Skuld - 15.06.1882, Side 3

Skuld - 15.06.1882, Side 3
55 eins haldið að raunariausu fyrir þeim, sem þau áttu að fá, í þrjá sólarhringci. — Jeg vil nú spyrja: Segist ekkert á slíku hirðuleysi og vanskilum? Er ekki til neins að bera sig upp undan því? Eru menn alveg rjettlausir gegn hverri meðferði sem skipstjórum póstskipanna þóknast frammi að hafa, hversu sem bún mis- býður rjetti og hagsmunum almennings ? XVII. — Vjer getúm að eins svarað því, að eftir því sem reynslan virðist að sýna, mun tileinskis að bera sig upp undan nokkru gjörræði eða ranglæti, sem þjónar «ins sameinaða gufuskipa- fjetags« hafa í frammi við íslendinga. — í>að virðist næst að álíta, að póststjórn vor álíti ís- land engan rjett hafa gagnvart fjelaginu, held- ur að eins þá skyldu, að greiða því ærna fje. Hius vegar virðist sem póststjórn vor álíti, að fjelagið bafi eigi að eins rjett á að hirða þær þúsundir, sem vjer greiðum því, heldur og að það hafi rjett til að uppfylla það eitt, sem því sjálfu gott þykir, af þeim skuldbindingum, sem það hefir að nafninu til tekizt á liendur gagn- vart oss. Ekki að tala um, að ráðgjafinn sjálfur leysir fjelagið frá sumum af þessum skuldbindingum, að fornspurðum íslendingum ög þeirra hagsmunum, svo sem var með miðs- vetrarferðina í vetur, er leið. En þótt fjelagið alveg svíkist um suin verulegustu atriði skuld- bindinga sinna, þá er því, að því er vjer bezt vitum, að engu skeytt. — I samningi þeim, sem ráðgjafinn hefir gjört við fjelagið, stendur í 5. gr.: «Póslurinn skal flultur til viðkom- anda pósthúss frá gufuskipinu, samstundis Og það hefir hafnað sig, og skal f/elagið kosta flutning pennan alstaðar annarstaðar en í Kaupmannahöfn .... Sömu reglur gilda þeg- ar flytja sltal póstinn út í skipið«. Að fje- lagið skeyti þessari skuldbinding um, að flytja póstinn samstundis í land, að engu, sjest hjer að framan. — Að það skeyti jafnlítt skuld- binding sinni um, að sækja póstinn, sást í september í fyrra á Patreksfirði, er skipið hljóp á stað aðvörunarlaust, skildi allan póstinn eftir í landi og vitjaði hans alls ekki. petta er þó fullkomlega að suikjast um að uppfylla skuld- bindingar sínar. En dettur nokkrum manni í hug, að póststjórn vor láti sig slíkt nokkru skipta? Ekki oss, að minnsta kosti; vjer þökk- um eilífri náðinni, ef vjer sleppum við lögsókn fyrir, að hreifa þessu og segja satt og rjett i alla staði frá aðferli skipstjóranna dönsku. (Aðseut). Fjöldi manna hjer í bænum (líklega um 900) liggur í misliugunum, sem komu hingað með Helga trjesmið Helgasyni 2. f. m. Flestir (hjer um bil 3U) af lærisveinum læröa skólans eru nú veikir, enda var kennslutímum hætt 25. f. m., þrem dögum fyr en annars skyldi. 30. f. m. var aö eins þeim piltum ieyft að fara, sem notað gætu far með «Arctúrusi» vestur, aftur var 31. f. m. öllum leyft að fara sem færir væru, og svo ákveðið, að árspróf yrði haldið í haust í 1.—4. bekk, en í 5. bekk er því sleppt. f eir, sem vilja og treysta sjor til að ganga upp í vor á vanalegum tíraa (síðari hlut júnímán- aðar) eiga kost á því. Hvernig haga eigi burt- fararprófi, er enn eigi ákveðið ; meira en helm- ingur þeirra, sem eiga að útskrifast eru lagztir og hinir leggjast að líkindum innau skamms smám saman, svo að engar líkur eru til þess að burtfararprófið verði haldið á vanlegum tíma (fyrstu dagana af júlí) með því að sýkin legst ákaflega þungt á marga og eru henni samfara aðrir sjúkdómar (t. a. m. lungnabólga, tak, blóðspýja, heyrnardeyfð og auguaveiki), og ekk- ert er hættulegra en að fara of snemma að lesa En vegna þeirra sem ætla að sigla á háskólann, sem eru eflaust 10 í vor eða fleiri ef allt fer með felldu, þá er eigi gott að draga það lengi, því að þeir eiga að vera komnir til Hafnar 1. september til þess, að sækja um Garð (Regents- en), ef þeir vilja fá hann, en það vilja allir, og af þeim sem útskrifast í vor eru kann ske 1 eða 2 svo vel á vegi staddir að efnahag, að þeir kæmust áfram við háskólann án þess að fá Garð ; hinir verða að lúra heima; því að eigi eiga þeir vissan Garð að ári, ef þeir fá hann eigi fyrsta árið, því að þá koma aðrir stúdent- ar hjeðan frá skólanum, en eigi eru nema 25 manna rúm sem losna árlega á Garði, og er ólíklegt að yrði flest öll skipuð ísl. stúdentum, þar sem svo mikill sægur danskra stúdenta sækir um þau. Ef stúdentar í ár yrðu eigi al- veg af Garði sökum þess að þeir koma eigi fyrir 1. sept., þá kann þetta að leiða til þess, að sú breyting yrði, að ísl. stúentar fengju eigi Garð 1. árið, en sú breyting mundi verða til svo mikils óhagnaðar fyrir alla ísl. stúdenta, er fara eftirleiðis til Hafnarháskóla, að jeg vona og tel víst að enginn íslendingur vilji verða valdur að henni. Ferðir, sem stúdentar í sum- ari eiga kost á að fara utan með, eru þær, er bvrja frá Reykjavík norður um land 31. júlí og beint til Hafnar 6. ágúst, og nú þurfa þeir að koma heim til sín áður en þeir fara utan, og til þess þurfa þeir alllangan tíma, sem eiga heima fyrir vestan norðan og austan og langt frá þeim höfnum, sem skipið kemur á. |>að er því viðurhlutamikið, að draga prófið svo lengi, að þeir geti eigi farið með þessum ferðum og verði af Garði. fað virðist og ekki ætlandi ísl. embættismönnum, að þeir vilji verða þess valdandi, að ísl. embættismannaefni missi slík- an styrk sem Garður er og Garðfje, þaun eina styrk, sem þeir eiga annars vfsan af dönskufje. En hvernig má koma í veg fyrir þetta? Ekkert ráð er auðveldara og öruggara en að tara að inni viturlegu tillögu B. Gröndals skóla- kennara. Hann leggur til í síðasta blaðF«ísa- foldar», að sú breyting verði gjörð á reglugjörð skólans, að ekkert burtfararpróf verði haldið, heldur skólastjóri gefi vottorð hverjum pilti, er hann verður stúdent, eptir frammistöðu hans um allan skólann og að hann hljóti þá meðaleinkunn allra meðaleinkunna. f>etta er sanngjarnt. Með þessu lagi fá stúdentar þá eiukunn, sem þeir helzt eiga skilið. þ>etta síðasta próf, eins og hvert eitt einstakt próf, getur verið svo mjög komið undir atvikum eins og margir vita og allir sjá, sem um það hugsa. En meðaleinkunn eptir próf yfir sömu mönnunum ár eftir ár hlýtur að verða miklu nær sanni og svo rjett sem auðið er; því að þó svo vilji til, að ein- stakt próf sje undir atvikum komið, þá er alls eigi svo með hvert einasta próf ár eptir ár, og rótt svo væri, þá yrði þó þessi aðferð hin rjett- asta. í>egar þetta væri komið á, ætti eins að hafa vor- eða árspróf í 6. bekk fyrir því eins og f hinum bekkjunum eftir hvert skóla-ár. En dálítill þröskuldur er nú í veginum fyrir því, að nota tillögu B. Gröndals í sumar; það er eigi samkvæmt reglugjörðinn. En skólastjórinn og kennararnir hafa eigi látið fara, eða get- að farið í öllum greinum eftir reglugjörðinni, en þeir mundu varla hafa vikið frá henni, ef þeir ættu eigi með það. £>að er líka eðiilegt að yfirstjórnendur skólans og skólastjóri með ráði kennaranna hafi vald til þess, að víkja frá henni þegar nauðsyn krefur. Eins og kunnugt er, er kennslunni eigi hagað samkvæmt reglu- gjörðinhi t. d. í stærðfr., guðfr. og dönsku. Og ef þeir hafa mátt vfkja frá henni þar jafnvelán þess, að bersýnileg ástæða væri til þess, hver getur þá ætlað að þeir megi eigi fara eptir til- lögu B. Gröndals, þar sem svo brýna nauðsyn ber til þess sem nú? |>eir hafa og sýnt að þeir hafa góðan vilja til þess að koma í veg fyrir að mislingarnir setji pilta aftur um heilt ár, með tilhliðrunarsemi á ársprófinu í þeim bekkj- um, þar sem því er ekki alveg slept, og mun það mest að þakka skólastjóra, og hví skyldi þeim eigi vera eins ant um þá, sem eiga að útskrif- ast í vor og standa ver að vígi? Ath. — Vjer verðum að gjöra þá athuga- semd við framanritaða greiu, að oss er ekki kunngt að burtfararprófi frá latínu-skólanum þurfi að fresta eða muni verða frestað fyrir mislinganna sakir, heldur mun vera tilætlað að halda það á venjulegum tíma. Höf. þykir þessi venjulegi tími of seint settur, en það mál kem- ur ekki mislingunum við, svo oss er ekki sýni- legt samband fyrri hluta og síðari hluta grein- arinnar. — Hvað hitt snertir, að fvlgja ráði hr. Gröndals Og halda ekkert burtfararpróf, held- ur gefa stúdentaefnum vitnisburð eftir meðal- tali einkunna alla skólatíðina, þá er (hvað sem öðru líður) sá galli á því þjóðráði, að það er 6- lögleyft, og mundi háskólinn varla taka vitnis- burði, sem ekki eru á prófi bvgðir, gilda, með- an slíkt er ekki lögheimiluð aðferð, og yrði það varla þægilegra þeim, er til háskólans ætla að sækja, að verða gjörðir afturrækir þaðan. — Höf. mun hafa miskilið hr. Gröndal; hans meinino' mun verið hafa, að fá það löggleyft með reglu- gjörðarbreytingu að burtfararpróf mætti niður falla, en hitt ekki, að rektor og kennarar skyldu á sitt eindæmi brjóta fyrirmæli reglugjörðar- innar. Ritstj. M a n n a 1 á t. — 24. maimán. varð bráðkvödd merkiskonan tíuðrún Jónsdóttir að Bráðræði, eiginkona Magnúsar kaupm. Jónssonar; hún var dóttir sjera Jóns sál. Hjaltalíns og systir landlæknis Jóns Hjaltalíns; hún var fædd 12. októb. 1808, gift 6. júní 1833 og ljet eftir sig 7 börn á lífi. — 5. þ. mán. andaðist frú Lydia Etheliude Thorsteiusou, fædd 17. desbr. 1821, eiginkona þjóðskáldsins Steiugríms Thorsteinssonar.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.