Skuld - 13.03.1880, Blaðsíða 1

Skuld - 13.03.1880, Blaðsíða 1
J 6 n Sigurðsson e r d á i n n! .9 2 I <» 03 CS rP rd eð 1 a p JQ r* ÓS .S bD o S * | Js 9 ‘S a 5 5 I “ rP PsO 03 . rH P< P S"c. Ö0 k u I K 0Q rM 03 1 8 8 0. w-r a, § p3 03 034 00 S‘ p - g“ , œ » fO. 5* o\ ? >5 V ?? B S.g- 9 5. •* p> & ^ crq «>>!)§ ckT ^ w? U o n 52 "* ® 3 o ^ » P P P *? 8 <8 IV. árg. ESKIFIRÐI, LAUGrARDAGr 13. MARZ. 'Sr. 101. í 1 2 | 3 íslands merkasti sonr á J>essari öld JÓN SIUCKBSSOS, Riddari af Dannnebroge, forseti alþingis og Hafnardeildar bókmentafélagsins um mörg ár, frelsishetjan, fööurlandsvinrinn, faðir vors unga sjálfsforræbis, andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember f. á. eftir langvinnan sjúkdóm á 69. aldrsári. |>essi fregn gagntekr hvert íslenzkt hjarta og vekr þá sönnustu landssorg, sem andláts- fregn nokkurs íslendings getr vakið, um allar bygðir þessa lands, jafnt meðal allra, æðri sem lægri. Sá mikli merkismaðr, sem hér er til moldar hniginn, var of merkr og þýðing hans of þjóðkunn til þess, að þörf só á að lialda neina lofræðu yfir honum hér, enda mundi ekkert lofs- yrði geta aukið að einu hæti orðstir hans, en lengri og ítarlegri skoðun á hans þýðingarmikla lífi mundi þurfa meira rúm og tíma, meiri vandvirkni, en vér séum færir um hér í té að láta. — Vér látum oss nægja að minnast liér inna helztu ytri aðalatriða lífs hans. Jón Sigurðsson er fæddr að Rafnseyri í ísafjarðarsýslu 17.júní 1811; að afloknu skólanámi sigldi hann til Kaupmannahafnar-háskóla og tók hann þar próf í heimspeki 1834. Embættispróf tók hann aldrei neitt. Hann hafði heimilisaðsetr sitt í Kaupmannahöfn jafnan siðan. 1835 varð hann stipendiarius Arnamagnaeanus. 1851 var hann kosinn forseti í Kaupmannahafnardeild ins ísl. bók- mentafólags og var endrkosinn árlega jafnan síðan til dauðadags. 1847 varð hann skjalavörðr ins konunglega norræna fornfræðafélags. Jón var mjög glöggr og vandvirkr að gefa út forn handrit, og starfaði hann talsvert að því; en einkum þótti hann afbragð manna í þekking á sögu íslands á öllum öldum, og var það alment álit, að enginn maðr stæði lionum jafnfætis i þeirri grein. —Um 1840 tók hann að gefa sig allan við stjórnmálum íslands og berjast fyrir sjálfstæðisrétti þess, stofnaði hann þá ásamt öðrum löndum vorum í Höfn árrit, er nefnt var „Ný Félagsrit“ og lcom út fyrsta sinni 1841 og síðan nær árlega fram yfir 1870, als 30 árgangar, þar til „f>jóðvinafélagið“ var stofnað 0g tók að gefa út „Andvara“, sem er framhald Félagsritanna. Jón Sigurðsson var lífið og sálin í ritum þessum. þ>egar alþingi var stofnað, var hann kosinn þingmaðr í ísafjarðarsýslu og svo jafnan eftir það, unz hann fyrir ellilasleika varð að segja af sér þingmensku 1878. Flest in síðari ár, sem hann sat á þingi, var hann forseti þingsins. Á þjóðfundinum 1851 var liann eins og kunnugt er forsprakki mótstöðumanna stjórnarinnar, eða réttara sagt, forvígismaðr sjálfstjórnarflokksins, og var hann það til dauðadags. Og er það einsætt, að honum miklu fremr en nokkrum öðrum einstökum manni er það að þakka, að ísland hefir nú fengið það sjálfsforræði, sem orðið er, og er hann því sann-nefndr faðir vors unga stjórnfrelsis. — Ið fyrsta löggjafarþing íslands (1875) veitti honum lieiðrslaun árleg 3200 Kr. 5. sept. 1845 kvæntist hann InglfojÖrgU Einarsdóttlir, og varð þeim eigi barna auðið; en húsfreyja lians liíði hann eigi lengi, því að hún andaðist 9 dögum eftir hann. í efri málstoíu þingsins er marmaralíkneski af Jóni Sigurðssyni sett upp, en olíumynd af honum í inni neðri málstoíu; steinjirentuð andlitsmynd hans er því nær á öllum fremri heimilum á íslandi, en hans andlega mynd er óafmáanlega grafin í hverju íslenzku hjarta, og minning lians og uafn munu lifa í ástsælli frægð svo lengi sem íslands heiti er til á þjóðanna vörum.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.