Skuld - 25.08.1880, Blaðsíða 2

Skuld - 25.08.1880, Blaðsíða 2
IV., 121.] SKCLD [,5/g 1880. 208 minsta kosti oft, torvelt að fá, þá ætl- um vér að æskilogt hefði verið, hefði höf. tekið dálítið meira tillit til þarfa þ e i r r a unglinga, sem engrar tilsagn- ar eiga kost; slíkum er mest þörf á hentugri leshók pg orðsafni. Vér hefðum þannig álitið mjög hentugt, að höf. hefði aukið við innganginn helztu framburðar -reglum. Slíkt þarf ekki að stækka bókina að nein- um sérlegum mun, en mundi stórum auka gagnsemi hennar meðal fjölda unglinga. Af því bókin verðr líklega prentuð aftr í vetr, höfum vér leyft oss að benda á þetta, ef innháttvirti höf. skyldi vilja fallast á þessa tillögu vora. — Vér getum, og það af dálít- illi reynslu, sagt það, að það hjálpar ósegjanlega í byrjuninni þeim, sem tilsagnarlaust nota slíka bók, að hún byrji á léttum setningum með íslenzkri útlegging samhliða. Hugs- unarlitlir unglingar, sem eru að nema með tilsögn, læra reyndar oft þýðing- una utanbókar, og án þess að skilja orðin, og hafa hennar því eigi not; en hverjum kennara er gefið að koma í veg fyrir slíkt; en sá, sem sjálfr er hjálparlaust að brjótast framíbyrjun- inni, hann hefir gagn af þýðingunni og misbrúkar hana aldrei, því hann lærir til að læra, en skilar ekki lektiu til að sýnast. Einar 4—6 blaðsíður með svona löguðum lestrar-köflum í upphafi bókarinnar, mundi verða mörg- um kærkominn viðbætir. Vér getum því eigi annað en ráðið höf. til, aðbætaþessu við í næstu útgáfu. — Orðasafnið virð- ist vera all-fullkomið og er það bæði vel af hendi leyst og nytsamt. Ný- gjörvingar eins og „fullyrði“ (yfir „Pá- stand“) eru vel til fallnar; en aftr virðist of nærri dönskunni lagt, að segja: „að upp-offra einhverjufyrir eitthvað11; það ætti ekki einu sinni að licyrast í munnlegri þýðing. En að fást um slíkt í praktískri bók, er reyndar auka-atriði. — Bókin hefir þegar fengið þá útbreiðslu, að hún mælir bezt með sér sjálf. Vorar fáu athugasemdir miða helzt til næstu út- gáfu hennar; það er svo fágætt hér að fá svo skjótt færi á að gefa rit út á ný, að vér erum viss um, að inn vand- virki höf. mun nota það færi, til að endrbæta bókina með því, að gefa henni viðauka þá, er vér höfum bent á, ef hann finnr að tillögur vorar sé á góðum rökum bygðar. „Grunnlaugs saga Ormstungu. Jón |>orkelsson gaf út“. Rvík 1880. (Kr. 0. þorgrímsson). — [VIII+64 bls. ord. 8vo]. J>að eru snotrar alþýðu-útgáfur af íslenzkum sögum, scm hr. bóksali Kristján |>orgrímsson er tekinn að gefa út: Droplaugarsona-saga, Gull- |>óris-saga og nú Gnnlaugs-saga. — Gunnlaugs-saga er gefin út af Dr. 209 phil. Jóni |>orkelssyni rektor, sem er svo alkunnr fyrir vandvirkni sína og nákvæmni, enda er útgáfan að öllu in vandaðasta. Tímatal fylgir sögunni og nákvæmar vísnaskýringar eftir út- gefandann, sem í þeirri grein er svo svo nafnkunnr orðinn. Afþví ómerk- ingr einn (sem fréðir menn segja að heiti Halldór K. Eriðriksson) hefir í „ísafold“ lagt útgáfuna í einelti, þá er það ekki meira en skyldugt að geta þess hér, að vandaðri og snotrari sögu- útgáfa hefir eigi fyrr verið prentuð hér á landi en þessi; og óvandaðri rit- dómr, er svo berlega lýsti í einu bæði illgirni og fáfræði ritdómandans, mun varla hafa sézt fyrr í íslenzku blaði, en þessi í „ísafold“, og vonum vér að langt verði áðr annar slíkr sést aftr. — Útgáfan er í öllu tillitiið þakkar- verðasta verk. Eftir að vér höfum hér að framan getið nokkurra bóka, sem út eru komn- ar á forlag hr. K r i s t j á n s Ó. J> o r- grímssonar, bóksala í Reykjavík, finst oss það eigi nema sjálfsögð viðr- kenningar-skylda, að vekja athygli landsmanna á þessum fyrsta eiginlega forlagsbóksala lands vors. Alt, sem Krístján hefir út gefið, siðan hann gjörðist forlags-bóksali,x) eru g ó ð a r bækr, sem eru þess verðar að vera alraent lesnar og keypt- ar. |>etta hefir mikið að þýða, þvi forlag bóka er fyrirtæki, sem ávalt er æskilegt að sé í góðum höndum; og það er svo að sjá sem Kristján hafi einsett sér að ljá aldrei hönd til að kosta útgáfu lélegra bóka. |>essa ættu landsmenn að láta hann njóta. Hins vegar ber þess og að geta, að á öllu, sem hann gefr út, er frágangrinn inn smekklegasti og vandaðasti. „Um sauðfénað. Eptir G u ð m u n d prófast E i n a r s s o n“ (á Breiðabólsstað áSkógaströnd). Rvík 1879. (ísaf.-prentsm.) — [102 bls. ord. 8''.]. Séra Guðmundr er óþreytandi að fræða landsmenn um það, sem þeim er þarflegt í búskapar-efnum; hann hefir áðr ritað „Um nautpeningsrækt11, svo „IJndirstöðuatriði búfjarræktarinn- ar“ (um kynbætr o. s. frv.), og nú þetta rit. Rit þessi hafa öll fengið verðugt lof, og þó ætlum vér að þetta síðasta standi að minsta kosti ekkert á baki hinum, ef það er ekki ið bezta þeirra allra. Eftir því sem vér höf- um vit á, ætlum vér að þetta rit hans verði það, sem hefir mesta praktíska þýðing. J>að kostar vel ámóta og einn brennivíns-pottr, og trúum vér ekki öðru en að hverjum hygnum manni verði drjúgari búbót í ritinu, en 1 potti af sopanum. Bókin er bygð eigi að 1) Vér teljum eigi hér með ein rímna-groy, sem hann gaf út, áðr en hann hóf bóksölu sína, í sameining við Einar prentara. 210 eins á annara reynslu og ritum, út- lendra og innlendra, heldr og á meira en 30 ára reynslu höfundarins, sem er viðrkent að sé einn inn greindasti, reyndasti og athugasamasti búmaðr á landinu1). XV Greinir lagðar út úr enskn blaði, með athugasemdum þýðandans. [Framhald]. 4. Auglýsing drotningarinnar á Madagaskar. Eg Ranovalomanjaka, af guðs náð og vilja þjóðar minnar drotning á Madagaskar og verndara laganna i mínu konungsríki. Og þetta er það, sem ég segi yður, þegnar góðir. Guð hefir gefið mér þetta land og konungsriki, og viðvíkjandi romminu — ó! þegnar góðir! J>ér og ég samþykkið, að eigi má selja það í Antananarivo eðr í þeim bygðarlögum, þar sem það var samþykt, að eigi mætti selja það. |>ess vegna minni ég yðr á þetta aftr, því roramið gjörir mönnum yðar tjón, eyðir eignura yðar til einskis, skaðar konuryðar og börn, gjörir ina vitru heimska, ina heimsku heimskari og veldr óttaleysi manna við lög kon- ungsrikisins og einkanlega gjörir það menn seka fyrir guði. Alt þetta sýnir, að rommið er vondr hlutr til þess að hafa það í Antananarivo, því á kveldin ganga menn, fyrir sakir áhrifa þeirra, er það gjörir, með barefli til að berjast og slá hver annan orsakalaust og grýta hver annan; hví elskið þér það þá, mín kæra þjóð? En ég segi yðr, að verzlun með góða hluti, er þér getið grætt á fé, gjörir mig í sannleika mjög glaða, min kæra þjóð. Ef þér verzlið með romm, eðr hafið menn til að verzla með það hér í Antananarivo, eða í áðrnefndum bygðarlögum, þá skoða ég yðr, sam- kvæmt þeim lögum, sem áðr voru sett, eins og sakamenn; því ég fyrirverð mig eigi að setja lög í konungsríki mínu, þau er gjöra gagn. J>ess vegna segi ég yðr, að ef þeir menn eru til, sem brjóta lög min, þá hlýt ég að hegna þeim. Er eigi þessu þann veg háttað, mín kæra þjóð ? Segir: RANOVALOMAN.JAKA. 1876. 1) Vér leyfum oss að geta hér eins atriðis, til samanburðar, út af því sem stendr á bls. 51. Próf. hefir það eftir gamalli konu, „að undan e i n n i á á Hallsteinsnesi liafi fengizt eitt sumar 25 merkr smjörs“. . . v „f>að var í almæli að í Hlíð [við þorskafiörð] gjörði ærin um sumarið smjörfjórðung11. — Oss er sagt fyrir satt, að á Jökuldal telji menn til að fá íjórðung af smjöri um sumarið eftir ána. Kona var þar ein, sem hafði um hundrað ær í kvíum og fékk eftir þær eftir e i n n d a g 2 fjórðunga smjörs og tveggja fjórðunga ost. R i t s t j .

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.