc á tveim vikum 10 tn. lifrar; annar bátráiy2 viku 200 sprökur. Fiskafli líka nokkur, enda vart orðið inn un) fjörð. Síld er komin í ytra, en eigi hér innar enn. — 9. p. m. kom liingað norskt skip „Bien“ (52 tons; skipstjóri Magnús Eyjólfsson, Islendingr ættaðr hér að austan). Hann hefir selt timbr með mætagóðu verði, málsborða-tylftina t. d. 11 Kr. 50 Au., (ogendaminna peim, er talsvert hafa tekið, eða keypt fyrir milligöngu þeirra, er mikið kaupa). Tylftina af mj óum plönkum 10 Kr. (og minna), stóra ]ilanka 3 þuml. pykka (sem hér hafa jafnaðarlega kostað 6 Kr. 50 Au. til 7 Kr,) selr hann 1 Kr. 90 Au. (og minna með afslætti). Vankantaborð, einhver in laglegustu, er hér liafa fluzt, 5 Kr. tylft. Ýmsar aðrar tegundir hér eftir. < — „Sophie“ kom frá Englandi 14. p. m. hlaðin salti (og kolum). — 1 nótt, er leið, gær og fvrri nótt var norðaustan hrakviðri með snjó- komu á fjöllum, en snjóbleytu í bygð; gránaði ofan í sjó. í dag er komið sólskin eftir miðjan dag. Eigandi og ritstjóri: JÓll ÓI ilf S S O Prentsmiðja „Skuldar". Th. Clementzen.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.