Skuld - 06.03.1880, Síða 2
III. ár, nr. 39.—40.J
SKCLD.
[7s 18
442
443
444
en himnaríkis vist sem annars J)jónn.
En vora clyggu vini’ og félaga,
þá vösku hluttakendur okkar höls
í óvits-flóbi lengur látum nú
ei liggja; kvebjum j)á nú til með oss
að daufri vist í dapurlegri bygð;
eða’ og til þess, Jteirn aftur verði fylkt
og eitt sinn reynt með nýjum kröftum enn,
i himnaríki livað til baka vinst,
eða livað í helvíti fær tapazt meir.
JÓN ÓLAFSSON.
Auðr llothschildanna.
(fýtt úr „Aftenlœsning“, IV. Bd.)
að var i byrjun frakknesku stjórn-
arbyltingar-styrjaldanna að ber-
sveitir pjóðveldisins nálguðust landar-
eign furstans af Hessen-Kassel. Hon-
urn varð nauðugr einn kostr, eins og
svo mörgum af smáfurstunum í jpjóð-
verjalandi, að flýja riki sitt. Á flótta-
ferð sinni kom hann í Erakkafurðu
við Main snöggsinnis við hjá banka-
haldara einum, er var gyðingr og heldr
félítill, en hafði orð á sér fyrir hygg-
indi sín og staka ráðvendni; sá hét
Moses Kothschild (Kauðskjöldr). J>að
var erindi furstans hjá Gyðingnum að
biðja hann að geyma fyrir sig allmikið
fé, er hann átti, bæði í peningum og
gimmsteinum, og nam pað í alt8 til 10
millíónum króna. Gyðingrinn neitaði
í fyrstu alveg að takast svo mikinn
vanda á liendr; en furstinn lagði því
fastara að honum, og kvaðst loksins
ekki ætlast til að hann ábyrgðist féð
og vildi ekki taka viðrkenningar-sldr-
teini af honum; og lét hann þá loks
tilleiðast. Eéð var nú í mestu skynd-
ingu og með leynd flutt úr fjárhirzlu
furstans og til Mósesar gyðings; stóðst
það á endum, að pegar fyrsta her-
deild frakkneska liðsins hélt inn um
borgarhliðin í Frakkafurðu, pá hafði
Móses gyðingr lokið við að grafa fé
furstans niðr í einu horninu á garð-
inum við hús sitt. j>jóðveldishermenn-
irnir komu náttúrlega til gyðingsins
eins og til annara til að ræna. En
gyðingrinn vildi fyrir engan mun bregð-
ast því trausti, er furstinn hafði á hon-
um haft, og fann hann því upp á pví
ráði, til að frelsa fé hans, að hann
bar ekki við, að leyna fjármunum peim,
er hann átti sjálfr, eg nam pað í pen-
ingum og verðbréfum um 100 púsundum
króna. Móses karl möglaði og mald-
aði í móinn pað sem hann gat, hótaði
hermönnunum að kæra pá fyrir yfir-
foringjanum og kvaðst hann viss um
að hann mundi rétta sinn hlut, enpað
kom fyrir ekki, og loks varð liann að
horfa upp á að peir rupluðu og rændu
aleigu hans og höfðu á burt með sér.
Undir eins og herliðið var á braut
farið úr borginni, hóf Móses Rothschild
aftr sína fyrri atvinnu sem bankari
og víxlari; hann hafði heldr lítið um
sig í fyrstu; en með peningum furst-
ans af Hessen-Kassel jókst og efldist
starfsemi hans dag frá degi, og eftir
allstutta hríð var hann álitinn inn á-
reiðanlegasti og auðugasti bankari á
öllu j>jóðvcrjalandi.
1802 snéri furstinn heim aftr til
ríkis síns, og kom hann pá við í Erakka-
furðu við Main. Hann hálfkveið fyrir
að fara að finna gyðinginn, pvi liann
var hræddr um, að pó frakknesku her-
mennirnir hefðu skilið eitthvað eftir
órænt, pá mundi pó ráðvendni bank-
arans naumast hafa staðizt svo sterka
freistingu sem pá, er furstinn hafði
neyðzt til að leiða hann í. Honum
var fylgt innístofu til Rothschilds, og
sagði hann pá svona blátt áfram, eins
og ekki væri um mikið að gjöra: „Já,
ég er nú náttúrlega kominn, Móses,
til að vita, hverninn gengið hefir með
peningana mína; en ég er hræddrum
að af peim sé ekki mikið eftir; ræntu
fantarnir öllu?“
„Ekki cinni krónu, herra!“ sagði
gyðingrinn alvarlega.
„Hvað er petta?“ mælti furstinn.
„Ekki einni krónu!“ En mér hefir
verið sagt að bófarnir liafi rænt al-
eigu yðar og gjört yðr öreiga; já, ég
hefi jafnvel lesið um pað í hlöðunum“.
„j>að var líka dagsanna, herra,“
svaraði Móses; „en ég var samt hyggn-
ari en peir. Eg frelsaði fé yðar með
pví, að láta pá ræna pessu lítilræði,
sem ég átti sjálfr. Eg vissi, að
peir álitu mig efnaðan, pótt ég væri
pað reyndar eigi, og sá ég, að ef
ég fæli gull mitt og silfr, sem peim
lék svo mikill hugr á, pá mundu
peir leita um alt hátt og lágt, og
eigi gleyma að róta líka upp í garð-
inum. j>eir eru ótrúlega pefvísir á
peninga, peir djöflar. Hjá sumum af
nábúum mínum heltu peir mörgum
vatnsfötum yfir kjallaragólfin og eld-
húsgólfin, til að taka mark á, hvar
vatnið sigi fljótast í jörð, pví par hlaut
jarðvegrinn að vera lausastr, og mátti
pannig sjá, hvort nýlega hefði verið
grafið í gólfin. Nú, ég gróf fé yðar
niðr í garðshorninu, eins og ég sagði
yðr, og par lá pað óhreyft, pangað til
herinn var farinn liéðan úr borginni,
til að leita sér ránfanga annarstaðar.
En bófarnir gjörrændu mig svo, að
ég átti ekki einn eyri eftir í eigu
minni, til að byrja með störf mín á
ný; en með pví að ýmis góð færi buð-
YESTAÍÍ EM HAF.
Eftir V. C. S. Topsoe.
KAUPHÖLLIN OG FJÁRPLÓGSMENNIRNIR
í NEW YORK.
I. [Framh.] Vanderbilt og Drew. — Trölla-bardaginn.
Yanderbilt skildi pegar, hvað í efnum var, og 19.
febr. fékk hann réttardóm fyrir pví, að félagsstjórnin mætti
eigi greiða vexti af 3'/2 millión dollars, er Drew hafði lán-
að íirið fyrir. .Tafnframt hóf Yanderbilt mál, til að fá
Drew dæmdan frá gjaldkera-stöðu sinni í félagsstjórninni.
3. marz fékk Vanderbilt nýjan réttardóm, er bannaði fé-
lagsstjórninni að gefa út fleiri lilutabréf, en pá voru út-
gefin, er stefnt var, en pau voru tals 251000, hvert upp
á 100 dollars (öll til samans upp á 25 miHíónir 100 pús. doll.).
no
En fám dögum áðr hafði stjórnin gefið út urmul hluta-
bréfa, svo að pau voru orðin als 450000, eða uppá nafn-
verð 45 millíóna. j>egar petta millíóna-hlass kom á mark-
aðinn, féllu Erie-hlutabréf niðr í 65, og Drew beið með
ópolinmæði eftir að pau féllu niðr milli 50 og 60. Bo
nú fékk Vanderbilt forboði pví framgengt, sem vér gát-
um um, móti pví að ný hlutabréf yrðu út gefin; pá herti
Vanderbilt sig sem mest hann mátti og keypti hlutabréf
svo upp hrönnum saman, að gangverðið steig næstum á
svipstundu upp í 73.
En ekkert beit á Drew og pá „birnina“. Réttar'
far er í New York mjög frábrugðið í mörgu pví, er *
Norðrálfu pekkist, og samkvæmt pví fékk Drew priðj^
inannn óviðriðinn til að höfða mál fyrir öðrum dómstób
og fékst par lögfullr dómr í alveg gagnstæða átt við dón1
pann, er Vandcrbilt hafði fengið til vegar komið. j>egar
pessi dómr var fenginn, seldi Drew umboðsmönnum siú'
um í hendr 50 000 ný hlutabréf. Sama dagin sem dói»r'
inn féll, stóðu Erie-bréf í 79, er kaupstefna opnaðist. Aflir
„bolarnir" voru bragðhýrir og hróðugir, en „birnir“ voi-11