Skuld - 31.07.1880, Blaðsíða 4

Skuld - 31.07.1880, Blaðsíða 4
IV., 118.] S K U L D. [3I/7 1880. 178 179 180 kvað þingið á, að hann skyldi lausan láta, ef liann héti pví, að koma eigi á ping inn'; en hann kvaðst jafnsnart mundu sætis vitja, ef hann yrði laus. |>á gekk Gladstone forsætisráðherra til máls við hann; hét hann á hann að vitja eigi sætis í nokkra daga, en hét pví á móti, að sjá svo um, að hann ætti pá innkvæmt á pingið. |>að varð að ráði peirra í milli. — Nú snýr Gladstone til pingsals, og her fram pað frumvarp, að hér eftir skuli eigi eið heimta sem skilyrði fyrir pingsetu af peim, er eigi geti eið unnið sakir trúskoðana sinna eðr samvizku; skuli nægja að slíkir menn heiti við drengskap sinn hlýðni við stjórnar- skrána. |>etta náði pá fram að ganga, og komst Bradlaugh svo á ping. J>ykir petta sigr mikill fyrir samvizkufrelsi manna. og sýna meira umhurðarlyndi í trúarefnum, en í öðrum löndum mörg- um mundi að vænta. MisHngar. Hver Færeyjaskútan kemr nú eftir aðra hér inn með Misl- inga. „Trangisvág11, sem fyrst kom hingað með pá, lá fyrst hér úti í firði, og hafði samgöngur við land. J>6 enn sé eigi mein að orðið pestarskútum pessum, pá er pað eigi fyrirkomulag- inu eða varúð Færeyinga að pakka. — Annaðhvort virðist hér lítið gjört til að hindra útbreiðslu sýkinnar til lands, eða sé nokkrar fyrirskipanir gjörðar, pá eru pær dauðr hókstafr, sem engínn hirðir um, hvort hlýtt sé eðr eigi. — Sama kvöldið sem „Tran- gisvág“ kom inn og eftir að læknir hafði hannað samgöngur við land, var skipverji hér í landi og í húsum inni. — Og meðan skútan lá hér í pestarástandinu, komu Færeyingar ut- an úr firði, fóru par um horð og síðan í land. Einn mun hafa sofið nótt í pest- arskútunni og verið svo hér í landi á eftir. — Ekki hefir heyrzt getið um, að peir hafi sektaðir verið. — J>eir herrar offísérar af franska herskipinu gengu hér daglega á land, skutu fugl, veiddu leyfislaust í ám og drógu fyrir hér í fjörunum, tróðu tún til skemda og grófu pau upp, gengu á land í varphólmunum undan Hólmum og skutu, og drápu líka æðarfugla rétt við hólmana. Ekki heíir lieyrzt að p e i r liafi sektum sætt. J>að eru máske of stórgerðar flugur til pess að köngullóar-vefr laganna lialdi peim? — S1 y s. 27. júlí um morguninn var „lngólfr“ (danska hersk.) að skjóta hér á höfninni; vildi pá pað slys til, að sprengikúla, er skjóta skyldi af aftrhlaðinui kanónu, sprakk áðr en kanónunni var full-lokað að aftan. Særðust við pað hættulega prír menn, en fleiri(8?) urðu minna sárir. Einn sá, er mest særðist (misti hendr og fætr), lézt eftir. fáa tíma; annarmisti höndina og liggr hér á fangahúsinu. Hinir eru um borð. — Stýrimaðr á norska eimskipinu „Vigilant“ kvað hafa verið sektaðr fyrir, að hann seldi nokkur pör af skóm og stígvélum talsvert ódýrra en kaupmenn selja. — Aftr á móti hefir ensk fiskiskúta komið á Fá- skrúðsfjörð nú árlega í nokkur ár og haft heila krambúð um borð og haft par alskonar dúka og glysvoru til sölu; vér vitum eigi betr en að hún liggi par enn. Enginn kærir pá sölu og enginn sektar pann skipstjóra. — |>að er ekki svo að skilja aðvérláum yfirvaldinu petta, en vér láum peim pað, sem kæra Norðmanninn, en p e g j a um Englendinginn! Lciðrétting. í greininni: „Frá bindindi Norð- firðinga,, i Skuld IY. árg. nr. 117. stendr neðarlega í dálkinum: „ . . af peim eru 4, er annaðhvort hafa verið sveitarnefndarmenn eða verða pað nú“; en á að standa: „ . . af peim eru 4, er annaðhvort hafa verið sveitarnefnd- armenn eða eru pað nú . . “ AugÍýsingar. — Auglýsinga-verð (hvert latr sem er): hver 1 þuml.af lengd, dálks 60 Au. Minst auglýsing: 50 Au. — Utl. auglýs. ]/2 meira. Boðslbréf til minnisvarða yflr Jón Sigurðsson. íslendingar! Yetrinn sem leið hefir ættjörð vor átt á bak að sjá sínum kærasta syni. Aldrei hefir nokkur Islendingr verið jafn-alment harmaðr af löndum sínum eins og Jón Sigurðsson. J>etta hefir stjórn lands vors látið á sannast, par sem hún hefir látið flytja bein hans hingað til lands, og gjört útför hans á landsins kostnað, en sá sómi hefir aldrei áðr verið sýndr neinum íslend- ingi, hvorki fyr né síðar. Með pessu hefir stjórnin nú leyst hendr sinar. Hún hofir heiðrað minningu ins látna pjóð- skörungs vors sem henni framast var unt. Sómi innar íslenzku pjóðar krefst pess, að landsmenn nú eigi láti sitt eftir liggja. Jón Sigurðsson hvílir nú við hlið peirrar konu, sem fylgdi honum lífs og liðin, á kyrkjugarði Reykjavíkr. En yfir leiði hans er enn eigi reistr neinn minnisvarði. íslendingar! |>að er bæði réttr vor allra og skylda að sjá um, að minnisvarði verði reistr á gröf Jóns Sigurðssonar. Hann vann fyrir oss, meðan líf hans og kraft- ar entust, og árangrinn af inni löngu lífsvinnu hans og baráttu er öllum ljós. Nú pegar lietjan er hnigin, eig- um vér að sýna pað, að vér eigi séum vanpakklát pjóð, að vér kunnum að meta pá gjöf, sem vér págum af guði. Sá minnisvarði, sem vér reisum Jóni Sigurðssyni, verðr um leið minnisvarði sögu vorrar á inum umliðna manns- aldri, pegar hann var fremstrí flokki. Af pessum ástæðum höfum vér, sem hér ritum nöfn vor, tekið oss saman um, að gangast- fyrir samskot- um um alt land til pess, að reistr verði minnisvarði á gröf Jóns Sigurðs- sonar. Yér skorum pví á alla, fjær og nær, að skjóta saman fé í pessu skyni. |>að, sem hér er mest undir komið, er eigi svo mjög pað, að hver einstakr gefi svo mikið, heldr hitt, að samskotin verði sem almennust, og að gjafirnar berist oss fljótt, pvi að vér vonum, að svo mikið fé verði komið inn um lok októbermánaðar, að sam- skotunum pá megi verða lokið, og munum vér pá láta gjöra minnisvarð- ann í vetr, par eð vér kjósum kelzt, að mínnisvarðinn yrði búinn, og gæti orðið vígðr sumarið 1881, um alpingis- tímann, pannig að hátiðahaldið við petta tækifæri yrði sett í samband við ferðir strandsiglingaskipsins. Reykjavík, 10. daif júnímánaðar 1880. Tryggvi (fuiumrsson, formaðr. II. Kr. Friðriksson, Hilmar Finsen. varaformaðr. Ejörn Magnússon ölscn, skrifari. H. E. Helgcscn, gjaldkeri. A ð v ö r u n. J>areð mislingaveikin hefir nú um tíma gengið á „Sudero11 í Færeyjum og skip hafa komið hingað paðan með mislingaveiki, aðvarast hérmeð lands- búar í fjörðunum hér eystra, að hafa ekki mök eða samgöngur við Færey- inga fyrst um sinn, íýrst yfirvöldin par ekkert hafa gjört til, að hamla skip- unum frá að fara hingað. Eskifirði, 29. júlí 18s0. Fr. Zcuthen, héraðslæknir. TIL SÖLU. — Síldarlagnet, strengir og ýmis konar færi, skór, olíufot, eru til sölu á Eskifirði hjá Hansen á Lambeyrarklifinu. [60 Au. PA ESKEFJORD’S BOGTKYKKERIS forlag udkommer pá Tirsdag: Dflii Islandslíe Sildclov udgivet i orginalsproget, samt forsynet med en nójagtig oversættelse pá Norsk og med et par anmærkninger i hegge sprog af Jón Olafsson, redakt0r. Aþridjudaginn kemr út frá „Skuldar,£- prentsmiöju: „Síldarveiöalögin ísleuzku, meö norskri þýðing og nokkrum at- kugasemdum bseöi á íslenzku og norsku eftir Jón ritstjóra ólafssonw. Verö: oO áu. Eigandi og ritstjóri: J 611 Ó1 ílí S S011» Prentsmiöja ..SI;!iím;u ■. 1 H* OÍ6inentzem

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.