Skuld - 29.06.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 29.06.1882, Blaðsíða 2
58 Ijóðskáldskapur (lyríh) sje sú tegund skáldskap- arins, sena heppilegast láti honum. Oss væri nær að ætla að hann mundi hepnari að yrkja í óbundnum stýl (t. d. sögur), því að' hann heíir að ætlun vorri marga hæíileika til þess. Af þessum kvæðum Bertels þykja oss snotrust • Heimfýsin"1 (bls. 23.) og «Barnafoss» (127.). Svo að vjer nefnum in önnur kvæði, þá þykir oss það að «Víkingahvötinni» (24), hvað sem hugsuninni líður, að vjer erunr alveg í vandræðum með að le»a hana: hún er hryll- ing allrar bragfræði. «Jeg átti fagurt fóstur- land» (á sömu bls.) er snoturt lítilræði. «Draum- ur og vaka» (á 25. bls.) allheppið og smáskrít- ið. «Nunna» stælt kvæði (á 25. bls.). Vjer þykjumst þekkja, hver stældur er, en eigi minn- umst vjer þess, að hafa sjeð þann inn sama ríma saman annað eins og «haugum« og «aug- un». «Staka» (á 26. bls.) Vjer efumst um, að margir skilji meininguna. Hún á að vera sú, að það sje lítilsvert, sem skrifað er og orkt, ef það er ekki grundvallað á því, sem maður hefir sjeð og lifað. Eins og erindið nú er, mun samt varla hægt að fá þessa (og þá held- ur enga viðunanlega) meiningu úr orðunum; því að þau láta ekki pað í ljósi, sem höfundur- inn hefir hugsað sjer. «Við lendingu* er lýsing ekki alskostar orðheppinn sumstaðar, («skellur um hríðin í landi•>,) en þó yfir höfuð vel orkt kvæði. í erindinu steudur: «niðandi grœngolug nábylgjan hörð | nístir upp steina úr sandi». «Grængolug» (sem mun vera nýgjörvingur höf.s í staðinn fyrir «grængolandi») er ekki sönn lýsing' á þessum stað. Sú bylgja, sem niðandi «nístir upp steina úr sandi» þ. e. brim-bylgjan (við land) er aldrei grængolandi, heldur hvít; græna litnum slær að eins í sjóinn á talsvorðu djúpi. — «Hún Góða» (á 124. bls.) er engin «ljóðsaga», heldur 3 lýrisk ástarkvæði; það fyrsta er vel orkt kvæði, sljettort, orðfagurt og liðugt. «J>ú», í síðasta erindi, er óljósthver er. Var það mærin, sem var «svört» og «brún- in», sem var «björt?» eða var mærin björt og brúnin svört? Orðin benda til fyrra skilnings- ins; síðari skilningurinn væri viðkunnan- legri lýsing. Á þennan síðari skilning bendir og (á 125. bls.) «undir dökkribrún». «í keskni» er í 3. kvæðinu haft í undarlegu sambandi, í líkri merkingu sem «í glensi»; en «glensið» á hjer auðsjáanlega að vera græskulaust; það et «keskni» aldrei; «keskni» er, að því er vjer vit- um, að eins haft í illri merkingu. — «Við Ham- ingjuna» (126. hls.) er kvæði um það, hvernig höf. fari að nauðga hamingjunni; til þess að geta lýst þessari nauðgun, hefir hann framið aðra nauðgunina á Ijóðadísinni, — Ura «Einíeinu» skulum vjer að eins minnast ál. vísuorð 4.erindis: «Jú, hjarta á jeg enn; í því sem «glerinu góðai.. Hjer hefir höf. alveg gleyint því, að til er nokk- uð, sem heitir stuðlar og höfuðstafir; en það er þó það allra-fyrsta, sem sá verður ávallt að minnast, sem yrkja vill á íslenzku. «Barnafoss» hefir laglegar lýsingar inni að halda; en sem heild er kvæðið heldur langt, Eiginlega er kvæðið ekki annað en þjóðsagan rímuð og fylt út með lýsing á heimanbúnaði kyrkjufólksins (sem í sjálfu sjer er góð út af fyrir sig, en í tón, sem ekki á við á blæ þann, sem annars 1) Náttúrlegra hefði samtverið að tala um „reku1, eða „spaða ‘, helilur en „fork“ í því sambandi, sem þar er. er yfir efninu í heild sinni). Skáldlegri þykit oss óneitanlega meðferð óvinar vors Bessastaða- Gríms á þessu sama eftii (Ljóðm. 45 bls.), held- ur en vinar vors Ilertels, og það þótt Gríms kvæði sje rómantiskt,* en Bertel realistiskt, og þó vjer annars höklum nieirá upp á realistisku stefnuna en rómantisku. Einar Hjörleifssnn hefir ritað Sögu í «Verð- andi», sem hann kaílar «Upp og niður». |>að er mefkHeg^ saga. J>að er saga, sem hefir hneysklað ílesta landa vora, sem hafa lesið hana. Og þetta teljum vjer henni að miklu leyti til gildis, og höfundinum teljum vjer það hiklaust til gildis í alla staði, að hann hefir haft áræði til, að vekja allan þann ógurlega fordómsflaum á móti sjer, sem hann má vísa von á eiga fyrir sögu sína. Sagan er að mörgu mætavel rituð, hefir og ekki óverulega galla; en er yfir höfuð merkilegt tímanna teikn að skáldlegri stefnu til. En hvað sem því líður: það er siðferðislegt prekvirki af skáldinu, aö hann hefir gefið hana út. Gamla receptið fyrir að semja skáldlega frásögu var hjá oss eitthvað á þessa leið: «Tak ungan bóndason upp í sveit og unga bóuda- dóttur sömuleiðis; byrja bókina á að lýsa fögr- um dal, stæl lýsinguna í «Pilti og stúlku». Les vandlega sjötta kapítulann í Balli gamla um skildurnar, og sjóð saman lýsing höfuð- persónanna eftir þeirri «kokkabók»; lát höfuð- persónurnar, sveininn og mærina, vera gæddar öllum almennum rjett-trúaðra manna mann- kostum; tak dálitla ögn af breyzkleika og blanda því við. Tak síðan einn eða tvö «vonda menn», sem geti komið því illa til leiðar, sem nauðsynlegt er í sögunni til að vekja meiri meðhug með höfuðpersónunum, til að afsaka breyzkleik þeirra og láta mannkostina ljóma enn skærara við þessa mótsetning; lát þessar «vondu» persónur baka höfuðpersónunum mátu- lega mikið böl til þess, að lesandinn verði spentur og fái dálítinn hjartslátt og að honum finnist eins og stórum steini ljetti af hjartanu á sjer, þegar einhver góður «skolli» kemur úr einhverjum blessuðum «sauðarleggnum» og leiðir höfuðpersónurnar farsællega í hjónarúmið. — Hver kannast ekki við þessa forskrift? Og hver hrósar ekki súpunni, sje hún soðin eftir henni? pað, sem einkanlega einkennir þessa sögu andspænis eldri skáldsögum vorum, er það, að höf: heyrir auðsjáanlega til inni nýju andastefnu, er nú hefir loks rutt sjer til rúms á norðrlönd- um og sem einnig ríkir nú í Frakklandi, og er Emile Zola þar talinn hennar postuli, en hann hefir meir stýrt stefnunni með dæmi sínu sem skáld, en með kenning sinni sem listfræðingur. Fer hann og víða eigi alllítið afvega. Á Norð- urlöndum hefir doktor Georg Brandes, merkasti bókmenntasagnfræðingur og listfræðingur Norð- urlanda, vakið þessa stefnu, og mun hann eigi ókunuur lesendum «Skuldur», semerið eina ísl. blað, sem nefnt hefir nafn Brandesar, að heita megi, alt til þessa tíma. Höfum vjer áður í bókmentagreinum vorum og víðar skýrt frá stefnu þeirri, sem þeir menn fylgja, er hans lærisveinar mega heita og kallaðir eru realistar. Að formi til eru þeir ólíkir mönnum innar eldri stefnu (rómantíkurum) að því, að þeir gæta þess betur að allar lýsingar sínar sjeu trúar, sjeu lýsingar þess, sem í raun og veru á sjer stað í náttúr- unni og lífinu. ]peir beztu þeirra eru oft, ef svo mætti segja, málarar í orðum. Að efni til mismunar þeim frá inni eldri stefnu í því, að þeir lýsa mannfólki á jörðunni eins og það er, en búa ekki til fyrirmyndir, sem engan stað eiga sjer í lífinu. J>ar eru «realistarnir» mótsettir «ídealistunum». In nýju nútíðar- skáld eru sálarfræðingar; þeir eru sálarfræðing- ar úr inum nýja skóla, nema meira af mönn- um en af bókum. En þeir eru líka líflæknar mannlegs fjelags; «rómantíkararnir» tóku sjer einatt yrkisefni framan úr miðöldum; og þá er þeir tóku yrkisefni frá samtíð sinni, þá gjörðu þeir þær hliðar lífsins helzt að umtalsefni, sem samoiginlegar eru mannlegri náttúru á öllum tímura og í öllum löndum; þeir hjeldu sjer við ið alinenna; það þótti enda vera að niðurlægja skáldskapinn, að taka hann í þjónustu stundar- baráttu aldarinnar og aldarhátt.arins. Doktor Brandes vakti aftur þá kenningu, að þá fyrst væri skáldskapurinn sönnu lífi gæddur, er hann hefði rætur í samtíð sinni, tæki til meðferðar þau mál, er væru áhugamál samtíðarinnar («sætle problemer under debat»). — "Realist- inn» tekur fólkið í sögum sínum úr baðstofunni, at hlaðinu, af strætiuu, úr þingsalnum, úr kyrkjunni, úr daglega lífinu fyrir augunum á oss, og leiðir það fram fyrir oss eins og vjer sæjum það og heyrðum lifandi. Ýmist sýna þeir frarn á ið sanna og göfuga í ýmsum sam- tíða-stefnum, sem mæta misskilningi og ómak- legri mótspyrnu af aldarhættinum; eða þeir húðfletta og setja í gapastokkinn spilling aldar- innar og ýmsar þær ósannar og skaðvænar stefnur, er ómaklega og oft hálf-óvitandi hafa geugi hjá samtíðinni. En fyrst og fremst af öllu gæta þeir þess, að lýsa mönnunum hvorki verri nje betri, en þeir eru. pað er þeirra fyrsta afriði, að lýsingin sje sönn. |>eir vilja halda spegli uppi fyrir samtíð sinni og sýna henni : svona ert þú! — þ>að var alvandi í gamla daga, að eigna höfundum sagna, að þeir vildu láta liöfuðpersónu sögunnar sýna eitthvað það, er þeir sjálfir mátu satt og rjett. petta er ávalt órjettlátt, ef sagan er hlutlauslega (obiektívt) rituð; og það yrði tífalt órjettlæti að eigna realistunum að þeir vilji predika skoðanir þeirra persóna, er þeir lýsa; það leiðir skiljan- lega af allri aðferð þeirra. Einar kemur í sögu þessari fram u'ndir ó- tvíræðum merkjum ins nýja Uma. Hann lýsir ýmsum ósiðum og ýmsu rotnu aldarfari hjá oss og gjörir það vel. Hann lýsir og því, hversu «góð meining enga gjörir stoð» í uppeldinu; hversu uppeldisaðferð, sem heimskir, hlepidóms- fullir eða hugsunarlausir raenn í góðum til- gangi hafa við börn, án þess að veita lundlagi barnanna eftirtekt, og hugleiða liver aðferð bezt eigi við þau, geti orðið að skaðvænni spilling á öllu upplagi ungmennisins. Hann sýnir, hversu beztu hæfileikar fara að for- görðum, þegar adlega menningu og siðferðis- legt þrek skortir til að stýra þeim, og þegar hálfmenntun og aldarháttur drepa þá neista af trú á allt göfugt, satt og gott, sam afleitt upp- eldi hefir vanrækt að glæða. Prýðisvel er lýst þeim ósið, sem eigi er enn nærri fátíður hjer á landi — inum svo kölluðu erfisdrykkjum. Lýsingin á háttalagi fólksins í dómkyrkjunni er og góð. Að eins er ein samlíking þar höfð, sem komur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og á hvergi við. ]>að er samlíkingin um söngrödd sumra kvenna í kyrkjunni, sem sagt er hafi «minnt á hljóðin

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.