Skuld - 01.05.1882, Síða 3

Skuld - 01.05.1882, Síða 3
35 hlut eiga að máli, til áafþvoanlegs skaða og vanvirðu. Inni þriðju spurningunni skulum vjer leyfa oss ennfremur að svara svo: að nokkuð virðist oss hefði mátt úr þessum vandræðum bæta, fyrst með því, að hver einstakur hefði haft færra af hrossum í heima-högum og slægj- um að sumrinu og ef þeir sjálíir ekki gátu eða vildu, þá hefðu hreppstjórar og hreppsnefndir átt að hjálpa þeim og halda þeim til á löglegan hátt að Ijetta þeim af sjer1 2. IJar næst álítnm vjer að hreppsnefndirnar hefðu átt að hafa eft- irlit með fóðurtöku og hej’jaásetning manna að að haustinu og fram eftir vetri hjá þeim, sem ekki álítast færir um það sjálfir- Og ef þeir ætluðu að kaupa fóður sjer til bjargar, þá að bjálpa þeim á einhvern hátt. Enn fremur hefði verið nauðsynlegt, samkvæmt uppástungu 2. þingmanns Gullbringusfslu, að hreppsnefndirn- ar hefðu útvegað nokkrar tunnur til vara af fóðurkorni, áður karðindin duttu á, upþ á sína ábyrgð, er bæði var hægra og kættuminna fyrir sveitarstjórana sjálfa og hreppana yfir höfuð, heldur en ráðstafa fátæklingunum og skepnum þeirra á hreppsins kostnað þegar skað- in er eins sýnilegur og komið er. Nokkrir kunna að segja að ekki sje til neins að tala um þetta nú, það sjo komiö sem komið er, og það sje svo mikill vandi að setja á hey hjá öðrum, að varla sje gjðrandi; en vjer álítum að mikið kefði, eftir því sem hjer er sagt, mátt úr þessu bæta, og það því fremur, sem hreppstjór- arnir eru skyldir til að halda við góðri reglu í hreppunum og þegar eru launaðir af almennu fje fyrir start'a sinn. Um ásetningu og syeitarj>} ngsli. Framanskrifuð ritgjörð er vafalaust «ve meint» og því köfum vjer tekið hana upp. En satt að segja erum vjer vondaufir um að það ráð, sem hún vill finna til að bæta úr slóðaskap og skeytingarleysi búskussanna, komi að miklu haldi. pótt hreppstjörar og hreppsnefndir sje aldrei svo árvakrar, þó þeir hefði fult skynbragð á að setja hyggilega og mátulega á hjáhverjum bónda, þá kemur það alt fyrir ekki, því bónd- inn getur, sem maður segir, «gefið« hreppstjóra og hreppsnefnd «dauðann og djöfulinn», því hreppstjóii og hreppsnefnd geta að vísu eins og hver og einn annar af öllu mannkyni, sem vill, gefið ráð og gefið ráð; en neytt bændur til að fylgja þeim ráðum — það getur enginn gjört. Eina ráðið til að koma í veg fyrir, bæði þetta og aðra. ijettúð og skeytingarleysi í búskapar- atferli ráðleysingjanna, er, að reyna að breyta hugsunarhættinum, að koma því inn í siðferðis- meðvitund manna, að það sje ósómi fyrir full- hrausta og vinnandi menn að gjörast sveilar- handbendi, og yfir höfuð að leggja í drasli og 1) Hvernig á hreppstjóri eða hreppsnefnd að þvinga þá, sem eigi vilja lilýða? Og hvcrs er von af hrepps- nefndarmönnum, sem verða fyrstir allra bænda í sveit- inni til að horfella? Ritstj. 2) En bölvunin er, að pessir vandræðamcnn vilja engin góð ráð pýðast; þvingunarmeðul vantar, og eru heldur ekki æskileg. En sveitarstjórnirnar gætu. ef til vill, kent slíkum mönnum nauðugum viljugum ýmis holl heilræði, þegar þeir koma á hreppinn. Ristj. óráði alt á hættu upp á ábyrð þeirra, sem bet- ur fara að ráði sfnu. J>að þarf að breyfa þeim hugsunarhætti, sem nú lifir í alt of mörgum. er láta sjer enga vanvirðu þykja að lifa á sveita og forsjá annara. En það þarf líka að taka svo í taumana við þá sveitarlimi og þurfamenni sem ekki eru örvasa, á barnsaldri eða óverk- færir fyrir heilsu sakir, að það sje ekki eftir- sóknarverð æfi að liggja á sveit, oft og einatt með höndurnar í vösunum. f>að er víða svo, að sveitarhandbendin lifa við betra viðurværi og ólíku eríiðisminna lífi, lieldur en margur sá ærukær maður, sem eigi að eins kemst sjálf- bjarga af, heldur og leggur sitt fram til að framfæra sveitarlimina. Fátækra-þyngslin hjer á landi, þar sem 15. hver maður er á sveit, eru eins dæmi í heimi. En einmitt það, að aðgangurinn að sveitarsjóði er of ljettur, og svo hitt, að þurfalingarnir eru svo margir hjer, að það þykir sem engin sneypa fullhraustum mönn- um að liggja á sveit — það er einmitt þetta, sem fæðir af sjer slóðaskapinn í búskaparhátt- um, skeytingarleysið með að sefja á sig. — Öreigabjónaböndin ern af sama tagi. Hver ráð- leysinginn, sem getur náð í eitthvað í pilsi vill reisa bú ; hvorugt á «spjör fyrir r........á sjer» ; en hvað gjörir það ? Samt «hlaupa þau saman í hjóuaband sem hundur og tík á svelli», hlaða niður ómegð «alt upp á sveitar reikning- inn», og segja svo, að «guS gefi sjer börnin»; liann skal bera sökina, en þau ekki. Og ná- unginn skal ala alt upp fyrir þau. Ef einhver mætir þjer á förnum vegi, setur byssuna fyrii brjóst þjer og heimtar «peningana eða lífið», þá heitir hann stigamaður og er fyrirlitinn og hataður af mannlegu fjelagi. En ef hann hleð- ur niður börnum og sogir við hreppsbúa sína: «peningana ykkar, ágóðann af ykkar sveita, til að fæða þetta barn upp, eða látið það deyja fyrir augum ykkar» — þá er hann heiðarlegur borgari; aumingja-maðurinn, guð sendi konum börnin ; ekki getnr hann að því gjört, þó ó- megðin blaðist. á hann. Og þó eru slíkir menn ekki stórum betri, en stigamaðurinn, sem heimt- ar «peningana eða lííiö». Uað er sami hugsunarhátturinn sem vekiui skepnufelli af óskynsamlegum ásetningi og Sem veldur öreigagiftingunum og sveitarþyngslunum [>að. er þetta skeytingarleysi ura, hvað maður bakar öðrum með óskynsamlegu framferði sínu og með því að hafa engan taum á sjer eða sjálfsafneitun. J>að er þessi hugsunatháttur, sem þavf að laga. En talca ráðin af mönnum fyrir fram er órjettvíst. Engum dettur í hug, að heimta að maður sje tekinn fastur og sviftur frelsi. af því að menn kunna að hugsa, að hann ef til vill œtli að steia. En jafn-ótækt er að banna mönnum að setja á, af því að menn hugsa, að þeir kunni að fella úr hor; eða að banna per- sónum að giftast, af því að hklegt þykir, að þær kunni að eiga börn, sem kunni að verða sveitinni að handbendi. En þegar bóndi er bú- inn að fella úr hor, þá er ekkert sjáanlegt á móti, að iögleitt sje, að honum verði hegnt. fyrir illa meðforð á skepnum. Og þegar bóndi kemur með allan harnahópinn á sveitina, þá er ekki gott að sjá, hvað á móti því er, að taka bann og konuna og skilja þau að og segja: «nei, þú fær ekki að hlaða meira upp á okkur!» og taka svo af honum öll fjárforráð og þrýsta honum, með hörðu, ef með þarf, til almennilegr- ar vinnu, til að vinna fyrir ómegðinni, og hegna honum, ef hann óhlýðnast. Uað kemur í þessu sem fleiru upp á, að sjá, hvar fiskur liggur undir steini, og ekki tjáir að álasa sveitarstjórnum fyrir, þó þær gjöri ekki það, sem þær hafa ekki vald til að lögum. Laxafriðan og landsstjórnin. Uað hafa fá mál verið sótt með meiri á- huga á þingi, en málið um friðun laxa. Allir, bæði landsstjórn og alþýða hafa verið á einu máli um það, að þetta mál snerti stóran og mikilsverðan atvinnuveg; og er þó minst af því sjeð, hve mikils virði sá atvinnuvegur gæti orð- ið, ef laxinn væri friðaður. 1867, 1871, 1875 — öll þessi ár var friðanmálið fyrir alþingi. Loks 1875 náðu fram að ganga á alþingi «við- aukalög við Jónsb. landsl.bálks LVI. kapítula um friðun á laxi». — j>egar þau voru út kom- in, voru flestir fullvissir um, að nú væri laxinn þó loksins friðaður að Iögum á landi hjer. E>ví að þau friðuðu hann með fernu móti: 1. lýstu þau allan lax 3lveg friðhelgan frá 1. sept. til 20. maí ár hvert; 2. leyfðu þau öllum að skjóta og styggja sel í veiðiám og ósum (ef eigi væri þar friðlýst látur eða eggver) og eyða þannig versta óvini laxins; — 3. bönnuðu þau þvergirðingar og annað það, er hindrað gæti för laxins upp í ár og upp eftir þeim, og þann ig trygðu þau það, að laxinn væri eigí sviftur frjálsum gangi á hrygningarstöðvar sínar; — 4. bönuuðu lögin að við hafa þær veiðivjelar, er tækju smálax, og ákváðu, hver minst mætti möskvastærð vera á netjum og hvað minst mætti bil milli rimla vera í laxakistum. Nú skyldu allir hafa hugsað, að vel væri geymd gröfin helga, eftir að lögin 11. maí 1876 höfðu náð staðfestingu konungs. En, nei! Skömmu eftir að lögin eru út komin,' kemur ráðgjafinn fram í brjefi, sern birt er í stjórnar- tíöinclurium, og segir mönnum, að lög þessi sje að eins viðauka-lög við Jónsbók og geti því eigi náð til annara áa, en þar sem fleiri en einn eigi veiði í; þau sje því eiginlega ekln friðun- arlög. lljett eins og viðaukalög ekki eigi einmitt að innihalda viðauka! Bjett eins og lögin væru eigi einmitt pá fyrst rjettnefnd viðauka\ög við Jónsbók, er þau innihjeldu víðlœkari ákvarðanir en hún, ákvarðanir um allar ár alment! Ekki friðunarlög? Bjett eins og fyrirsögn laganna sjálf væri ekki «um friðun á laxi»! Bjett eins og megin als innihalds þeirra væri ekki um friðun á laxi, eins og vjer höfum á bent! Ejett eins og iögin sjálf nefni ekki berum orð- um í 6. gr. að fviðun laxins sje þeirra «grund- vallarregla»! Nei, þ<ftt allir þingmenn og lands- höfðingi og ráðgjafi og konungur með hefðu lagt sín höfuð í bleyti, til að finna, hversu skýrast og ótvíræðast yrði í Ijósi látið, að lögin væri friðanlög í allra-eiginlegasta skilningi, þá gat það eigi glöggvar tekizt, en orðið er. Lög-

x

Skuld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.