Skuld - 01.05.1882, Blaðsíða 1
Árg; 32 nr., kostar 3 kr.;
borgist í sumar - kauptií til
Einars prentara þórðarsonar.
Eftir að V* árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næsta árgangi.
E U L D
a
18 82.
Afgreiðslustofa í prent-
smiðju Einars pórðarsonar.
Ritstjórnar-skrifstofa:
Aðalstræti Nr. 9, opin kl.
4—5 e.m. hvern virkan dag.
V. árg.
Reykjavík, Mánndaginn 1. maí.
Nr. 149.
F r e 1 s i Ö.
E’relsi! nú áttu hjer framtíð í landi;
í fjallanna skauti er lieimkynnið þitt,
par sem inn vonglaði unglingsins andi
elskar guð heitast og föðurland sitt.
Mókanda pjóðlíf und heims norður-hjara
hefir pitt endurskin vakið og glætt.
Óheilladísir að forgörðum fara
flestar, sem lengst haí'a’ oss hrakið og mætt.
Mentanna gyðjur ef fyndust á Fróni,
frelsið vort nýunna, samfara pjer,
gæfan oss sannlega gjörðist að þjóni;
gagnslaus án þeirra oss ljómi pinn er.
B.
Um Eyrarbakkaskólann
og al])ýönskóla yfir liöfud.
[Niðurlag].
Til samanburðar, hvað kostnaðinn snertir,
höfum vjer fengið upplýsingar um, að kostn-
aður við Eyrarbakkaskólann sje þessi helztur.
1. Skólastjóri, laun . . . 1500 kr.
2. Tímakonsla......... 600 —
3. Eldiviður og Ijós . . . 200 —
4. Umsjón og fl...... 100 —
Als 2400 kr.
Auk þessa húsaleiga fyrir kenslustofur eða
renta af 1000 kr., sem sýslusjóður leggur út
móti því að hafa kauplaust hús til kenslunnar1.
Piltar eru að eins kenslutímana í skólanum, en
sjá sjer að öðru leyti fyrir húsnæði og öllum
öðrum þörfum sínum.
Hins vegar hefir sá, er sendi oss áætlun
þessa, ætlað á, að kostnaðurinn við einn skóla í
Reykjavík fyrir þessar fimm sýslur (Rangárvalla-,
Árness-, Kjós.- og Gullbr.-, Borgarfj.- og
Mýra-sýslur) verði þessi helztur:
1. Laun skólastjóra (auk húsnæðis,
ljóss og hita)...................lGOOkr.
2. Laun fasts kennara .... 1500 —
3. ----tímakennara (þarmeð söng-
ur og leikfimi).................. 800 —
4. Ljós og eldiviður . . ’ . . . GOO —
5. Viðhald á skólahúsi .... 400 —
Árlega als 4900 kr.
Skólanum er þá ætlazt til að skipt verði í
3 bekki, 3. bekkur ætlaður þeim, sem vilja vera
ári lengur og afla sjer fullkomnari og sjer-
stakrar mentunar, og þykir mega ráð fyrir
gjöra, að þeir verði ávallt nokkrir. Skólinn er
1) Oss er óskiljanlegt, hversu viðunanlegar tvær
kenslustofur geta fengizt fyrir svona litið verð. Ritstj.
ráð fyrir gjört verði sóttur af 80 piltum als,
þar af 20 í 3. bekk, 30 í hvorum hinna, eða
að jafnaði 16 úr sýslu hverri.
Svo er nú borinn kostnaðurinn við sjer-
staka skóla í hverri sýslu saman við kostnað-
ínn við 5-sýslna-skólann í Reykjavík.
Tillag úr landssjóði 2/s kostnaðar,
1000 kr. til sýslu hverrar, til 5 sýslna 5000 kr.
Tillag sýslnanna, 1500 kr. hver (eins
og Árnessýsla nú), allar 5 . . . 7500 —
Arlegur kostnaður als við sjerstaka
sýslu-skóla........................ 12500 kr.
Tillag 2/b kostnaðar úr landssjóði til
eins skóla í Reykjavík .... 1960 —
Tillag allra (5) sýslufjelaganna til
skólans ........................... 2940 —
Árlegur kostnaður als 4900 kr.
Slíkur 5-sýslna-skóli í Reykjavík ætti því
að kosta 7600 kr. minna ár hvert, heldur en
5 sýsluskólar sinn í hverri sýslu. Hvert af
þeim 5 sýslufjelögum sparaði þá þar með 1520
kr. um árið.
* *
*
Vjer höfum nú sem næst orðrjett, og mjög
lítið stytt, skýrt frá áliti merks mans um málið
og munu eigi allfáir vera sömu skoðana.
Vjer sknlum nú, eins og á oss er skorað,
láta álit vort í ljósi. Og með því að vjer sát-
um í skólamáls-nefndinni á þingi síðast og vor-
um samhuga samnefndarmönnum vorum og
samdóma um nefndarálitið, þá vonum vjer að
vorn heiðraða brjefrita furði eigi eða hann taki
oss eigi illa upp, þótt vjer lítum nokkuð öðr-
um augum á málið en hann.
Aðalmunurinn á skoðun vorri og ins háttv.
brjefrita á málinu er sá, að hann lítur á pá
uppfrccdingarþörf, er honum virðist brýnust
mi sem stendur. H^nn litast um yfir skóla-
fyrirkomulag vort, eða uppfræðslu-fyrirkomulag
vildum vjer heldur segja. par verða næst fyrii
manni lögin um uppfræðing barna í skrift og
reikningi. þau eiga eftir eðlisháttum lands
vors að verka sama hjá oss, sem barnaskóla-lög
í öðrum löndum. Ef einhver svo vill veita
börnum sínum frekari uppfræðslu, fyrir utan
kristindóminn, en í skrift og reikningi, þá er
ekki í önnur hús að venda, sem stendur, en í
gagnfræðaskólann á Möðruvöllum eða latínu-
skólann í Reykjavík. Alla milliliöi milli barna-
fræðslunnar og þessara skóla vantar gjörsam-
lega. Og í þessa tvo skóla er hæpið að kom-
ast, báðir eru fyltir fleiri lærisveinum en í raun
rjettri er rúm fyrir, og auk þessa langsótt til
beggja úr meiri hlut landsins, ef sóttir skyldu
af almenningi. Nú hefir inum heiðraða brjef-
rita lielzt komið til hugar skóli fyrir mikinn
part Sunnlendingafjórðungs1. fessi skóli ætti
að taka þar við, sem barnafræðslan sleppir, úr
því að ekki á að heimta aðra kunnáttu til inn-
töku, en lestur skrift og einfaldasta reikning.
Hins vegar virðist höf. vilja láta kenna ensku
sem skyldu-námsgrein og að tala og rita dönshu,
því að þetta, segir hann í óprentuðum kafla úr
brjefi sínu, að helzt vanti í Eyrarbakkaskólans
kensluáætlun. Á því, sem höf. ætlast til um
kenslu-kraftana (tveir fastir kennarar og 800
kr. til tímakenslu) er auðsætt, að fræðsla sú,
sem höf. ætlast til að veitt sje í skóla sínum,
á að slaga hátt upp í gagnfræðaskólann á
Möðruvöllum; og þar sem höf. ætlast til, að
sveinarnir, með því að vera í Reykjavík, fái
kost á að afia sjer í prívat-tímum auka-kenslu,
er auðsætt, að hann vill að sveinum skólans
sje kostur á, að geta náð sömu þekkingu, sem
í gagnfræðaskóla. Hann hugsar sjer því, að
03s virðist, að láta þennan skóla, sem vjer leyf-
um oss að nefna eins konar lœgri gagnfræða-
skóla, vera eina framhaldslið barnafrœðslunnar.
Og í samanburði við skólaleysi vort hingað
til, er þetta óneitanlega framför. En — er það
ekki ný bót á gamalt fat? Er það ekki ný
skólastofnun, sem rniðuð er eingöngu við það,
sem verið hefir og er, en ekki við það, sem ó-
neitanlega ætti helzt að vera, það nl. að fá
skóla- eða uppfræðslu fyrirkomulagi landsins
komið öllu fyrir sem einu heildarkerfi, þannig,
að hver skólastofnun á landinu sje einn liður í
einni heild, sem fyrir er komið eftir Ijósri skipu-
lags-hugsjón ? — £að var einmitt petta, sem
skólanefndin liafði fyrir augum. Hún hefir haft
fyrir augum nýtt ástand í uppfræðslu-málum,
ástand, sem hún sjálf hefir viljað stuðla til að
mynda.
Vjer skulum nú líta á þetta betur.
Eftir uppástungu brjefritans um 5-sýslna-
skóla, sem vjer liöfum leyft oss að benda á að
líklega yrði að verða 6 sýslna skóli, yrði öllu
landinu hæfilega deilt í svo sem 4 skólasvæði
(auk Möðruvallaskólans ?), og skulum vjer gjöra
ráð fyrir að í þá alla til samans gengju frá 250
til 300 nemendur. Meiri aðsóknar mun varla
að vænta, þar sem skólasvæðin yrðu svo stór.
Og hverjir yrðu þeir nemendur? Ugglaust helzt
börn þeirra manna, er bezt hafa efni; en óvíst
að það yrðu ávalt þeir unglingar, er hæfastir
væru fyrir nám og hefðu mesta lyst og þörf á
fræðslunni.
Tökum nær oss dæmið. Gjörum að Eyrar-
bakkaskólann sæki 20 nemendur úr Árness- og
Rangárvalla-sýslum. Gjörum að inn fyrirhugaði
skóli í Reykjavík yrði sóttur af jafnmörgum
nemendum úr sömu sýslum. En er höf. viss
hefir gleymt Vestmannaeyjum, sem cftir afstöbu sinni
ættu helzt, að fylgja pessu hans sltóla-svæbi og yrbi pá
skólinn ab vera fyrir 6 sýslur.
1) Höf. hefir hugsaö sjer fimm-sýslna-skóla; en liann
33