Skuld - 08.02.1882, Blaðsíða 4

Skuld - 08.02.1882, Blaðsíða 4
12 Fyrirlestrar Guðmundar hafa hingað til verið vel sóttir, og hafa jafnan fieiri viljað fá inngöngu. en rúm hefir leyft. í fyrstu var eins og fáeinir menn hjer væru á móti honum, og einn nafnkendur meður reyndi í vetur að trufla hann með því, að taka fram í fyrirlestur hans og kalla upp: «Nóg komið!». En Guðmundur ljet sjer ekki bylt við verða, gjörði svo lita málhvíld og sagði rólega: «£>eim, sem þykir nóg komið, er frjálst að fara út!» og hætti þá hlutaðeigandi rausi sínu. Bókmentir. Rímur af Hjeðni og Hlöðvi, kveðnar af Jóni Eyjólfssyi. 1880. Rímur af Ajax frækna, kveðnar af Ásmundi Gíslasyni. 1881. Nokkur ljóðmæli, samið hefir Guðbjörg Árnadóttir. 1879. Ljóðmæli eftir Sigvalda Jónsson Skagfirð- ing. 1881. Jafnan gleðst jeg yfir því, að sjá eitthvað koma út á Íslandi í ijóðagjörð, og enda hverju sem er, ekki sízt ef það er eftir «ólærða» menn, það er að segja, ef það er að einhverju leyti eitthvað í það varið, og ekki gjört af viljanum einum, en efnum litlum sem engum. Til þess að vera skáld, þarf dáhtið meira en viljann. Vjer munum söguna um hann Hallbjörn (01. s. Tr. 3,01 o), sem vildi yrkja lofdrápu um fórleií jarlaskáld, en komst aldrei lengra en: «hjer liggr skáld•>, «sakir þess, at hann var ekki skáld, ok hafði þeirrar listar eigi fengit», segir sagan. Hvort þeir Jón Eyjólfsson ogÁsmundur Gíslason sjeu skáld, læt jeg liggja rnilli hluta; að minnsta kosti hafa þeir komizt lengra en Hallbjörn heitirn. En þessar rímur þeirra mæla ekki með þeim, í því efni, að því er mjer finnst; jeg ætla snöggvast að biðja lesendurna að líta á þær með mjer. ^að er þá fyrst efnið rímnanna, eða merg- urinn. þ>að er svo, að hverjum heilvita manni verður að hrjósa hugur við þeim ósköpum, jeg man hvað mjer varð af munrii, þá er sagan af Hjeðni og Hlöðvi kom út, en nú varð mjer orð- fall, er rímurnar komu prentaðar. Sögurnar báðar eru in mesta endileysa og bull, hvernig sem á þær er litið, hvorki staðir nje tíð, sem þær gerast á, nje neitt annað, getur svarað til nokkurs í veröldinni. par er talað um, að menn hafi brugðið sjer sjóveg(!) sem snöggvast frá Indlandi til Kandíu [sem annars heitir Krít(arey)] á 6. öld fyrir Krists burð, þá er Sýrus (rjettara: Kýros) og Tomíris drottning lifðn, eða skömmu þar á eftir (Hj. r. 3,81); þar sem því höf. Hj. r. er í 1. mansöngnum að biðja kvæðagyðjuna um «að láta sögur ljóðsett- ar lýsa forntíðinni», þá hefir hún illa brúgðizt honum, og gat ekki annað, úr því að hann níð- ist svo freklega á henni, með þennan aftaka- þvætting, sem er skömm oss íslendingum. J>ví taka rímararnir ekki heldur vorar gömlu sögur eða kafla úr þeim, og snúa þeim í rím; það er þó íslenzkulegra. En þessar rímur eru ekki þjóðlegar, — þær gerast í öðrum löndum, og eiga að fræða(?) menn um þau; þær eru ekki fróðlegar — þær lýsa stakri vankunnáttu um alla landafræði og einkenni tíða og hugsana manna; þær eru ekki skemtilegar — af því að þær eru svo vitlausar; í þeim finnst engin ein nýtileg hugmynd, engin góð lýsing góðs eða ills skapferlis, þó að þar sje nóg af skammyrðum til berserkja og jötna (dóli, lymskur þrjótur, vom- urinn, og ótal fleira) sem eru smekldeyour. Höf- undarnir finna þetta með sjálfum sjer, sbr. Hj. r. 1,20: «Fjölnis móði, orku ringur, efnarýr»; 4,1: «mitt ófróða mærðar gaul(!), má ei bjóða nú á tímum». Höf. finnur, að það er eitthvað veilt við það, og armæðist út af því fyrirfram að «fáir virði hans ljóða sennu» (4, 1), en honum er sjálfum um að kenna; það eru þessa konar rímur — en ekki allar — sem eiga. illar við- tökur skilið. Höf. Aj. r. er dálítið rogginmann- legri, þó að hann segi, að þetta sjeu fyrstu rímurnar hans (1, 7) — fár er smiður í fyrsta sínni, sannast hjer — hann segir (3, 3): «þó að galla geti sjeð, gautar snjallir fleina eg fyr- ir allra gera geð, girnist valla reyna1". pess væri óskandi, að hann hefði ekki «gert fyrir geð» neins nema sitt og útgefandannna, en fyr- irgert «velþóknun annara». Að fara að sanna með dæmum vitleysu efnisins yrði oflangt hjer, og ekki eyðandi orðum að því. Hið eina sem lesanda væri í Aj. r. eru mansöngvar 4. og 5. rímu um róðra höf; hugmyndin er reyndar ekki ný, en hún er hjer sett fremur liðlega fram. Kveðandin er als og als ekki svo slæm, enn höfundarnir leyfa sjer líka óspart að mis- þyrma orðunum með rangri áherzlu og röng- um orðmyndum, til þess að bögla inn allskon- ar hendingum, gætandi ekki að því, að dýrir bragir eru þeim ofbragir og að öðru leyti engu fegurri en ódýrir og einfaldir, sem nóg er til af; hið fyrsta skilyrði sem heimta á af rímna- höf. er, að þeir «misþyrmi ekki málinu á nokk- urn hátt». Ef þeir verða að gjöra það, til þess að kveða dýrt, eiga þeir að láta það vera. Onnur eins áherzla og hendingar og fiet göndíar (Hj.r. 1,23) Tns fulltlða (1,26) o. fl. \/ __v ráðgjafi (Aj. r. 1,21) mjer: hugdjarfer (!) (4, 23) hresst: trúlofRt (4,49) með fádaTmum (2, 48), og ótal fleiri ætti helzt fyrir löngu að vera horfnar út í gleymskunnar ginnungagap. þ>á eru kenningarnar eins og í lökustu rímum frá fyrri tímum. jþað úir og grúir al gullsbörvum, sverðagrjerum, laufakvistum, plátulundum, örvaröptum, mundarjakanjörðum, mariarjapahlynum (!!), sem eru allt aumustu hortyttir, til þess að fylla út með. Sumai kenningarnar eru víst nýjar; margar eru þær næsta kátlegar: fleins slög (Hj. r. 1,3); jörðin heitir: hjallur (1,42); hugurinn: Herkju þey (rangt f. þeyij; kona: tvinnabrekka (1,53) og baugshæð (2,21); skip: gjaldurs hjeri (1,60) maður: báruglansastafur (1,66). 2,33 færð tii rjetts máls hljóðar svo: »Berlings skrúða hari sá líka búðir rekka, reifðar úða skari, reistar á 1) Við petta má athuga: 1) aö höf. ætlar, að það sje leitun á „göilum'j enn það má flnna marga á hverri blaðsíðu. 2) að „gera fyrir geð“, þessi orð skil jeg eigi; 3) að það er ekki höf. einn, sem má harma sjer út af því, að gjöra eigi svo öllum líki, enda þótt rímur hans væri betri, enn þær eru ; það var því óþarfi að lýsa yfir því svo vandlega; við því befir víst enginn húizt. bifurs brúði (?!). Höf. Aj. r. gengur skör lengra og kallar konuna bauga nó (6,69) og seima nó (1,11), mann: drakons bóla fjölni (1,27; er drakon «fínna» enn dreki ?) Ekkjalsslóðir (1,30; ekkill þekki jeg, enn ekkjall ekki); gróulundur (? 1,55); húsið: bustarnaut (2,26) bustarmar (2,39; 3,31) bustar hjeri (6,33); gafla mar (3,10); rínar ónn (kakalofn fljóts = gull; 5,10) o. s. frv. — «Líkaði öllum vel þessi ræða Blá- landskeisara, og þótti hann hafa talað af mik- illi andagipt». (Heljarslóðarorrusta, bls. 70, 25—6)- (Framh. síðar). Au^lýsingar Ið simnlenzka síldveiðafjelag, er nú stofnað, og er tilgangur pess að reyna síldveiði í Faxaflóa og svo hvar helzt annarstaðar sem sílcL gengur. Log fyrir fjelag petta voru sampykt 30, f. m. og skrifuðu sig pá um leið ýmsir fjelags- menn fyrir rúmum 10000 kr. í hlutabrjef- um, en hvert hlutabrjef hljóðar upp á 100 kr. og hefur 1 atkvæði á fnndum íjelagsins; í stjórn fjelagsins voru peir kosnir: Umboðsmaður E. Gunnarsson, formaður, assessor L. Sveinbjörnson, gjald- keri, alpingismaður Egilson, skrifari, kaupmennirnir J. Yídalín og P. Eggerz. Til pess að gjöra mönnum sem að- gengilegast og hægast að ganga í fjelag petta, voru hlutabrjefin látin vera sem lægst, og enn fremur parf ekki að borga pau nema á 3 árum, pannig, að í ár sje borgaður helmingurinn í tveim afborgun- um, nfl. 25. kr. fyrir 15. marz og 25 kr. fyrir 15. júlí p. á., en 25 kr. fyrir 15. marz 1883 og 25 kr. fyrir 15. marz 1884. — A pann hátt vogar fjelagið ekki nema helming pess, sem skotið er inn af fje, í ár; en hefur hinn helmíngínn til taks næsta ár til pess, að stækka með útveginn ef sjerleg óhöpp ekki skyldu til vilja á pessu ári. — Iljer mælist einkar vel fyrir fjelagi pessu, og mikill áhugi manna að styðja pað. Hjá gjaldkera fjelagsins, hr. assessor L. Sveinbjörnson verða hlutabrjef að fá upp frá pessum degi, og allir stjórnendur fjelagsins gefa hverjum sem lielzt allar mögulegar upplýsingar um fyrirkomulag pess, sem einnig mun verða auglýst í blöðunum eftir kringumstæðum. Rvík 1. febr. 1882. Egilsson. Um jólaleyt.ið fauk svartkollóttur fiókakatt- ur af karlmanni fyrir utan prestaskólann hjer í b&num. pað var ljósleitt fóður í honum og voru blettir eða rák af storluiuðu blóði eða blóðdrefjum í því. peir, sem kynnu að hafa fundið þennan hatt, eru beðnir að afhenda hatin undirskrifuð- um sem fyrst. Rannsóknardómarinn í málinu um dauðdaga Kristmanns Jónssonat'. Reykjavík, 7. febrúar 1882. Jón Jónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: J ó n Ó 1 a f s s o n, alþingismaður. Prentuð ltjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.