Skuld - 31.01.1882, Side 3

Skuld - 31.01.1882, Side 3
7 vera 3 aurar fyrir hver 10 kvint eða rninni þunga. Burðareyrir fyrir böggulsendingar þær, sem um getur í 2. gr. hjer að ofan, skal vera 10 aurar fyrir hvert pund og 5 aur- ar að auki í ábyrgðargjald fyrir hverjar 100 kr. eða minna af verði sendingarinnar, ef verð er til tekið. 4. gr. Með ferðum landpóstanna frá því í nóvember og til þess í marz eru póst- menn eigi skyldir að taka böggla til flutn- ings þyngri en eitt pund, framar en þeim þykja hentugleikar leyfa, nema dagblöð í krossbandi. Allar eldri ákvarðanir, sem koma í bága við þessi lög, eru hjer með úr lögum numdar. Hálfyrði mn kirkjima í Reykjavík og kirkjusioina. «Mitt hús skal vera bænahús en þjer hafið gjört það að ræningjabæli" sagði frelsari vor fyrir nærfellt 1880 árum síðan, þegar hann rak kaupmennina út af musterinu í Jerúsalem. Ef Kristur nú á dögum skyldi á hátíðardegi koma inn í dómkirkjuna í Reykjavík mundi liann að vísu ekki finna þar «þá sem seldu og keyptu», heldur ekki mundu «borð peningaverzlaranna» og “stólar þeirra, er dúfur seldu», verða fyrir hon- um, en hvað ætla hann segði, þegar hann sæi kóngulóavef í öllum hornum kirkjunnar, vegg- ina svarla af ryki og kolareyk og g'ólfið óhreinna en í meðal baðstofu um hásláttinn í vestu rign- ingatíð í sveit. f>að er ekki nóg með það, að hverjuro manni, sem er vanur þrifalegum híbýlum, verð- ur að blöskra að sjá hvernig þrifað er til í kirkjunni, en einnig í mörgum öðrum atriðum sýnir það sig, að stjórn kirkju vorrar vantar mikið á að fullnægja skyldum sínum. Mestalla jólaföstuna sá maður óhreinan og mjög ófagr- an stiga standa svo í kirkjunni, að enginn mað- ur, sem frá kirkjugólfmu hoifði upp til altaris, gat komizt bjá að sjá hann. Jóladaginn var að minsta kosti á annari sálmatöflunni skakkt. tilfærð að minsta kosti ein sálmatalan og að- fangadagskvöldið voru allar tölurnar ramskakk- ar, og var það líklega þess vegna, að bæði það kvöld og gamlárskvöldið var svo dimt víða í kirkjunni, að ómög ulegt var að sjá orða- skil á bók. það er ekki langt síðan, að ensk kona, sem var við messugjörð í böfuðstað lands- ins gat þess í ferðasögu sinni, hve afkáralegt ým- islegt í þjónustu prestsins fyrir altarinu varð að þykja hverjum, sem hafði vanizt þeirri siðprýði, sem menn gætavið messur í öðrum löndum en sjer samt maður enn hvern messudag fyrir altarinu í dómkirkjunni meðhjálparann hoppa í kringum prestinn og hrinda honum til og frá lil þess að fá rykkilínið og hökuliun til að fara vel, og prestinn að snúa sjer við og láta órólega fyrir alt- arinu, þegar meðhjálparinn sofnar undir síðasta sálminum á undan prjedikuninni og ekki gætir rjetts tíma til að færa prestinn úr skrúðklæð- unurn, áður en hann á að fara upp í stólinn. Slíkt við gengst nú reyndar líka í öðrum kirkj- um hjer á landi, en þar situr meðhjálparinn optast rjett hjá altarinu og þar vantar skrúð- hús, en við dómkirkjuna er skrúðhús rjett hjá prjedikunarstólnum eins og í flestum útlendum kirkjum og þar ætti því að vera hægt að skríða prestinn annarsstaðar en fyrir altarinu. . In nýja sóknarnefnd vor hefur hingað til ekki látið til sín taka. J>egar maður lítur á kirkjustjórnina í höfuðstaðnum, skyldi maður Að Austan. Síld'irveiðm. Merkur og á- reiðanlegur maður í Múlasýslu skrifar oss, að haustnflinn af síld hafi brugðizt í ár á aust- fjörðum; sumamflinn hefir aftur auðsjáanlega verið með hezta móti, þar sem sami maður skrifar oss, að í Reyðarfirði (með Eskifirði) hafi febgizt um 30 000 tunnur, og á Seyðisfirði, Mjóafirði og Norðfirði til samans, eigi mikið meira en 40—50 000 tunnur, bæði í haust og sumar samtalið». Hjer geta nú allir Grímar og allar «ísur» og þeir yfir höfuð, sem hrak- spáðu mjög fyrir áætlun fjárlaganefndarinnar í sumar um spítalagjaldið og hjeldu að nefndin væði reyk og færi með þyaður, — allir þessir geta nú sjeð, að nefndin hefir ekki farið of djarft í að áætla. A Austfjörðum hefir í ár veiðzt 70 til 80 000 lunnur og á Eyjaíirði um 100 000 tunnur. J>annig mun, þegar þess er gætt, að á ísafirði veiddist eitthvað af síld í sumar, óhætt að segja, að 175 000 tn. af síld hafi út fluttar verið af landi hjer í ár. Af tíðarfarinu er látið fremur illa. Sum- arið var á Austurlandi kalt og votviðrasamt, gras því lítt sprottið og hirtist illa. Haustið setti snemma að og var illviðrasamt þá, er síð- ast frjettum vjer. í 2. viku jólaföstu fenti fje í Hjeraði (í Vallahrepp og Skriðdal). Verzlun. Sakir grasleysisins var miklu fje lógað í haust í Múlasýslum. Fyrir bezta kjöt hafði verið gefið 22 til 23 au., en 18 til 15 au. fyrir lakara kjöt, mör 30 au. — Slimon kaup- halda, að aldrei hefði birzt í stjórnartíðindum landsins nein lög frá 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjer- aðsnefnda. fað er í von um, að in háttvirta sóknarnefnd vor muni vakna af blundi sínum, að jeg bið «Skuld» að flytja henni þessar bend- ingar. Ritað á Eldbjargarmessu 1882. Jón. maður hefir verið vanur að láta Gránufjelag kaupa fyrir sig lifandi fje eystra á haustin. Var enn svo í ár, en er til kom, prettaðist Slimon um að koma og sat svo fjelagið uppi með fjeð, sem þá var búið að vakta í marga daga, og er haft eftir kaupstjóra Tr. G., að fje- lagið bíði fleiri þúsund króna tjón við pretti Slimons. Heilsufar manna meðal talið gott, nema hvað barnadauði hafði mikill verið, og var talið að vera mundi af flekkusótt (febris scarlatina). NorÖan- og vestau-póstar ókomnir f dag. Æ ii o-1 ý s i 11 g a i- eru teknar upp fyrir oO au. hver þurnlungur af lengd dálks. Minsta auglýsing 25 au. — Út- lendar auglýsingar 50°/o meira. Cúlr- A-deild stjóruartíðiiulanna fvrir 1875 og 1877 óskast til kaups. Ef einhver, sern á þessar deildir, vill selja þær, skulu þær verða yfirborgaða r. Skyldi einhver heldur vilja selja fieiri árganga stjórnartíðindanna, skulu þau og verða keypt, ef þessar deildir að eins eru í þeiro. Iíitstjóri «Slcutdar». Að jeg undirskrifaður hef lögsókt herra ritstjóra og ábyrgðarmann blaðsins „Skuld“, Jón Ólafsson ?!- [nngismann, fyrir grein í 141. blaði „Skuldar'1 (V. árg.) œeð yfirskript „Bessastaða-Grímur og sannleikurinn“ auglýsist hjer með. p. t. Beykjavík 13. jan. 1881. ___________________Grlmur Thomsen. (íí3=, Næsta blað 5. febrúar. Ættartala. |>að er skaði, livað sjaldan sjest neitt í blöðum vorum til upplýsingar ættfræð- inni. Siðan lierra háyfirdómari Jón Pjetursson í Tímariti sínu ralcti ættir alpingis- manna, hefir að oss minnir fátt birzt í tímaritum vorum um ættir peirra manna, sem fyrir einhverja sök eru nafnkendir. Yjer leyfum oss að setja lijer í dag til fróð- leilcs og skemtunar ætt priggja náfrænda, sem allir eru nafnkunnir, hver á sinn hátt: Grfmur Grímsson Ingibjörg sjera Jón í Götðum. Jón á Giljá Mála-Davlð. Ingibjörg (gift porgrími gullsmið. Beina-porvaldur. (Bessastaða-) Grímur,

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.