Skuld - 12.03.1881, Síða 2
IV., 136.]
SKULD.
p/3 lóSl.
334
vel nema þetta »band« úr lögum aftr,
þá er það hefði komið því til leiðar, að
hrinda verzlunaraðferð vorri í eðlilegt
horf, því þá hefi ég fulla trú á að sú
aðferð, sem ég vildi á koma, héldist.
Yðr þykir það harðrœði, sem ég
fer fram á.
Má vera!
f>að er auðvitað harðræði, ef ég
tek svo hart á yðr, að ég raska af-
stöðu einhvers lims á líkama yðar og
færi hann úr lagi.
En ef þér eruð genginn úr liði á
öxlinni og ég kem að, legg yðr flatan,
spyrni undir handarkrikann og kippi
svo hart í handleggin, að ég kippi í
liðinn — er það líka harðræði?
Ef til vill — en nauðsynlegt
harðræði!
J. Ó.
Bókmentir.
-LJÐÓMÆLI eptir grím thomsen.
Kostnaðarmenn Björn Jónsson og
Snorri Pálsson. Reykjavík. Prent. í
ísaf.-prentsm 1880.» [IV + 75 bls. í
16 bl. broti].
«Skuld« hefir fengiðþetta litla kver,
til þess að geta um það og dæma það.
J>að eru engir assessorar í yfirrétti
Skuldar. Ég er þar aleinn yfirdómari.
En ég hey mína dóma í heyranda
hljóði; og sá, sem eigi unir við minn
dóm, getr skotið honum fyrir æðsta-
rétt almennings. Eg stíg þá í dómara-
sætið.
Hvað er þetta? - Mér heyrist
einhver þytr einhverstaðar í horni.
Ef nokkur hefir eitthvað fram að færa,
þá skai því sinna.
Nú, ekki annað! — Exception á
móti mér — ég sé ekki óvilhallr í
dómara-sæti — ég yrki sjálfr, og eitt
skáld fái sjaldan unnað öðu sannmælis
— þar að auk liggi ég í berum fjandskap
við höfundinn — ég sé því í þessu
máli blindr á báðum augum og eigi
að víkja sæti.
En herra trúr, doktor! Hvar er
nú lærdómrinn? «Blindr á báðum
augum« — það er einmitt það, sem ég
á að vera, svo ég sjái ekki doktorinn
á Bessastöðum; en heyrnina hefi ég
óskerða, eins og vera ber, svo ég heyri
hverninn hljóð er í strengjunum,
þegar harpan er slegin á Alftanesinu.
— Skáld! Já ég er einmitt nógu
mikið skáld, til að geta notið þess,
sem fagrt er, hvaðan sem það kemr
— og einmitt nógu smátt skáld til
þess, að ég kemst alstaðar fyrir í henni
veröld án þess að þurfa að olboga
öðrum úr vegi. Ég er als ekki af ætt
þessa gamla doktors, sem hrapaði hérna
um árið af Bifröst ofan í hlandforina
á Álftanesi, af því að
335
»hann gat engan á himni vitað
heiðri tignaðan nema sig.«
Ég sé því enga orsök til fyrir mig
að víkja úr dómarasætinu og ætla því
að sitja kyrr á skákinni, úr því ég hefi
nú einu sinni tylt mér niðr á hana á
annað borð.
f>að fyrsta, sem manni dettr í hug,
er maðr sér þetta litla kver og minnist
þess, að höfundr þess er farinn að
nálgast grafarbakkann, er það, að þetta
er vaxtasmár árangr af heilu lífi. En
— manni flýgr líka ósjálfrátt í hug,
áðr en maðr opnar bókina, að hér hafi
vandlætingin við sjálfan sig (sjálfs-
kritíkin) vafalaust ráðið svo miklu, að
hér sé náttúrlega ekki nema perlurnar
og gimmsteinarnir úr jallri höfundarins
skáldlegu framleiðslu; þessa bók megi
sjálfsagt segja um eins og séra Hannes
sál. Árnason sagði um hugsunar-
formfræði Poul Mollers: »Poul Mollers
formale Logik — tóm gtdlkorn!«
En þegar við opnum bókina, fellr
það fljótt í augu, að hér eru ekki alt
saman »ekta« perlur, heldr talsvert af
fánýtum, lítils verðum glertölum og
rusli með. pegar ég segi »talsvert»,
á ég við í tiltölu við það, sem í kverinu
er als; því alt til samans er það í
rauninni als ekki »talsvert«. pað er
þá rétt eins og hjá öðrum dauðlegum,
ókritiskum skáldum — svona upp og
niðr!
Og þá er kver þetta, eins og áðan
sagði ég, furðanlega lítill ávöxtr af svo
löngu lífi, og — með tilliti til lítilleikans
— furðanlega blendinn, misjafn!
Kverið byrjar á þulu, semijprentuð
er í mislöngum línum og sem auð-
sjáanlega á að vera einskonar formáli
fyrir bókinni. Ef þessi formáli væri
ekki prentaðr í þessum mislöngu línum
og orðaröðin væri ekki sumstaðar
nokkuð öfug við það, sem menn tíðka
annars í tali eða riti, þá þyrfti maðr
ekki að vera í efa um, að þetta væri
formáli í lesmáli, eins og títt er á
bókum. En hvað eiga þá þessar mis-
löngu línur að þýða? Skyldi það vera
hrekkr úr prentaranum ? Bíðum við nú
víð! J>að rímast saman enda-atkvæðin
í líuunum. Kann ske það eigi þó að
vera ljóð, en ekki lesmál. [>að vantar
þó til þess það fyrsta einkaskilyrði, sem
á íslenzsku útheimtist til þess að nokkuð
geti heitið kveðskapr — nefnil. stuðla
og höfuðstafi. Hendinga og enda-ríms
getr íslenzkr kveðskapr án verið; en
án stuðla og höfuðstafa er enginn
íslenzkr kveðskapr til. En um stuðla
og höfuðstafi er ekki að tala í þulunni
þessari, sem »Braga ræða» nefnist.
Við skulum lesa; háttrinn er
jambiskr:
«Ég fæ þér ílt-ið en þó llp-urt ess,
sem læt-ur Snd-an laum-ivölog róm-i.«
336
Ef nokkrir stuðlar eru til í þessu,
þá eru það raddstafirnir e í »en« og e
í »ess«; þeir standa þá rétt; en þá
vantar höfuðstafinn í næsta vísuorði;
því raddstafrinn u í »wndan« stendr
alt of aftarlega; l í »(ætr« stendr þar
sem höfuðstafrinn á að standa; en sé
l höfuðstafr, þá ætti l í »íítið« og l
í »íipurt« að vera stuðlar; en þau
blessuð ell standa þar, sem stuðlarnir
hvorki eiga, mega né geta staðið. J>ó
ég ætti millíón, þá þyrði ég að bjóða
þeim aleigu mínu að verðlaunum, sem
gæti með rökum sýnt fram á, hvort
réttræðara (eða fjarstæðara) muni vera
að ell-in séu hér stuðlar og höfuðstafr,
eða það sé raddstafinir e og u. Ég
ætla það muni eins torvelt eins og að
segja, hverju Óðinn hvíslaðí í eyra
Baldri; því
«skáldskapur þessí’ er skothent klúður *
skakksettum höfuðstöfum með«.
í þessum hætti verðr annar hvor
stuðullinn að byrja 6. atkvæði, nema þeir
standi annar í 8. og hinn í 10. at-
kvæði. |>að upphaflegasta og eðlilegasta
í þessum hætti er vafalaust, að annar
stuðullinn standi ávalt í 6. at.kvæði,
en hinn annað hvort í 2. eða 8.
atkvæði, enda er það langfegrst. En
þó er hitt nú títt og leyfilegt, að annar
stuðullinn sé í 4. eða 10. atkvæði,
ef hinn er í 6. atkvæði, og jafnvel að
annar sé í 8. og hinn í 10. atkvæði.
En þetta er ekki eins dæmi í
kverinu. Af 46 kvæðum og vísum,
sem það inniheldr, má, ef maðr er ekki
of vandlátr og telr ekki nema stór-
hneykslin, tína til ein 14 kvæði og
vísur, sem ekki sé svona á sig komin,
að stuðlar og höfuðstafir eru skakksettir,
ofsettir, eða þá vantar alveg- Af
þessum 14 kvæðum og vísum hafa sum
samt aðra braggalla litlu betri, og um
tvö að minsta kosti er það eftir sögn
meir en vafasamt, hvort þau sé eftir
höfund þann, er hér eignar sér þau,
að minsta kosti hvort aðrir hafa ekki
lagt síðustu hönd á þau.
Ég var að minnast á fyrsta kvæðið,
»Braga ræðu«. — £að er ekki als
kostar ljóst, hver það er, sem hér talar>
og til hvers talað er. Eðlilegast væri
að skilja það svo, sem það væri skáld-
goðiðBragi, sem talar hér til Bessastaða-
Gríms og er að bjóða honum lullata-
ösnu1) úr hesthúsi sínu, sem Grímr
geti notazt við fyrir Pegasus. Og satt
er það, lítið er »essið«, sem hann hefir
léð Grími. En aftrerhitt hverju orði
ósannara, að það sé liprt, því víxlaðra
jálki, sem þar á ofan er stundum
draghaltr, hefir víst enginn stigið á
bak í þeirri trú, að hann væri seztr á
>) »Ess» þffíir nl. asni (á ensku a*»),
en eigi hestr.