Skuld - 31.01.1882, Side 1
Árg., 32 nr., kostar 3 kr.;
borgist í sumar - kauptíð til
Einarsprentara pórðarsonar.
Eftir að 3/4 árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næsta árgangi.
V. árg.
B á r 11« ð u r.
Heyri jeg í húmi nætur,
hversu báran sáran grætur,
þar sem Ijósa laugar fætur
lá við aldinn fjörustein;
ekkert vinnur böli bætur,
báru enginn þekkir mein.
Sama er um sorgir mínar,
sunnu þegar ljóminn dvínar
hjartað rekur raunir sínar,
rökkva slær á fölva brá;
hjartað stunur þekkir þtnar,
þrautum sollin alda blá.
Komum þá og kveðum bæði,
kveðum langa stund í næði,
þú mig vefur þaraklæði,
þegar gríma kólnar meir;
þó að okkur báðum blæði
bezta hvort hjá öðru þreyr.
Dimm er nótt og löng unz líður,
læðing sviptir dagur fríður,
þá er horfinn harmur stríður;
hver mun þekkja sollin mein,
eða það, sem okkur svíður
út við gráan fjörustein?
Árni .Tónsson.
Nokkur orð
um útflutningsgjaldsgreinina í síðsta blaði
»Skuldar».
Fyrst og fremst álít jeg, að lands-
mál vor íslendinga sjeu ekki svo umfangsmikil
eða flókin, að alþingi geti ekki ráðið þeim til
'yKta annaðhvort ár á 2 mánuðum; það er
auðvitað,efað mörg mál berast þinginu, þáverð-
urþingið nákvæmlega, að yfirvega hvað afþeim
helzt skuli ganga fyrir, því aldrei eru máliu
jafn nauðsynleg.
Jeg vil enn fremur leiða athygli al-
mennings aö því, að jeg álít að óheppilega
hafi tiltekizt í þessum lögum, að leggja útflutn-
ingsgjald á jiorskalýsi og eins á sundmaga, þar
s em áður var búið að leggja nægilegt gjald á
fisk og lirogn. Mjer fínnst líka ójöfnuður í því,
að leggja jafnt útflutningsgjald á saltfisk og
harðfisk, jmr sem pundið í harðfiski er vanalega
miklu dvrara en í sallfiski; það verður því ó-
jöfnuður í því, að hafa jafnt gjald á báðum þess-
um fiskitegundum. Jeg álít að munurinn á gjaldi
af harðíiski ogsaltfiski mætti ekki vera minni en
3 aurar á hverjum hundrað pundum; nú til-
taka lögin, að það skuli vora jafnt af saltfiski
og harðfiski, 10 aurar af 100 pundum, þetta
18 82.
Afgreiðslustofa í prent-
smiöju Einars þórðarsonar.
Kitstjórnar-skrifstofa:
Aðalstræti Xr. 9, opin kl.
4—5 e.ni. hvern virkan dag.
Reykjavík, þriðjudaginn 81. janúar.
Nr. 142.
álít jeg að ætti að jafna þannig: að útflutn-
ingsgjaldið á saitfiski af hverjum 100 pundum
ekki væri hærra sett en 7 aurar.
Menn munu nú segja að þetta gjöri nú
ekki mikið til, þótt lögin í þessu tilliti sjeu
ekki svo nákvæm, því það jafnist á svo marga.
Jeg get ekki verið á þeirri skoðun, því þetta
gjald verður full tilfinnanlegt þeim sem það
legst á, enda hafa þeirfleiri gjöld að bera; sjá-
varútvegsmenn bera þetta gjald, og þeir eru
margir fátækir eins og nú stendur, enda hefir
ið opinbera enn þá lítið gjört í þá átt, er efla
megi atvinnuveg þeirra. Jeg segi að sjáv-
arútvegsmenn beri þetta gjald, og það stend
jeg við; verzlunarmenn munu segja við sjálfa
sig: þeim mun minna verðum vjer að borga
fiskinn, sem þessu útflutningsgjaldi nemur og
líka þurfum vjer að ná rentum af peningum,
er vjer borgum fyrirfram; þarað auki munu þeir
bæta þeim kostnaði ofan á, sem leiðir af því fyrir
skipstjóra verzlunarmanna, að þeir þurfa að
gefa skýrslu um ina útfluttu vöru, er útflutn-
ingsgjaldið leggst á. fetta gjald verður því
naumast minna á hvert skpund en 60 aur. og
ef til vill meira.
|>essum lögum verðurþví þörf að breyta, sem
fyrst; og skora jeg á Gullbringusýslubúa að
yfirvega þetta málefni, og senda um það bænar-
skrá til næsta þings. E. Pórðarson.
Um síldarveiðina á íslandi.
(Þýtt eptir Björgvínarblaði 1881).
Af íslenzkri síld var sýnishorn fram-
lagt á kauphöllinni í dag; síld pessi var
tekin úr „lás“ í Seyðisfirði priðjudaginn í
vikunni, sem leið, og hafði að eins verið
stráð litlu af salti á hana; kom hún hing-
að með eimskipi, er heima á lijer í Björg-
vin og sem kom með 1500 tunnur af síld,
er söltuð var í lögum og veidd á Seyðis-
íirði af Mandalsmönnum. Fyrr í sumar
hafa menn frá Haugasundi afiað vel síld
á Islandi:
In íslenzka síld, sem fram var lögð,
var mjög stór, pað er að segja: 33 til 35
centímeter á lengd og 7 til 8 centímeter
frá bakugga til kviðugga, og pví stærri
en almenn vorsíld eða ápekk norðlenzkri
stórsíld (norskri). J>að fara ekki nema um
300 síldar í velfylta tunnu. Að pví er
ráðið varð af pessum fáu síldum, er pær
voru opnaðar, er hvorki lirogn nje mjólk
í síldinni; aftur er nokkur „ístra“ (,,lster“)
í henni.
Oss er sagt að alt sumarið liati verið
firnin öll af síld við ísland; en sakir
skorts á nýtilegum veiðarfærum geta
5
landsmenn par. ekki hagnýtt sjer pessi
auðæfi hafsins; en hins vegar er pað
nokkrum vandkvæðum bundið fyrir útlend-
inga að fá að veiða síldina með dráttar-
nótum að norskum sið. Að veiða síldina
úti á rúmsjó fyrir utan firði og ann-nes er
naumast unt, með pví að in dönsku sjó-
kort yfir hafið umhverfis ísland kváðu vera
ljeleg eða mjög ófullkomin (frönsku fiski-
mennirnir hafa frakknesk kort), og svo
skortir gjörsamlega inn nauðsyníegu sjó-
merki og vita fyrir sjófarendur.
1 ár pegar svo lítið aflaðist af síld í
Norgi, hefði ísland getað haft stóreflis hag
á síldveiði. Síld sú, sem hingað liefir flutt
verið til Björgvínar, gefur aflamönnunum
18 til 20 kr. í hreinan ágóða af hverri
tunnu og er pað stórfje.
Að danska ríkið virðist gjöra svo lítið
til að hagnýta ina miku og góðu veiði
sína umhverfis ísland, par sem Frakkar
hafa alveg alla porskveiðina og síldarveið-
in liggur ónotuð, pað er sífelt ráðgáta
fyrir oss Norðmönnum Sumir hafa viljað
bera fyrir skort á nægum efnum til að
gjöra tilraunir til skynsamlegra fiskiveiða;
en fjelag pað, sem Hammer lautenant
stýrði, hafði pó næg efni úr að moða. Að
pað skyldi vera kunnátta og dugnaður,
sem skortir, virðist naumast líklegt heldur,
pví bæði Danir og íslendingar hafa komið
hingað til Noregs, til að kynna sjer veiði-
aðferðirnar, og hafa sannarlega haft full
not af ferðum sínum.
J>að leiðinlegasta af öllu er, að svo
miklar tálmanir eru lagðar í veg fyrir pá
Norðmenn, sem leita pangað upp, að marg-
ir kjósa heldur að sitja heima.
ísafoldai'prentsmioja, lðgin og bæjar-
fógetinn.
Tilsk. 9. maí 1855 kveður svo á í 1. gr.,
að á hverju riti, sem út kemur hjer á lantli,
skuli standa nafn prentarans. Standi það ekki,
eða sje rangt. sagt til þess á einhverju riti, þá
varðar það 10—200kr. sektum (í hvert sinn).—
Hjer í bænum undir handarjaðri bæjatfógeta,
amtmanns og landshöfðingja er einhver sú
vera til, sem kallar sig nprentsmiðju ísafoldam;
kemur út frá henni margt af blöðutn og bók-
um; en á hverju einasta kveri, bók eða blaði,
sem frá henni hefur út komið nú in síðustu
ár, er brotið á móti þeim fyrirmælnm tjeðrar
tilsk. af 9. maí 1855, er kveða svo á, að prent-
ari skuli nafngreina sig á riti hverju. Á rit-
um þeim, er frá henni koma, stendur að eins,
að þau sjeu prentuð «í prentsmiðju ísafoldam.
En ekki er þetta þinglýst nafn neins hlutafje-