Skuld - 08.02.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 08.02.1882, Blaðsíða 1
V Árg., 32 nr., kostar 3 kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einars prentara pórðarsonar. Eftir að 3/4 árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. U L D a V. árff. 1882. Reykjavík, miðvikndaginn 8. febrnar. Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Xr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. Nr. 148. Fnglar í biiri. Ö hvað mig tekur pað sárt, að sjá saklausu fuglana smáu stolna burt sínu frelsi frá, sem fleygt sjer gætu pó vængjum á uppi’ um keiðloftin báu. p>ið vesalings, vesalings fangar! jeg veit, hversu sárt ykkur langar. Hreifið ei vængina! Hýmið pið! Hæðið pá ei með að flögra! Lokaða búrið ei gefur grið; og gæfi pað smugu, pá tækju við hindranir liúsveggja fjögra. peim, sem að fært er að fljúga, í fangelsi’ er dapurt að búa Mönnunum, peim, sem ei flogið fá, finst pað níðangurs-gaman, að horfa fuglana fleygu á fjötraða, vænglausa eins og pá, að líta hinn lopt-frjálsa taman. p>ið vesalings, vesalings fangar! jeg veit, hversu sárt ykkur langar. llaimes Hafsteinn. „The North Atlantic“. «Björgvínarpósturinn» sltrifar 6. óktób. svo: Við nafnið „THE NORTH ATLAN- TIC“ skilja menn um allan inn mentaða heim málpráðarlínu milli Norðurálfu og Vesturheims yfir ísland og Grænland. Undir eins og Englar höfðu gjðrt inar fyrstu tilraunir, til að leggja málpráð beint vfir pvert Atlantshaf, en pær til- raunir mishepnuðust, pá voru ýmsir peir. er ætluðu að menn ættu að leggja práð- inn pann veg, að styttra yrði landa á milli: yfir Færeyjar, ísland o. s. frv. Að vísu varð pessi skoðun ekki ofan á pá; en jafnvel enn pá, eftir að ýmsir og ýmislegir præðir eru lagðir yfir pvert Atlantshaf, hefir Norður-Atlantshafsleiðin sína vini og — sína óvini! 1 inni gömlu kanselí-byggingu í Kaupmannahötn, par sem dómsmálaráðgjafinn, sem einnig er íslands-ráðgjafi, hefir bækistöður sínar, liggur heill bunki af bónarbrjefum um leyfi til að leggja práðínn um nefnd lönd, og álíka mörg undírferlisbrögð hafa verið spunnin upp, til að koma í veg fyrir fyrirtækið. Ið mikla málpráðafjelag Norðurlanda (“store nordiske Telegrafselskab“) hefir ekki verið aðgjörðalaust um petta efni. Etazráð Tietgen hefir látið semja heilar hersveitir af frumvörpum og uppástungum með öllum mögulegum breytingar-tillögum. Sjálfur hefir hann opið auga fyrir öllu pví peningalega og verzlunarlega við fyrir- tækið. En aulc pessa gefur veðurfræðin (,,meteorologie“) eina aðalhvöt til að leggja pessa línu. Spádómar veðurfræðisstofnan- anna („meteorologiske Instituter“) reynast mjög hæpnir og óáreiðanlegir að pví, er Atlantshaf snertir. En veðurfræðingarnir segja: sökin er hvorki vor nje vísindanna; sökin er íslands. Eða rjettara sagt: pað að spár vorar verða óáreiðanlegar, kemur af pví. að okkur vantar málpráðarsam- band við Island. Gefið oss málpráð til íslands, segja peir, pá skulum vjer frelsa tugi skipa og mörg hundruð, ef eigi pús- und, mannlífa árlega. En petta mál, segja peir, varðar allar pjóðir, er sjóferðir stnnda um Atlantshaf og Norðursjó; pví vilja menn reyna að fá helztu sjóferða- pjóðír til, að ganga í borgun, að nokkr- um parti hver, fyrir vöxtum af fje pví, er fyrirtækið mundi kosta. En nú koma vandræðin. pjóðir pær, er hlut eiga að máli, hafa og annara liagsmuna að gæta, sem stundum geta komið í bága við petta fyrirtæki. Á Englandi og Frakklandi eru stórrík fjelög, sem eiga aðrar málpráðar- línur, er liggja frá peim löndum pvert yfir Atlantshaf og beint til Ameríku. p>essi voldugu fjelög sporna með linúum og hnjám móti pví, að ný lína komist á, og spara pau ekkert til að spilla fyrir slíku fyrirtæki. Önnur lönd, t. d. Noreg- ur', kunna að hafa aðrar ástæður til, að vilja ekki vera með. Og í Danmörk sjálfri skortir pað eigi, að fjöldi manna, og pað peirra, er mikið mega sín, er svo gjörður, að peir eru upp á móti hverju fyrirtæki, sem Tietgen er við rið- inn; og sumum dönskum pegnum kann að sýnast pað ólmgur fyrir sig, að Island verði drégið inn í málpráðanet hcimsins. J>ví liggja frumvörp „ins mikla málpráða- fjelags Norðurlanda-1 enn pá á hyllum kan- selí-byggingarinnar sem ófrjóvgað egg í móður-kviði. pað hefir elcki skort fregn- rita til ýmissa blaða um heirn, sem hafa spáð pessu eggi bráðrar frjóvgunar og fæðingar. En menn ættu að fara varlega í að trúa mikið á pað að sinni; og pó skortir ekki hins vegar sterkar hvatir fyr- ir Damnörku, til að fá málinu framgengt. Auk pess, sem ísland hlyti ómetanlegt gagn af málpráðarsambandi við heiminn, væri pað ekki lítill uppgangs-vegur fyrir Kaupmannahöfn að verða endastöð nýrrar málpráðarlínu yfir Atlantshaf; mundi pað auka bæði verzlunar-pýðing borgarinnar og álit hennar og hag að ýmsu öðru leyti. 1) pað hefir pó sýnt signú f ár. er leið, að sildveiðin hjer ú landi lietír valdið f>ví, að Xoregur líklega mun verða fyrsta þjóð til að verða með í slíku fyrirtæki. 9 — 14. f. m. hjelt fjelag verzlunarmanna í Reykjavík ársveizlu sína. peir voru boðnir þar sem heiðursgestir Steingrímur skólakennari Thorsteinsson og Jón alþingismaður Úlafsson. pessi voru þar minni drukkin, fyrir fram á kveð- in: íslands minni, og mælti Jón Ólafsson fyrir )ví; verzlunarmanna minni, og mælti Steigrím- ur Thorsteinsson fyrir því, en Porlákur Ó. John- son kaupmaður þakkaði þá skál. Auk þess var fyrir ýmsum skálum mælt og skemtu menn sjer ið bezta. Á eftir ræðu Steingríms var sungið retta kvæði (eftir hann): YERZLUNAR MINNI. ' l.ag: Liti’ eg fram um loftin blá. ÖLD heims út um höf og lönd Ötul mjög stritar hart, bæði sumar og vetur, Kappfús kröftum beitir hönd, Knýst fram rásin og slitnað ei getur; Drifthvít dansa segl um gráð, Drjúgum þyrlast upp eimskipa kolsvartir reykir; Járnreið flýtir ferð um láð, Flytja hraðboðin rafurmagns eykir; Eisar straumur, iðnar verk Augum birtast furðusterk; Lönd fríð yfir gríðar geim Gæðum skiptast og ljómandi seim. Heil þú, móðir arðs og auðs ítra vezlun! sem löndunum hagsældir gefur; pjóð vor þjökuð nær til dauðs pinnar blessunar margsaknað hefur; Seint í samflot þitt kemst hún, Smáskip eitt meðal kaupfarar-drekanna stóru; Drögum seglið samt við hún; Smáir allir í fyrstunni vóru. Heil þú, verzlun! markað mið Ment og drengskap tengdu við; pín heill líka sje vors lands, Lýðinn styð þú og framfarir hans. Ljós bjart fremdar löndum frá Frjálst og glatt inn í skuggfylgsni vor látum streyraa: Kom þú! — kallar aldan blá — Ivugginn þinn yfir haf láttu sveima. Ljet sól uppi daga draug, Dagþjóð fagnar, en nöldrandi svartálfar flýa, Vor tíð víðkar sjónarbaug, Veröld fyrir oss opnast in nýja. Senn ber upprjett höfuð og háls Hrein og íslenzk kaupstjett frjáls, pá fyrst dafnar borg og bær, Burum lands þegar ættjörð er kær. Rothschild sem ölmusumaðnr. [Pýtt.] Jlieronymus Lorm segir í blaðinu „Pester Lloyd“ frá fallegri sögu um barún

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.