Skuld - 13.03.1880, Blaðsíða 2

Skuld - 13.03.1880, Blaðsíða 2
IV., 101. 4 S K U L 1). 6 [i3/3 1880. Útfór Jóns Sigurðssonar. (Eftir ,,Mána“).* Útförin fór fram 13. desbr. um hádegi í Garnisons-kyrkju. Var þar við staddr mikill mannfjöldi. Kon- ungr vor sendi „Kabinéts-sekretéra” sinn T r a p til að vera við fyrir sína bönd; auk peSsa voru við forsetar beggja deilda ríkispingsins og ýmsir ríkispingsmenn af vinstra flokki, sömu- leiðis ráðherra íslands og etazráð Oddg. Stephensen, ýmsir af kennurum háskólans, par á ineðal peir landar vorir prófessor Konráð Gíslason. Dr. phil. og K. af Dbr., og docent Gísli Brynjúlfson, og margt fleira stór- menni. Allir landar í Höfn voru og viðstaddir. Líkkisturnar voru tvær, önnur úr zinki, en hin (ytri) úr eik og öll skreytt blómsveigum. A lok- inu var silfrhringr ineð skildi frá Is- lendingum í Höfn, pálmaviðarhringr frá stúdentum háskólans, lárviðarlauf- hringr frá bókmentafélagsmönnum og annar frá pjóðvinafélagsmönnum. Á silfrskildinum stóðu pessi orð: JÓN SIGURÐSSON fæddr 17. júlí 1811 kvongaðist 5. sept. 1845 dó 7. des. 1879. Óskabarn íslands: sómi þess, sverð og skjöldr. **) Við útförhans hélt Schepelern prestr líkræðu á dönsku, og síðan hélt Biríkr prófastr Briem frá Steinnesi aðra ræðu á íslenzku. Síðan vígði Schepelern prestr líkið til moldar og var kistan svo hafin af íslenzkum stú- dentum inn í kapellu kyrkjunnar, en í vor er ætlazt til að líkið verði heim flutt til íslands (ásamt líki konu ins framliðna) og jarðað í Reykjavík. Er pess vænzt, að landshöfðingi veiti fé úr landssjóði til útfararinnar (upp á væntanlegt sampykki alpingís?) og er pað svo sem sjálfsagt. |>eir Tryggvi kaupstjóri og Björn ísafoldar-ritstjóri höfðu bundizt fyrir að standa fyrir útförinni, oghafðihún í öllu verið gjör svo virðuleg, sem kostr var á. *) Ið litla blaðkrýli „Máni“ hefir sýnt þá rögg af sér frarn yfir hin blöðin syðra að koma út undir eins daginn eftir, að póstskip kom, með fregnina um andlát og útför J. S. — Póstr var farinn þá norðr, svo þetta 6. blað (,,Mána“) gat eigi orðið sent til kaupenda al- merrt, en hefir þó náð til vor (með sendi- manni á eftir pósti). — Ef vér skyldum hafa gjört vorum litla bróður rangt til með inni glensfengnu grein vorri í Skuld III. 38., þá ber oss því fromr að unna honum sannmælis fyrir þennan dugnað sinn. Hann ber hér hvað ötulleik snertir hjálminn yfir bæði hin blöðin — jafnvel Isafold, sem sjálf á þó prent- smiðju. Bitstj. **) Sbr. Minnis-kvæði til J. S. eftir skáldið liened. Gröndal (yngra): „pú, sem að kaliar saga sanns sverðið og skjöldinn Isa!ands“. Um soi’garliátíð í minning Jóns Sigurðssonar. |>að er fágætt hverri pjóð, sem er, að eignast slíka menn, sem ísland átti par, sem Jón Sigurðsson var. Sú brenúandi ást til fóstrjarðarinnar, pað prek til að fram fylgja alla æfi vel- ferðarmálum hennar og fórna henni öllu lífi sínu, sem hann hafði til að bera, er einstakt og dæma-fátt. Og enn pá sjaldgæfara er hitt, að frelsi og frami einnar pjóðar sé svo mjög einum einstökum maimi að pakka, eins og hér átti sér stað. En pví fremr er ástæða til íyrir pjóðina, að votta sýnilega virðing sína fyrir minning pessa ágætismanns, sem alt lagði í sölurnar fyrir ættjörðu sína, og síðast lífið sjálft — pví pað er engum efa undirorpið, að in sífelda og mikla á- reynsla, er in ópreytandi elja hans og in oft og einatt erfiðu kjör hans knúðu hann til 'að leggja á sig með starfi sínu, hafa niðr brotið heilsu hans og krafta sálar og líkama fyrir tímann. Yið að heiðra minningu pvílíks manns opinberlega og alment styrkir pjóðin sjálfsmeðvitund sina og heiðrar sjálfa sig og sitt unga sjálfsforræði um leið og hún heiðrar minning pess manns, sem öðrum fremr mátti kall- ast skapari pess. Með pví að senda staðgöngumann sinn, til að heiðra útför vorrar fram- liðnu frelsishetju með návist sinni, hefir konungr vor sýnt, að liann metr og hávirðir frelsisviðleitni pjóðar vorrar, er hann hávirti minning pess manns, sem svo oft stóð í broddi fylk- ingar andspænis stjórn hans og neyddi liana með staðfestu sinni til að viðr- kenna pjóðréttindi vor. Landstjórn vor hávirðir minning merkismannsins, er hún fyrst (kon- ungr og alping í sameining) veitti hon- um heiðrslaun af almannafé og nú lætr annast greftrun hans á landsins kostnað. J>jóð vor í heild sinni mun auðvitað sýna lionum virðing sina og pökk með pví, að reisa honum vegleg- an minnnisvarða. En — ein króna úr vasanum snertir svo lauslega sálir manna. Og minstr partr pjóðarinnar getr sýnt pá persónulega hluttekning í að heiðra minningu ins framliðna, að fylgja honum til moldar; og pó megum vér fullyrða að fjöldinn allr pjóðar vorrar finnr til löngunar til, að hafa tækifæri að votta pessa lilut- tekning í að heiðra minning hans. Og pví ætlum vér að pað væri mjög til- lilýðilegt af landstjörn vorri, að gefa pjóðinni kost á pessu með pví móti, að landshöfðinginn skoraði á byskup landsins að hlutast til um, að haldin verði almenn sorgarhátíð í minningu Jóns Sigurðssonar, og virð- ist hæfilega va’.inn til pess fæðingar- dagr hans 17. júni. Ef að landstjórn- inn hlutaðist til um petta, er henni berst pessi tillaga vor ^(og ef til vill hefir henni hugsazt pað áðr), pá gætu boð frá byskupi verið komin til presta 1 út um alt land fyrir pennan dag. 1 Væri hæfilegt að halda guðspjónustu j í öllum kyrkjum pennan dag; og eins | væri, ef til vill, gjörlegt að jarðarför hans væri látinn framfara íBeykjavík I pennan dag, pví pað er 17 dögum eftir, að lík hans mun koma pangað, fyrst j að á að senda pað pangað með maí- j ferð skipsins. Yér felum landshöfðingjanum pessa tillögu til íhugunar, og ef merkum mönnum í Reykjavík lízt sama um j petta og oss, pá er vonandi, að peir leggi sinar tillögur til við landshöíð- ingjann til að styðja petta mál. Eskifirði, 14. marz. Miðsvctrar-póstskip. 16. jan. lagði póstskipið ,,Ph0nix“ frá Kmhöfn ; í vetr og kom til Reykjavíkr 4. febr. Gufuskips-fcrðirnar í ár verða 9 auk pessarar miðsvetrar-ferðar. Slcip- j in verða tvö „Ph0nix“ og „Arcturus11 1 og fara bæði til samans 5 hringferðir um landið (Ph.“ 2, „Arct.“ 3) og skul- um vér í næsta bl. sýna ferðaáætlun skipanna. Yöruverð ytra virðist lítið hafa breyzt, að pví er vér höfum getað orðið i áskynja, síðan vér gátum um pað í j liaust. Korn og sykr og kaffi var pá ! stigandi í verði. Ull hefir síðan heldr stigið í verði, en aðrar ísl. vörurvirð- ast vera við sama. Kjöt seldist í haust í Höfn 19—21 Au. pundið. Æðar- dún 10l/2 Kr. Eiskr var helilr stígandi. Tíðarfar hafði í Danmörku verið allkalt i vetr. — í Frakklandi komu óvanaleg frost, en leysti aftr snögg- . lega með pýðu. Parísar-blað frá 6. jan., er vér fengum nú, segir pó, að pá muni útséð um að meiri tjón muni vart af hljótast leysingunum, en pá voru orðin, og höfðu pau orðið vonum minni. — 1 Svisslandi prengdi atvinnu- leysi mjög að verkmönnum í vetr, og voru purfamenn (er leggja purfti af sveit) með mesta móti, eiukum í Bern- fylkinu. Urrnull beiningamanna sótti til höfnðborgarinnar og gjörði par pröng á strætuin. — Félagsstjórn sosíalista i Bel- giu hefir boðað til almenns fundar í Briissel 1. febr. p. á., til að starfa að innleiðslu almenns atkvæðaréttar. — Tyrkland. Barnakennari einn Tyrkneskr Ahmed Tewfik að nafn’ hafði verið hjálplegr einum kristniboða með að yfirfara pýðingu Nýja testa- mentisins á tyrknesku. Jaetta komst upp og maðrinn var dæmdr til dauða.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.