Skuld - 12.03.1881, Page 1
Nr. 136.
SKULD.
1881.
á/Tg-. KAUPMANNAHÖFN, LAUGARDAG, 12. MARZ.
331
r
I Dölnnuiu.
Eftír A. U. Bcláth.
Sem hér á ættjörð þú ekki mátt
frá ægisströnd og að fellsbrún hátt
minningar heyra málmdjúpt gjalla,
og kluknahljóð varla vindur ber
of vígðari mold, en einmitt hér,
þars Siljan er og elfur falla
Vort ættland hlekkjað — sú öx, er gaf
þau ötigu högg, er þau bönd skar af,
hún dengd var fyrst í Dalafylki,
og sinn man Vasa in sænska þjóð
svo sem á Móravelli’ hann stóð
í Dalakufli, ei konungssilki
Og kring um ljómandi lofðung þar
er lítill Dalanna flokkur snar,
þar er um Vasa hans þekti skari
af hetjum röskum frá horfnri tíð,
þau hetjunöfnin Saga fríð
sveipt hefir leiftrandi ljósafari.
En það, sem haft er á lofti lítt,
ið langa stríð við túnið grýtt
og fátækt göfug, er kann ei kvarta,
in mörgu spor fyrir börn og bú,
in bernsku-hreina og sterka trú —
á einnig sína sögu bjarta.
Sú trú, er ríkti í Barbrós barm
og bezt nam styrkja Margits arm,
er að kjallaradyrum hvolft var sáum,
hún oft var treyst á ýmsan hátt,
og oft vann sigur, þótt færi látt,
um daga þunga í Dölum smáum.
í Dalabygðum það dvelur enn
það dáðumríka, er kenna’ ei menn,
það býr hjá furunnar stofnum sterkum.
Og enn í Dölum 'er andi sá,
inn öflgi Vasa-dögum frá,
þótt ei hann ljómi í annálsverkum.
J>ú guð, sem kraftinn og kjark og dug
í karlmannshjarta’ og í meyjar hug
af þínum anda í þrautum gefur,
lát eiga’ í Dölunum ávalt bú
þá ætt, er heldur við forna trú
og starfa kann þegar stundin krefur.
Bertel.
332
Um verzlun.
II.
[Niðrl.]. Inir eldri þjóðmegunar-
fræðingar (Bastiat og allr Manchester-
skólinn) voru nidealistar« og eru gagn-
stætt þeim yngri kallaðir «abstract«
þjóðmegunarfræðingar. Inir yngri eru
»réalistar«. »Manchester-mennirnir
spekúlera út alt lögmál þjóðmegunar-
fræðinnar með því, að ganga út frá
nokkrum almennum grundvallarsetn-
ingum (»præmissum«) og leiða þar af
með ályktunum ýmis almenn og »al-
gild« sannindi, og eftir þeim má leysa
úr hverju smáatriði (»deduktions«-að-
ferð)«1) — Roalistarnir (eða historiski
skólinn, sem þeir ýmist eru nefndir í
fýzkalandi) vilja hafa andstæða aðferð:
þeir vilja grannskoða og kynna sér in
einstöku atvik og og ástand bæði nú
og fyrri á tímum, þeir ganga út frá
inu einstaka, frá fjölda einstakra at-
vika og finna þar af almennari lög-
mállsetningar, þótt eigi sé »algildar«
(»induktious«-aðíerð). Eldri flokkrinn
leitar algildra þjóðmegunarfræðislegra
náttúrulaga, er um eilífð gildi. Inn
yngri flokkr vill kynna sér, hversu til
hafi gengið með hitt eðr þetta á þeim
og þeim tíma, og vill læra af því, hversu
bezt sé að fara að í sömu og spipuð-
um tilfellum um næstu framtíð, eins
og þá hagar til2.) — Aðalguðspjall og
einka-regla Manchester-mannanna er
sú, að okki þurfi annað en að létta
öllum böndum af atvinnu og viðskift-
um og gefa öllum lausan taum („lais-
sez-faire, laissez-passer“), þá fari alt
fram á réttlátasta og öllum hagkvæm-
asta hátt. Dr. Lujo Brentano segir í
skopi um þetta: »hver verðr ekki a
'priori hrifinn yfir kenningu, sem að
eins með því, að gefa bagsmuna-hvöt-
um einstaklingsins (»individuelle Inte-
ressen«) lausan tauin, leysir án frekari
ómaks eins og með einu töfrabragði
öll auðfræðileg vandræði félags-lífsins
á þann hátt, er öllum gognir bezt«.
John Stuart Mill hefir í sinni
ágætu bók „Principles of Political
Economy“ (Part Ilnd, Book VR>, Chapt.
Xlth, §§ 8—16, bls. 576—606 [7. útg.
1871]) sýnt fram á, að þó afskiptaleysi
ríkisins (laisser-faire) só aðalreglan,
þá sé margar undantekningar frá henni.
I § 12 (bls. 588 íT.)sýnir hann fram á,
1 A(i tield. — 2 Sami.
333
að löggjöfin verði stundum að taka
fram í og »takmarka frelsið,« ekki af
því, að löggjafarvaldið sjái betr, hvað
einstaklingnum hentar, en þeir sjálfir,
heldr af því, að þeir fyrir samkeppn-
innar sakir fá eigi komið sér við með
að koma réttmætum vilja sínum fram;
t. d. þar sem fjöldinn getr því að eins
komið því fram, sem öllum kemr
saman um, að öllum sé fyrir beztu,
að allir sé með í samtökunum til
til þessa, því þá stendr oft svo á, að
einstakir menn hafa stundarhag af, að
skerast úr leik og vera ekki með, og
drepa með því öll samtökin. — fetta
mundi nú ekki geta átt við um fyrir-
komulag það, er ég stakk upp á?
í § 16 (bls. 606 ff.) sýnir hann
fram á, að það tjái ekki að binda
stjórn eða löggjafarvald við borð, að
taka hvergi þar fram í, sem bezt fœri
á í verunni að frjáls samtök vceru
viðhöfð. þ>að getr nefnilega verið
nauðsynlegt á einum tíma eða hjá
einni þjóð, sem óþarft er og ætti ekki við
á öðrum tíma eða hjá annari þjóð.
Hagr og mentunarstig þjóðanna geta
valdið því, að almennar Manchester-
reglur, sniðnar eftir »manneskjunum
eins og þær vera ættu«, eigi ekki yið
hina eða þessa þjóðina, eins og hún
]>á eða þá er. Einkum getr verið
nauðsyn á að stjórnin taki þar í taum-
ana hjá miðr mentaðri þjóð, sem
lengi hefir ófrjáls verið, þar sem ótækt
væri að stjórnin tæki fram í hjá vel
upplýstri [og auðugri] þjóð, sem fengið
hefir langt uppeldi í frelsinu.
Skyldi ekki þetta geta átt hér við
líka um fyrirkomulag það, er ég hefi
fram á farið?
Jafnvel þó óg geti ekki sagt eins
fortakslaust og séra Arnljótr, að Bastiat
og Manchester-mennirnir sé «mínir
menn«, þá hefi ég samt ekkert út á
frelsis-reglu hans að setja í sjálfu sér
eða yfir höfuð. En í þessu efni er ég
aðeins hræddr um að hún eigi ekki
við, af því ástandið hjá oss sé svo
lagað, að það réttlæti fullkomlega und-
antekning frá henni í þessu máli.
Að ending skal ég geta þess, að
það er auðvitaðr hlutr, að ég hefi aldrei
hugsað mér, að svo feld lagaskipun,
sem ég hefi fram á farið, ætti að vera
til langframa. Ég hefi hugsað mér að
eftir nokkur ár, segjum 10, 20, mætti