Skuld - 31.07.1880, Page 2

Skuld - 31.07.1880, Page 2
IV., 118.] S K U L D. [3,/7 1880. 172 húsbændr og hjú á hverju heimili gæfu allir, en eigi svo stóran skerf hver; pví það er mestr virðingar-vottr við inn framliðna, að sem fléstir, að öll pjóðin, smælingjar eigi síðr en aðrir (því hann harðist fyrír a 11 a), reisti honum minnisvarða. J>að væri fallegt t. d. fyrir foreldra, að láta hörnin sín gefa 10 eða 25 Au. hvert, eftirefnum og fjölda. Vinnufólkið ætti að gefa líka, t. d. stúlkurnar 25 Au.\ vinnu- mennirnir 50 Au.\ en allir ættu að gefa e i 11 h v a ð. Bændrnir geta pá gefið eitthvað hæfilegt eftir efnum og ástandi. |>að annað, sem vérvildum taka fram, er það, að oss íslendingum hættir oft við, er um slík fyrirtæki sem um húshygging eða reising minnisvarða er að ræða, að hugsa mest um það, að öll tilhögun verði eftir v o r u höfði, en hugsum siðr um hitt, að ef hver sá, sem leggr krónu til einhvers fyrir- tækis, vildi fyrir það áskilja, að alt fari eftir s í n u höfði og s i n n i vild, þá yrði smátt úr öllum fyrirtækjum, og vér viljum vona og óska, að eigi fari svo hér, og viljum biðja menn, að myrða eigi fyrirtækið með sérlyndi og tvístrings-uppástungum. Vér biðjum alla að gæta þess, að hér er um heiðr þjóðarinnar að gjöra. E n g i n n má gleyma því, hve m i k i ð Jón Sigurðsson vann fyrir oss, og hve 1 í t i ð þetta, sem vér nú óskum að gjöra til að heiðra minning hans, er í samanburði þar við. Hann fórnaði öllu fyrir oss. Hver er þá sá, sem eigi vilji fórna fáeinum aurum fyrir minningu hans? |>ví skal við hætt, að við h á ð- ar verzlanirnar hér á Eskifirði verðr tekið við samskotum í innskrift til minnisvarðans, og hafa báðir kaup- mennirnir góðfúslega lofað oss að veita þeim móttöku. ítitstjóri „Skuldar11 tekr og við samskotum. Leiðrétting! í „Skuld“ Nr. 117 er greiu um „Arcturus“, er ég, sem afgreiðslumaðr póstskipsins hér á staðnum, og afþví ég persónulega var staddr um horð 1 „Arcturus", finn mig knúðan til að leiðrétta. 1 greininni er sagt, að milli tíu og tuttugu farþegjar ætluðu hér á skipið. J>etta er ekki satt! Aðeins eitt farbréf var heimtað, og var þessi farþegi (heyrnar og mállaus stúlka), sér að kostnaðarlausu send á Seyðis- fjörð og komst þar í skipið. í grein- inni er dróttað að skipinu, að það hafi kcnt þoku um, en þótt skipið livorki hafi getað séð þokuna eða hvort glóbjart var, er það sannandi, að kolniða þoka var hér úti fyrir, og var ekki hjart fyr en komið var inn í sjálfan Seyðisfjörðinn. — Fri norsku 173 seglskipunum, sem fylgdust að, sást skerið Hvalbakr, sem liggr þrjár míl- ur undan landi, og gátu þeir þaðan þrátt fyrir þokúha hitt Seley og rat- að inn á Eskifjörð, en get ég sann- að, að einlægt hafi verið kolniðaþoka á meðan á þessu stóð. — |>au frekju og ónotaorð, sem eru í greininni, álít ég að geti ekki rírt mannorð neins manns. — Hér með álít ég fyrir mitt leyti úttalað um mál þetta. Eskifjarðar vorzlunaratað, 26. júlíl880. Carl D Tulinius. „Ber er hver að baki, nema bróðr eigi“. að er synd að segja að gufuskipa- félagið danska eða sjóhetjurnar á „Arcturus11 sé „ber að baki“ ; þau eiga riddaralegan frænda og lands- mann hér á Eskifirði, þar sem herra kaupmaðr Tulinius er. Yér skulum ekki deila um það við hann, hvort það heyri til köllun hans „sem af- greiðslumanns“ að gylla hvern ósóma, sem félagið álítr sér sæma að bjóða Islendingum; en það væri æskilegt sjálfs hans vegna, að hann gætti þess, er hann ætlar sér að „leiðrétta" orð vor eða annara, að fara eigi sjálfr sumpart með hrein og bein ósannindi og sumpart. reyna að smjúga í kring um sannleikann; og þetta hefir hon- um orðið í þetta sinni, en hann hrekr ekki ekki eitt orð í grein vorri. Hann lýsir það ósatt, sem vér sögðum i grein vorri um farþegja-töluna, og gefr í skyn, að héðan hafi ekki ætlað nema e i n n farþegi — af því að eins eitt farþegjabréf var heimtað(!!!) Yér gætum nú látið oss nægja að itreka það, er vér sögðum, því hr. Tulinius hefir ekkert leyfi til að segja það ósatt, er vér höfum sagt að satt væri, án þess liann færi full rök fyrir. En ef það er meining lians með því, að segja að „að eins eitt farþegjabréf hafi verið heimtað", að gefa í skyn, að héðan hafi ætlað að eins einn far- þegi, þá fer h a n n þar með ó s a n n- indi. — fað eru margar orsakir, sem gátu valdið því, að þeir, sem með skipinu ætluðu, kærðu sig ekki um að leysa farbréf áðr en skipið kom. |>annig n e i t a ð i t. d. hr. af- greiðslumaðrinn oss í vor um, að láta oss fá farbréf, fyrr en skipið væri komið — og þetta getr ver- ið sanngjarnt, því afgreiðslumaðrinn veit ekki fyrr, hvort rúm er á skipinu eða eigi —; en þegar maðr fær ekki farbréf fyrri, en skipið er komið, þá kærir líklega hávaði manna sig elcki um, að gjöra sér tvær ferðir til hans, eina til að „heimta“ farbréf og aðra til að „fá“ það. — |>á var og herra af- greiðslumaðrinn „persónulega“ staddr á „Arcturus“ í þetta sinn og hefir því víst verið mjög „ópersónulega“ heima — ekki nema í anda! Svo vér 174 og aðrir, sem ætluðum með skipinu, höfðum engan afgreiðslumann að „heimta“ af, því ekki var mönnum auglýst, að neinn gengdi afgreiðslu- störfunum meðan hann var að heiman. í þriðja lagi er óþarft að leysa far- bréf fyrri en um borð í skipinu. Af þeim, sem ætluðu með skipinu, fóru 4—5 landveg til Seyðisfjarðar (þar á meðal norðlenzkr maðr, annar en stúlkan mállausa) og höfðu allir talsverðan auka-kostnað af; hinir sett- ust aftr, sem ætluðu að fara, og var það sumt aðkomu-fólk, er hafði beðið skipsins fleiri daga og nætr. — Svona litr nú sannleikrinn út, og skorum vér á hr. Tulinius að hrekja það. Geri hann það ekki, vonum vér að hann finni hvöt hjá sér, til að skrifa nýja „leiðrétting11 þess efnis, að liann aftr- kalli þau orð sín, að vér höfum sagt ósatt. Herra T. segir að það sé „sann- andi“, að „kolniða þoka var hér úti fyrir, og var ekki bjart fyrrienkomið var inn á sjálfan Seyðisfjörðinn“. Herra T. getr nú að líkindum varla hafa verið staddr „persónulega“ hér úti fyrir (o: úti fyrir Beyðarfirði), meðan „Arc- turus“ (sem hann var „persónulega11 staddr um borð á) var að leggja inn á Seyðisíjörð. „Arct.“ mun hafalagt þar inn um kl. 10; en hér létti þokunni af um sama bil, og varT eins og vér sögðum, orðið glóbjart svo langt sem augað eygði löngu fyrir hádegi, og var bjart úr því allan sunnudaginn — alt svo líka um það bilið, er Arct. kom inn á Seyðisfjörð; og annað sögðum vér eigi. Að þoka hafi verið á undan, höfumvér aldrei neitað. En aðalatriðið er, að „Arc- turus“ hafði nægan tíma til að bíða fyrir utan, ef ófært var í gegnum þok- una(?), og pað þó hann hefði beðið l1/2 sólarhring til. —• Af norsku skipunum munu eigi öll hafa séð Hvalsbak, enda fylgdust þau eigi að í þeim skilningi, að þau sigldu eitt eftir stefnu annars. J>að hafa skip- stjórar þeirra sagt í vora áheyrn. í>að, sem hr. T. talar um frekju- og ónota-orð, tökum vér sem bráðræðis- og geðstygðarmerki; hann hefir reiðzfc fyrir hönd landa sinna, inna dönsku sjóhetja, og því eigi gætt þeirrar kurt- eisi, sem hefði annars farið honum mildu betr í máli, sem als ekkert snertir hann „persónulega“. — Hitt er auð- vitað, að það gat eigi verið tilgangr vor með neinu að rýra mannorð neins, er hlut á að þessu máli. Ef hr. T. gætir sín, erum vér viss um að hann getr skilið það, að það er sitt hvað, að finna að hugleysi og ónytj- ungsskap manna og eins að slceyting- arleysi þeirra um réttindi annara, eða hitt, að meiða mannorð þoirra. Annars ætti hr. T. að vita, að hugleysi og ragmenska danskra sjó-

x

Skuld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.