Skuld - 12.03.1881, Síða 4

Skuld - 12.03.1881, Síða 4
IV., 136.] S K U L D. [12/3 1881. 340 Hér gengr nokkurt kvis um það, að landshöfðingi vor muni hafa í huga að sækja burtu af íslandi. IJað er merkilegt, að ekkert skuli kvisast um það í Keykjavíkr-blöðunum, ef nokkuð er til hæft í því. Vér verðum að telja það mjög hraparlegt, ef svo er því vér óttumst, að sæti hans geti sem stendr eigi orðið skipað svo vel, sem það er nú. Ef vér fáum danskcm landshöfðingja (sem hamingjan forði oss frá), þá fáum vér mann, sem ekkert þekkir til hags og ástæðna þjóðarinnar og starfa embættis- ins, og sem eigi getr haft í byrjun þá álúð og velvild til landsins, sem hr. Finsen hefir fengið við að kynnast þjóðinni og högum hennar. En ef vér lítum til, hverja líklegast er að stjórnin mundi helzt í sætið skipa meðal landa vorra, þá hryllir oss við umskiptunum. — Alþingi mun bezt sanna, að það skiptir miklu, við hvern það á saman að vinna í landshöfðingja-sæti, og sumir sitja þeir konungkjörnir á þíngi, er alþingi mundi lítt fagna að sjá í sæti landshöfðingja; því ekki er við því að búast, að stjórnin skipi þar þeim af sínum konungkjörnu, er traust hafa þjóðarinnar á sér, svo sem eru þeir Jón Pétrsson og Arni Ihorsteinson. Kójúu-pressa sú, sem kölluð er amtmaðrinn norðan og au3tan, mun vera í þann veg að segja af sér. J>að alveg óþara embætti verðr vonandi ekki veitt aftr, að minsta kosti ekki áðr alþingi kemr saman í sumar. Ut er komið 2. hefti (febrúar) af „Skandinaven“. Innihald þess i er: Svenska grunnlagen och Ferenta j Staternas konstitution, af J. B. — Jaubcelcs senaste fiygskrift. — Motion um nedsattande af norske kungens \ apanage. — Fœllesnordiske kommis- sjoner, af Fr. Bajer. — Det norske Folks politiske stemning, af H. S. — Frágan om andring af „Nordens Fristats-samfunds“ stadgar. — Till den f'órsta (poem), af Isidor K. -- Tryck- friheten i Norge. — Amerika och menshlighetens interessen. — Skue- spilleren som konge (novelle), af Fr. Bajer. — Ymislegar smágreinir að auki (þar á meðal á 39. bls. um blað vort „Skuld“, eftir Fr. B.) I sambandi við þetta skulum vér gera hér dálitla leiðrétting á grein vorri í síðasta bl. »um þjóðveldið á Norðrlöndum.ci J>ar stóð um hr. Kjellberg: »ef oss minnir rétt, hefir hann eitt sinn verið dómfeldr fyrir umyrði um Danastjórn«. J>etta var misminni vort; það voru þeir Alm og Westenius í Málmhaugum, sem vér 341 höfðum í huga. Annars sér hver maðr á sambandinu, að vér gátum um þetta til lofs en eigi lasts. Vér höfum orðið þess áskynja, að hr. Kjellberg tekr eigi við frímerkjum (nema sænskum) sem borgun. Borgun verðr því að senda í peningu-bréfi,. Kaupmannahöfn, 11. marz 1881. — Postskipið Phonix, sem átti að vera komið til Skotlands 9. f. m. (það átti að fara frá Skotlandi hingað á leið þann 10.) er enn ókomið þangað, nú 30 dögum síðar! Að vísu var það orðið 4 dögum á eftir tímanum, er það fór frá Fær- eyjum áleiðis til Islands, en nú er svo langt um liðið, að lítt hugsandi er að skipið sé með heilu og höldnu ofan- sjávar. — Arctnrns átti að fara héðan 1. þ. m., ef ís hefði leyft, í stað Phonixar; er hér er alt ísi lagið enn, sem hefir haldizt allan síðari hlut vetrar (síðan um hátíðir). Hefir vetr þessi verið hér inn strangasti og hefir ekki fallið hér jafn-hart f nokkur ár. — f Kommgs-ekkja Caroline Amaiie andaðist í höll sinni á Amalienborg að kvöldi 9. þ. m. Hún var fædd 28. júní 1796. — Vopnahlé er á komið með Búum og Englum, og lítr út fyrir fullan frið. Búar hafa barizt svo hraustlega, að þeir taka langt fram inu enska liði, og Englendingar segja enda sjálfir um þá, að þeir hafi í sumum orustum barizt svo fræknlega, að vart mundi nokkurrar annarar þjóðar her í heimi sýnt fá svo vasklega framgöngu. Englar hafa beðíð hvern ósigrinn á fætr öðrum, og hafði álit þeirra mjög rýrnað meðal saman mikinn her austan af Indlandi og heiman úr Norðrálfu, og þótti eigi aunað hlíta mega, ef virðing þeirra og vald ætti eigi að færgörðum að fara í Afríku, en að vinna skörulegan sigr á Búum. En áðr á það reyndi, hvort sigrinn yrði svo auðunninn, komst vopnahlé á, og nú hefir Oladstone boðið þeim þá friðarkosti af Englauds hendi, er vita má að þeir munu að ganga: láta sakir niðr falla, land þeirra fái aftr frelsi sitt sem sjálfrátt þjóð- veldi undír vernd Englands. |>etta er alt, sem Búar óska. Gladstone kveðr sér skylt að viðrkenna rétt þessarar frjálsu þjóðar, er misboðið hafi verið af fyrirrennurum hans í stjórninni og óhlutvöndum embættismönnum stjórn- arinnar suðr þar. Andvígismenn Glad- stones leggja ámæli á hann fyrir, segja að fyrst sé að hirta .Búa, áðr um frið ræði, svo skræliugja-þjóðir þar í landi missi eigi virðing fyrir sigrsæld og 352 valdi Engla. En réttsýnir menn meta honum það allir til heiðrs, er hann vill eigi neyta þess bragðs, að ofsækja fámenna, saklausa, frjálslynda þjóð, til vegs og dýrðar vopnum Engla. Er þetta í fyrsta sinn um langan aldr að Englar hafa brotið odd af ofiæti sínu fyrir réttlætisins sakir. Komist fullr friðr á, hafa Búar bæði veg og gengi af öllu saman. t 8. þ. m. andaðist hér í bænum af brjóstveiki prentari porkel porkelsson Clementzen. ___ AUGLYSINGAR. AL|>ÝÐU - LEIKHÚSIÐ (. FOLKETHEATBET ■) Rollebesætniugen i efternævte Stykker er fplgende: I •Fa'er Jearu eller »Klude- samleren fra Paris., Folkekomedie med Sange og Kor i 4 Akter og 1 Forspil (hver Akt i 2 Afdelinger) af Felix Pyat, Musiken af C. C. Meller. Personeme i Forspillet: Jean og Pierre Garousse, Kludesamlere, d’Hr. Kolling og Benjamin Pedersen. Jaques Uidier, Bud hos en Bankier, Hr. Jansen En Patrouille. Personerne i Stykket: Jean, Kludesamler, Hr. Kolling. Baron Hoffmann, Hr. Benjamin Petcrsen. Clara, hansDatter, Fru Atma Pederten. Henri Breville, Hr. Stigaard. Grev de Frinlair, Hr. Wulff. Loiseau, Advokat, Hr. A. Pricc. Lourdois, Journalist, Hr. Dorph-Petersen. Gripart, Grosserer, Hr. C. Hansen. Marie Didier, Frk. D. Olsan. Madam Potard, Fru Wulff^ Masagran Fru Bosenbaum. Louise, Paulina og Turiurette, Sypiger, Frkn. A. Sohmidt, Jansen og Bjerregaard. Blondeau, Politi— kommissær, Hr. Hellemann. Laurent og Louis, Tjenere hos Baron Hoífmann, d’Hr. Pio og Nathansen. Rosina, Klaras Kammer- pige, Frk. Wildenbriick, Jeanne, Tjeneste- pige hos Md. Potard, Frk D. Schmidt. Arthur, Opvarter paa Café Anglais, Hr. Lehr- mann. lste og 2den Opvarter, d’Hr. JT. Hanten og Jenten. Polltibetjeute, Tjenere og Karnevalsgæster. Handlingen foregaar i Paris. 1 Forspillet: Kaien ved Seinen. 1 Stykket (20 Aar efter) lste Akts lste Afde- ling: Jean og Maries Værelser. lste Akts. 2den Afdeling: Et Kabinet i Cafó Anglais 2den Akts lste Afdeling: Sal hos Baron Hoífmann. 2den Akts 2den Afdeling: Jeans og Maries Værelser. 3die Akts lste Afdeling : Md. Potards Hjem. 3die Akts 2den Afdeling: Spisesal hos Baron Hoffmann. 4de Akts lste Afdeling: Et Politikontor. 4de Akts 2den Afdeling: Sal hos Baron Hoffmann. — I • Den lykkeligste Dag«, LystSpil i 1 Akt af Friti Holst. Fru Verner, F’ru B. Smith. Poul, hendesSon, Hr. Stigaard. Clara, hans Kone, Frk. Lund. Hr. Glerup og Fru Glerup, Klaras Forældre, Hr. Kolling ogFru J. Hansen. Hr. Lind, Hr. Wul/f. Emma, hans Kone, Pouls Kusine, F’ru llolsl. Hr. Birk, llr. Zinck. En Píge, F’rk. M. Petersen. Handiíngen foregaar i Kjnbenhavn i Nutiden. Eigandi og ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingismaðr. Kaupmoimaiiöfn. — Prenturi S. L. Möller.

x

Skuld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.