Skuld - 07.04.1880, Side 4

Skuld - 07.04.1880, Side 4
IV., 104.] S K tl L I). [1U 1880. 46 47 48 og áðr, heldr fyrir konunginn í Belgíu. Belgíu-konungr heíir nefnilega hug á að komast í verzlunarviðskipti við ina innlendu menn fram með Congofljót- inu. — I miðjum júlímán. árið, sem leið, sigldi Stanley frá Gihraltar fyrir vestrströnd Afríku með eimskipi. Ann- ar eimhátr hlaðinn með vörum hefir sendr verið frá Antwerpen og átti að bíða í Congo, par til Stanley væri pangað kominn. Með eimbátnum eru tvær eimferjur, sem taka má í sundr og setja saman aftr eftir vild. A peim hugsa peir Stanley að fara upp eftir Congo-fljótinu; en upp fyrir Gellala- forsinn verða peir að komast með pví móti, að taka feijuna í sundr og flytja partana á landi upp fyrir forsinn. Belgíukonungr pykir hafahrugðið vel við og hyggilega, að verða sá fyrsti, er kemr sér í verzlunarsamband við innlendu pjóðirnar par syðra. — Sir Rowland Hill andaðist í Lundúnum í haust, er leið, 84 ára að aldri. Hann var merkr maðr af pví, að hann má heita faðir ins nýja, ódýra póstfyrirkomulags, sem nú er útbreitt orðið um alian heim. — Hann var fæddr 1795; faðir hans var barnakenn- ari, og pað var hann sjálfr framan af. Hann sýndi snemma mikið hugvit og fann ýmis ný vísindaleg verkfæri, og hafa sum peirra inn leiðzt síðan. Burðareyrir undir bréf var í pá daga reiknaðr eftir pví, hvort bréfin voru ein örk eða meira. Hann stakk upp á að burðareyrir yrði settr eftir vigt og að jafnframt yrði lækkað burðargjald- ið. Sendi hann svo póststjórninni uppástungur sínar, en peim var enginn gaumr gefinn, en að eins gjört háð að uppástungumanni. Hann tók pá pað til bragðs, að birta almenningi uppástungur sínar; honum vanst pað brátt, að verzlunar- mennirnir féllust á pær og studdu mál hans, og 1838 var frumvarp samkvæmt tillögum hans borið upp í parliament- inu, og varð pað aðlögum 17. ágúst 1839. Fyrst um sinn var pó burðareyrir undir einföld bréf settr 4 pence, og 5. desbr. 1839, pegar lögin fengu gildi, steig bréfatalan í London samdægrs úr 39 000 upp í 60 000. — 10. janúar 1840varburðareyrir settrniðr í lpenny, og sama dag fjórfaldaðist bréfatalan í höfuðborginni. — Hingað til hafði burðareyrir verið greiddr í peningum, og pað látið á sjálfs valdi, hvort send- andi borgaði hann eða viðtakandi. — En eftir tillögum Rowland Hills voru nú brátt innleidd frímerki og hætt að veita viðtöku óundirborguðum bréfum. Bréfatalan óx enn við petta og tekj- urnar margfölduðust. Alt til pessa hafði Rowland Hill aldrei verið í pjónustu póststjórnar- innar, en 1846 varð hann sekretéri yfirpóstmeistarans og 1854 sekretéri póststjórnarinnar. Hann varði allri æfi sinni til að endrbæta póstfyrir- komulagið, og allar tillögur hans hepn- uðust mæta vel. 1860 var hann aðl- aðr og gjörðr riddari af Barthorðunni. 1869 fékk hann lausn frá embættis- störfum og fékk að halda launum sín- um fullum sem eftirlaunum, en pau voru 36 000 Kr. um árið. Auk pessa var honum veitt í heiðrsskyni 216000 Kr. póknun fyrir verðleika sína, er hann fór frá. Auk pessa fékk hann fjölda af medalíum, heiðrsávörpum og heiðrsgjöfum og „orðum“ frá ýmsum löndum. 1877 var líkneski hans reist í fæðingarbæ hans. 30. jan. 1878 var hann gjörðr að heiðrsborgara í Lundúnaborg, og sendi bæjarstjórnin honum borgarabréf hans í öskjum úr skíru gulli, er vógu 221 únzu. — Kristofer Janson er í vetr í Ameríku. Flestir Islendingar pekkja Janson að nafni og sumir að sjón, síðan hann heimsótti ísland á 1000 ára hátíðinni. — Janson er eitt meðhelztu skáldum Norðmanna, og að líkindum ið bezta skáld peirra næst eftir stór- skáldin Bjprnstjerne Bjprnson og Hen- rik Ibsen. — Janson ritar alt á ný- norsku oðr „landsmálinu“. Hann hefir ritað ýmsar skáldsögur (ina minstu peirra „Pétr og Bergljót“ pýddi ritstj. „Skuldar“ á íslenzku og gaf út fyrir 12 árum í Reykjavík), og auk pess orkt mikið, bæði söguljóð, harmleik og lýrisk kvæði. — Janson hefir um mörg ár verið kennari við alpýðuháskólann í Gausdal. Hann pykir lesa manna bezt upp sögur, kvæði og ævintýri, og er pað tilgangr hans að halda pvílíka upplestra í Ameríku og svo fyrirlestra nokkra. Hann byrjaði í Chicago; las hann par upp 3 kvöld og hafði um 500 tilheyrendr hvert kvöld. Oll in norsku, sænsku og dönsku blöð í Ame- ríku eru full af lofi um Janson og fyrirlestra hans. Frá Chicago ætlaði hann að ferðast um ýmsar af inum norsku nýbygðum vestr par. Janson er einn af peim skáldum, er fá árleg heiðrslaun úr ríkissjóði Noregs, 3 200Ar. um árið (Sömulaun fá auk hans Bjórnstjerne Bjprnson, Henrik Ibsen, A. Munch og, að oss minnir, Jonas Lie). _______F R É T T I II.________________ — |>að fréttist með pósti síðasta, að ið hollenska gufuskip, er kom til Seyðisfjarðar í haust að sækja síldtil Norðmanna og var leigt af peim til að flytja síldina til Noregs (til Man- dal?), hafði farizt við Noreg í síðari ferðinni, er pað kom héðan. Skips- höfnin hafði komizt í tvo báta, var annar undir forustu skipstjóra og komst af með peim, er á voru. Hinn bátr- inn hafði verið undir forustu Magnús- ar slcipstjóra Eyjúlfssonar (Islendings, er ættaðr var úr Hjaltastaðapinghá í Fljótsdalshéraði). Sá bátrinn fórst með öllum mönnunum (hafði dregizt í lcaf með skipinu, er pað sökk áðr en bátrinn varð losaðr frá pví); meðal peirra, er par fórust, var, auk Magn- úsar, Abrahamsen inn norski skip- stjóri, er um mörg ár hafði verið fyrir síldarveiðum Norðmanna á Seyðisfirði. Magnús heitinn var kvæntr norskri konu, og lætr vist eitt eða fleiri börn eftir sig. Hann var ötull og reglu- samr maðr og hafði kynt sig vel bæði hér og í Noregi, par sem hann átti heimili (í Mandal). Hann var hér á Eskifirði í fyrra sem timbrspekúlant, og féll öllum vel við liann. 1 fyrra sumar kom hann aftr frá Noregi upp til Seyðisfjarðar með farm fyrir Norðmenn par og sigldi með farm paðan aftr. Síðast fór liann sem leið- sögumaðr með gufuskipi pessu áferð- um pess hingað upp til lands í fyrra haust. — Abrahamsen var og mjög vel kyntr maðr hér í landi öllum, sem hann átti nokkuð við að sælda. — Tíðarfarið hór eystra hefir 1 vor verið ómunablítt, orðið snjólaust að kalla um alt um páska og tekið að gróa og grænka í bygðum. Pram um páska voru hitar miklir af og til (stundum 8 til 9 gr. í forsæln og29 til 26 gr. sólarsinnis) og molluþokur og mistr með stillingum ýmist eða hægri sunnanátt. Eftir páskana gerði rosarigningar með austan- átt og hefir það haldizt til þessa (4. opr.), en þó er nú tekið að blíkka veðrið og linna rign- ingin. 3. |i. m. fölvaði litla stund svo grán- aði ofan fyrir miðjar hljðar, en fór jafnskjótt að taka upp aftr. — Á Djúpavog eru „pórdís" (jaktin) og „Ingólfr“ (galeas) komin fyrir nokkru. Korn og brennivín, kaffi og sikr kvað hækk- að í verði talsvert, en oss vantar áreiðanlegar fregnir um verðlag þar (flestir segja rúg 22 — Frönsk dugga kom núna eftir veðr- ið inn á Eáskrúðsfjörð, hafði siglt á aðra duggu í hafinu suðraf þar og brotið hana. Týndíst sú, en þessi tók raennina alla, 20 tals, og bíða þeir hér á Eskifirði skipsferðar til útlanda. — Skonnert „Sopkie44 (til Tuliniusar) hafnaði sig hér í morgun (6. Apr.); hafði haft 3 vikna ferð frá Höfn. — Verzlunarskip Jóns Magnússonar átti að fara að hlaða, er hún fór. Auglýsingar. Lesið. Sýslunefnd Suðr-Múlasýslu munráða Jónas húfræðing til að ferðast um í sumar oghaust til að leiðbeina mönnum í jarðrækt ef menn æskja þess hér, eins og annarstaðar; skal eg því biðja þá menn að láta mig sem fyrst vita, semnúóskaað fá tilsögn og hjálp hjáhonum, um hvaða leyti þeir vilja fá hann, helzt einnig hverjar jarðabætr þeir ætla að nota tilsögn hans við. fiess skal getið að Jónas líkl. verðr sjálfs sín maðr um 5 eða 6 vikur um sláttinn. Tilsögn hans kostar menn ekki annað en að fæða Jónas meðan hann er og fylgd ef á þarf að halda; þó munu heimtuð mjög væg daglaun af þeim sem fá að hafa hann hjá sér lengr en 3 eða 6 daga, eptir því sem tilhagar og sýslu- nefnd ákveðr með tilliti til beiðni livers ein- staks. Verði ekki komin til sýslunefndar á ársfundi hennar, sem líkl. verðr haldinn fyrst í júní næstkom. beiðni frá mönnurn nokkuð alment um tilsögn Jónasar, gjöri eg ráð fyrir að sýslunefndin skoði það sem vott þess að menn ekki hafi áhuga á að færa sér í nyt þekkingu búfræðingsins og leiði því hjá sér að ráða hann. Skrifstofu Suðr-Múlasýslu, 3. april 1880. Jón Joluisen. Eigandi og ritstjóri: JÚn ÓlílfsSO Prentsmiðja „Skuldar11. Th. Clementz

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.